Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.11.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 13.11.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn XLVI. ára Föstudasur 13. nóvember 1964 dagu Stóriðjudraumur íhaldsins Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar s.l. þriðjudag var tekin fyrir til afgreiðslu tillaga, er íhaldsmennirnir Árni J ónsson og Bragi Sigurjónsson íluttu í vor um stóriðju og landssölu. Meirihluti bæjarráðs haíði . lagt til, að tillagan yrði sam- þykkt þannig orðuð: „Bæjarstjórn Akureyrar lætur í ijós eindreginn áhuga sinn á því, að næsta stórvirkjun íali- vatns hér á landi verði staðsett á Norðurlandi og bendir í því sambandi á áætlanir þær, sem nú nýlega eru framkomnar um virkjun Laxár. Einnig verði stóriðja, sem stofnað kann að verða tii í sam- bandi við orku frá vatnsvirkjun stadsett við Eyjafjörð. Telur bæjarstjórnin, að með siíkri staðsetningu stórvirkjunar og stór.iðju væri unnið að jafn- vægi í byggð iandsins." Bæjarstjórn samþykkti þessa afgreiðslu með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum fulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Ingólfur Árnason lét bóka svofellda greinargerð fyrir atkvæði sínu gegn tiliög- unni: „Ég er andvígur því, að er- lendum auðhringum sé leyft að Tónleikar Tónlistarfélag Akureyrar efndi til tónleika í Borgarbíó laugar- daginn 7. nóv. Prófessor Ger- hardt Puchelt frá Þýzkaiandi lék á píanó verk eftir Haydn, Schu- mann, Blacher (f. 1903) og Schubert. Prófessor Puchelt er ágætur listamaður á sitt hljóð- færi. Leikur hans allur vandaður og tæknin glæsileg. Voru tónleik ar þessir hinir ánægjulegustu, og bar þó af flutningur lista- mannsins á A-dúr sónötu Schu- berts, sem var síðasta viðfangs- efnið á efnisskránni. Var listamanninum vel fagn- að og lék hann að lokum tvö aukalög, Scherzo eftir Schubert og Til Elizu eftir Beethoven. Tónleikar þessir voru hinir fyrstu, sem Tónlistarfélag Akur- eyrar gengst fyrir á þessu ári, og nú síðar í mánuðinum er Haukur Guðlaugsson organleik- ari á Akranesi væntanlegur norð ur og mun efna til tónleika í Ak- ureyrarkirkj u sunnudaginn 22. nóvember. S, G. stofnsetja hér á landi risa-stór fyrirtæki á íslenzkan mæli- kvarða, og að þeim sé seldur af- notaréttur af stórum hluta þess vatnsafls, sem verður virkjað, og það á lægra verði en innlendum að.ilum stendur til boða. Eg tel, að með slíkri ráðstöf- un séu íslenzk stjórnarvöld að skjóta sér undan þeim vanda að byggja upp atvinnulífið á grund- velli þeirra atvinnugreina, sem eru og hafa verið hornsteinar þj óðarbúskaparins. Um staðsetningu aluminium- versins óska ég að taka fram eftirfarandi: Ekki liggur fyrir óyggjandi vissa fyrir því, að hægt sé að stemma stigu við eitrunaráhrif- um af fluorgasi, sem stafar frá aluminiumverum, og því tel ég óréttlætanlegt að mæla með stað- setningu slíkrar verksmiðju í miðju eins blómlegasta landbún- aðarhéraðs landsins. Af þeim ástæðum og fleirum er ég andvígur tillögu meirihluta bæjarráðs. En í virkjunarmálum okkar Norðlendinga vísa ég til tillögu, sem ég flutti og var samþykkt í bæjarstjórn fyrir skömmu." SKIPAKAIJP Fyrir fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudaginn lá svofelld tillaga frá bæjarfulltrúum Alþýðubandalagsins: „Bæjarstjórn Akureyrar somþykkir að beita áhrifum sínum í stjórn Utgerðarfélogs Akureyringa h.f., fyir því, að félagið kaupi tvö ný fiskiskip 300—400 smálestir oð stærð, i somvinnu við Krossanesverksmiðjuna. Um gerð skipanna verði byggt á þeirri reynslu, sem fengin er, bæði hér i bæ og annars staðar." Bæjarstjórnin samþykkti með samhljóða atkvæðum að vísa tillögu þessari til bæjarráðs til nánari athugunar. Kr jEmil Jóuínoii liiiiiiorisii ? Stjórnmálamenn eru yfirleitt ekki húmoristar, þó brá Krústj- off því fyrir sig. En í þakkar- ávarpi því, er Emil sendir Braga útibússtjóra nú á forsíðu Al- Siómenn mótmælð útsvarsbyrðunum „Fundur haldinn í Sjómanna- félagi Akureyrar 8. nóv. 1964 leyfir sér að mótmæla því við bæjarstjórn Akureyrar, að breytt hefur verið frá því, sem áður var, að telja svoneíndan sjómannafrádrátt frá brúttó- tekjum sjómanna v.ið álagningu útsvars þeirra, á sama hátt og gert er við álagningu tekjuskatts. Sjómannafrádrátturinn felur í sér nokkra viðurkenningu á því, að sjórnannastéttin verður að kosta iniklu til, vegna atvinnu sinnar, umfram það, sem títt er um aðra launþega, svo sem mik- inn