Vikan - 05.08.1912, Blaðsíða 3

Vikan - 05.08.1912, Blaðsíða 3
V I K A N bannslögin verði eigi úr lögum numin, án undangenginnar atkvæða- greiðslu þjóðarinnar. F.n þar sem reynsla er ekki komin á bannlögin, i telur deildin tillögu þá, sem fyrir- liggur, of snemma borna fram, og tekur því fyrir næsta mái á dag- skrá.i Fleiri viidu tala, en fors. tók fyr- ir frekari umræður og Ijet ganga til atkv., fyrst um till. Guðjóns, sem áður er getið, og var hún feld, og síðan um dagskrá Jósefs, og var hún samþykt með 7 atkv. gegn 3 — Einn af þeim 7, sem þannig eyddu málinu, var St. St. 5. kgk., einn af flutn. mönnum, en hann hafði reyndar ekki fengið að gera grein fyrir atkv. sínu. Frá Mexiko. Clueretaro. Nl. Trumbusláttur kvað þá við og Maximilian gekk fram fyrir lýðinn, er saman hafði safnast. »Mexikó- menn!« mælti hann. »Menníslíkri stöðu og slíkrar ættar sem mín er, — sem eru sörou eða svipuðum kendum gæddir og jeg, eru fæddir til annars tveggja, — að gera þjóð sína gæfuþjóð eða deyja sjálfir sem píslarvottar. Jeg kom ekki til yðar fyrir eigingirni sakir. Þjer hafið sjálfir kallað mig hingað. Leyfið mjer nú, áður en jeg skil við, að segja yður, að alt sem jeg hef gert, hef jeg gert með velferð yðar fyrir augum. Guð gefi að blóð mitt verði ið síðasta er þjer útheliið. Guð gefi að Mexíkó, ó- gæfusama landið, setn jeg tók ást- fóstri við, verði hamingjusamtU Herforingjarnir sneru sjer að föngunum, sveifluðu sverðunum og skipuðu: »Skjótið!« — »Lifi keisar- inn! Lifi Mexíkó!« hrópaði Mira- mon. »Carlotta, CarIotta!« stundi keísarinn í hálfum hljóðum. Þegar skotreykinn lagði frá, lágu þrjú lík á vellinum. Fimm kúlur höfðu hæft keisarann. Fallega, ljós- hærða höfuðið hans var óskaddað, blíðu, bláu augun hans störðu inn ífjarlægalandið, þarsem trú hans og von um það áttu heirna, að feg- urðin og göfuglyndið deyr aldrei. Þannig dó hann, góðlátlegi, frið- sami keisarinn. Riddaraljóminn lýs- ir af æfi hans og verki. Hugsjóna- maður var hann, — listavinur, sem unni öllu fögru, göfuglyndur Norð- urálfumaður, sem viltist til villi- manna. Veslings Maximilian! Hvað átti hann að vilja hingað í Mexíkó með fagurstilta samræmið í sál sinni, á- reiðanlegleikann og heiðarleikann í hvívetna! Hann var borinn til þess að eyða aldri sínum milli rós- anna í höllinni sinni Miramare við Adriahafið og njóta þar kærleika síns til náttúrunnar og listanna. Lík lians var ff utt til Norður- álfu. En enn þá er eins og blíði, friðsami andinn hans búi hjerna í Queretaro, þar sem nafnfræga Santa Rosalia-kirkjan gnæfir við himin neð nvoltbogana fögru og gullnu glitrósirnar. En í »Panteon de la Cruz«, andspænis Klukknahvolnum, liggur hin fræga sennora Josefa Ortiz de Dominguez, vaikyrja sjálf- stæðisbaráttunnar, grafin. — Maximilian og sennora Josefa! Það er vegur bæjarins Queretaro, að þar fæddist þjóðveldið og keis- aradæmið leið undir lok. Þar er stjórnarfarslega jafnvægismarkið, — þar sem vogarstöngin hækkar og lækkar, er örlög Mexiko-ríkis eru vegin. Þar lifna endurminningarnar um ánægju og raunir þjóðarinnar, og blóð það, er blætt hefurátorg- um bæjarins, er úr æðum bestu mannanna. Queretaro er heimkynni ópalanna. Hvergi skína þessir gimsteinar ó- gæfunnar skærar en þar. Þeir hanga eins og tár í búðargiuggunum, _ eins og tárin, sem glóðu í brest- andi augum Maximilians keisara. En langt, langt þaðan, fyrir hand- an Atlandshafið í afkima veraldar, situr fyrverandikeisarainnanfrá Mexi- ko, Carlotta hin fagra, og starir einmana í helrökkur brjálseminnar. Mexiko svifti hana vitinu. Hún fór til Norðurálfunnar til þess að bjarga keisaratign Maximilians. Hún fór frá einni hirðinni til annarar. Napoleon vísaði henni kaldranalega