Verkamaðurinn - 16.06.1967, Qupperneq 2
Urslit kosninganna
REYKJAVÍK
Úfslit 1967: Úrslit 1963:
Alþýðubandalag (G) ............... 5423 aitkv. 1 maður 13.3% 6678 atkv. 2 menn 17.8%
Alþýðubandalag (I) ........... 3520 — 1 — 8.6% ..........................
Alþýðuflokkur .................... 7138 — 2 menn 17.5% 5730 — 2 menn 15.2%
Framsóknarflokkur ................ 6829 — 2 — 16.7% 6178 — 2 — 16.4%
Óháður lýðræðisflokkur........ 420 — 0 .— 1.0% ..........................
Sjálfstæðisflokkur .............. 17510 — 6 — 42.9% 19221 atkv. 6 menn 50.7%
Nú voru á kjörskrá 46.159 (42.300), atkv. greiddu 41.513 (38.439), eða 89.9%. Auðir seðlar
voru 563 og ógildir 110.
Kjördœmakjörnir þingmenn:
1. Bjarni Benediktsson (DJ 5. Jóhann Hafstein (D) 9. Hannibal Valdimarsson (I)
2. Auður Auðuns (D) 6. Magnús Kjartansson (G) 10. Pétur Sigurðsson (D)
3. Gylfi Þ. Gíslason (A) 7. Birgir Kjaran (D) 11. Einar Ágústsson (B)
4. Þórarinn Þórarinsson (B) 8. Eggeri G. Þorsteinsson (A) 12. Ólafur Björnsson (D)
REYKJANESKJÖRDÆMl
Úrslit 1967: Úrslit 1963:
Aiþýðubandalag .............. 2194 atkv. 1 maður 14.7% 1969 atkv. 1 maður 16.0%
Alþýðuflokkur ............... 3193 — 1 — 21.4% 2804 — 1 — 22.8%
Framsóknarflokkur ........... 3528 — 1 — 23.7% 2465 — 1 — 20.1%
Óháður lýðræðisflokkur....... 623 — 0 — 4.2% ..........................
Sjálfstæðisflokkur .......... 5363 — 2 menn 36.0% 5040 — 2 menn 41.1%
Nú voru á kjörskrá 16.922 (14.079), atkv. greiddu 15.212 (12.548) eða 89.9% (89.9%). Auðir
seðlar voru 261 og ógildir 52.
Kjördæmakjörnir þingmenn: 2. Jón Skaftason (B) 4. Pétur Benediktsson (D)
1. Matthías A. Mathiesen (D) 3. Emil Jónsson (A) 5. Gils Guðmundsson (G)
VESTURLANDSKJÖRDÆMI
Úrslit 1967: - Úrslit 1963:
Alþýðubandalag .................... 827 atkv. 0 mann 13.2% 739 atkv. 0 mann 12.2%
Alþýðuflokkur ..................... 977 — 1 — 15.6% 912 — 1 — 15.1%
Framsóknarflokkur ............... 2381 — 2 menn 38.0% 2363 — 2 menn 39.2%
Sj álfstæðisflokkur .............. 2077 — 2 — 33.2% 2019 — 2 — 33.5%
Á kjörskrá voru 6.915 (6.717), atkv. greiddu 6.393 (6.148) eð a 92.45%. Auðir seðlar voru 108
og ógildir 11. Tvö vafaatkvæði voru.
Kjördœmakjörnir þingmenn: 2. Jón Árnason (D) 4. Friðjón Þórðarson (D)
1. Ásgeir Bjarnason (B) 3. Halldór E. Sigurðsson (B) 5. Benedikt Gröndal (A)
VESTFJARÐAKJÖRDÆMI
Urslit 1967: Urslit 1963:
Alþýðubandalag ................... 611 atkv. 0 maður 12.9% 744 atkv. 1 maður 15.2%
Alþýðuflokkur .'.................. 705 — 1 — 14.9% 688 — 0 — 14.1%
Framsóknarflokkur ................ 1801 — 2 menn 38.1% 1746 — 2 menn 35.8%
Sjálfstæðisflokkur ............... 1609 — 2 — 34.0% 1709 — 2 — 34.9%
Nú voru á kjörskrá 5.579 (5.538), atkvæði greiddu 4.850 eða 86%. Auðir seðlar voru 105, ó-
gildir 16 og þrjú vafaatkvæði.
