Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.02.1963, Qupperneq 7

Verkamaðurinn - 22.02.1963, Qupperneq 7
Mánafoss í Akureyrarhöfn Sl. laugardag renndi hér að bryggju hið nýja strandferðaskip Eimskipafélags íslands, Mána- foss, og er það glæst uppfylling þeirra loforða, er forstjóri Eim- skips, Ottar Möller, gaf hér á blaðamannafundi í sumar. Fréttamönnum og nokkrum öðrum var boðið að sjá skipið og heyra um forsögu þess og fram- tíð, en því er ætlað að bæta úr brýnni samgönguþörf við hafnir út um land. Bæjarstjóri, Magnús E. Guð- jónsson, mælti nokkur orð og fagnaði þessum framkvæmdum og árnaði heilla. Svo illa tókst til, að tæknivís- indin „klikkuðu“ eitthvað, er lagt var að hér og urðu af skemmdir nokkrar á skipi og bryggju, var þetta leitt á hátíðlegri stundu. En enginn stóratburður í sjálfu sér. Blaðið óskar þeim, sem eiga skipið og njóta munu góðs af því, til hamingju. Lýsing á m. s. „Mónafoss" Skipið er smíðað 1959 í Hol- landi. Það er úr stáli og styrkt til siglinga í is. Að stærð sem lokað þilfarsskip 1400 tonna d. w. og sem opið þilfarsskip 975 tonn d.v. Tvær lestar eru í skipinu, sú fremri með tveimur lúguopum á hlífðarþilfari, en einni á aðalþil- fari,en sú aftari með einni lúgu á hlífðarþilfari og einni á aðalþil- fari. Samtals er rúmmál lestanna 63.500 rúmfet „bale“. (Til sam- anburðar má geta þess, að lestar- ,Tungufoss“ er 113.465 rúmfet). Lestaropin eru um 5.5 m. á breidd og frá 8 til 10 m. á lengd. Skipið er útbúið með 6 raf- magnsvindum (spilum) 16 hest- afla, gerðum af Ths. B. Thrige. Einnig er skipið útbúið 6 lyfti- ásum (bómum) fyrir 5 tonna þunga og einum 10 tonna lyftiás. Aðalvél skipsins er Klöckner Humboldt-Deutz og er 8 strokka Diselhreyfill 1000 hestöfl, og má gera ráð fyrir 12 mílna gang- hraða þegar skipið er fullhlaðið. Hjálparvélar eru 3 og einnig af Deutz gerð. Skipshöfn er 11 manns. Ibúð skipstjóra og 1. vélstjóra er á bátaþilfari. Ibúðir annarra yfir- manna eru á hlífðarþilfari. Aðrar íbúðir skipverja eru á aðalþilfari. Á stj órnpallsþilfari er loftskeyta- stöð og kortaklefi. Matsalur yfir- manna er stjórnborðsmegin á hlífðarþilfari. Matsalur undir- manna er bakborðsmegin á hlífð- arþilfari. Eldhúsið er aftan við vélareisn á hlífðarþilfari og er með olíukyntri eldavél. Frysti- geymsla matvæla er gegnt eldhúsi. Aftan við eldhús er geymsla mat- sveins fyrir tollvarning. Vélsúgur er í öllum íbúðum skipverja og vélarrúmi. Af siglingatækjum má nefna ratsjá, sjálfritandi dýptarmæli, sj álfstýringu. Bjargbátar eru tveir úr aluminium, hvor fyrir 20 manns. Auk þess fylgir einn 10 manna gúmmíbjörgunarbátur, sem er á stjórnpalli. VÍSA VIKUNNAR Viðreisn svíkur okkur enn, aldrei slik var fórnin. Þegar vikur vetur senn veltur rikisstjórnin. „Mónafoss" heilsaði rösklega, er hann hafði fyrstu land- kenningu af þvi landi íslandi. Hvorttveggja lét ó sjó, skip og bryggja. Hefði Foss- inn komið nokkru norðar að bryggj- unni, hefði verið tré fyrir og skipið tæpast numið staðar fyrr en inni i „dokk". íþróltamyndir K. A.-félagar! íþróttamyndir og fleiri myndir verða sýndar í les- stof u í slenzk-Amerxska-f élagsins n. k. laugardag og sunnudag kl. 2 e. h. og n. k. þriðjudag kl. 5.30 e.h. — Stjórnin. Skipstjóri á m.s. „Mánafoss" er Eiríkur Olafsson, I. stýrimaður er Bernótus Kristjánsson og yfir- vélstjóri Haukur Lárusson. 11 Verl kamaðurinn Höfn, Bakkafirði, 21/2. Veðráttan hefur verið með ein- dæmum góð í vetur og vegir allir betri en á sumri. En atvinna er engin í kauptúninu og allir, sem að heiman komast, fara burt á haustdögum. Unga fólkið fer í skólana, en þeir fullorðnu í at- vinnuleit, flestir til verstöðva á Suðurnesjum. Um útgerð er hér ekki að ræða nema á sumrin, eða frá því í maí og fram í október. Þetta stafar þó ekki af því, að fiskur gangi ekki á miðin á þessum „dauða“ tíma, heldur er það aðstaðan, sem veld- ur, fyrst og fremst hafnarskil- yrðin- Skilyrði fyrir nýtingu afla og nú, eftir tilkomu síldarbræðslu, alls úrgangs, eru fyrir hendi. Heilsufar hefur verið gott, en skemmtana