Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.01.1963, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.01.1963, Blaðsíða 4
OM BJEKUR 0« MENN HUGPRYÐI EÐA SVIK? Ein af þeim bókum, sem okkur bárust fyrir sl. jól, var Hugprúðir menn, eftir núverandi forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, þýðandi Bárður Jakobsson, útgef- andi Ásrún. Þetta er að mörgu leyti mjög skemmtileg bók, vel skrifuð, og að baki liggur allmikil rann- sókn og þekking á stj órnmálasögu Bandaríkjanna. En skemmtilegast er, að bókin fjallar um efni, sem alltaf hlýtur að valda ágreiningi. Við íslendingar höfum kynnzt vandamálinu og þyrftum raunar að ræða það oftar og betur en gert er. Bókin fjallar sem sé um átta „senatora,“ öldungadeildar-þing- menn á Bandaríkjaþingi, sem allir hafa í viðkvæmustu þingmál- um tekið þveröfuga afstöðu við vilja kjósenda sinna. Flestir gerðu sér grein fyrir því, að slíkt trún- aðarrof myndi kosta þá embætti og frama. Svívirðingar og hótanir voru ekki sparaðar, jafnvel lífið var í veði. Höfundur dáir mjög þann kjark, sem til þessa þarf, og víst þarf til þess kjark, hitt getur svo verið skemmtilegt íhugunarefni, hvort sæma eigi slíka umbjóðend- ur fjölmennra samtaka, jafnvel heilla fylkja, heiðursorðinu „hug- rakkur“, eða hinu, sem notað var, svikari. Mér skilst að hér á landi, sé þingmaður af engu bundinn nema sannfæringu sinni. 011 munum við dæmi þess, að loforð og heit- strengingar á framboðsfundum reynast tóm svik, er til atkvæða- greiðslu kemur á Alþingi. Enda fer flokkseinræði hér háskalega mikið í vöxt. Að segja þingmann af engu bundinn nema sannfær- ingu sinni, væri enda réttara nú, að segja „af flokki sínum“. Hinn aldni þingmaður, Bern- harð Stefánsson, segir í minning- um sínum um tilnefningu manna í embætti, að tíðum hafi formaður þingflokks verið svo til einvaldur í þeim efnum. Fer þá enn að kastast í kekki, og er skammt til afnáms alls þing- ræðis og lýðræði lagt fyrir róða. Enda er orðið lýðræði æði oft skrautfjöður í hatti þeirra, sem til einræðis eru ráðnastir. Enn kemur hér til, að orðið „sannfæring“ er teygjanlegt. Því miður eitt af hugtökum til að skjóta sér bak við. Sannfæring, sprottin upp af langri íhygli og sj álfsrannsókn, er virðingarverð. En sannfæring, orðin til fyrir læ- vísan áróður, flokksblindu, for- ingjadýrkun, þrælsótta, eða jafn- vel fjárhagslegar eða aðstöðu- legar mútur, er vitanlega engin dyggð, og sízt afsökun fyrir að bregðast kjósendum. En alls þessa eru dæmi. Kennedy reiknar vitanlega ekki með neinum slíkum forsendum í bók sinni um hina „hugrökku“, enda mun sjálfstæði einstaklinga hafa verið af styrkari rótum runnar á þeim árum (um og eftir styrjöld- ina milli N. og S-ríkjanna) en nú. Hann telur að oftast eða ævin- lega hafi þessir þingmenn haft rétt fyrir sér, a.m.k. séð í ljósi síðari sögu. Hér kemur enn til afstæði orða: Hvað er rétt og hvað ekki? Það fer æði oft eftir því, frá bæj- ardyrum hverra er séð. Kennedy sér þá útfrá ást á samstöðu Banda- ríkjanna, það er ekki víst að „hugprýði“ yrði einkunn þeirra, væri sagan skráð í því fylki, sem þeir brugðust. Við skulum enn taka dæmi: Einhver Jón Jónsson byði sig fram til Alþingis nú í vor í Norð- urlandskj ördæmi eystra. Hann fengi nægilega mörg atkvæði til þingsetu, á því skýlausa loforði að vera á móti inngöngu í