Vínland - 01.04.1903, Qupperneq 2
þingreglur Bandamanna.
Það er nú orðlö altitt, að mestu áhngamál
Þjóðarinnar fá ekki framgaog íöldungadeiid sam-
bandsþingsius. Ef fáeinir senatorar mæla á móti
einhverju máii, þá geta feir aftrað Því, að ger.gið
sé tii atkvæða um það. og enda einn einasti sena-
tor getur það, ef hann endist til að tala svo ekkert
hlé verði á, og gefur engan tíma til að ganga til
atkvæða. Þetta hefur aidrei komið Ijósar fram en
mí í þinglok í vetur. Þá lágu mörg nauðsynja-
mál fyrir þinginu, sem ekkí þurftu annað en at-
1;væði öldungadeildarinnar til þess að verða lög,
in þá gátu þrir senatorar komið í veg fyrir alla
iögpjöf í nokktar vikur, og'gerðu það mest i
fccfndarfkini, því þeir þóttust ekki hafa komið
/ram sínum málmn á þingi, og sögðu svo að þeir
skyldu ónýta öll önnur mál ef síu fengju ekki
framgang.
Senator ..Iorgan (Alabama) hóf bardagann
fyrstur. Hann hefur altaf barist fyrir því, að
skipaskurð skyldi gera Kiearagua, og þegar
öldungadeildin var albúin að ganga til atkvæða
um Panama skurðinn, þá hóf gamli Morgan ræðu,
sem leugi mun í tninnum höfð; ekki sökuin
mælsku og andagiftar ræðumannsius, lteldur sök-
um þess, að það er taiið dæmalaust, að svo gamall
maður endist til að tala svo lengi livíldarlaust.
Morgan gamli er nú ö tugur, en ern og hranstur.
Hann talaði samfeltífiinm daga, ogi fiinm klukku-
stundir eða rneir á hverjum degi, og talaði næst
um alt frá eigin brjósti, en las ekki upp gömul
þingtíðindi og stjórnarskýrslur eins og flestir
þinginenn annars gera þegar þeir flytja ræður
til þess að “drepa ímann”; »ð eins stöku sinnuin
vitnaði liann í bibliuua og Shakespeare sínu máli
til sönuun ir. Því næst varð Senator Quay (Peun-
sylvania) til þess að hjálpa Morgan þegar karl
var fari nn að þreytast. Quay barðist fyrir því,
að hjálendurnar Ar zona, Oklahoma, Kew Mexieo
og Indian Territory fengi ríkisréttindi og hét því,
að engin önnur mál skyldu iá framgang á þinginu
fyr en þetta. Quay hafði enga aðra ástæðu en
þá,til að berjast fyrir þessu máli, að hann ámikl-
ar eignir í iárnbrautum í þessum löudutn og ga'ti
aukið þær að miklum mun ef þau hefðu ríkisrétt-
indi. Loks tók Senator Tillnmn (S.-Carolina) til
máls. Bann þóttist hafa kröfu til þingsins um
fjárveitingu fyrir S.-Carolina ríkið og sagði, að
ekkert skildi verða gert áður það væri veitt. Þá
voru að eins þrír dagar eftir af þingtímanum. Till-
man tók rit Byron’s með sér inn í þingsalinn ov
sagði: “Eg voua að við Byron höfum nóg aðsegja
í þrjá daga.” Svo fór hann að lesa Byron ytir
þinginönnum.
