Vínland - 01.04.1903, Side 4
3 VíNLAND. 3
Mánaðarblað. Verð $1.00 árg.
Útgefandi: G. B. BJÖRNSON.
Ritstjórar
\ Th. Thordarson.
( Björn B. Jðnsson.
Bntered at the post-office at Minneota.
Minn., as second-ciass matter.
P4óSurmálíð.
Hver p>jóð elskar mest sitt eigið land,—
landið, seai hefur aiið hana rnann fram af
manni, ireymir flest það. er vekur endurminn-
ingar um iifsstarf hennar A liðnum öldum, og
liefir það frarn að bjóða, sem allar framtíðar-
vonir hennar eru bygðar á.—Næst landinu
ann pjóðih máli sínu mest, pví móðurmálið
er líf og sál pjóðernisins, eða alls þess, er
sameinar einstaklinaa í eitt pjóðfélag og að-
greinir þá frá öiium öðrum flokkum mann-
félagsins.
Pegar menn fljtja af ættjörðu sinni, og
taka sér bólfestu hér í landi, gera þeir það
vanalega í fullri vissu um það. að íöðurland
inu sé engin hætta búin af þ\í, og oft í
þeirri von, að geta unnið þjóð sinni og landi
meira gagn í fjarvistinni en heiina.
Fæstir taka mikla fjársjóði með sér og
fátt annað djrmætt en endurminningar frá
aettjörðinni og móðurmálið. Margir, sem
flutt hafa hingað til lands, gevma þessa djr-
gripi trúiega, lifa í nánu andlegu sambandi
við þjóð sína, og sjna það oft í verki, aðþeir
vilji liðsinna henni þeg.ir þess er þörf. Þeir
vilja varðveita alt, sem þeir hafa tekið að
erfðum f:á þjóð sinni, og gera það að svo
miklu leyih sem þeir geta; þeir verða revnd-
ar að leggja niður ymsa siði, sem þjóð þeirra
hefur martur á af fornum vana, þeir verða að
laga lifnaðarhætti sína eftir háttum hérlendra
manna og í klæðaburði verða þeir að fylgja
hérlendri tízku. íslenzka skotthúfan, hol-
lenzku tréskórnir, gríska karJmanna stutt-
pilsið og fleira af sama tagi hverfur með öllu
jafnskjótt og þeir, sein áður liafa borið það
alia æíi, stíga hér á land. I>að iítur út fyrir,
að fáum sé mikil eftirsjá að leggja niður
fornan vana, ef þeir dvelja liér í landi nógu
lengi til þe3s að sjá og skilja félagslíf Banda-
manna; margt, sem þeir álitu gamalt og gott
verður afkáralegt í augum þeirra og þá
leggja þeir það niður orðalaust.
En það, sem allar þjóðir revna að varð-
veita og viðhalda sem lengst hér í landi, er
móðurmalið, bóknientirnar og trúarbrögðin.
Hetta þrent fylgist vanalega að, og I baráttu
þess fyrir tilverunni er málið þýðingarmest.
Ef maðurinn gleymir inóðurmáii sínu getur
hann ekki notið bókraenta þjóðar sinnar;
þegar málið líður undir lok verða bókment-
irnar dauður bókstafur. JÞegar eitthvert
þjóðfélag týnir móðurmálinu og lærir annar-
ar þjóðar mál, þá er reyndar ekki sjálfsagt,
að raeðlimir þess þjóðfélags taki ný trúar-
brögð með nf ju máli, þó það beri oft við, en
vissulega taka trúarbrögð manna ávalt ein-
hverjum breytingum, ef þeir hætta við að
hafa guðsþjónustur á móðurmáli sínu, en
taka til þess annarar þjóðar mál. Til þess
liggja margar eðlilegar orsakir, sem hér yrði
ol iangt upp að telja.
Aliir, sem vilja búa hér í landi og njóta
borgaralegra réttinda, verða að læra hérlent
mál, enskuna. En enginn er á nokkurn liátt
neyddur til að leggja niður móðurmál sitt ef
liann vill halda því við, en það veitir mörg-
um erfitt að iæra tvö tungumál og viðhalda
báðum; og með því allir alþýðuskólar leggja
mesta áhorzlu á enskunámið en sinna lítið
öðrum tungumálum, þá er alt af hætt við, að
móðurmál útlendinganr.a fyrnist meðal upp-
vaxandi kynslóða, sem ekki hafa lært ánnað
í þvi en það, sem talað er í heimahúsum.
Margt bendir til þess, að flest eða öil tungu-
mál muni deyja út með timanum hér í landi
nema enskan; hún útrýmir öilum hinum.
I>etta sést bezt á elstu bygðum útlendinga í
austurríkjunum. A liinn bóginn er móður-
ruál livers þjóðfloklcs í hinum yngri nýlend-
um vesturríkjanna enn í bezta gengi sem
eðlilegt er, þar sem niargir nýkomnir menn
búa og halda hópinn, að nokkru leyti frá-
skilnir hérlendum mönnum, og alt af bætast
við menn nýkomnir frá föðurlandinu. En
það, sem -mest og bezt verndar móðurmál út-
lendra þjóðflokka hér í landi eru trúarbragða-
stofnanir þeirra: kirkjufélög, skólar o. s. frv.