og félagslíf er ekki margbrotið í slíku fámenni. Þó var haldið hér þorrablót nýverið, með hangikjöti, hákarli og öðru, sem fylgja ber. Sátu þá fáir heima og þótti tilbreytingin borga sig vel. Krakkar! Öskudagurinn er í næstu viku. SAGT OG SKRIFAÐ Með vordögunum hverfa SímanúmeriS er 2131. Pantanir teknar. — Jón Kristinsson, hórskeri. „far- fuglarnir“ vonandi heim aftur og þótt bændabýlum fækki, virðist hið gamla og oft góða fiskipláss Höfn, muni geta átt einhverja framtíð, þó aðeins með því skil- yrði, að stjórnvöld skilji sitt hlut- verk í sambandi við útkjálkana. REYKJAVÍKURBRÉF er einn af föstum þáttum í Morgunblaðinu, og hefur lengi legið það orð á, að oftast væri það skrifað af formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna nokkrum Benediktssyni. En stundum birtist líka Akureyr- arbréf. Undir því síðasta er fullt nafn höfundar, en hann er Stefán Eiríksson, afgreiðslumaður Mogga hér á staðnum. Stefán drepur á ýmis mál, m. a. rœðir hann stofnun Verkalýðsfé- lagsins Einingar og fleiri verka- lýðsmál. I framhaldi af því segir hann: „Það hefur þrásinnis kom- ið í Ijós og ekki aðeins hér á Ak- ureyri að kommúnistar halda póli- tískum andstœðingum utan fjöl- margra stéttarfélaga að því marki sem þeir þurfa, til að halda meiri- hluta í félögunum.“ Er full ástæða til að biðja Stefán um frekari útskýringar á þessum orðum sínum. T. d. vœri IMmii ftrir Mlrahni Jafnvægi í byggð landsins er stöðugt á dagskrá, og allir flokkar þykjast berjast fyrir slíku jafn- vægi. Eitt af síðustu afrekum rík- isstjórnarflokkanna er að koma málum þannig fyrir, að verð á allri sekkjavöru verður til muna hærra úti um land en í höfuðborg- inni. Á síðasta ári var skipafélögum leyft að stórhækka öll flutnings- gjöld og sú hækkun öll látin koma fram í vöruverðinu, en jafnframt gerðist það, að afnumin voru svo- nefnd áframhaldsflutningsgj öld á þessari vöru, þ. e. a. s. sé varan ekki skráð á ákveðna höfn utan Reykjavíkur og komist þangað með skipum Eimskip eða annarra skipafélaga, sem í hlut eiga, verð- ur að greiða sérstaklega fyrir flutninginn frá Reykjavík, en svo var ekki áður, ef tilgreint var við komu vörunnar til Reykjavíkur, hvert hún ætti að fara. Verðlagsnefnd mun hafa leitað eftir því við ríkisstj órnina, að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir þá hækkun á vöruverði úti um land, sem af þessu hlýzt, en ríkisstjórnin taldi málið sér ó- viðkomandi. Hækkun sú á mjölvöru og öðr- um sekkj avarningi, sem af þessu verður, nemur allt að 14%. Það eiga framvegis að verða ein af forréttindum Reykvíkinga að fá sína vöru þeim mun ódýrari en aðrir landsmenn. — Þeir geta kannski þakkað ríkisstjórninni, en við, sem annars staðar búum getum varla gert það. æskilegt, að hann nefndi einhver dæmi máli sínu til stuðnings, nafngreini einhvern, sem „komm- únistar“ hafa haldið utan stéttar- félags, sem hann hefði átt rétt td að vera í. Stefán var lengi í Verka- mannafélagi Akureyrarkaupstað- ar, líklega lengst af starfstíma þess félags. Skyldi hann treysta sér til að nefna dœmi um, að mönnum hafi verið neitað um inngöngu i það félag af pólitískum ástœðum■ Eða er þetta bara draumsýn hja Stefáni, sem honum finnst vera veruleiki. En þá er hœtt við, að hún gufi upp, af því að hún er hvorki fögur né göfgandi og dreymandanum Stefáni Eiríkssynt til lítils sóma. ÞAÐ er auðséð á „Degi“ í síðustu viku, að Framsóknarmenn óttast enn afleiðingar þess, að þeir rufu Vinstri stjórnina 1958 og gáfu íhaldinu eftir stjórn landsins, sem það hcfur farið með síðan með þeim afleiðingum, sem öllum eru kunnar. En það er sama hve mörgum dálkum Dagur eyðir til að reyua að afsanna, að Hermann og Ef' steinn séu faðir og móðir „við' reisnarinnar“. Það verður aldret af þeim skafið. Aðalfundur ÁSGARÐS H. F. verður haldinn í húseign f®' lagsins að Hafnarstræti 88 n.k- þriðjudagskvöld, 26. febrúar> kl. 8.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um sölu á eign fe lagsins í Hafnarstr. 88. Stjórnin-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.