Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.08.1963, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 09.08.1963, Blaðsíða 4
j-7,^-1- 149/ - «/17,. L,. /iqbZ. Arnir Sígurjinsson skrifor: Þuru í Garði þekkti ég lítið nema af vísum hennar. En Krist- ján frá Djúpalæk bað mig að skrifa um hana nokkur minning- arorð, því að ég „þekkti allt í kringum hana“. Það vakti hjá mér minningar frá liðnum ár- um, og því neitaði ég ekki bón hans. Þura var Mývetningur að ætt og allri mennt. Sveitin hennar er undarleg og merkileg veröld, ekki aðeins vegna vatnsins, eyj- anna, silungsins, fuglanna, hraunsins og fjallanna, heldur einnig og ekki síður vegna fólks- ins, sem hefur átt þar heima og á þar heima. Látra-Björg orti um Mývatns- sveit í elli sinni: Mývatnssveit ég vænsta veit vera á Norðurláði, fólkið gott og fær þess vott, þótt fullt sé það af háði. Þegar hallæri og hungur surfu að landi okkar, bjó engin sveit eins bærilega að fólki sínu og þessi undarlega og auðuga há- fjallasveit. Þar hefur fólkið aldrei verið kúgað og þrúgað, og eftir hallærin fylltust grann- sveitirnar hvað eftir annað af fólki þaðan. Þó var þar marg- býlt oftast á flestum jörðum, og þegar þess gerðist betri kostur en áður að byggja sér híbýli, risu á mörgum þeirra smáþorp, því að Mývetningar hafa jafnan unað flestum betur heima í sinni sveit. Þegar vatnið leggur verða þar flestar þæjarleiðir stuttar og því líkast, að sveitin verði eitt heimili. Þar hefur oft verið mik- ið félagslíf, góður friður og um- talslaust samkomulag um að láta engan búá við neyð, og fátæku fólki hjálpað þannig, að það þyrfti ekki að þiggja af sveit. Þó hefur fólkið ofurlítið þurft að ýtast á til þess að halda sér vakandi, oft hefur verið deilt um lífsviðhorf af miklu fjöri, en slíkum deilum haldið innan á- kveðinna takmarka, þess gætt að beita ekkihinum breiðu spjótum. Þannig varð fólkið gott og fékk þess vott, þótt það væri fullt af háði. Það er þingeysk sögn, að Þórður í Svartárkoti hafi neitað því við Guðmund Magnússon Iækni, að satt væri, að allir Þing- eyingar væru skáld. „En hagyrð- ingur á hverjum bæ“, sagði Þórður. Svo var vissulega víða, að leikur með rím og orð var helzta skemmtun fólksins. í Mývatnssveit var margt hag- yrðinga á 19. öld, en snjallastur þeirra var lengi talinn Gamalíel Halldórsson bóndi í Haganesi. Heyrt hef ég og lesið margar vís- ur hans, og kunni hann vissulega ágæt skil á íslenzku máli og kenningum í hefðbundnum kveð- skap þjóðar sinnar, lék sér að dýrum háttum án þess að honum förlaðist. En enga vísu kann ég þá, sem ég er viss um að sé eftir hann, því að upphafsvísa Griðkurímu, sem þeir Illugi Einarsson ortu saman, getur ver- ið eftir hvorn þeirra sem er: Yggjarsjó ég út á legg uggandi um Dvalins kugg. Hyggjudugur dvínar segg duggan þegar fer á rugg. Undir þessum hætti og af þessu orðbragði var ríman kveð- in, og má um báða höfundana segja: KIó sá er kunni. — Ekki er samt öruggt, að Þórður í Svartárkoti hefði skipað þeim á skáldabekk. Þó var persónulegur tónn í vísum Gamalíels. Systur átti Gamalíel, húsfreyju á Hofstöðum. Eftir hana sá ég eina vísu, og aðeins eina, í stóru safni lausavísna, er ég fékk eitt sinn að láni, og lærði hana og kann enn. Tilefni vísunnar var, að bóndi húsfreyjunnar átti barn framhjá, en hún tók barnið til uppeldis: Ellefu ég átti börn í ærlegu hjónabandi, en hið tólfta gæfa gjörn gaf frá öðru landi. Þetta er elzta vísan, sem ég