Kjördœmakjörnir þingmenn: 2. Sigurður Bjarnason (D) 4. Matthías Bjarnason (D)
1. Sigurvin Einarsson (B) 3. Bjarni Guðbjörmson (B) 5. Birgir Finnsson (A)
NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA
Úrslit 1967: Úrslit 1963:
Alþýðubandalag ............ 637 atkv. 0 maður 12.7% 663 atkv. 0 maður 13.0%
Alþýðuflokkur ............. 652 — 0 — 13.0% 537 — 0 — 10.5%
Framsóknarflokkur ......... 2010 — 3 menn 40.1% 2135 — 3 menn 41.9%
Sjálfstæðisflokkur ........ 1706 — 2 — 34.0% 1765 — 2 — 34.6%
Á kjörskrá voru 5.687 (5.856), en atkvæði greiddu 5.134 (5.189). Auðir seðlar voru 95, en
ógildir 23. Ellefu vafaatkvæði voru.
Kjördœmakjörnir þingmenn: 2. Gunnar Gíslason (D) 4. Pálmi Jónsson (D)
1. Skúli Guðmundsson (B) 3. Olafur Jóhannesson (B) 5. Björn Jónsson (B)
NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
Úrslit 1967: Úrslit 1963:
Alþýðubandalag ................... 1571 atkv. 1 maður 15.0% 1621 atkv. 1 maður 16.2%
Alþýðuflokkur .................... 1357 — 0 — 12.9% 1012 — 0 — 10.1%
Framsóknarflokkur ................ 4525 — 3 menn 43.2% 4530 — 3 menn 45.2%
Sjálfstæðisflokkur ............... 2999 — 2 — 28.6% 2856 — 2 — 28.5%
Á kjörskrá voru 11.709 (11.203), atkvæði greiddu 10.593 (10145) eða 90.5%. Auðir seðlar
voru 108 og ógildir 9.
Kjördæmakjörnir þingmenn:
1. Gísli Guðmundsson (B) 3. Ingvar Gíslason (B) 5. Slefán Valgeirsson (B)
2. Jónas Rafnar (D) 4. Björn Jónsson (G) 6. Magnús Jónsson (D)
Framhald á bls. 3.
Ferðaáætlnn
Ferðafclagi Akureyrar
í Ferðum, blaði Ferðafélags
Akureyrar, sem nýlega er kom-
ið út, er m. a. áætlun um ferð-
ir á vegum félagsins á þessu
sumri. Alls er þar gert ráð fyrir
21 ferð, en 5 þeirra hafa þegar
ýmist verið farnar eða orðið hef
ur að aflýsa þeim vegna ófærðar
á vegum.
En áætlaðar ferðir, það sem
eftir er sumars, eru þessar:
16. —18 júní: Ásbyrgi — For-
vöð — Mývatnssveit. Farið í Ás-
byrgi á föstudagskvöld. Síðan
upp með Jökulsá að austan og
komið í Forvaða. Heim um Mý-
vatnssveit.
24.—25. júni: Vinnuferð í
Laugafell.
30. júní — 2. júlí: Slétta —
Langanes: Farið um Tjörnes og
Axarfjarðarheiði til Þistilfjarð-
ar. Ekið eins og fænt reynist út
á Langanes. Heim um Melrakka-
sléttu.
6.—9. júlí: Kjölur. Ekið á
Hveravelli og í Hvítárnes. Það-
an í Kerlingarfjöll og síðan
Þjófadali. Þaðan verður haldið
heimleiðis með viðkomu á
Hveravöllum.
15.—16. júlí: Ólafsfjörður —
Siglufj örður. Ekið um Skaga-
fjörð og Fljót til Siglufjarðar.
Þaðan um Lágheiði til Ólafs-
fjarðar. Heim um Múlaveg.
29. júlí — 1. ágúst: Farið í
Hrafnkelsdal. Þaðan ekið að
Snæfelli og gengið á fjallið.
4. —7. ágúst: Suðurárbotnar
— Dyngjufjöll — Trölladyngja.
Ekið í Svartárkot, þaðan um
Suðurárbotna og Dyngjufjalla-
dal. Reynt verður að aka í átt
að Trölladyngju. Þaðan um
Óskju og Herðubreiðarlindir
heim.
