Verkamaðurinn - 29.03.1963, Blaðsíða 3
SKRJÁF
í SKRÆÐUM
Stjörnumerkin og gömul vísa.
Stjörnumerkin, hin þekktustu, eru
12 eins og mónuðirnir í órinu:
Hrútsmerki/ nautsmerki, tvíbura-
merki, krabbamerki, Ijónsmerki,
meyjarmerki, vogarmerki, dreka-
merki, bogmannsmerki, . geitar-
merki, vatnsberamerki og fiska-
merki.
Utan ó hverju almanaki er
teiknaður rammi, sem sýnir þessi
merki í réttri röð, niður fró vinstri
og upp fró hægri. Þessi myndhefur
fylgt almanakinu síðan farið var
að prenta það, eða i nær 90 ór, og
er því kunn öllum, sem almanak
hafa undir höndum.
Einhver orðhagur og rímlaginn
maður, hefur endur fyrir löngu
sett saman vísu, sem auðveldar
mönnum að muna stjörnumerkin í
réttri röð. Skrjófaranum datt í
hug, að einhverjir krakkar kynnu
að hafa gaman af að laera þessa
gömlu vísu, ef þau kunna hana
“"ekki fyrir. Hún er svona:
Hrútur, boli, burar tveir,
bæklaður krabbi, Ijónið, drós,
metin, hængur, hremsufreyr,
hafur, skjólur, fiskar sjós.
Og nú skuluð þið líta ó alman-
akið og bera myndirnar saman við
vísuna. Burar tveir = tvíburar.
Drós = mey. Metin = vog.
Hremsufreyr = bogmaður. Skjólur
= vatnsfötur. — Þessa vísu kunnu
allir krakkar í gamla daga.
—0—
Þessa landafræðivísu lærði
skrjófarinn ungur og óður en
hann vissi, hvar ríkið Afghanistan
var, hvað þó heldur hvað fylki
þess hétu:
I Afghanistan eru þessi ríki:
Kabúl, Herat, Kandahar,
— komið hef ég aldrei þar.
I
Oft er það gott, sem gamlir
kveða, sannast enn, því þessi nöfn
sjóið þið'ó landabréfinu ykkar, ef
þið leitið uppi Afghanistan í Asíu.
Kannast ekki margir við þessa
vísu?
En þessa, um Mið-Ameríku og
eyjar þar í grennd?
A Costa-Ríca og Kúbu er gras,
kornyrkja ó Hondúras,
ó Guotamola gæða vor,
gullnómur í Solvador. —
Og hér kemur að lokum éin vlsa
úr Islandssögunni:
Eitt ég muna alltaf skal,
einn var þarfur Snælandssonum:
Eéra Björn í Sauðlauksdal
sóði fyrstur kartöflonum.
HÚSMÆÐUR!
Vegna þess hve erfitt er að afgreiða simapantanir á laugardögunum,
eru það vinsamleg tilmæli vor að þér
PANTIÐ TIL MELGARINNAR ó
^um
NÝLENDUVÖRUDEILD
O G Ú T I B Ú I N
Framtiöarstorf
Óskum eftir að ráða mann á vori komanda, sem veita skal
forstöðu nýrri ferðaskrifstofu á Akureyri ásamt afgreiðslu
fyrir Norðurleið h.f. og nokkra aðra sérleyfishafa.
Er hér um að ræða fj ölbreytilegt framtíðarstarf fyrir
áhugasaman reglumann. Kunnátta í ensku og a. m. k. einu
Norðurlandamálanna er áskilin.
Skriflegar umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri
störf, skulu sendar skrifstofu vorri, pósthólf 815, Reykjavík,
fyrir lok þessa mánaðar. Allar umsóknir verða skoðaðar
sem trúnaðarmál.
FERÐASKRIFSTOFAN SAGA
Reykj avík
Hverfisgötu 12
Idgo ií kartojlugðrium
bsjorins
fyrir komandi sumar fer fram á tímabilinu 1.—25. apríl
næstkomandi í Grænugötu 8 niðri alla virka daga kl. 1—2
og 5—6 eftir hádegi. Þeir sem vilja halda sömu görðum
áfram í sumar, verða að hafa endurnýjað leiguna fyrir 15.
apsíl næstkomandi, annars verða garðarnir leigðir öðrum.