á bug. — Sonur Hortensu Beau- harnais var ótryggur í lund eins og móðir hans. Svo fór hún á fund páfans. en hvað gat páfinn gert? Þá var henni allri lokið. Hún fjekk aldrei að vita afdrif manns síns. Nóttin seig á augu hennar. Keisara- innan frá Chapultepec og Cuerna- cavas-görðunum reikar einsömul í eilífri þoku. Hún var hugrökk og metorðagjörn kona, sterk og kjarkgóð með karlmannslund. Við og við tekur hún upp gamla gripi og ber á sjer. Það eru gim- steinar — ópalarnir frá Queretaro. En í ófriði þessum tók þátt ungur maður, sem gat sjer orðstír í mörgum orustum. Það var suðrænn Indíána- kynblendingur, áræðinn, hraustur og drottnunargjarn, sem greiddi Juarez veg. Hann var sterkur á svelli og slægur í lund og varð að lokum ofjarl þess, er sigurinn vann á keisar- anum. En það átti ekki fyrir Juarez að liggja að hjólbrotna updir vagni nýrrar stjórnarbyltingar. Hann dó. Og lndíána-kynblendingurinn suð- ræni tók við taumunum. Hann hjet Porfirio Diaz. Land blóðMndarinnar. Eftir A. Piicairn-Knowles. Þarna er hún, æfintýraeyan Kor- síka, umflotin bláöldum Miðjarðar- hafsins, hjer um bil 50 enskar míl- ur í vestur frá Ítalíu, hundrað míl- ur í suður frá Frakklandi. Hún sefur þarna eins og einbúi, útilokuð frá umheiminum og þó nærri því í augsýn frægustu og fegurstu mið- stöðva Norðurálfumenningarinnar. íbúar hennar virðast ekki geta vaknað úr doðamókinu, þeir eru líkastir nátttrölluni, sem hefur dagað uppi, og gestirnir frá menningar- löndununi stara forviða á þá eins og eitthvert furðuverk. Ekkert virð- ist hafa áhrif á venjur og lifnaðar- háttu eyarskeggja, og framfarir nú- tímans fara algerlega íyrir norðan garð og neðan hjá þeim yfirleitt. Yfir Korsíku hinni fögru grúfir ský, dimmt og ægilegt. Frjósömu, sígrænu dalirnir hennar,- fannhvítu fjallatíndarnir bennar eru blóði stokknir, blóði þjóðarinnar, sem út- 'nellt er til þess að fulinægja viili- menskulögum blóðhefndarinnar,þess- ari voðaiegu venju eyarskeggja, sem eiga í eilífum ófriði sín á milli, heilar æítir, heilar kynkvíslir. Og í þeim ófriði er ekki sókst eftir lífi söku- dólgsins, heidur sakleysingjans. Þeir sem horfa á fegurð og unað þessa fegursta bletts á jarðríki, en þekkja ekki sögu eyarinnar, hafa litla hugmynd um ógnir þær, er svert hafa álit Korsíku og íbúa 1 hennar í augum Norðurálfunnar,— ósköp þau, er valda því að menn- ingarþjóðirnar horfa með fyrirlitn- ingu á þessa ógæfusömu þjóð, sem örlögin hafa skapað svo ótrúlega ómannúðlegt hugarfar, en jafn- framt óeigingjarnt og göfugt á sína vísu. Fortíð Korsíku er menningarvana og meini blandin, svo hverjum friðarvini, sem flettir upp sögu hennar, hlýtur að ofbjóða og ógna það, sem hann verður vís- ari um. En því meir sem menn kynnast því sanna hugarfari eyar- skeggja, því frekar breytist viðbjóð- urinn og fyrirlitnirigin í djúp- sára meðaumkvun með vesiings fórnarlömbunum þessarar grátlegu þjóðarvenju, sem gengur í arf frá kyni til kyns og enn í dag vekur hroll og óhug, ógn og skelfingu rneðal þeirra, sém ekki geta sagt skilið við þennan óttalega álaga- dóm og fullnægja honum í tryllingi æsinganna af fremsta megni, uns síðasti kynkvisturinn oft og einatt er liðinn undir lok. Sem betur fer, eru þeir dimmu dagar orðnir minningin ein um óttalega fortíð, þegar Korsika var öll einn blóðdrifinn vígvöllur, þar sem heilar ættir bjuggu hver ann- ari banaráð og reyndu að þurka hver aðra af yfirborði jarðarinnar. Nú trúum vjer varla augum og eyrum, þegar skýrslurnar sýna oss svart á hvítu, er innbornir sagn- fræðingar eyarinnar hafa birt, að á árunum 1539 ti! 1729 voru 300000 manns vegin þar í blóðhefnd og á rúmum 30 árum, frá 1821 til 1852 voru nrorð á eynni talin 4300! En