Svo virðist sem þeir, er stjórnarskrána sÖmdu,
hafi ætlast svo til, að öldungadeildin yrði aftur-
haldsflokkur löggjafarvaldsins. Þeir úkváðu, að
löggjafaþiug hvers ríkis skyldi kjósa tvo senatora
til sex ára, og þannig eru þeir í raun og veru full-
trúar stjórnarinnar en ekki alþj'ðunnar. En þing-
menn fulltrúadeildarinnar eru samkvæmt stjórnar-
ekránni kosnir af alþýðu og ættu þrí að vera sann-
ir fulltrúar alþýðunnar, og sýna í öllum þingsköp-
um jafnrétti lýðveldisstjórrmr. Svo var það áður:
en nú er það alt breyttorðið. Fulltrúadeild sam-
bandsþingsins er nú komin undir óháða einvalds-
stjórn. Forseti fulltrúadeildarinnar (TheSpeaker
of the House), er orðinn óháður einvaldnr. Eugir
löggjafar í heimi hafa eins lítið sjálfstætt vald og
fulltrúar sambandsþingsins. Öll mál eru útkljáð
með nefndaúrskurði. Þegar einhver fulltrúi
flytur frumvarp til laga fyrir þingið er þegar sett
nefnd til að íhuga það, og eú nefnd hefur vald til
að ráða því til lykta, bæði í umræðum og atkvæða
samþykt. Forseti deildarinnar hefur ótakmarkað
vald til að velja menn í nefndir. Enginn getur
komistí nefnd eða orðið nefndarstjóri nema hann
só inn undir hjá forsetanum. Þingmenn hafa
engan rétt til að liiutast til um það, hverja tnenn
hanu setur í nefndir. Köfn nefndarmanna eru
lesin upp í þingsalnum svo þingmenn viti hverjir
eru í hverri nefnd, en ekki til þess, að leita sam-
samþyktar þeirra um valið.
Þessar nefndir hafa svo mikið vald að afdrif
hvers lagafrumvarps eru undir því komin, livaða
úrskurð nefndin, sem um það fjallar, gefur í því
máli, og nefndarstjórinn getur ráðið öllu um úr-
skurð nefndarinnar, svo nefndarálitið er vanalega
úrskurður eins tnanns. Forseti fulltriíadeildar-
iunar þarf því ekki aunað en að setja þá inenn í
nefnd, er iiann veit að mnni vera sér samdómaum
málefni það, er þeir eiga að skera úr, þá verður úr-
skurður allra mála í fulltrúadeildinni eftir lians
eigin liöfði; en þeir þingmenn, sem flytja frnm-
varpið, verða að kotna sér í mjúkinn hver hjá
sinni nefnd til þess að fá máltun sínnm framgengt,
og þannig verða þeir háðir nefndunum hvort þeir
vilja eða ekki.
Nefndirnar eru svo margar að meirihluti full-
trúanna er vanalega í nefnduin, og allar nefndirn-
ar koma eór saman um það, að fylgjastað í öllum
málum, svo þpgar til atkvæða er gengið um ein-
hverja nefndart.illögu i þingsalnum, þá er hún
samþykt með meirihluta atkvæða. Enginn hefur
vald til að segja uefnd að flýta sér með nokkurt
mál, og liún getur því dregið það eins lengi og
lienni sýnist, að flyija þinginu úrskurð sinn.
Forseti fulltrúadeildarinnar hefur enn fremur
fultvaldtil að úrskurða hvaða mál þingið taki til
greina. Hann getur neitað hverjum þingmanni
“um orðið” eftir eigin geðþótta. Ef hann er í
óvissu um það, hvað einhver þingmaður ætli að
tala um, þá getur liann kraflst þess að liann segi
sér um leið og hann biður uin orðið, um hvað
hann ætli að tala, og ef þingmaðurinn þá segir að
hann ætli að bera frarn uýtt lag afrumvarp, þá get-
ur forgetinn neitað honum um orðið og boðið
honum að setjast niður. ef honuin er frumvarpið
ógeðfelt.
í fulltrúadeildinni geta alinennar umræður
ekki átt sér stað nema með sérstöku leyfi forset-
ana. Þegar nefnd hefur lokið starfl sínu og flytur
þinginu úrskurð sinn,geturhún jafnframt ákveðið.
hvað langan tím a þingið skuli hafa til umræðu
um málið áður gengið bó til atkvæða; það getur
verið að eins ein klukkustund, en vanalega er
það tveir eða þrír dagar þegar um stórmál er að
ræða. Því næst nefnir nefndarstjórinn þá þing-
J menn er hann vill láta halda uppi vörn fyrir
| nefndarálitinu, og sömulsiðis nefnir leiðtogi and-
stæðinganua menn úr sínum flokki til að flyt^”
sitt erindi. Þeir þingmenn, sem þannig eru til-
nefndir, ræða málið, en allir hinir verða að sitja
hjá og þegja. Og það er orðin venja, að aðrir
þinginenn, sein vilja tala, biðja forsetann utanþings
um leyfl til þess, í gtað þess að standa upp í þing-
saluum og biðja um orðið.—í fulltrúadeildinni
getur einn maður eða fáir menn ráðið öllu að
lieita má, og þar gétur minnihlutinn alls enga
vörn sér veitt gegn meirihlutanum.
