Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.06.1967, Qupperneq 6

Verkamaðurinn - 16.06.1967, Qupperneq 6
Þjóðhátíð á Akureyri Á morgun er 17. júní, þjóð- hátíðardagur okkar íslendinga. Um allt land er dagsins minnzt á einhvern hátt, en víðast frem- ur með innantómu glensi og gamni einu heldur en þeim al- vöruþunga samfara góðri skemmtan, sem ætti að vera að- alsmerki þessa dags. Á þj óðhátíðardag ætti það að vera skylda forystumanna að minna á það t. d., að nú nálg- ast óðfluga sú stund, að ísland geti sagt sig úr því hernaðar- bandalagi, sem það því miður gekk í á sínum tíma, árið 1949. Sú stund er senn komin, að hægt sé fyrir okkur að losa okkur úr þessu bandalagi, sé það vilji meirihluta þjóðarinnar, en kann ski er það ekki, a. m. k. benda úrslit alþingiskosninganna til þess, að meirihlutinn vilji áfram vera í stríðsbandalagi. En eftir er þá að kanna, gegn hverjum við eigum að stefna geiri, gegn hverjum við viljum láta herina snúast, hverra blóð á að renna? Sjálfir eigum við engan her, og allflestir-virðast sammála um það, að við eigum engan her að hafa. En hvað erum við þá að gera í bandalagi stríðsþjóða? Spurningunni er raunar auð- svarað. Erlend ríkí hafa krafizt þess af aumingjum, sem með stjórn landsins fara, að fá að hafa hér herbækistöðvar. Sú ein nauðsyn rekur þessi erlendu ríki til herstöðvabygginga hér, að með því að herstöðvarnar séu í okkar landi, þá geta þau fremur komizt hjá loftárásum á eigin þegna í fyrstu lotu styrjaldar, ef til kæmi. — Andstæðingarnir myndu byrja á að beita atom- sprengjum sínum gegn þeim stöðvum, sem næst þeim væru og hættulegastar teldust. Þannig getum við slegið því föstu, að kæmi til styrjaldar milli Sovét- ríkjanna og Atlantshafsbanda- lagsins svonefnda, þá myndi fyrstu sprengjum þeirra Sovét- manna vera beint gegn Keflavík og Hvalfirði. Svona rétt í leið- inni myndu Reykjavík, Kópavog ur, Hafnarfjörður, Mosfellssveit, Akranes og allar nærliggjandi byggðir þurrkast út. Þeir westur í Bandaríkjunum myndu gráta þá hermenn, sem þeir eiga hér og óneitanlega myndu farast all- ir með tölu, en þeir myndu jafn- framt gleðjast, því að stórborgir þeirra stæðu enn heilar meðan verið væri að murka lífið úr ís- Iendingum. Þessar staðreyndir og aðrar svipaðar ber að minna á 17. júní. Það er ekki aðeins, að ein- stakir ræðumenn eigi að flytja viðvörunarorð, heldur ber 17. júní-nefndum á hverjum stað að hafa forgöngu um að taka mál þessi til meðferðar. Þær eiga að gera kröfur um algert frelsi ís- lendingum til handa. Þær eiga að krefjast þess, að allir atvinnu morðingjar verði reknir burtu úr landinu. Þær eiga að krefj- ast þess, að ísland verði á ný lýst hlutlaust ríki. Því að hvað á smæsta þjóð veraldar, her- manna- og hergagnalaus, að vera að flækjast í hernaðarbanda- lagi? Og hví á að stofna lífi ís- lendinga í hættu í hugsanlegum átökum stórvelda um mál, sem við myndum sjálfsagt nær ekk- ert vita um? Hví eigum við ís- lendingar ekki að vera frjáls þjóð í frjálsu landi? Hví eigum við ekki að hugsa um það éitt, að efla eigin hamingju og ann- arra? Á götuauglýsingum 17. júní- nefndar á Akureyri skortir alveg svör við þessum spurningum. — Þar eru tilkynningar flestar mið- aðar við það, að flytja skemmt- un börnum bæjarbúa. Er það út af fyrir sig nokkurs virði, en það er ekki nóg. Lýðveldisræða verð- ur að vísu flutt, og nýstúdent minnist Jóns Sigurðssonar, for- seta. En þar með er upptalið hið menningarlega innihald dagskrár innar 17. júní, að undanskildu þó móti íþróttamanna. 