Verkamaðurinn - 23.07.1965, Blaðsíða 1
% að (egffn (ondun úr
edendunt fisbiskipum?
Lítil síldveiði fyrir austan
Sfldarskip halda til $lieÉUmclseyja
Mjög lítil síldveiði hefur ver-
ið þessa viku undan Austfjörð-
um og farið minnkahdi með
hverjum degi. Fyrir Norður-
landi hefur ekki verið um neina
veiði að ræða fremur en fyrr
á þessu sumri. Horfir nú alvar-
lega með síldveiðarnar, ef ekki
birtist ný ganga á næstunni.
Atvinnuástand er nú mjög lé-
legt í flestum sjávarplássum á
Norðurlandi, jafnvel á Raufar-
höfn, þar sem jafnan hefur ver-
ið næg vinna undanfarin sumur,
er nú harla lítið að gera. Og
ekki mun ástandið betra á Þórs-
liöfn.
Unnið er að undirbúningi
flutnings söltunar-síldar til Norð
urlands, eins og nánar er sagt
frá hér á síðunni, en undirstaða
þeirra er auðvitað, að sæmilega
vel veiðist af síld.
Fréttir hafa borizt af því, að
góð síldveiði hafi að undan-
förnu verið við Shetlandseyjar,
og hafa nú a. m. k. 8—10 hinna
stærri síldveiðiskipa haldið þang
að til veiða, þar á meðal munu
Jörundarnir báðir, Snæfellið og
Sigurður Bjarnason. — Þá er
flutningaskip Krossanessverk-
smiðjunnar farið á þessi mið,
og er ætlunin að það taki síld
af viðskiptaskipum verksmiðj-
unnar til flutnings þangað, einn-
ig flytur það olíu- og vatnsforða
vegna þeirra. Mun þetta í fyrsta
skipti, sem íslenzk, veiðiskip
halda svo langt til veiða með það
fyrir augum að flytja síldina til
íslands.
Verður fróðlegt að sjá, hvern
ig þessi tilraun til síldveiða á
fjarlægum miðum heppnast. —
Flutningarnir verða að sjálf-
sögðu dýrir, en þó er engu spillt,
ef annars er ekkert með flutn-
ingaskipin að gera, og betra er
fyrir veiðiskipin að sigla langar
leiðir til veiða en að hringsóla
þar sem enga veiði er að hafa.
Það hefur verið mikið um
það rætt undanfarið, sérstaklega
á Norðurlandi, hvort ekki væri
hyggilegt að leyfa frystihúsum,
síldarverksmiðjum og söltunar-
stöðvum að kaupa afla af er-
lendum veiðiskipum. Hefur
þeirri skoðun mjög aukist fylgi
síðustu mánuðina. Einhver hóp-
ur norskra útgerðarmanna hefur
haft hug á því, að fá áð. selja
hér í landi síld og viljað ganga
að þeim skilyrðum, að fá aðeins
að landa síldinni á fjærliggjandi
höfnum frá miðunum og að inn-
lend skip hefðu forgangslöndun-
arrétt.
Þá er það alkunna, að fær-
(lutningor söltunarsíldar til vinnslu-
stöðva d Norðurlandi oi befjast
Skip úfbúið til tilraunaflutninga og veiðiskip-
um greidd uppbót, sigli þau með eigin afla
til Norðurlandshafna
Við undirskrift samninga
verkalýðsfélaganna 7. júní sl.
gaf ríkisstjórnin fyrirheit um
ýmsar úrbætur í atvinnumálum
Norðlendinga og þ. á. m. að
ráðstafanir yrðu gerðar til þess
að flytja söltunarhæfa síld til
vinnslustöðva á Norðurlandi, ef
afli hrigðist á norðlægum mið-
flytja bolfisk til frystihúsa þar
sem hráefni skortir.
Fyrstu efndir þessara fyrir-
heita eru þær, að þessa dagana
eru síldarflutningar að hefjast.
