Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.02.1963, Side 6

Verkamaðurinn - 22.02.1963, Side 6
SKRJÁF í SKRÆÐUM ^------- — ■ ..........— ■ Skuggar við Skötufoss. Um aldamótin 1700 bjó maður að nafni Sæmundur Þórarinsson að Arbæ í Mosfellssveit. Hann var kynjaður sunnan úr Grímsnesi og er um fertugt þegar þessi saga gerist. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir, og var hann 3. maður hennar. Þau voru barnlaus, en á vist með þeim voru 3 börn hennar af fyrri hjónaböndum. Tvíbýli var í Arbæ. Á móti þeim bjó ungur og ókvæntur maður, Sig- urður Árnason að nafni. Oldruð móðir hans (Guðrún Grímsdóttir) var fyrir framan hjá honum. Heldur þótti lifna í kolunum á milli Sigurðar og hinnar mannvönu húsfreyju á hinum partinum og var margt um spjallað, eins og gengur. Hún var þó nærfellt helmingi eldri að árum. Svo er það um haustið 1704, sunnudaginn hinn 21. september, að þeir Árbæjarbændur halda upp með Elliðaám til veiða. Um kvöldið seint, kom Sigurður heim, en Sæ- mundur ekki. Var þó látið kyrrt Hggja um nóttina. En morguninn eftir gengur Sigurður heim á tvo bæi í nágrenninu, Bútsstaði og Breiðaholt, og segir að Sæmundur mótbýlismaður sinn hafi gengið fram með ám í gærkvöldi, en ekki komið heim aftur. Biður menn leita hans með sér. Hann fékk svo fjóra fil fylgdar við sig og fundu þeir Sæmund örendan ! Skötufossi. Lá hann þar á grúfu í grunnu vatni, °g er þeir tóku hann upp, rann ekkert vatn úr vitum hans, svo sem er þó um þá sem drukkna, andlitið var líka náfölt, en ekki bólgið eins °g af drukknun. Ekki var þetta þó oánar athugað í bili. Líkið var flutt yfir að Gufunesi, en þangað ótti Árbær kirkjusókn. Réð Sigurð- ur því og sagði það vilja Steinunn- Qr. Fór svo fram greftrun, án þess rekistefna væri gerð út af dauðs- falli þessu. En skömmu seinna fór að koma Q kreik orðrómur í þá átt, að ekki kefði dauða Sæmundar borið til sem eðlilegast og mundi Sigurður vita gerr um tildrög öll. Magnaðist kvittur þessi svo mjög, að sýslu- maður lét grípa hann og færa til kinghússins á Seltjarnarnesi. Ekki vildi Sigurður meðkenna áburðinn °9 þóttist ekkert vita hvernig dauða Sæmundar bar að. En þegar iögmaður sagðist fara með honum UPP í Gufunes, lát grafa pp líkið °9 skyldi hann (Sigurður) vera viðstaddur, linaðist fanginn og ját- QÓi að hafa drepið Sæmund. Hann kvQðst hafa gengið aftan að hon- urtl er hann stóð á bakkanum við ^kötufoss, og hrundið honum fram ' ifylinn með spýtu, sem hann hafði f F°Studagur 22. febrúor 1963 í hendi. Hann sagðist hafa unnið þetta verk að áeggjan Steinunnar konu Sæmundar, en hún hefði þrá- sinnis beðið sig að koma honum fyrir með einhverju móti. Eftir þessa játningu var hann hafður í haldi þarna í þinghúsinu og vöktu menn af öllum bæjum á Seltjarnarnesi yfir honum til skiptis. Hinn 14. nóvember þá um haustið var þingað um mál þeirra Steinunnar og Sigurðar í Kópa- vogi, og bæði dæmd til dauða. Fór aftaka þeirra fram daginn eftir. Sigurður var hálshöggvinn og dysj- aður skammt frá túngarði í land- norður frá þinghúsinu, en Stein- unni drekkt í læknum þar fyrir austan. Hafði höggstaðurinn ávallt áður verið uppi á hálsinum, en drekkt inn í Elliðaá syðri. „Fengu þau bæði góða iðrun og skildu vel við." Þetta mál þótti eitt hið Ijótasta sem orðið hafði í þann tíma. — Eftir annálum. — Kaflar úr bréfi (Framhald af 5. síðu). við