Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.02.1963, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 22.02.1963, Qupperneq 4
OM BJEKUR OC HEKN Gunnar Benediktsson: SKRIFTAMÁL UPP- GJAFAPRESTS. — Bók- menntafélagið Mál og menning gaf út 1962. Ein er sú grein á meiði bók- menntanna, sem við Islendingar höfum aldrei metið að fullu, en það eru „ritgerðir“. Þetta er þó ekki svo lítill þáttur í bókmennt- um okkar nú hina siðustu ára- tugi og sannarlega ekki sá, sem minnst er um vert, enda mun það svo, að erlendis þyki rit- gerðir á engan hátt minna verð- ar en aðrar greinar bókmennta. Við höfum eignast mikinn fjölda manna á undanförnum árum, sem þekktastir hafa orðið af ritgerðum sínum, og fjöldi kunnra rithöfunda hefur aukið hróður sinn og vinsældir með ritgerðum um ýmis þau efni, sem hæst hefur borið í þjóðlíf- inu á hverjum tíma. Þeir hafa unnið okkur ómetanlegt gagn með þessum ritsmíðum, og ekki sízt hafa þeir hafið ritgerðina til síns verðuga sætis í bók- menntaheimi okkar með snilld sinni. Það yrði ofrausn að telja nema fáa þessara snillinga. Ég nefni nokkra af þeim róttæku: Þórberg, Kiljan, Sverri Krist- jánsson, Jónas Árnason og svo síðast en ekki sízt, Gunnar Bene- diktsson. Þó Gunnar hafi getið sér góð- an orðstýr með skáldsögum sín- um og markverðri sagnfræði, þá er ég þess fullviss, að það verða ritgerðir hans og greinar, sem lengst munu halda nafni hans á lofti, enda er hann í fremstu röð ritgerðasmiða og að mörgu at- hyglisverðastur. Það er margt, sem að þessu styður. Sjálf mann- gerðin, rökhugull og brennandi í anda, látandi sér ekkert mann- legt óviðkomandi. Skýrleiki og skyggni á hvert málefni og lang- þjálfaður penni. Enn er það námið og fyrsta embættið, sem að styður, og er raunar aðeins æfing undir það, sem koma skyldi. Gunnar lærði til prests og þjónaði sem slíkur. Rœðu- gerð er ritgerðarsamning, þótt aðeins sé ætluð til flutnings, og Gunnar mun sjaldan hafa slakað á kröfunni við sjálfan sig um mál, stíl og rökræna hugsun, enda kunnu sóknarbörn hans að meta kynngi prests síns. í dag stendur hann líka á tindi mikill- ar frægðar sem ritgerðahöfund- ur. Um bók þá, sem hér liggur fyrir segir höfundur sjálfur í f ormála :■ „Ritgerðir þessar og erindi eru öll skrifuð og flutt á árun- um 1925—1932. Þeim er öllum sameiginlegt, að þau eru mótuð af preststarfi mínu, sum rituð í nafni þess, önnur í uppgjöri við það. Á einum stað í pistlum þess- Gunnar Benediktsson. um læt ég þess getið, að skoð- anir mínar um ákveðið efni hafi verið aðrar í fyrstu en í ár og senn muni enn aðrar ryðja þeim í glatkistuna. Það má fara nærri um það, hvort ég muni nú vera samþykkur öllu, sem ég skrifaði fyrir meira en þrjátíu árum. Enda er það sannast sagna, að hér eru margir hlutir, sem eru fjarri því, sem ég mundi nú vilja segja, og aðrir eru þeir, sem ég mundi nú vilja segja allmjög á annan veg en hér er gert. ---- I erindunum vil ég koma til dyr- anna nákvæmlega eins klæddur og ég var á hverjum tíma í þann tíð.“ Og enn segir höfundur í for- mála: „Ritgerðir þessar og erindi vöktu mikla athygli á sínum tíma, þótt fátt geti nú öllu hé- gómlegra en sumt af því, sem hér er tekið til meðferðar í há- kirkjulegum helgitóni. Þótt ann- ars staðar sé farið á nokkuð grófu brokki, þá er mér það á- nægja að geta gefið lesendum mínum og sálufélögum nokkuð skýra mynd af þróun hugmynda minna á þeim árum æfinnar, þegar þær einkenndust af áköf- ustu vaxtarverkjunum.