í öldungadeildinni er flest gagnstætt því, sem
nú hefir verið sagt um fulltrúadeildina. Varafor-
seti Bandaríkjanna er forseti öldungadeildarinnar
að eius að nafuinu; hann hefur þar alls ekkert
vald. Hve nær sem einliver senator ber fram ein-
hverja tillögu, eða biður um orðið, er hann skyld-
ur að veita honum það. Hann getur engu ráðið
um hver mál skuli ræða né hvernig umræðum
skuli hagað. nema hann hafl til þess fult samþvkki
senatoranna. Hann getur engan mann valið i
nefnd; senatorarnir kjósa allar nefndir sjálfir, og
ráðfæra sig ekki við forsetann. Meirihlutinn ltýs
hæfliega marga úr sínum flokki og minuihlutinn
sömuleiðis, og þannig verða í hverri nefnd full-
trúar beggja flokka, í réttu hlutfalli við fjölda
senatorauna, sem livern flokk fylla, og því næst
er nafnalist allra, sem þannig eru kosnir í nefnd,
borinn nndir atkvæM allra senatoranna. Mál-
frelsi er ótakmarkað í öldungadeildinni (nema að
því leyti, að að eins einn talar í einu og í réttri
röð eftir því aem liver túður sér hljóðs). Senator-
arnir mega ræða livert mál eins lengi og þeir vilja,
og ef einhver þeirra getur ekk; tekið þátt i tim-
ræðum um það lagafrumvarp, sem þáliggur fyrir
þinginu, er houum veittur frestur til að ræða það
síðar, ef hann æskir þess. Þannig er ekki gengið
tii atkvæða um nokkurt mál í öldungadeildinni
fyr en allir eru því samþykkir, að atkvæði séu
greidd, Meðan einliver senator vill tala geta hin-
ir ekki gengið til atkvæða. í öllum málum, sem
ágreiningur er um, er umræðnm lialdið áfram
frá báðum hliðum, þangað til enginn er eftir, sem
hefur neitt að segja, og þá getur hver, sem vill
frestað því enn, með því að æskja þess, að gengið
sö til atkvæða einhvern annan dag.
Þannig hafa allir fullkomið jafnrétti í öld-
ungadeildinni og fjöldinn hetír ekkert vald yflr
einstaRlingnum. En einstaklingiirinn getur liaft
vald yfir fjöldanum, og minui lilutinn getur ónýtt
allar framkvæmda tilraunir meirihlutans. Því ér
það oft, að einu eða fáir senatorar geta liindrað
alla hina frá þvi, að koma sínum máluin fram eins
og á þessu síðasta þingi.—Fulltrúadeildinni ræður
ótakmarkað einveldi, en í öldungadeildiuni er
anarkismusí almætti sínu.
Það ber sjaldan við að þingmanna í fulltrúa-
deildinni sé að nokkru getið, jafnvel sumar ræður
þeirra, sem prentaðar eru í þingtíðindunum liafa
aldrei verið fluttar í þingsalnum, og enginn dug-
andi maður tltiir þvi vel, að sitja þar ár eftir ár, og
hafa naumast vald til að greiða atkvæði eftir eigin
sannfæringu og 'bera svo úr býtum vanþakklæti
kjósenda sinna en litinn heiður. En það þykir
hin æðsta tignarstaða liér í landi, að násæti í öld-
uugadeildinni.ogflestir leggja mikið í sölurnar til
að fáþann heiður,ogallir vilja þeir halda embætti
sinu til dauðadags.