Verslunarblað Íslands - 01.06.1908, Blaðsíða 5

Verslunarblað Íslands - 01.06.1908, Blaðsíða 5
VERZLUNARBLAÐÍSLANDS 15 fljúgandi fær«, það þarf að hreyfa sig til þess, að hafa not af því. Kolin þar vestra kváðu vera hin beztu til heimilisnotkunar, og höfum vér heyrt, að nokkrir hinna stærri bænda hafi reynt þau og láti mjög vel af. Hitameiri kol kvað Sigurður búast við að finna í næsta lagi. Verzlunarblaðið mun síðar minnast nánar á þetta mál. Hólastrandið. Eins og menn muna, strand- aði strandferðabáturinn »Hólar« í Hornafirði í vor í aprilmán. Þegar strandið fréttist hingað suður, stóð svo á, að eitt elsta og lélegasta skip Sameinaða gufuskipafélagsins lá hér á höfninni, e/s »Esbjerg«, og var það sent austur í stað »Hóla«, þessa ferð, en flestir hjuggust við, að annaðhvort mundi »Hólar« aftur vera orðinn ferðafær áður en næsta strandfarð hæfist héð- an, eða að félagið mundi senda annað skip í staðinn til að fara ferðina. E/s. »Esbjerg« er alls ekki farþegaskip, hefir aldrei verið til þess ætlað að flytja farþega, og þó er það látið óá- talið, að það fari fverja strandferðina eftir aðra, þrátt fyrir það, þótt síðasta þing tæki það greini- lega fram, að strandferðaskipin mættu ekki hafa minnn farþegarúm en »Skálholt« og »Hólar«, en eins og áður er sagt, er ekkert farþegarúm í »Esbjerg«, og þar að auki er uppgangan á skips- fjöl svo vond, að það er stór hepni, á meðan ekki hlýzt slys af, og er það ófyrirgefanlegt hirðuleysi af skipstjóranum, að láta ekki setja notandi stiga á skipshliðina. Landsmenn greiða árlega stórfé til þess að ferðum þessum sé haldið uppi, — en öll þægindin, er þeir fá í staðinn, eru, að þeir fá þannig útbúin skip, að j)að má heita frágangssök, að fara með þeim hafna á milli, hvað þá heldur jafnlanga leið og héðan til Akureyrar. Virðist svo, sem lítill mun- ur sé gerður á því, hvort skipin eiga að flytja kvikfénað eða manneskjur. — Alt er gott fyrir la ndann. Hyalaveiðin á Austfjörðum hefir verið með langminsta móti í vor. Ellefsen hvalveiðamaður hefir á 8 hval- veiðabáta fengið 4 hvali. Jonas Dahl á 4 báta 5 hvali, og M. C. Bull, sem hefir einnig 4 báta, að eins 2 hvali. Sigfús Blöndal verzlunarerendsreki hefur nú nú um tíma haft Acetylengasljós á boðstólnum. Nokkrir útgerðarmenn hafa keypt Ijós þessi á fiskiskip sín, — til að nota þau á vertiðinni og seinni part sumars þegar dimma fer nóttina við að gera að fiskinum. Láta skipstjórar er reynt hafa ljósin mjög vel af þeim. Þau bera góða birtu og eru mjög þægileg í meðförum. f síð- ustu utanför sinni hefur hr. Blöndal gert sér sérstakt far um að afla sér allra þekkingar á ljós- um þessum og þegar eftir að hann kom heim sýndi hann nokkrum borgurum bæjarins þau, þar á meðal ritstjórunum. Leists mönnum vel ljós þessi, þau Krsa einkar þægilega og eru eins og áður er sagt hættulaus í meðförum. — Alveg sérstök uppfindning er borðlampi sá er hr. Blöndal hefir á boðstólnum. Hann er á stærð við vanalegan borðlampa, en innan í fæt- inum er fullkomið gasverk þó litið sé. — Lamp- inn lýsir mjög vel og er hinn sérlegasti útlits. Ekki er ólíklegt að Acetylengasljós geti átt nokkra framtíð hér á landi að minsta kosti þang- að til rafurmagnsljós verður algengt — þar eð það er ódjrrt og þægilegt í meðförum. — Hrólfur Jakobsson. í haust sem leið keypti hr. Hrólfur Jakobsson skipstjóri smá skip með hreyfivél í Noregi. Skipið er 24 smálestir að stærð og vélin hefir 20 hesta atl og knýr skipið áfram 7 mílur danskar á vökunni (4 tímum). Það er 45 feta langt og 16 feta breitt smíðað úr eik, og hið traustasta. Tvær vindur eru á þilfarinu, akkerisvindan og vinda til að draga með veiðar- færi (net og lóðir) og' knýr gangvélin báðar vind- urnar. Skipið er af þeirri gerð er sjómenn kalla »Skautur« og kostaði það hingað komið með öllum útbúnaði kringum 14 þúsund krónur. Skipið heitir »Hrólfur« og hefir það fiskað kringum 6 þúsund til þessa tíma, og mest af þvi er fiskað í net. Skipið á að vera á fiskiveið- um alt árið, og munum við í næsta blaði skýra frá því hvernig skipstjóri hefir hugsað sér að haga veiðum eftir árstíðum. Tvö ný eimskipafélög. Tvö norsk eim- skipafélög hafa nú hafið ferðir sínar hér við land, Björgynarfélagið og »Det nordenfjeldske Dampskibsselskab« í Þi'ándheimi. Skip þau, er félögin hafa sent, eru aðallega vöruflutningaskip,

x

Verslunarblað Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.