hugsj ónaleysið. Eg má ekki til þess hugsa að Matthías og Sigurður A. skuli standa í því að skrifa Moggann fyrir Eyjólf Konráð. Þetta er líka svo von- laust. Hver getur verið listamað- ur nema hann eigi sér hugsjón? Það er sannarlega hart að mega t. d. ekki skrifa staf til stuðnings friði og siðmenningarlegu rétt- læti án þess að eiga á hættu að brjóta prinsipp blaðsins sem unnið er hjá, hvort heldur það blað er íhaldsblað á íslandi eða í Bandaríkjunum, en verða að leita listgáfu sinni útrásar innan ofur þröngra takmarka eða í neikvæðum tilgangi. Eg man eftir rithöfundi, sem einu sinni voru nokkrar vonir við bundnar. Hann gekk í þjón- ustu Morgunblaðsins. Hann hét Jón og guð leysti hann frá lífs- ins mæðu fyrir löngu síðan, en sem sagt, hann tók sig til, dygg- ur þjónn, og hugðist nota list- gáfu sína húsbændum sínum sem mest til geðs. Honum hrak- aði með hverri sögu. Seinast hló íhaldið að honum, vertu ekki að þessu, góði minn, þú getur það ekki. Og nú er hann gleymdur. Kæri vinur. Vandamálin eru mörg og enginn veit alveg fyrir víst hvernig bezt er að snúa sig úr klípunni, þetta er eilífðar hel- vítis þrældómur að reyna að vera maður og það mistekst alltaf, enda er ég með öllu uppgefinn við bréfaskriftirnar og vertu blessaður. Þinn Guðmundur Böðvarsson. Barðstúnið Þeir, sem fást við skipulagn- ingu bæja og borga, eru stöðugt að reka sig á vandkvæði, sem skapazt hafa vegna lítillar fyrir- hyggju þeirra, sem á undan eru gengnir. Hér á landi byggðust bæir upp skipulagslaust, um lang- an aldur og þótti þá sjálfsagt að byggja á hverjum þeim bletti, sem koma mátti fyrir húskofa og aldrei hirt um að skilja eftir auð eða opin svæði, sem eftirkomendurnir gætu ráðstafað. Og jafnvel löngu eftir að farið var að skipuleggja byggðina, hef- ur það viljað henda, að sú skipu- lagning væri gerð einvörðungu með tilliti til líðandi stundar, en lítið eða ekkert hugsað til fram- tíðarinnar. Enn þann dag í dag virðist svo sem þeir, sem með þessi mál fara megi varla líta opið svæði innan bæjanna, án þess að hugsa á þessa leið: — Hér er óbyggt pláss, hér má vel koma fyrir nokkrum húsum —. Síðan er hafizt handa að teikna og skipuleggja þangað til tekizt hefur að fylla hverja smugu og stundum gleymist jafnvel að ætla rúm fyrir götu eða gangstéttir og ættu Akureyringar að hafa lært nokkuð af sinni reynzlu í þessum efnum. Þó virðist mega ætla að enn séu gerð mikil glappaskot í skipulagsmálum bæjarins og mætti í því sambandi benda á fyrirhugað íbúðahverfi á Barðstúni er drepið var á hér í blaðinu fyrir stuttu síðan. Margir myndu nú óska þess, að aldrei hefði verið leyfð bygging íbúðarhúsa á Suðurbrekkubrún- inni og nú stendur jafnvel til að brjóta niður eitt þeirra, sem stendur langt inn í umferðagötu. En svo er að sj á, að í staðinn skuli byggja fjögur vandræðahús sunn- ar á brekkunni, í viðbót við þau sem fyrir eru. Það sýnist þó vera fullkomin ástæða til að hugsa sig um, vand- lega, áður en farið verður að byggja á þessum stað. Væri ekki hyggilegra að láta það bíða fyrst um sinn og eftirláta framtíðinni þennan blett til ráðstöfunar. Þessi staður er í næsta nábýli við Menntaskólann og ekki virðist óeðlilegt að þarna kæmu einhvern- tíma byggingar sem væru að ein- hverju leyti í tengslum við þá stofnun, t. d. listaverkasafn eða safn af öðru tæi. Eitt er víst, að framtíðin mun hafa nægilega