Vínland - 01.04.1903, Side 8
Styrkvir
Frá R.íkisháskól0Ln\im í NorSur Dakota..
Þegar vír vorum að safna féí sjóð til íslenzkra
bókakaupa milli jóla og nýárs í vetur, var það von
vor, að vór mundum geta safnað sem svaraði $100.
Alt bar að svo bráðan, að vér gátum ekki vonast
eftir meiru. Fólkið var illa undir petta búið—
pað kom að því óvöru. Slíkt fyrirtæki hafði aldrei
fyr komið til orða meðal íslendinga.
En svo tókum vér til starfa í því trausti, að
málið mundi fá góðar undirtektir meðal almenn-
ings. Vértreystum því, að þegar málið væri full-
skoðað í krók og kring, mundum vér fáskyrk. Og
reynsian hefir sýnt, að það traust átti fólkið full-
komlega skylið.
Jaframt því, sem vér gerðum ráð fyrir að
safna ofangreindri upphæð, bjó oss annað í luig.
Fyrir nokkru síðan hafði stjórnarnefnd þessaríkis-
háskóla veitt Norðmönoum styrk, sem nam
hundrað dollurum, með því skilyrði,. að þeir
sjáifir legðu fram annað eins. Vér hugð-
um, að það sem skólinn hafði gert fyrir aðra, það
mundi hann einnig gera fyrir oss, einkum þegar
þeir sæu hvað vér hefðurn óbeðnir gert. Og vér
hugðum ekki rangt; reynslan hefir sannað, að
vonir vorar voru réttmætar.
íslendingar tóku oss mjög vel. Allir virtust
vera fyrirtækinu hlyntir, allir vildu styðja að fram-
kvæmd liugmyndarinnar, og ilestir munu hafa gert
það af fremsta megni. Frá þeim höfum vér fengið
nálægt $300—nærri þrefalt meira en vér 1 fyrstu
gerðum ráð fyrir. Einnig vil eg taka það fram,
að á því svæði, er eg fór yfir, báðu flestir mig að
finna sig að hausti—um fram alt að ganga ekki
fram hjá sér.
En “mikið vill meira.” Herra B. G. Skúlason
lagði mál vort íyrir stjórnarnefnd skólans fyrir
vora hönd; hún tók málinu líklega og veitti oss
orðalaust fimm hundruð dollara styrk. Helming
þess fjár afhentu þeir oss þegarí stað; hinn helm-
inginn kváðust þeir skyldu greiða af hendi að
hausti og höfum vér euga ástæðu til að efasí um
að þeir geri það. Þannig höfurn vér nú í sjóði
rúml. fimm hundruð dollara.
Það hefir lengi verið von margra, að vér ís-
lendingar munduin af eigin ramieik geta komið á
fót mentastofnan þar sem tunga vor væri kend. Sú
hugmynd hefir ekki enn verið framkvæmd. Eu
hvort lmn með tímanum verði framkvæmd eða
ekki get eg ekki sagt. En sú hugmynd var ekki
framkvæmd og þá var afráðið, að vér kæmum að
við einhvern æðri skóla íslenzkum kenn-
ara, sem fullhæfur væri til að kenna íslenzkt mál
og íslenzkarbókmentir. Þetta hefir verið gert, en
þó á vorn eigin kostnað. Margir segja nú að slíkt
séu ekki jafnrétti; þeir vilja, að hér í landi og í
Canada sé mál vort sett á sama bekk og tungur
annara útlendra þjóða. Þeim hugkvæmist aldrei
að líta á hvað fáir og lítilsmegandi vér erum; þeir
dæma að eins eftir gildi bókinenta vorra.