Yegna takmarkaðs garðlands, að þessu sinni, verður ekki
hægt að leigja neinum einstakling meira en 100—200 ferm.
garðland.
Pantanir á görðum verða ekki skrifaðar niður.
Akureyri, 22. marz 1963.
Garðyrkjuráðunautur.
Sendisvein
vantar á landssímastöðina á Akureyri frá 1. apríl n. k.
Símastjórinn.
SVLGKEPP^iI
hóð í Ólafsfirði þann 24. marz 1963
ÚRSLIT :
I. II. Samanl.
1. Magnús Ingólfsson, Ak. . 43.0 44.7 87.7 sek.
2. Svanberg Þórðarson, Ól. . 41.5 47.3 88.8 —
3. Ottó Tuliníus, Ak 43.7 46.1 89.8 —
4. Viðar Garðarsson, Ak. . 46.4 46.5 92.9 —
5. Ivar Sigmundsson, Ak. . 46.2 46.9 93.1 —
6. Eggert Sigurðsson, Ak. . 47.3 50.2 97.5 —
Brautarlengd 300 m. Fallhæð 130 m. Hlið 45.
Samtals tóku 17 kepþendur þátt í mótinu, 6 Ólafsfirðingar
og 11 frá Akureyri,
Samanlagður tími fjögurra fyrstu manna frá hvorum aðila:
Akureyri:
Magnús Ingólfsson
Ottó Tuliníus
Viðar Garðarsson
ívar Sigmundsson
- Olafsfjörður:
87.7 sek. Svanberg Þórðarson 88.8 sek.
89.8 — Guðbjörn Jakobsson 99.1 —
92.9 — Björn Guðmundsson 119.5 —
93.1 — Sigvaldi Einarsson 145.8 —
363.6
453.2
(on (on!
Ódýru ítölsku Can Can nylon-
sokkarnir, margeftirspurðu eru
nú komnir. 20 din, 15 dip.
Þrír litir, kr. 32.00.
KOMIÐ — SJÁIÐ
KAUPIÐ — REYNIÐ
Kringsjó
vikunnar
Léreftstuskur
hreinar og góðar
kaupum við hæsta verði.
Prentsmiðja
Björns Jónssonar h.f.
MessaS n. k. sunnudag kl. 10.30 árd.
(ferming). Sálmar: 645, 510, 594, 648,
591. P. S.
St.-Georgs-gildÍS. 1. IV. kl.
9 e. h. KEA.
Arsþing IBA 1963 hefst mánudag-
inn 1. apríl n.k. kl. 20.20 í fundarsal
Iþróttabandalagsins í íþróttahúsinu.
Siglingahlúbbur. — Þeir, sem áhuga
hafa á aS gerast meðlimir í siglinga-
klúbb, sem nú er verið að stofna, láti
innrita sig hjá Gunnari Ámasyni í
Sportvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar,
sími 1580, eða skrifstofu æskulýðs- og
íþróttafulltrúa, sími 2722. Þátttakendur
mega eigi vera yngri en 11 ára.
Akureyrarapótek hefur vakt vikuna
24.—31. marz.
Frá Sjáljsbjörg: Þriggja kvölda fé-
lagsvist hefst föstudaginn 29. marz að
Bjargi. — Byrjað kl. 20.30. Nefndin.
llm hundahald
Að gefnu tilefni eru menn varaðir við, að halda hunda í
bænum án tilskilins leyfis eða vanrækja reglur þær, er um
hundahald gilda í bænum. Verða allir hundar, sem ekki eru
haldnir samkvæmt reglum, teknir og þeim lógað án frekari
aðvörunar.
Bæjarfógeti.
Verkamaðurinn
Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista-
félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu-
bandalagsins í Norðurlandskjördæmi
eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku-
götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og
Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. —
Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. —
Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri.
Eostudagur 29. marz 1963
Verkamaðurinn — (3