kann með einkennum, sem mér finnst sérstök fyrir Mývatnssveit, og mér finnst meira í henni en hagmælskan, leikurinn með rím, hátt og orð. — Gamalíel var langafi Þuru í Garði, húsfreyjan á Hofstöðum langafasystir henn- ar. Guðbjörg Stefánsdóttir (Gam- alíelssonar) í Garði, móðir Þuru, er mér minnisstæð frá því, er ég sá hana fyrst. Ég kom unglingur á hlaðið í Garði og spurði til vegar. Ung stúlka varð fyrir svörum, en henni fór sem kunn- ugum oft. Þá kom þar Guðbjörg og sagði, að slík leiðsögn dygði ekki ókunnugum. Síðan sagði hún mér til vegar, svo að mér dugði, og hef ég eigi fengið svo skýra leiðsögn öðru sinni. Einn bræðra Guðbjargar hitti ég fyrir í fyrsta sinn á líkan hátt. Við sátum tveir unglingar yfir fjársafni í hrauninu við Reykja- hlíð og biðum þess að lokið væri drætti í réttinni þar. Þá kom til okkar ókunnugur maður úr hrauninu, heilsaði okkur og horfði á okkur litla stund og sagði síðan: „Ekki hef ég séð ykkur fyrr, en þó held ég að ég geti sagt ykkur, hvað þið heitið, hverra manna þið eruð, hversu gamlir þið eruð og hverjum þið líkist mest, og nú skal ég ganga undir próf hjá ykkur,“ Svo sagði hann okkur þetta allt nákvæm- lega rétt, og kvaddi brosandi, er hann hafði fengið staðfestingu okkar á því, er hann hafði sagt. — Annar bróðir Guðbjargar rækti hagmælsku Gamalíels afa síns, orti dýrt, oftast hringhend- ur, og fannst mér hljómurinn Þura í Garði. meiri en nákvæmnin í framsetn- ingunni. Þessi er ein vísa hans: Brýzt um nakin bjart við ál, blóm eru hrakin elds í tál, er sem kvaki Kiðey mál: Hver hefur vakið þetta bál? Þriðji bróðirinn, Hjálmar, var þó miklu sérstæðastur. Það var íþrótt hans að leika á fiðlu. Guðmundur skáld Frímann hef- ur ort um hann kvæði — án þess að sjá hann og heyra nokkru sinni — og er leyndardómsfullt, hve nærfærið það kvæði er um margt það, er mestu skiptir. Þetta var glæsilegur maður, vel orðfær. Ég sá hann nokkrum sinnum á unglingsárum mínum, en fannst hann lítið gæfulegur, óeðlilegur í framkomu og jafn- vel tilgerðarlegur, og ekki kunni ég að meta það, sem aðrir dáðu, hvernig hann lék á fiðlu fyrir dansi. Svo var það eitt sinn eftir að ég varð fullorðinn og nokkuð margt fólk í kringum mig, að hann dvaldi hjá okkur eina kvöldstund og byrjaði að leika á fiðlu sína í rökkrinu og hélt leiknum áfram þó að dimmdi, svo að eigi sá handa skil. Við hlýddum öll á, sefjuð, agndofa, hugleikin. Þetta var ekki venju- legur fiðluleikur, heldur seiður. Ekkert okkar, er hlýddi á, mun hafa vitað, hvort hann fylgdi nokkru lagi eða engu. En þvílík- an fiðluleik hafði ekkert okkar heyrt. Svo að aftur sé á Guðbjörgu minnzt, þá þótti hún frábærlega gáfuð, djörf og sköruleg ung stúlka. Þegar Þjóðlið Þingey- inga var stofnað, var hún þar kjörin sveitarforingi. En líklegri þótti hún til þess að hafa yndi af skáldskap en búsýslu. Því þóttu það undarleg tíðindi, er hún gekk að eiga Arna í Garði, raunsæjan búmann en ekki skáldlega rómantískan í annarra augum. Ég verð að gera þá játningu, að ég sá Árna í Garði aldrei og gerði mér helzt hugmynd um hann af kerskinni vísu eftir dótt- ur hans, Þuru.: Illa fór með flöskuna, fjandinn sjálfur iók hana, Arni bóndi átti hana og ætlar máske að sækja hana. Hinsvegar hef ég haft nokkur kynni af mörgum ættmanna hans, liðið vel í návist flestra þeirra og haft á þeim mætur, og þess vegna hef ég trúað því, að hann hafi átt dulda andlega fjár- sjóðu, er voru talsvert mikils virði. Hann var