17. júní eiga menn að stíga á stokk og gera heitstrengingar. Menn eiga t. d. að heita því,' að reka glæpamenn úr landi. Við höfum ekkert við þá að gera. Og að okkar dómi hljóta allir þeir, sem geit hafa manndráp að at- vinnugrein sinni, að vera glæpa- menn. Við lýstum yfir stofnun lýð- veldis 1944, en áður, 1918, höfð um við lýst því yfir, að ísland væri frjálst og fullvalda ríki. Yf- irlýsingar eru góðar svo langt sem þær ná, en þær eru einskis virði, sé þeim ekki fylgt eftir. Við eigum að strengja þess heit hvern 17. júní-dag, að gera allt, sem í okkar valdi stendur til að staðið verði við þær yfirlýsing- ar, að Island sé frjálst og full- valda ríki, frjálst og fullvalda lýðveldi, engum háð nema þegn- unum sjálfum. En höfum við gert þetta? Skoðum hug okkar, hvert og eitt, á morgun, 17. júní 1967. DAGURINN Á MORGUN - Samkvæmt götuauglýsingum þjóðhátíðarnefndar á Akureyri skulu hátíðahöld á morgun hefj- ast með því, að fánar séu dregn- ir að hún klukkan 8 að morgni. Er full ástæða til að minna á þetta, því að margir vilja gleyma þessu. Og víst eiga þeir sína af- sökun. Það stendur enginn ljómi í kringum 17. júní á meðan frelsi lands og lýðs er gleymt. Næsta atriði er það, að blóma bíll ekur um bæinn. Sjálfsagt góð skemmtun fyrir yngstu borg arana. Væntanlega verður séð til þess, að frá bílnum hljómi fög- ur íslenzk ættjarðarlög. Eftir hádegið hefst samkoma á Ráðhústorgi. Samkomuna set- ur Jón Ingimarsson. Síðan talar sr. Birgir Snæbjörnsson, varar vonandi við ófriði og bendir á hlutleysi íslands. Karlakórinn Geysir syngur. Hjördís Daníels- dóttir flytur ávarp Fjallkonunn- ar. Frá Ráðhústorgi ætti að hlj óma hvellum rómi og samtaka krafan um brottför améríska hers ins, sem í landinu dvelst, eitrar menningarlíf þess og ógnar til- veru þjóðarinnar. Klukkan 15 hefst samkoma á Iþróttasvæði bæjarins. Þar tal- ar Heiðrekur Guðmundsson skáld og ennfremur Einar Karl Haraldsson nýstúdent. Og að loknum ræðum verður íþrótta- keppni. Verður þetta tvímæla- laust mennilegasti þáttur dag- skrárinnar. Klukkan 17 verður samkoma fyrir börn á Ráðhústorgi. Og kl. 20.30 verður enn skemmtun á torginu. Þar verður söngur og ýmiss konar grín. NEFNDIN OG BLÖÐIN Þjóðhátíðarnefndin á Akur- eyri hefur beðið blöðin að koma því á framfæri, að hún biðji eig- endur verzlana að skreyta búða- gluggana, ennfremur hefur nefnd in beðið um að koma því á fram- færi, að hún óski eftir, að bæjar- búar drekki sem minnst af brenni víni á morgun. Hvort tveggja er þetta gott, svo Iangt sem það nær. En um önnur atriði hefur nefndin ekki óskað að hafa samband við blöð. Hefði þó ekki verið óeðlilegt, að blöðin hefðu verið beðin að kynna helztu atriði dagskrárinn- ar og vekja kröftuglega athygli á því, að 17. júní á að vera ann- að og meira en skemmtidagur Framh. á 4. siðu. Til Alþýðubðndolagsmonna I Mrl.kjördniii cyttro Kæru samherjar! Eg vona, að þessi verði skammt að bíða, að ég geti rætt ýtarlega við ykkur um nýafstaðnar kosningar og þau stórfelldu verkefni, sem bíða stj órnmálahreyfingar okkar og allra heiðarlegra vinstri manna í landinu, að þeim afstöðnum. Að sinni læt ég nægja að segja þefcta: ÞEGAR Á ALLT er litið, álít