En að hvað miklu leyti nær þetta tilgangi
sínum? Vér vitum það ekki. En hitt er vist, að
í mörnum helztu háskólum Bandaríkjanna er
íslenzka kend, og sumir þeirra hafa allmikil ís-
lenzk bókasöfn. Alt þetta hetír verið gert án að-
stoðar íslendinga—án þess þeir vissu af því; og
satt að segja hafa fáir íslenzkir námsmenn not af
því. Þetta ætti um fram alt að hvetja íslenzka
námsmenn til að vinna að því, að bókmentir vorar
komist sem víðast fyrir sjónir almeDnings þessa
lands. Vér ættum að starfa að því eftir megui og
sýna það í verkum, að við kunnum að meta bók-
mentir vorar, þó kannske vér stundum metum þair
um of. Einnig er það sltylda vor, að vera freinst-
ir flokki þeirra, sem unna íslenzkri mentun og
starfa að þvi, að hún sé metin réttilega hér í
landi og í Canada.
Arni Krittinnsson.
Mountaiu, N. H., 9. apríl, 1903.
-----------^^----------------------
I Washington var gatnall og einkennilegur
karl, sem hét Guild. Hann átti búðarholu dálitla
og verzlaði þar með gamlar bækur, myndir o. fl.
Karl þessi var framúrskarandi orðheppinn, en
nokkuð stygglyndur. Thom'as B. Reed kom oft í
búðina til karlsins og eltu þeir oft grátt silfur sín
á rnillum.
Einu sinni sem oftar sat Reed inni í búð karls
og var að skoða þar gamlar bækur. Loks kom
hann að skáidsögu, sem hét “Samvizkusemi.’
Reed fletti blöðunum í bókinni og segir síðan
við Gnild gamla:
“Hvað kostar þessi bók?”
“Hún kostar einn dollur, herra minn,” svaraði
karl fremur ólundarlega.
“Hún er of dýr,” svaraði Reed og iagði fr sér
bókina.
“Gott og vel,” gengdi karl, “eg veit ekki til að
þér hafið kúgað þingið til að stmja lög, sem
skvlda yður til að kaupa hana, ef yður þykir liún
of dýr; og svo get eg ekki heldur skilið hvaðþirig-
maður hefir að gera með bók með þessari fyrir-
sögn.”
Reed skellihló, og á leiðinni heim lék alt af
bros á vörum hans yfir svari gamla mannsins.
Bjorn B. Gislason,
MÁLAFLUTNINGSMADUR.
MINNNEOTA, - - MINNESOTA.
B. G. Skulason,
MÁLAFÆRSLUMADUR.
Clifford Building, GRANI) FORKS, N.I).
Dr. Th. Thordarson,
ÍSLENZKUR LÆKNIR,
MINNEOTA, - * MINNESOTA.
GLOBE LAND & LOAN CO.,
(lslenzkt Landsölufélafr.)
J. S. ANDERSON, O. Q. ANDERSON,
Forseti. Vara-forseti.
s. A. ANDERSON, Féhirðir.
Yór höfum til sölu við vægu verði og
rýmilegum borgunarskilmálum úrvals
lönd í Minnesota, North Dakota og
Canada. Sérstaklega leyfum vór oss að
benda á hin ágætu lönd, sem vér höfum
á boðstólum í undralandinu nyja í
McLean, Mereer og Oliver counties í
N. Dakota. * Verð frá $5.00 til $15.00
ekran.
Umboðsmaður félagsins í N. Dakota
er ÁRNI B. GISLASON, Washburn,
N. Dakota.
Annars snúi menn sér munnlega eða
bréflega til undirritaðs ráðsmanns fólaírs-
O O
ins.
Ðjorn B Gislasorv,
MINNEOTA, MINN.
| yÍNLAND
Ein a íslenzkðc
tímaritið í Banda-
ríkjvirvxim.
ÓHÁÐ ÖLLUM FLOKKUM. . .
FRÓÐLEGT AÐ INNIHALDl . . .
VANDAÐ að frágangi . . .
KOSTAR EINUNGIS EINN
DOLLAR UM ÁRIÐ. . .
SENT TIL ÍSLANDS
FYRIR SAMA VERÐ
Sendið Pa.ntanir til
í
G. B. Bjornson,
I MINNEOTA, MINN. |
Minneota Mascot,
Enskt Vikublaö.
G. B. BJORNSON, - - Utíefandi,
MINNEOTA, MINNESOTA.