“ Þannig gerir höfundur grein fyrir þessu safni og myndi ekki aðrir betur skýra það. Þetta eru sem sagt fyrstu spor Gunnars á hinni sigursælu braut ritgerðanna og vissulega er lærdómsríkt að fylgjast með því göngulagi. Það er rétt, að mikill meiri hluti ritgerðanna liggur efnis- lega handan við áhugamál Is- lendinga f dag, og þar sem allar ritgerðir þessar, utan ein, hafa áður verið prentaðar, ræddar og ígrundaðar, þykir mér ekki ástæða til að bera þar í bakka- fullan læk. En mikil ánægja er enn að lesa þessi byrjandaverk, sjá hvernig hugmyndir þróast og fimi vex í meðferð raka og máls. Það er líka gaman að sjá stíg- andann í ritgerðunum, þar sem þær fara jafnt og þétt batnandi í röðinni, svo að hin síðasta er hápunktur. Þar eð hún ræður nafni bókarinnar og er áður ó- prentuð, langar mig að fara um hana nokkrum orðum. En fyrst verð ég þó að staldra aðeins við næstu ritsmíð á undan, vegna þess, að hér er Gunnar raunar kominn í þann farveg, er skyldi síðan leiða hugmóð hans að marki. Greinin heitir, Bœjar- stjórnin og biblían, og notar höfundur biblíuna sem refsivönd á hina seku, sem vitanlega þykj- ast vinna í hinum sanna anda Lútherskunnar. Hér hefur Gunn- ar þegar lært herstjórnarlist vígamannsins. Hann vinnur hægt og seigt, dregur víða að rökin og raðar þeim kringum andstæðinginn. Hann umkringir hann, þrengir hringinn að hon- um jafnt og þétt, notar jöfnum höndum spjót sálfræði og öxi raunsanninda. Þegar hangir nú hið oddbitra sverð skopsins við hlið hans og eru leyst friðbönd- in. Þá er stutt í niðurlagið. Und- ankomuleiðum er lokað og fjand- inn fellur íil jarðar án upprisu- vonar þessa heims. Þannig hef- ur Gunnar síðan unnið á þeim mönnum og málefnum, sem heilög réttlætiskennd hans hefur knúið hann til sóknar gegn. Er þó maðurinn friðsamur. Skriftamál uppgj afaprests er að mörgu leyti ein allra athyglis- verðasta greinin. Hér segir Gunnar sögu prestsáranna og beitir nú sjálfan sig sömu nöpru raunsæinni og aðrir hafa fengið á að kenna. Hann er alinn upp við bókstafstrú, heillast fljótt af straumum frjálshyggju og ný- guðfræði, sezt í virðulegt brauð að Saurbæ í Eyjafirði og það í sæti hins ástsælasta prests. — „Fyrstu erfiðleikar mínir í prestakallinu stóðu raunar í sambandi við ástsældir þessa manns.“ Svo segir hann sjálfur. Fólkið var ekki ánægt með ræðu- snið hans, það var ekki ánægt með framkomu hans, fas og störf utan embættis. Við þetta hættist mjög erfiður fjárhagur, sem fór mjög í bága við athafna- og um- Gnðmnndnr Böðrarison, skáld: Kaflar Fyrir morðsjúka menn var það á liðnum áratugum talin viðhlýtandi úrlausn að ganga í Utlendingahersveitina frönsku, því fyrir utan málann fékk sú árátta, sem þjáði mennina, útrás í þjónustu nýlenduveldisins þeg- ar frumbyggjar hinna undirok- uðu landa snerust til einhverra varnartilrauna, eins og ofsótt dýr, sem ekki veit sér lengur neitt undanfæri. Vitanlega voru þessir frumbyggjar bæði ósam- taka og hernaðartækni þeirra á steinaldarstigi. En þeir voru á- gæt skotmörk og hreinasta unun að keyra flugbeitta byssusting- ina í þeirra beru búka þegar tíu hvítir voru um