Verslunarblað Íslands - 01.08.1908, Síða 4
30
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
Rósenkranz fyrir minni verzlunarstéttarinnar, og
að því loknu var sungið kvæðið það er hér fer
á eftir og Guðmundur skáld Magnússon hafði ort.
Sjáið yfir austrið ljóma
alda nýrra morgunrönd,
öld meö frama, öld með blóma,
auð og ráð á hverja hönd.
Þar fer að í annað sinn,
ísland, morgunbjarminn þinn.
Það er margt sem þarf að sinna,
þoka mörgum gömlum sið,
alda tjón að endurvinna,
alda læging rétta við.
Heill þér, yngsta íslands stétt!
Afram djörf! Þú stefnir rétt!
Innlend skal þín verzlun vera,
vorra kæru feðra storð!
Hátt þitt merki hún skal bera,
hefja þinnar sæmdar orð.
Hún þér manndóm helgar sinn,
hennar tign er svipur þinn.
Bjart mun yfir búð og fleyi,
bjart mun þínar liafnir við,
þegar fjársæld útlend eigi
á þar framar nokkurt lið.
Rá er stigið þrifaspor. —
Pá er fáninn einnig vor.
Benedikt ritstjóri Sveinsson mælti fyrir minni
Reykjavíkur, og á eftir var sungið »Þar fornar
súlur íluttu á land« (eftir Einar Benediktsson).
Þar með var öllum ræðuhöldum lokið. Síðan
voru íþróttir sýndar, og verðlaun veitt fyrir sund,
glímur, hjólreiðar og hlaup. Þessir hlutu verðlaun:
Sund: Stefán Olafsson 1. verðl., Símon Pét-
ursson önnur 2. v. og Þorsteinn Björnsson 3. v.
Glínuir: Jónatan Þorsteinsson söðlasmiður
1. v., Snorri Einarsson 2. og Guðbrandur Magnús-
son prentari og Magnús Tómasson, báðir 3. v.
Hjólreiðar: Kristinn Jóhannsson 1. verðl.,
Grímur Arnason Bakka 2. verðl. og Arni Þor-
steinsson Hafnarf. 3. verðl.
Hlaup: Ólafur Magnússon ljósmyndari l.v.
og Guðbr. Magnússon prentari 2. verðl.
Að síðustu skemtu menn sér við danz og
lúðraþyt. Flugeldmn var skotið kl. 10 um kvöldið.
Fóru allir ánægðir heim til sín, og töldu skemt-
unina góða verið hafa, og verzlunarmönnum lil
mikils sóma.
Dómur Standard Oil & Co.
hrakinn,
Frá Vesturálfu berast þau óvæntu tiðindi,
að yfirsambandsrétturinn hafi hrundið undir-
dóminum, sem kveðinn var upp í málinu gegn
Standard Oilfélaginu, þar sem félagið, eins og'
kunnugt er orðið, var dæmt í c. 29 miljónir
dollara útlát. Yfirrétturinn leit svo á, að ekki
væri unt að kveða upp dóminn yfir aðalfélaginu,
Standard Oil & Co. i New Yersey, vegna þess,
að það væri ekki nefnt í kærunni, en aftur á
móti bæri aðeins að dæma Standard Oil & Co.
í Indiana. Brotin færði dómurinn því næst
niður í 50, og þau áttu auk þess ekki að geta
verðskuldað þyngstu hegningu.
Yfirrétturinn sagði, enn fremur, að undir-
dómarinn hefði auðsjáanlega, við meðferð sina
á málinu, hagnýtt sér gögn sem honum hefði
borist í hendur án laga heimildar.
Baráttan móti »hringja« valdinu í Ameriku
heíir þannig mishepnast. Rochfeller hefir sigrað
Roosevelt, og meira að segja fyrir »réttvísinnar-
dómi«! Roosevelt hvatti til orustu við »hringja«-
valdið með slíkum bituryrðum, að hvílik höfðu
aldrei heyrst frá stjórninni, og leitaðist við að
vekja ofsa lýðsins gegn »hinum auðugu ræningj-
um sem miklu fremur en sameigningar (kommu-
nister) og stjórnleysingjar sýna eignarréttinum í
tvo heimana«. En þessum hörðu orðum fylgdi
ekki rétt aðferð Jiegar til framkvæmdanna kom.
í stað þess, að sjá að það tjón sem »hringirnir«
valda viðskiftalífinu getur ekki l>æst með öðrum
meðulum en lagfæring verzlunarfyrirkomulagsins,
(vegna þess að hið ógurlega vald sem »hring-
irnir« hafa klófest í Ameríku er eingöngu um
að kenna hinum glæfralegu verndartollafyrir-
mælum og verður því ekki brotið á bak aftur,
nema með því eina móti að nema það úrgildi).
Þá hugði hann, að hann gæti náð sigri með
bannlögun lagaákvæðum gegn »hringjum« o. þ.
u. 1. En nú hlýtur hann samt sem áður að
kannast við, að hann er sigraður þegar í fyrstu
atlögu.
Aldrei hefir stjórnin staðið jafn vel að vígi,
sem gagnvart Standard Oil félaginu. Því veldi
þessa »hrings« styðst að mestu leyti við bersyni-
leg lagabrot, ekki svo mjög við brot á móti