fatakostnað á sjónum, og meiri og minni ferðakostnað. Sjómannafrádrátturinn, sem samið var um af sjómannafélög- 70 fengu lán úr Bygg- ingalónasjóði Á fundi bæjarráðs Akureyrar 27. október var úthlutað lánum úr Byggingalánasjóði bæjarins. Alls höfðu borizt 82 lánaumsókn- ir, en úthlutað var lánum til 70 aðila. — Af þeim fengu 49 um- sækjendur 30 þúsund kr. hver, 11 fengu 20 þúsund og 10 fengu 10 þúsund kr. Alls var því úthlutað kr. 1.790.000.00. Þótt smá sé sú upphæð, sem hver fær, kemur hún sér vel fyrir margan, en eðlilegt væri, að á næsta ári yrði athugað um að hækka verulega lánsupphæðir og láta þá sitja fyrir, sem mesta þörfina hafa fyr ir aðstoð. unum við stjórnarvöldin, er því ætlaður til að jafna að nokkru leyti aðstöðumun manna í þessu efni. Fundurinn leyfir sér því að skora á bæjarstjórn Akureyrar, að fylgt verði sömu reglum um sjómannafrádrátt við álagningu útsvara, eins og gert er við álagn- ingu tekjuskatts, og verði það látið gilda fyrir yfirstandandi ár og framvegis." Erindi þetta ásamt erindi um sama efni, frá Vélstjórafélagi Akureyrar var fyrir bæjarstjórn s.l. þriðjudag og vísaði bæjar- stjórn því til framtalsnefndar bæjarins. Vélflr til molbthunar Þótt nokkuð hafi verið mal- bikað á Akureyvi í sumar og sérstaklega umhverfi miðbæjar- ins lagfært með því verulega, hefur mörgum sviðið að sjá, hve seint hefur miðað á þeim langa tíma, sem unnið hefur verið að malbikun. Nú standa vonir til, að eitt- hvað vænkist hagurinn í þessum efnum, þar sem bæjarstjórn hef- ur falið bæjarverkfræðingi að festa kaup á hrærivélasamstæðu í malbikunarblöndunarstöð bæj- arins og ennfremur á útlagning- arvél fyrir malbik. Áætlað verð þessara véla beggja kominna til bæjarins er áætlað um 3 millj- ónir króna, og hefur bæjarstjórn verið heimilað að taka lán fyrir þeirri upphæð. Á tímabili var gert ráð fyrir því, að mörg bæjarfélög keyptu i sameiningu fullkomna malbik- unarstöð og var stofnað sérstakt félag í því skyni. En sú hug- mynd er nú úr sögunni. Er því vel, að bæjarstjórn Akureyrar skuli ekki iengur hugsa til mal- bikunar með fornaldaraðferð- um heldur hyggja á kaup full- kominna tækja. En meðal annarra orða: Hvað um olíumölina? Hún hefur reynzt svo vel, þar sem hún var sett á fyrra ári, fyrir neðan Sam- komuhússbrekkuna, að betur er en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Er ekki ástæða til að gera ráð fyrir að leggja hana á fleiri götur? Verður hún ekki ódýrari en malbikið, ef að henni er unn- ið í nokkuð stórum stíl? Hvað veldur því, að hennar er lítt get- ið, þegar hún hefur gefið svo góða raun? Bruni að spíralaveg 9 Um 7-leytið á þriðjudagskvöld kom upp eldur á efri hæð húss- ins Spítalaveg 9 hér í bæ. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins en mikið tjón varð af og hús og innbú lágt vátryggt. Húsið er gamalt tvílyft timburhús. þýðumannsins í tilefni þess, að Bragi lætur af störfum sem rit- stjóri, kemur fram að Emil kann að bregða fyrir sig tvíræðu. Þar segir: „Undir ritstjórn hans (þ. e. Braga) hefur blaðið unnið sér álit sem eitt bezt ritaða stj órn- málablað landsins"! Síðar er talað um hið nýja ábyrgðarstarf, sem hinn pólitíski snillingur hafi tekið að sér og segir þar um: „1 því starfi veit ég að honum verð- ur styrkur að því mikla trausti og vinarhug, sem ég veit að fjöldi manns um land allt ber til hans. Veit ég að ég mæli fyrir munn þeirra allra", o. s. frv. Skyldi ráðherrann ekki hafa kýmt um leið og penninn skráði þetta? En vænta má, að einn maður sjái eftir Braga frá „þessu bezt ritaða stjórnmálablaði lands- ins", þ. e. bóndi sá hinn nafn- lausi, sem Bragi birti svo oft við- töl við um amlóðaskap bænda og svartsýni. Eða var það kann- ske sá bóndi, sem sagt er að komið haf.i til Braga á degi ein- semdarinnar og heimtað inn- stæðu sína úr útvegsbankanum hér, en ekki fengið vegna þess að ritstjórinn kunni ekki þá þegar á læsingu féhirzlunnar? HEYRT A GÖTUNNI AÐ „vitringur" íhaldsins, Arni Jónsson bæjarfulltrúi, vilji gjarna fórna landbúnaði Ey- firðinga fyrir útlenda verk- smioju, er veitt gæti helm- ingi bændonna atvinnu eftir að þeir flosnuðu upp. AÐ Guðmundur I. hafi lagt svo fyrir, að ekki megi að svo stöddu fastráða krata sem tryggingafulltrúa ó Akur- eyri. AD hafi einhverjir Norðlendinga ekki fengið gjafabækur Varðbergs i vikunni geti þeir vitjoð þeirra ó afgreiðslu Framsóknarblaðsins Dags.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.