í fyrsta lagi verður togarinn
Þorsteinn þorskabítur gerður út
til flutninga með ísvarða síld til
söltunar og frystingar og í ann-
um og síðar á næsta vetri að an stað verður svo veiðiskipum,
sem sigla með eig.in afla langleið
ir til vinnslustöðva á Norður-
landi, greidd uppbót á síldar-
verðið. Mun fyrst um sinn verða
varið til þessara aðgerða um
4 millj. kr.
Stjórn þessara síldarflutninga
og annarra fyrirhugaðra bráða-
birgðaaðgerða í atvinnumálum
hér á Norðurlandi, verður í hönd
um 5 manna nefndar, sem skip-
uð hefur ver.ið af ríkisstjórninni
og er hún skipuð eftirtöldum
Framh. á 4. síðu.
Happdrœtti
Alþýdubandalagsins
Síðasti útdráttur viiminga fer fram 1. ágúst.
Fyrir þann tíma þurfa allir að
gera skil
eysk og norsk skip, sem stunda
hér þorskveiðar í salt, kasta stein
bít og öðru aukfiski oft í sjó-
inn og vildu selja þann afla hér
í land, ef leyfi fengist.
Á þeim tíma, sem erlendum
veiðiskipum var bannað að selja
afla sinn hér í land, voru allt
aðrar ástæður fyrir hendi en nú
eru. Þá voru landsmenn í mark-
aðsvandræðum fyrir sjávarafurð
ir sínar, bæði síld og þorsk, nú
aftur á móti hefur ekki ár eftir
ár verið hægt að fullnægja eftir-
spurn eftir þessurn vörum á er-
lendum mörkuðum. Hér er því
ólíku saman að jafna. Á það skal
þó bent, að hér þarf að fara að
með fullri gát og í engu rasa um
ráð fram. Raddir hafa heyrzt
um, að hér kynni að vera hætta
á stóraukinni þátttöku erlendra
skipa í fiskveiðunum, væru slík
leyfi gefin. Sennilega er það þó
ástæðulaus ótti, enda hráefnis-
verð það mikið lægra hér en í
nágrannalöndunum, en fyrirtæki
á Norðurlandi, sem sífellt vant-
ar hráefni, gætu haft af þessu
nokkurt gagn, þó varla sé þess
að vænta, að það yrði neitt stór-
kostlegt.
Ýmis félög og stofnanir hafa
undanfarið gert samþykktir varð
andi þetta mál, t. d. verkalýðsfé-
lögin á Siglufirði, Ráðstefna Al-
þýðubandalagsins í Norðurlands
kjördæmi vestra og Akureyrar-
ráðstefnan um atvdnnumál, sem
haldin var í vor.
I HÆTTU ?
Fyrstu-deildar lið ÍBA í
knattspyrnu keppti við KR-inga
í Reykjavík á sunnudaginn var.
Lauk leiknum með sigri KR, 5:0.
Liði ÍBA hefur ekki vegnað
vel í síðari leikjum sínum og er
nú næstlægst að stigatölu.
Vonandi á það þó enn eftir
að sækja sig, og halda sæti sínu
í fyrstu deild.
OFT VAR ÞÖRF.
NÚ ER NAUÐSYN.
Happdrætti
AI þýðubandalagsins
Bambustrjám flcytt niður fljót til hafnorborgar, cn
þau þykja til ýmissa hluta nytsamlcg. Einnig hér uppi
ó Islandi. Nú gcta ibúar Vietnam ekki stundað þetta
starf sitt né önnur ón þess að eiga órósir Bandarikja-
manna sifellt yfir höfði sér. En hvers vegna? Hefur
nokkur heyrt, að Vietnom-menn hafi róðizt ó Banda-
ríkin eða gert þeim nokkuð til miska?
HEYRT
Á GÖTUHNI
AÐ aukin vínsala ó Akureyri sé
öll hjó börunum.
AD drykkjugestir Sjólfstæðishúss-
ins eyði 100-200 þús. krón-
um ó kvöldi.
AD ekki finnist nóg af krötum i
nýju embættin hjó sjónvarp-
inu.
AÐ Jón Þorsteinsson alþingismað-
ur sé búinn að fó nóg af þing-
mennsku fyrir kratana og ætli
ekki i framboð fyrir þó næst.