Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.02.1963, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 22.02.1963, Qupperneq 3
Það munu vajalaust margir hafa hlustað á þann boðskap, sem Ólafur Thors flutti í út- varpið, er hann kom heim af fundi Norðurlandaráðs. Þar var tœpast nokkur málsgrein án þess, að talað vceri um eitthvert bandalag. Ólafur sagði, að mjög hefðu menn þar ytra harmað, hve illa horfði með framtíð Efnahags- bandalagsins eftir að neitað var að taka við Bretum. Og auðfundið var, að sjálfur harmaði hann ekki minnst, hvernig komið vceri. Þá sagði hann, að menn hefðu minnk- andi trá á tollabandalagi Norð- urlanda. Aftur á móti talaði hann fjálglega um Fríverzlun- arbandalagið og mátti skilja, að ná lœgi nœst fyrir, að Is- lendingar reyndu að komast inn í það bandalag. í rœðu sinni hjá Norður- landaráði mun Ólafur þó hafa tekið fram, að hann vildi ekki láta mjög ákveðnar skoðanir í Ijósi vegna þess, að fram- undan vœru kosningar á ls- landi, en lagði áherzlu á, að ísland yrði að komast með í evrópskan markað, sem sé eitt- hvert bandalagið. Það er mikil hörmung, hvernig komið er fyrir miklum hluta íslenzkra stjórnmála- manna. Þeir hafa misst alla trá á, að Islendingar geti staðið á eigin fótum. Þeir halda því fram, að við getum ekki rekið viðskipti við aðrar þjóðir nema ganga til víðtœks samstarfs við þær og helzt að fela þeim for- sjá flestra okkar mála. Og hlægilegt er, að þeir, sem hæst gala um nauðsyn okkar á inn- göngu í ein og önnur bandalög á sviði viðskipta og stjórnmála tala manna mest um frjálsa verzlun. Þetta er þó kannske ekki stórfurðulegt, ef þess er gœtt, að þessir sömu menn hafa þegar vélað þjóðina inn í hern- aðarbandalag. Hefur þó aldrei neinn getað skilið né átskýrt, hvað við áttwm í það bandalag að gera. Það varð mikil sorg í her- báðum stjórnarflokkanna, þeg- ar leiðin inn í Efnahagsbanda- lagið lokaðist að sinni, og vissulega munu helztu forystu- menn Framsóknar einnig hafa grátið, þótt þeir þurrki vand- lega af sér tárin áður en þeir koma fram fyrir háttvirta kjós- endur. En svo sterk er löngun þess- ara manna í bandalög með er- lendum ríkjum, að jafnskjótt og ein leið lokast er farið að rœða um aðra. Fyrst ekki er hœgt að komast strax í Efna- hagsbandalagið er ná farið að tala um að reyna við Fríverzl- unarbandalagið, og jafnframt er tœplað á því, að kannske sameinist ná þessi bandalög einhvern tíma og við komumst inn í Efnahagsbandalagið. Það hefur ef til vill aldrei verið jafnglöggt, hvað þeir vilja. En mikil er niðurlœging þessarra manna, að þeir skuli ekki lengur treysta þjóðinni til að annast sjálf stjórn eigin mála, heldur heldur leggja allt kapp á að koma forsjá mála okkar á annarra hendur, át- lendra manna. Ú tlendingadekrið og til- beiðsla alls sem átlent er œtlar lengi að vera hér landlœgt og gera þjóðinni marga skráveif- una. Fyrir utan allar tilraunir til að komast inn í „bandalög“ má benda á, að vart er nokkru máli orðið ráðið til lykta án þess, að sóttir séu átlendir „sérfrœðingar“ til að fjalla um það og segja fyrir um, hversu með skuli fara. Svo langt hefur þetta jafnvel gengið, að fengn- ir voru átlendingar til að segja fyrir um hvernig reka skyldi strandferðaskipin þannig að siglingar þeirra kœmu að sem beztum notum! T il lítils er nu innlend- um treyst orðið. En mörgum hefur orðið hið átlenda ráð í þessum efnum að hlátursefni: Þið skuluð bara selja eitthvað af þessum skipum, þá koma hin að betri notum. — En ráðherr- arnir í henni Reykjavík hlógu ekki. Þeir skilja ekki grín. En allar ráðningar á þessu átlenda sérfrœðingadóti, og það er ekki séð í launin við það, eru einn hlekkur í þeirri herferð, sem gerð hefur verið að sjálfstœði þjóðarinnar. Með því á að venja hana við fyrir- skipanir og yfirráð átlendinga, telja fólki trá um, að engu verði vel stjórnað nema át- lenzkir annist œðstu stjórn og sœtta þjóðina við innflutning erlendrar yfirstéttar. Þá verður eftirleikurinn hægari, auðveld- ara að berja niður andstöðu gegn því, að þjóð og land verði selt undir yfirráð erlendra „bandalaga“, eins og það er svo fallega orðað ennþá. Það er mál að linni, tími til kominn að sýna stjórnmála- spekálöntunum, að lengra skuli þeir ekki voga sér á þessari voðalegu braut. Þ. I BANDALAG SKULU ÞEIR SJÓVINNUNÁMSKEIÐS um n. k. mánaðamót. Námskeiðið er ætlað unglingum 14 ára og eldri. Kennsla fer fram tvisvar í viku og stendur nám- skeiðið í einn mánuð. Væntanlegir þátttakendur láti innrita sig á námskeiðið fyrir 28. þ. m. í skrifstofu æskulýðs- og íþróttafulltrúa í íþróttavallarhúsinu kl. 3—5 e. h. alla virka daga, sími 2722, þar sem frekari upplýsingar eru einnig veittar um námskeiðið. Æskulýðsráð. ATVINNA Einn til tveir reglusamir og laghentir piltar geta komizt að við nám í brauðgerð vorri. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Franklín. BRAUÐGERÐ TIL SÖLU MJÖG GÓÐ TRILLA, 2-8 lestir að stærð, með nýlegri Skandiavél og miklum vara- Elutum. Sjálfvirt línuspil getur fylgt. — Uppl. í síma 1516. udagur 22, febrúar 1963 Kápur r a FERMINGARSTÚLKUR verða til afgreiðslu á mánudag í úrvali. Verzlunin Heba Sími 2772. Munið árshátíð Austfirðingafélagsins á Hótel KEA n. k. laugardags- kvöld kl. 8.30. — Sækið mið- ana snemma. JAFFA- Appelsínur Ný sending — Kr. 22.00 pr. kg. Sendum heim. HAFNARBÚÐIN H.F. Sími 1094 Auglýsið í Verkamanninum. ATVINNA Vantar laghenta menn. — Mikil vinna. SAMEINUÐU VERKSTÆÐIN MARZ H.F. Shoutomót Ahureyror í HRAÐHLAUPI, verður háð laugardaginn 23. og sunnudag- inn 24. þ. m. — Keppt verður í öllum aldursflokkum karla og kvennaflokki. Þátttaka tilkynnist Hjalta Þorsteinssyni, Hólabraut 15, fyrir kl. 20 í dag, föstudag. Skautafélag Akureyrar. AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vangreidds söluskatts. Samkvæmt heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, 12. gr. verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem skulda söluskatt fyrir fjórða ársfjórðung 1962 eða eldri, stöðvaður, þar til þau hafa gert skil á vangreiddum gjöldum. Dráttarvextir falla á 1. marz n. k. fyrir síðasta ársfjórð- ung og hækka á eldri gjöldum. Bæjarfógetinn á Akureyri og sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 20. febrúar 1963. Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.