Hjóðverjar, Norðmenn, Svíar og fleiri þjóðir
viðhalda rnóðurmáli sínu hér 1 vesturríkjun-
uin og miðríkjunum, þar sem þeir búa svo
margirsarnan í bæjum og nýlendum, að þeir
geta haft óháðan félagsskap; en öflugustu
félög þeirra eru kirkjufélögin, og þau eiga
mestan þátt í því, að rnenn af sama þjóð-
ílokki tvístrast ekki eins fljótt'og þeir annars
inundu gera, og það, sem mest hjálpar
kirkjufélögunum til þess, er móðurinálið.
Hessi kirkjufélög mundu brátt h'ða undirlok
og önnur algerlega amerísk koma í þeirra
stað, ef þau hefðu ekki móðurmálið sór til
aðstoðar, og móðurmálið inundi eiga miklu
skemri aldur hér í landí ef kirkjan ekki heldi
því við. E>etta iuhbyrðis samband kirkjunn-
ar og móðurmálsins hefir þroskast mjög og
útbreiðst hin síðustu áriri, og tryggir svo
framtíð hvort annars að allar líkur eru til,
að hvorttveggja verði' langvarandi meðal
margra útlendra þjóða hér í Iandi.
Hjóðir þær, setn áður eru nefndar, eru
svo fjölmennar og auðugar orðnar liér í
landi, að þær hafa getað reist æðri skóla
[colleges] á eigin kostnað víðsvegar um
land. Hessir skólar etu flestir eða allir
stofnaðir af kirkjufélögum, meðfram í
þeim tilgangi, að kenna inál þeirra þjóð-
flokka, sem eiga þá, betur en það er kent á
noltkrum öðrum innlendum skólum. Hessir
skólar þrífast ágætlega, aðsóknin vex stöð-
ugt og fjölda margir nemendur útskrifast
árlega, sem allir hafa lært svo mikið ímóður-
málinu, að það er ekki hætt við að þeir
gleymi því, og hjá flestum þeirra vekur
þetta nám löngun til að kynnast nánar bók-
mentum þjóðar sinnar og högum hennar og
föðurlandsins. Þeir vilja vinna fyrir sinn
þjóðflokk og tala og rita móðurmál sitt engu
síður en enskuna; við námið hafa þeir vanist
að samlaga hérlenda mentun sínu eigin þjóð-
erni, án þess að útrýma neinu, sem nokkurt
mentagildi hefir hjá annari þjóðinni í stað
annars, sein hefir sams konar gildi hjá hinni,
og þeim er umfram alt kerit að virða rétt og
skilja það, sem þeirra eigin þjóð er helgast
og kærast.
Það var hugmynd um þess konar skóla,
sem valcti fyrir Vestur-íslendingum eða
kirkjufélagi þeirra er þeir fóru að safna fé
til íslenzkrar skólastofnunar fyrir nokkrum
áruru síðan. Sú hugmynd var bygð á góðri
og gildri reynslu annara þjóðflokka, sem
hafði fullsannað það, að þessir skólar voru
nauðsynlegir hverjum þeim þjóðfiokki, er
vildi geyma inál, bókmentir og trúarbrögð
þjóðar sinnar hér í landi.
En Vestur-íslendingar hafa ekki enn
eignast neinn skóla sjálflr. I>eir hafa reynd-
ar nægilegt fé og mannafla til þess að fram-
fleyta einum góðum skóla, ef þeir byggju
allir í einu landi og væru hver öðrum nálæg-
ir í sama landshluta. En eins og þeir nú
búa, dreifðir víðsvega.r í smáflokkumí tveim
ríkjum, er engin von til þess, að þeir geti
allir í sameign átt einn skóla. Vín-
land hefir áður bent á það, að Canadabúar
og Bandamenn geta ekki átt neina skóla í
samlögum. Engar þjóðir geta það, því
fyrsta skilyrði sameiginlegrar skólamentunar
er sameiginleg stjórn, og það má fremur
teljast happ en óhapp, að Vestur-Islending-
ar hættu við það áforin sitt, að stofna einn
skóla fyrir ailan þjóðflokk sinn, sem byr í
tveim ríkjum, jafnt undir yfirráðum
Bandamanna og Canadabúa; af því gæti
með tímanum risið margt ágreinings-
efni og enda algerð sundrung, sem gæti orðið
skólanum og jafnvel kirkjufélaginu sjálfu
hættulegur ásteitingarsteinn.
Nú liggur það næst fyrir oss Vestur-
íslendingum, að finna eitthvert annað og
betra ráð til að sjá þessu nauðsynjamáli
borgið. íslenzkir kennarar við hérlenda
skóla bæta lítið úr skák; nokkrir einstak-
lingar gætu notið þeirra, en almenn áhrif
liafa þeir aldrei á þjóðflokk sinn; það hafa
aðrir þjóðflokkar margreynt, og þeir hafa
reist skóla sína einmitt vegna þess, að kenn-
arar þeirra við hérlenda skóla gátu ekki full-
nægt kröfum þeirra.
Enginn þjóðflokkur, sem vill viðhalda
móðurináli sínu og þjóðfræðum hér í landi,