5. —7. ágúst: Herðubreiðalind
ir — Askja.
10.—13. ágúst: Jökuldalur —
Vonarskarð. Ekið í Jökuldal.
Þaðan gengið yfir í Vonarskarð.
Þeir sem vilja geta farið með
bílnum inn á Gjóstu í Vonar-
skarði. Til mála kemur, að ein-
hverjir gangi til baka úr Vonar-
skarði í Tómasarhaga.
19.—22. ágúst: Skagafjörður
— Laugafell — Eyjafjörður. —
Farið rudda slóð upp úr Skaga-
firði og inn að Ásbjarnarvötn-
um, þaðan Eyfirðingaveg í
Laugafell. Til Akureyrar um
Hólafjall eða Bárðardal.
2.-3. sept.: Hljóðaklettar —
Hólmatungur.
9.—10. sept.: Bleiksmýrardal-
ur. Ekið að Reykjum í Fnjóska-
dal, og sem akfært er fram á
Bleiksmýrardal.
17. sept.: Vindheimajökull.
Ekið að Skíðabótelinu. Gengið á
Vindheimajökul og Strýtu.
24. sept.: Skeiðsvatn. Ekið í
Svarfaðardal. Gengið að Skeiðs-
vatni.
30. sept. — 1. okt.: Vinnuferð
í Þorsteinsskála.
8. okt. Villingadalur. Ekið
fram í Villingadal og Leynings-
hóla. Dalurinn skoðaður.
Ferðafélagið áskilur sér að
sjálfsögðu allan rétt til breyt-
inga á áætluninni, eftir því, sem
nauðsynlegt kann að reynast. —
Skrifstofa félagsins er í Skipa-
götu 12 og er opin þriðjudags-,
fimmtudags- og föstudagskvöld
frá kl. 20—22.
SKINFAXI
Blaðinu hefur borizt 1. hefti
yfirstandandi árgangs Skinfaxa,
tímarits ungmennafélaganna. —
Aðalefni ritsins er þetta: __
Rabb um undirbúning lands-
mótsins, sem haldið verður á
Eiðum næsta sumar. Rætt við
Guðbrand Magnússon áttræðan.
Afrekaskrá UMFÍ 1966. Fréttir
af starfi félaganna. Minningar-
orð um Guðmund S. Hofdal og
Metaskrá UMFÍ.
Ritstjórar Skinfaxa eru Eirík-
ur J. Eiríksson og Eysteinn Þor-
valdsson.
ILLA GENGUR í
KNATTSPYRNUNNI
Lið Akureyringa í 1. deildar-
keppninni í knattspyrnu hefur
nú leikið þrjá leiki, og hafa úr-
slit orðið þau sömu í þeim öll-
um: Akureyringar hafa tapað,
sett eitt mark i hverjum leik, en
andstæðingaliðin tvö mörk
hverju sinni.
Liðin, sem Akureyringar hafa
keppt við til þessa, eru: Kefl-
víkingar, Fram og Valur.
Næsti kappleikur Akureyringa
í deildinni verður 18. þ. m. Þá
mæta þeir KR-ingum á Laugar-
dalsvellinum í Reykjavík, en 25.
þ. m. mætir liðið Akurnesing-
um, og fer sá leikur fram hér á
heimavelli.
FERÐIR
Blað Ferðafélags Akureyrar,
Ferðir, er nýlega komið út í 26.
sinn.
Að þessu sinni er aðalefni
blaðsins leiðarlýsing um Ólafs-
fjarðarmúla, hinn nýja Múlaveg.
Sagt er frá gerð vegarins, ýms-
um kennileitum og örnefnum og
atburðum er gerzt hafa á þess-
um slóðum. Greinin er rituð af
Þóri Jónssyni, skólastjóra í Ól-
afsfirði.
Þá eru ferðaáætlanir Ferðafé-
lags Akureyrar og Ferðafélags
Svárfdæla fyrir sumarið, einnig
skýrslur um starfsemi þessara fé
laga á síðasta ári. Og loks er efn-
isyfirlit fyrstu -25 heftanna af
Ferðum, en í þeim er margan
fróðleik að finna. Því miður
munu mörg heftanna nú vera
orðin með öllu ófáanleg.
2) Verkamaðurinn
Föstudagur 16. jún! 1967.