af svonefndri Hraunkotsætt, fjölmennri ætt í Suður-Þingeyjarsýslu en ekki mývetnskri sérstaklega. Margir af þeirri ætt eru gagnhraustir menn, skapmiklir en þó stilltir, raunsæir og gððir búhöldar, en berast fáir mikið á, sumir fornir í skapi og samhaldssamir. Ein- um þeirra, er ég þekki og mest, var svo lýst fyrir mér, að ungur hefði hann verið mestur meiður í skógi, en höggvinn við rót til þess að verða burðarás í litlu húsi, er stóð áveðra. Líkingin fannst mér að nokkru rétt utan frá séð, en hlýtt var inni í húsi hans. Þegar ég leiði hugann til Árna frá þessum frænda hans, er þess fyrst að minnast, að aldrei var búsvelta á barnmörgu heim- ili hans og Guðbjargar, og börn- um sínum komu þau upp með sæmd. Um sambúð þeirra hjóna var gott eitt sagt, þó að aldrei fengju þau hjónasvip hvort af öðru. Þegar Þura dóttir hans fór með gamanmál sín, má það mik- ið vera, ef það er ekki hans al- vara og raunsæi, er heyrist að baki gamanmálanna. Um og eftir 1890 varð gagn- gerð breyting á vísnagerð Mý- vetninga. Ungur maður kom í sveitina 1887. Hann var fæddur Mývetningur og Mývetningur í allar ættir, en alinn upp af for- eldrum sínum, Mývetningum, í nágrannasveit. En e. t. v. hefur fjarvistin bernsku- og unglings- árin orðið til þess, að hann fékk þann tón í vísnagerðina, er var við hæfi þessarrar þéttbýlu sveitar frjálsborins fólks, sem í senn var djarft í hugsun og þó gætið í orði. Lagðir voru til hlið- ar dýrir hættir nema rétt örsjald- an til vitnis um, að menn kynnu þá enn, einnig fornar kenningar og skrúðmælgi, stundum líka stuðlar og höfuðstafir, en í stað þess komu orðaleikir, helzt kími- legir, gáskafullir og óvæntir. Lögð voru til hliðar hin breiðu spjótin. Er menn hugðust stinga einhvern undir brynjuna var það helzt gert með grönnum títu- prjóni, eins og í glettni. Sá hét Jón Þorsteinsson, kenndur við Arnarvatn, þar sem hann bjó lengst, er innleiddi þennan nýja tón, hinn mývetnska tón, í vísna- gerðina, skáld af guðs náð, er orti lítið nema af gamni sínu og öðrum til skemmtunar, og geymdi vísur sínar og kvæði eigi annars staðar en í ærbók- inni. í fyrstu fannst mörgum þetta rugl eitt, einkum þegar hann leyfði sér að kasta höfuð- einkennum kveðskaparins, stuðl- um og höfuðstöfum fyrir borð, en fyrr en varði tóku jafnaldrar hans upp kvæðalag hans og síð- an næsta kynslóð,þegar hún byrj aði að kasta fram stökum, stúlk- urnar ekki síður en piltarnir. Loks tóku aðrir Þingeyingar að reyna að ná laginu. Jón var for- söngvarinn fram á áttræðisald- ur, en í kór hans átti hver að syngja með sínu nefi. Dæmi um þennan mývetnska tón í lausa- vísum er þessi vísa í' orðastað efnaðasta bónda sveitarinnar: Hér er öll mín ull í poka og ögn í belg, svo er ögn í öðrum poka og ögn í litlum belg. Svo er hér dæmi um það, hvernig Jón kvaðst á við jafn- aldra sína, er tekið höfðu af hon- um tóninn: Björgvin í Garði, bróðir Þuru, fékk kalsár á fætur af því að liggja úti í klettaskútum og snjóhúsum uppi á öræfum í mestu frostbyljunum frostavetur- inn 1918, og kvæntist síðan kon- unni, er hjúkraði honum eftir heimkomuna. Um þetta var kveðið: Ef komast viltu í kvennanáð og hvíla þig við ærnar, hafðu Björgvins heillaráð og höggðu af þér tærnar. Þessu svaraði Jón: Biðill Jönu byrjaði tærnar af sér skera, Helgi bóndi hrópaði: Láttu þær alveg vera! Föstudagur 9. ógúst 1963 »í kringum Þuru í 6arði« 4) Verkamaðurinn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.