þörf fyrir þennan sérstæða blett og þó að gaman væri að geta gert ein- stökum mönnum þá þægð, að af- henda þeim hann til einkaafnota, mun sá verknaður verða talinn víti til varnaðar, þegar fram líða stundir. Þeir, sem með þessi mál fara, munu skapa sér mikinn vanda, ef þeir hyggjast taka upp þá reglu, að úthluta lóðum eftir verðleikum og mannkostum umsækjenda. Sjálfum himnaföðurnum hefur ekki tekizt að úthluta veraldar- gæðunum eftir þeirri reglu, svo að menn telji viðunandi og hvað mun þá um skammsýna menn. Mundi ekki vera komið í nokkrar ógöng- ur þegar þeir lóðaúthlutunarmenn- irnir segja við Pétur: „Þú hefur lengi verið einn af máttarstólpum bæjarfélagsins og mannkostamað- ur í einu og öllu, svo að við getum ekki neitað þér um íbúðarhúslóð á Ráðhústorginu miðju — innan- gengt í Landsbankann? — Já, við sjáum hvað hægt er að gera, ef þú sækir þetta fast. En svarið við um- sókn Páls yrði máske á þessa leið: „Þú verður að teljast mesti vand- ræðagemlingur og hefur alla þína hundstíð verið bölvuð afæta hér í okkar samfélagi og átt ekki skilið að fá að byggja hér í bæjarland- inu, en þú getur talað við Botns- nefnd!“ Nei, má ég þá heldur biðja um gamla lagið, eins og kerlingin sagði. ( Aðsent). BOUUDAGURINH er næstkomandi mánudag 25. febrúar. Þá fáið þér beztar bollur í Brauðbúð KEA og útibúun- um. Útibúin verða opin frá kl. 8 f. h. en Brauð- búð KEA frá kl. 7 f. h. — Laugardag og sunnu- dag fyrir bolludag verður brauðbúð vor í Hafnarstræfi 95 opin til kl. 4 e. h. báða dagana. BRAUÐGERÐ Kringsjá vikunnar Kirkjan. Messað verSur í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag (föstuinngangur) kl. 2 e. h. Sálmar: 208, 434, 216 og 232. — B. S. Sjáljsbjörg. Næsta spilakvöld aS Bjargi föstud. 22. þ. m. kl. 20.30. Bragverjar. Fundur á fimmtudag kl. 8.30 aS Gildaskála K. E. A. ASalfundur. Bazar og kaffisölu heldur kvenskáta- fél. Valkyrjan næstkomandi sunnudag kl. 3 e. h. aS Bjargi. Bæjarbúar! StyrkiS kvenskátana meS því aS drekka hjá þeim síSdegiskaffiS. Húnvetningar hafa þorrablót í Lands- bankasalnum n.k. Laugardag. Konudagurinn er á sunnudagihn. ÞaS ar gamall og góSur siSur aS gleSja eiginkonuna og kærustuna á degi þeirra, konudeginum. Frú Góa heilsar þá og boSar hækkandi sól. ÞiS eigiS aS fara snemma á fætur og hita gott morg- unkaffi (Ath.: NotiS ekki export) og þiS eigiS aS steikja pönnukökur, sykra þær heitar, svo hann bráSni jafnt, láta þær svo kólna aSeins. SíSan takiS þiS til rjóma, sykur og bollapar og setjiS á bakka ásamt bakkelsinu, færiS síSan elskunni rjúkandi kaffi í rúmiS. Af- gangsins getiS þiS neytt frammi í eld- húsi. En muniS aS þvo upp á eftir. Ekki nóg meS þetta. Eftir aS hafa meStekiS þakkarkoss, einn eSa fleiri, labbiS þiS í blómabúS, hún opnar kl. 10. Þar kaupiS þiS túlipana, páskalilj- ur eSa einhver önnur blóm og færiS kon- unni eSa ástmeynni. Þetta tryggir sól- skinsbros á heimilinu alla Góuna. Ef þiS trúiS mér ekki, þá reyniS sjálfir. Japönsku Segularmböndin morgeftirspurðu — væntanleg Verð kr. 285.00 Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Simi 1524 Til fermingargjafa: Alls konar SKARTGRIPIR í fjölbreyttu úrvali. Athugið að það borgar sig alltaf bezt að kaupa hjó fagmönnum. Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Simi 1524 Verkamaðurinn — (7

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.