ég, að kosningamar hér í kjördæminu hafi raunverulega verið stærsti sigur, sem við höfum unnið til þessa, og að við getum því vel við úrslit þeirra unað fyrir okkar leyti. Sigur okkar ber að þakka dómgreind ykkar, stjórn- málaþroska og frábæru starfi, og hann er sérstaklega dýrmætur vegna þess, að hann var unninn með vopn- um, sem enginn blettur hefur á fallið. Hann mun því auðvelda okkur aðra stærri og meiri sigra í næstu fram- tíð. Að þessu sinni reyndi óvenjulega mikið á meðfram- bjóðendur mína, og þá sérstaklega þá Hjalta, Benóný, Gunnar, Frey og Angantý, og við megum vissulega vera stolt af allri framgöngu þeirra og allra hinna, sem höfðu með höndum erfið verkefni og leystu þau af frábærum dugnaði og fórnfýsi fyrir sameiginlegan mál- stað. Það traust, sem þið sýnduð mér og meðframbjóðend- um mínum í þessum kosningum, fáum við seint full- þakkað, en það mun verða okkur æfinleg hvatning til að vinna ykkar og okkar málefnum eftir því sem við frekast megum. Með beztu kveðjum til ykkar allra. BJÖRN JÓNSSON. Veriur Brekhugoton endurkyggi! Fyrir nokkru síðan sendi Jón Ingimarsson, bæjarfulltrúi, bæj- arráði eftirfarandi tillögu: „Eg undirritaður leyfi mér að bera fram þá tillögu, að bœjar- ráð samþykki að láta endur- byggja, breikka og púkka Brekku götuna í sumar og síðar mal- bika.“ Tillögunni lét Jón fylgja svo- hljóðandi greinargerð: „Brekkugatan er ein af elztu götum þessa bæjar, var og er enn mikil umferðargata og var um tíma eini keyrsluvegur út úr bæn um, er tengdist þjóðveg suður á land. Samt sem áður hefur þessi mikla umferðargata verið í hinni mestu vanhirðu og viðhaldið sama og ekkert, enda forarvilpa á vorin og einnig stundum í vot- viðrum. Suðurhluti Brekkugötu er að vísu malbikaður, en það er lang- tímum árs þannig, að mjög illt er yfirferðar og raunar stórhættu legt bílaumferð.“ Full ástæða er til að taka und ir þessa tillögu Jóns Ingimars- sonar. Brekkugatan er óneitan- lega ein af mestu umferðargöt- um bæjarins, en jafnframt einna verst yfirferðar mestan hluta árs. Syðri hluti hennar, sem kallast malbikaður, er oft ekki betri hinum hlutanum, og jafnvel stór- hættulegur bifreiðum vegna dælda, sem myndast í götuna, þegar frost eru, og þessar dældir haldast mestan hluta ársins, að- eins dálítið breytilegar. Nyrðri hluti götunnar er mal- borinn, en í rigningum veðst hann upp svo að vandræði verða af. Er þvi brýn þörf á, að öll þessi gata verði endurbyggð og malbikuð, eins og tillaga Jóns gerir ráð fyrir. Á það má benda, að allar aðrar götur út frá mið- torgi bæjarins hafa nú verið mal bikaðar, en Brekkugatan hefur verið látin sitja á hakanum. Brekkugatan er m. a. fjölfarin strætisvagnaleið, og fjöldi þess fólks, sem vinnur á verksmiðjum SÍS og fleiri verksmiðjum á Gler áreyrum, á þarna leið um. Mikil þörf er á breikkun götunnar frá Oddfellowhúsinu að Klapparstíg. Á þessu svæði er oft lagt svo miklum fjölda bíla, að erfitt er fyrir bíla að mætast. Eftir breikk un yrði sá vandi úr sögunni. Meðferð bæjarráðs á tillögu Jóns var sú, að henni var vísað til umsagnar bæjarverkfræðings. Yonandi svæfir hann ekki málið, heldur gerir hið fyrsta ákveðnar tillögur um framkvæmdir í þessu aðkallandi máli. oo Trúlofunar hringnr Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 . S(mi 1-15-24

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.