einn dökkan. Og auðvitað spillti það ekki ánægj- unni að hér var verið að þjóna menningunni, réttlætinu og guði, því sannarlega voru þessir vesl- ingar, sem leituðu réttar síns og frelsis bölvanlegir uppreistar- hundar, og þegar kommúnisminn kom til sögunnar — ja, þá var nú ekki vandfundið á þá nafnið. Þó hægt sé að fá hina ágæt- ustu hlaðamenn til þess, fyrir góð orð og’’ betaling, að svíða mannorðið af fyrrum húsbænd- um og vinum og rakka niður þann málstað, sem áður var studdur, þá hefur löngunin til þess að drepa aðra menn ekki ennþá tröllriðið íslendingum svo að þeir hafi í stórum stíl gengið í útlendar manndrápara- sveitir af sálrænni nauðsyn. Þó man ég eftir einum Borgfirðingi, sem plumaði sig fínt í Kóreu- styrjöldinni með Könum, hann eiginlega bjargaði málunum og vann sigurinn, því einu sinni þegar allt var að fara til and- skotans og allir flúnir í harða spretti, eins og gengur og gerist í styrjöldum þá snérist til varnar þessi eini íslandssonur og gnísti tönnum af ægilegri hreysti, kall- andi: Hingað og ekki lengra, kommúnistaskrattarnir ykkar, ellegur þið skuluð fá að vita hvar Davíð á Arnbjargarlæk keypti ölið, — og þetta dugði í það skiptið og sem sagt sneri málun- um alveg við. En hvar var ég nú í Dósa? jú, það var þetta: að ganga á mála; — þeir tímar eru bótaþrá prestsins. Á tíma finnst manni, að einn forláta hrútur ætti með dauða sínum ríkan þátt í því að losna tók um prest vorn, víst er að fýárhagserfiðleikarnir surfu fast að. Hitt er þó jafn víst að skoðanir og sannleiksást Gunnars réðu úrslitum. Hann segir: „1924 náði ég há- marki viðurkenningar í prest- legu starfi, og þá sökk ég dýpst í prestlegt siðleysi.“ Innri baráttan sleit og tætti þennan postula sannleikans. —- Löngunin að þóknast og verða metinn, hinn gamli Adam í oss, átti þó skammærum sigri að fagna. Þegar sigri var náð og sóknarbörnin tóku að dá ræðu- snilld prests síns, skaut samvizk- an upp kollinum all harkalega, og hræsni var ekki eðlisþáttur. Hér varð að söðla yfir. Sannur skyldi hann, hvað sem öllu öðru leið. Nú tóku þjóðfélagsmálin að gerast áleitin, leiðin lá gegnum hinn æskureifa flokk bænda, Framsóknarflokkinn, og síðan alla leið yfir til kommúnista. Þar loks fann leitandinn mikli sitt vígi. Ur því vígi hefur hann hrópað, aðvarað, barist. Þar er hann stærstur. Og # skrýddur hökli þess, er hann vissi sannast og réttast á hverjum tíma, mun hann verða framtíðinni minnis- stæður persónuleiki, snjall rit- höfundur. k. Síðari hluti. sem sé upprunnir á þessu landi, að ungir menn sjá sér hag í þvi að ala sig upp til þjónustu við þau öfl í þjóðfélaginu, sem eru þess umkomin að gjalda háan mála: veita mönnum vel launuö störf og hæg fyrir dygga þjón- ustu og fyrirheit um meiri umb- un seinna ef við verðum við völd, sem við verðum. Stundum er þessum ungu mönnuin að vissu leyti vorkunn. Métnaðar- girnin, vonin um „fínt líf“ ($) og kröfurnars til jafns við það bezta, fyrir heimili, sem kannski var til stofnað af lítilli forsjá; eru harðir húsbændur. Og Þa hlaupa þessir ungu menn óðfus' ir til hverskonar viðvika, livað lágkúruleg og niðurlægjandi senJ þau eru, og það ekkert síður þ° þau séu með öllu andstæð fjandsamleg þeirra eigin menn ingarerfðum og hættuleg þeirI a eigin þjóð. Æ, hvers vegna detta mér