Efnahags- bandalagið. Nú skyldi „sannfær- ing“ allt í einu bjóða honum að greiða atkvæði með inngöngu. Væri þetta hugrekki eða svik? Hvað myndi sagan segja? Saga, rituð af feitum þjóni Efnahags- bandalagins myndi segja: „Hug- rekki“, „framsýni“. En saga rituð af kúguðum þræli erlendra fabrikkustjóra myndi segja: SVIK. Mér sýnist, að um aðeins eitt sé að gera fyrir þingmann, sem skiptir um skoðun á leiðinni frá framboðsfundi til atkvæðagreiðslu um þau mál, sem hann hefur ský- lausa vilj ayfirlýsingu kjósenda til að leysa, að kalla kjósendur alla, eða fulltrúa þeirra, saman og skýra sín nýju sjónarmið. Segja af sér þingmennsku, ef kjósendur fallast ekki á hans mál. Þessar og fleiri hugsanir vakna við lestur bókar forseta hins mikla Vesturheims. Honum gefast án efa mörg tækifæri til að beita „hug- rekki“ í sínu embætti, enda þótt honum sé af stjórnarskrá gefið meira vald en venjulegum umboðs- manni flokksfélaga. Þetta er hetju- menni og ágætur rithöfundur að sj á. k. Léreftstuskur hreinar og góðar kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Ný ljód í Jólablaði Vcrkamannsins birtust nokkur kvæði eftir 17 óra stúlku, Guðrúnu B. Guðmundsdóttur. Verk þessarar ungu skóld- konu vöktu mikla athygli og nokkrir Ijóðavinir hringdu til blaðs- ins oð leita frétta af skóldinu, gófu jafnvel í skyn, að um „plat" væri að ræða. Hér myndi eldri og reyndari persóna að verki. En, sem betur fer gerast enn ævintýr. Guðrún er til og skóldefni gott. Blaðið birtir nú mynd af henni og enn nokkur Ijóð, ný af nólinni. HUGGUN. Lítið barn, sem biður mig að bjarga sér. Saklaust barn með sorg í augum, sárt það er. Barn, sem réttir báðar hendur, biður heitt, um stuðning, huggun, hugans svölun. Hjarta þreytt. Hve ég þekki þessi augu, þeirra sorg. Sjálfs míns augna saman hrunda sömu borg. Þú barn, sem þegar þekkir heimsins þraut og harm. Ef gráta máttu, mun þér létta, mér við barm. MÁT. Ég stari í myrkrið og mátturinn þverr, — þó mœtti ég sízt honum glata. Ég hrópa í örvœnting: Er nokkur þar? En ekkert svar. Aðeins bergmál. — fg œpi: Heimskingjar! Nú taki einhver Ijós sitt og lýsi mér, því á lífsins vegum er örðugt að rata. DRAUMUR. Löngum, er líkaminn sefur, þá leitar mín sál á flótta til þín, sem þrautráðin gefur, í þögulli bœn og ótta. Þú að þér mig vorkunnlátt vefur í veröld friðsœlla nótta. HIÐ EINA, SEM GILDIR. Ef viltu að hreinleik hugur og sál þín beri og að hjartað sé gott, þá skyldirðu muna, að það sem þú vilt að allir þér einum geri, það áttu að gera þeim sjálfur og líf þitt er fullkomnað. Á GLÖTUNARVEGI. Hljóðlátt regnið þylur við mín þil. Þýtur annarlega í feysknum greinum. Hœttu, hœttu, meðan tími er til. er talað mér úr innstu hugarleynum. Ég geng hér um og allt í kring er svart, ég elska þetta hlýja rökkur mest. Að segja mér að hætta, það er hart. Ó, hvaða röddum skal ég trúa bezt. Ég tekið hefi samvizkuna í sátt, en sálin neitar þessu hálft um hálft. Að hœtta hér, því nœr ei nokkurri átt, núna, veiztu’ ei, þetta er lífið sjálft? Að ég sé fyrir vissum hlutum veik, ég viðurkenni, en segi fyrir mig: Að hætta þessum hœttulega leik, ég held ég muni láta eiga sig. Þá var komið við arm mér og kallað hást: Þú kemst ekki neitt. Hún er blind þessi gata. 1963 4) — Verkamaðurinn Föstudqgur 25. janúor

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.