það er alveg óþarft að Ieita langt aftur í tímann að blóðhefnd- ar morðvígum þar. Ekki er lengra en frá 1889 sfðan að voða atburð- ur af því tagi varð í þorpinu Zicavo, þar sem fjórum fjandmönnum lenti saman við bæarbrunn einn; þeir skutu hverir aðra til bana og tóku samtímis síðasta andvarpið. Slíkar blóðhefndar svaðilfarir milli 4 manna í senn hefur að sönnu ekki verið getið um síðan, en engu að síður fellur fjöldi manna enn sem fórn þessa villisiðar við og við og er ekki annað að sjá, er. að svo verði meðan Korsíku blóðið er yfirgnæfandi í æðum eyarskeggja. Hvað gerir Frakkastjórn til þess að stemma stigu fyrir þe s i - venjum þegna sinna, sem ekki meta líf meðbræðra sinna meira en slát- urfjenaðar? Frakkar hafa reynt að útrýma blóðhefndinni með því að íeggja fangelsisvist við því að bera á sjer kníf eða skammbyssu leyni- lega. En Korsíkumenn virða lög- in að vettugi og lögreglati verður að játa, að karlmennirnir þar að minsta kosti skeða þau sem dauö- an bókstaf. Þeir sem kunnugir eru best kor- sikönskum siðvenjum, vita, að það er algerlega frágangssök að ætla í sjer að útrýrna blóðhefndinni nieð harðýðgi laganna. Meðan ófærsr fjallauðnir og ódáðahraun eyarinnar veita þeim örugt hæli og skjól, er flýa til fjalla eftir framin morð og runnarnir eru jafn aðgetigiiegir til fyrirsátra—, meðan þjóðin lítur svo á,að sakamennirnir hafi aðeins innt af hendi heilagt skylduverk, og gerir allt sem í hennar valdi stendur til þess að vernda þá gegn lögum og lögreglu, — á meðan verða he'r) sem bölvun blóðhefndarinnar vofir yfir, að ganga með vopnum til þess að verja líf sitt. Af því að þeir mega alltafbúast við því, að á þá sje ráðið og þeir eru alt af á varðbergi, telja margir þeirra óhyggilegt að fara heiman að, nema þeir hafi á sjer tvö til þrjú vopn, - meira að segja hef jegsjeð menn stundum vopnaðameð byssu,, skanibyssu og tveim eða fleiri rýtingum í senn. Fáir drengir, sem 12 ára eru orðnir, kunna eigi að fara með skotvopn og beita rýt- ingum og eiga þeir allir að minsta kosti eití vopn af einhverju tagi. Ef útiendingur skyldi ætla sjer að fá hjá Korsíkumanni fulla vitn- eskju um blóðhefndina eins og hún er nú á dögum, kemst hann fljótt að raun um að hann hefur þar reist sjer hurðarás u.n öxl. Þótt hann spyrji og spyrji, er hann engunær. — þess er vandlega gætt að þegja yfir öllu því, er getur gefið minsta snefil- af fræðslu í því efni. Þessi þagmælska frá innborinna manna hálfu á rót sína að rekja til þess, að Korsíkumönnum þykir ekki hlýða að birta ókunnum og óviðkomandi mönnum dýpstu hugsanir sínar um mál, sem að þeirra viti er hið allra helgasta og ber því að varðveita gegn leitarljósi hjegómlegrar for- vitni. Það leiðir af sjálfu sjer, að ferðamaður sern lætur sjer nægja skýrslu og frásögn landsmanna í þessu efni, kemst að rangri álykt- un þrátt fyrir allar fyrirspurnir sín- ar. Hann getur, til dæmis, farið þaðati í þeirri trú, að frá byrjun tuttugustu aldarinnar sje blóðhefnd- in þar hvergi til nema í þjóðsög- um og skáldsögum. En nijög ólíkt verður álit þeirra, sem sjálfir leitast við að kynnna sjer þetta með eig- in sjón og sökkva sjer eins djúpt og þeim er auðið í siðvenjur og líf eyarskeggja. Langi, banvæni rýtingurinn, sem á eru grafin ísjárverð einkunnarorð einsog t. d.: »Bani fjandmannsins«, »Hefndu heiðurs þíns« o.s. frv., byss- anogskammbyssau vinnur jafnt verk sittíþarfir blóðhefndarmanna nútím- ansog vopn þeirra gerðu í fortíðinni. Og þótt fjallræningjarnir sjeu nú færri, eru þeir enn þá til og taka skatt af iífi þjóðarinnar. Útlendingur sem býr á Korsíku

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/218

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.