nú í hug Varðbergsmenn og sagnfræðingar sem eru Efst 3 baugi? Harðsvíraðir bissnissmenn hafa löngum gert gis að Hug 4) — Verkamaðurinn Föstudagur 22. febrúar 1963 Söngstjóri lians, Jón Björnsson sextngnr Karlakórinn Heimir 1948. bréfi sjóninni, þeirri, sem mannvinir, sjáendur og friðelskendur hafa tignað og gert sér að leiðarljósi. Og íhaldsöfl allra tíma hafa dyggilega stutt þá í þeirri kenn- ingu, að sem mest auðsöfnun á sem fæstar hendur, það eitt sé hið sanna gildi og meira virði en samvirkt og fagurt mannlíf. Og þar sem hægt er að fella nið- nr að sem mestu leyti, og helzt nlveg, baráttuna fyrir hagjöfnun °g sama lífrétti fyrir alla, þar þykir íhaldi allra tíma mannlíf svo gott að ekki sé þörf á betra. En árans kommúnisminn hef- ur bæði oft og víða hrakið kapi- talismann úr sinni gamalgrónu Vlgstöðu og skælt hann til í rás- mni svo hörmung er að vita. Það er t. d. allt kommúnisman- Uni að kenna að kapitalisminn hefur orðið að fórna heilmiklu lé í efnahagshj álp til vanþróaðra landa, því ef það hefði ekki ver- gert þá hefði kommúnisminn vaðið þar uppi, bannsettur, og vélað til sín fylgi ríkja, sem I’etra var þó að hafa með sér en móti ef hægt væri. — Það eru hörð örlög að láta pína upp « sig hugsjón, sem maður vill helzt af öllu vera laus við; það er ekkert betra en verða að með- ganga barn fyrir siðasakir, sem maður veit fyrir víst að maður á ekkert í. Nei, minn kæri, íhaldið er ekki upptendrað af hugsjónum, öðru nær, og það er einmitt þess vegna sem ég er svo dauðhrædd- ur um þessa ungu menn, sem ganga á mála hjá því í von um heimboð til Parísar eða Lundúna eftir fundastúss og áróður í þágu hernaðarbandalagsins, í von um innvirðulegri trúnað og betri laun alveg á næstunni, létt- ari vinnu, bíl og betri íbúð, fyrir það að stinga dómgreindinni svefnþorn og láta lönd og leið þær skyldur, sem hver einasti ís- lendingur gekkst undir þegar þjóðin tók við frelsi sínu, frelsi, sem var áunnið fyrir baráttu þeirra, sem áttu sér hugsjón. Ég segi þér satt að mér blæðir í augum þegar ég sé unga menn og vel gefna ganga til þjónustu Framh. á 7. síðu. * Sá af karlakórum landsins, sem ég hef einna mestar mætur á, Heimir þeirra Skagfirðinga, er 35 ára um þessar mundir og verður afmælisins minnst með rækilegum söng og gleðskap í Bifröst á Sauðárkróki annað kvöld. Ekki dregur það úr há- tíðleik stundarinnar, að söng- stjóri kórsins í öll þessi ár, að einu undanteknu, dýrðarmaður- inn og tónskáldið Jón Björnsson bóndi á Hafsteinsstöðum, er sex- tugur þennan dag. Með söngstarfi sínu hefur Heimir haldið uppi ómetanlegu menningarstarfi þessi 35 ár og verður það aldrei fullmetið. Að- stæður allar til félagsstarfsemi hafa víst ekki verið hægar á fyrstu árunum, þó léttfættir gæð- ingar þeirra Skagfirðinga hafi fúslega borið eigendur sína á æfingu. En mikill áhugi og rík félagshyggja hafa hér orðið sig- ursæl og hvers megnar ekki góður vilji? En afrekið verður þó án efa að þakka Jóni Björnssyni, söng- stjóranum. Hann er fæddur und- ir stjörnu hinar göfugu listar, sönglistarinnar, og áhugi hans er smitandi. Lán hans var að fæðast einmitt meðal þeirra manna, sem náttúran hafði gætt óvenju fögrum og björtum söng- 35 ara röddum. Enda munu þess fá dæmi, að ekki stærri kór hafi á að skipa jafn mörgum afburða einsöngvurum eins og Heimir oftast hefur haft, kann ég þó að- eins fáa að nefna. En eitt atriði í söngvagæfu Jóns er að eiga soninn Steinbjörn, sem er hinn ágætasti tenór. Annan einsöngv- ara úr Heimi þekki ég, sem söng með í 18 ár og er gæddur ekta skagfirskri rödd, Árni Kristjáns- son heitir hann og hreif marga með sínum bjarta tenór. Kunn- ugir myndu nefna miklu fleiri, en mannvalið var oft gott. Gísli Stefánsson frá Mikley mun lengst allra hafa verið for- maður Heimis og eiga næst söng- stjóra heiðurinn af hinni löngu samstöðu Skafirðinga á vegum söngdísarinnar. Jón Björnsson er fæddur 23. febrúar 1903 í Glaumbæ, en ólst upp að Stóru-Seylu. For- eldrar lians voru hjónin Björn Jónsson hreppstjóri og Steinvör Sigurjónsdóttir. Hann hefur alla sína daga unnið við landbúnað, utan þrjá vetur, er hann stund- aði söng- og tónlistanám á Akur- eyri. Kvæntur er Jón, Sigríði Trjámannsdóttur, hinni mestu ágætiskonu. Að vera stórbóndi á höfuðbóli er mikið starf, sem krefst nú næstum ofurmannlegs álags. En bæta við það söng- stjórn og æfingum 30 manna kórs um áratugi er ótrúlegt af- rek. En ekki nóg með það, Jón Björnsson lætur sig ekki muna um að bæta við þessi störf stjórn og æfingum tveggja kirkjukóra. Glaumbæjar og Reynisstaðar. Enn bætist við að Jón er tón- skáld gott og hlýtur tónsköpun hans og útsetning eigin verka, auk verkefna fyrir kórana að taka mikinn tíma. Manni verður því á að spyrja. Hvaðan kemur einum og einum manni þetta ó- hemju viljaþrek, þessi sívökula vinnugleði og brennandi áhugi? Hverju gæti heilt sveitarfélag, eða bæjarfélag, komið í fram- kvæmd, ef hver einstaklingur væri gæddur svo ofurmannlegu þreki? Ometanlegt er fyrir livert sveitarfélag að eiga slíka menn. Félags og skemmtanalífið hvílir á herðum þeirra, og án efa er þetta ein höfuð undirstaðá þess, að fólkið haldist kyrrt í sveit- um. Menningarfrömuði eins og Jón á Hafsteinsstöðum, ætti að verðlauna með fullum launum árlega, svo að þeir geti sinnt þessu máli allra mála í dreifbýl- inu. Búnaðarráðunautar eru góðir og þarfir, ef þeir sinna sínum störfum og hafa tæki til að vinna bændum fullt gagn við sem hagkvæmastan rekstur búa sinna. Jarðvegsrannsóknum og margvíslegum leiðbeiningum, sem bæði létta störf og auka arð. En ég er sannfærður um að fórnarlund og áhugi menningar- frömuða eins og Jóns eru það, sem dreifbýlinu er mest virði. Það hefur sannast og mun þó koma æ betur í lj ós með auknum félags- og menningarlegum kröf- um. Ég vildi á þessum tímamótum í lífi J óns vinar míns á Hafsteins- stöðum, óska þess fyrst og fremst, að honum endist þrek ennþá um mörg ár að vera sveit- ungum sínum það sem hann hef- ur verið. Að hann hafi úthald til að aka þessa 15 kílómetra til Varmahlíðar og æfa raddir og samsöng, þegar daglegum störf- um er lokið. Að hann geti þar á eftir haldið sér vakandi fram á nóttina til að skrifa upp nýja og nýja laglínu og skreyta hana fylgiröddum. Og um helgar stjórnað lofsöngnum í kirkjun- um tveim. Söngurinn lengir lífið. Listin er móðir ódauðleikans. Þjóna þú og njót bróðir Jón. Hamingj- an fylgi þér og fjölskyldu þinni. Kórum þínum og búi. Söngdísin góða hvísli þér ljúf- lingslagi. K. F. D. F°studagur 22. febrúar 1963 Verkamaðurinn — (5

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.