Voröld


Voröld - 07.05.1918, Blaðsíða 2

Voröld - 07.05.1918, Blaðsíða 2
Bls. 2 VORÖLD 'Winnipeg, 7. maí, 1918 HEYFÖNG—1915 pótt grasvöxturinn væri seinn á sér, þá varð hann þó í meðallagi á endanum hér sunnanlands. Aust- anfjalls byrjaði slátturinn 10.-15. jfilí. Ileyskapartíðin mátíi og heita góð á þeim slóðum. Haldið áfram heyskap til septemberloka. Heyskapur í góðu nieðallagi. 1 Borgarfirði varð grasspretta f meðallagi. Túnasláttur byrjaði með byrjun júlí Heyin nýttust mjög vel og urðu mikil og góð. Sama er sagt fir Dölunum, þótt minna væri látið yfir grasvexti þar. Á Vestfjörðum urðu heyföng meiri en í meðallagi, þótt seint sprytti þar, eins og annarstaðar. Við ísafjarðardjúp byrjaði sláttur ekki fyr en eftir miðjan júlí. Norðanlands varð grasspretta í rýrara lagi, nýting sæmileg. Ileyföng í minna meðallagi. Á Austurlandi seinsprottið. Hey skapartíðin góð og heyafli því í meðallagi. í Vestur-Skaftafellssýslu gerði grasmaðkur mikið tjón, einkum í efri sveitunum. Á nokkrum jörð- um eyðilagði hann nær alt gras- lendi, tún, engjar og úthaga. Iley- skapur byrjaði þar alment með siðasta móti. Síðari hluta slátt- arins hröktust hey og ónýttust sumstaðar. Heyin urðu með allra rainsta móti og sumstaðar mjög hrakin. Urðu því margir að fækka fénaði meir en venjulegt er, eink- um kúm og lömbum. GARDRÆKT. Sunnanlands spruttu garðávext- ir betur en í meðallagi, annarsstað ar er spretta þeirra talin mcð rýr- ara móti. 1 Eyjafirði spruttu kartöflur mjög illa, og lítið var um rófna- uppskeru. Blóm spruttu seint í görðum, en héldust langt fram á haust. Úr Mýrdalnum er þess getið, að allmargir bændur hafi fengið 15— 30 tunnur af kartöflum og sumir meira. Úr Rangárvallasýslu er getið um 6 punda gulrófu, og að ekki hafi það verið ótítt að 12 pd. af kartöflum hafi fengist undan j einu “grasi”.— Auðvitað er það eitt af því ómögulega, að uppsker- an geti orðið svo mikil til jafnað- ar, en gæti hún orðið það, yrði uppskeran úr görðunum helmingi meiri en þar sem hún nú er mest. ■ FENADARHÖLD. pau voru í bezta iagi alstaðar um land, nema í 'Austur-Skaffa- fellssýslu og suðurhluta Suður- Múlasýslu. Skepnur gengu vel fram, enda næg hey, af því vetur var svo léttur. Lambadauði eigi teljandi. Bráðapestin varð ekki aö tjóni vegna bólusetningarinnar pess er getið úr Rangárvallasýslu að bráðapest hafi orðið ail-skæð hjá þeim fáu, sem ekki bólusettu. Sunnan og austan á landinu gerði skitupest i sauðfé talsvert. tjón. pess er getið úr Breiðdal og Hornafirði. Um þetta atriði skrifar porleifur Jónsson á Ilólum svo látandi. “Haustið 1914 var fé með rýr- ara móti, en liey voru mikil að vöxtum, en meira og minna hrak- og ornuð að mun. Fé var tekið um sama leyti og vant var, en strax á þorra fór að bera allmikið á skitupest, einkum í lömbum, og þegar á góu fór að bera á hinu sama í ár, ásamt, afleysi og fleiri kvillum. Síðla á góu fór fé að drepast frá nægum heyjiun, og hélzt það alt á sumar fram. Varð þess þá fljótt vart, að féð var fult af lungnaormum ásamt garna-orm- um. Úr þessum voðasjúkdómum drapst fjöldi fénaðar hér í sýslu. Eftir því sem næst verður komist hygg eg, að farið hafi ekki færri en 3,000 fjár yfir Austur-Skafta- fellssýslu. Mest ær, nokkuð af gemlingum og öðru ungfé geldu. Mestur varð fellirinn í Lóni og Nesjum. Sumstaðar um 100 á bæ og enn meira á stöku staðö Skárst varð afkoman á vel höldnu beitar- fé. Ilér á Hólum er útigangur góður. En laust fyrir miðjan vet- ur var farið að gefa ám ákaflega vel með beit, gott hey, og látnar liggja við opið; voru þær þá á beit hvenær sem þær vildu, með því beitarhúsin eru í miðjum högum. pær fengu ágætan bata, og í þær kom engin pest. Aftur voru hér heima á túni 50 ær, sem var gefið inni að mestu, ekki látnar út nema þegar bezt og blíðast var, og ald- ar eftir föngum, en samt fengu 10 af þeim pestina, og fóru 6 af þeim. Að öðru leyt.i slapp þessi bær, nema í júlímánuði fóru 2 eða 3 ær sem þó höfðu fætt vel lömb og gengið vel úr ullu. — Yfir höfuð virtist vel haldið beitarfé sleppa bezt. — Margra ráða var leitað gegn pestinni, sérstaklega var tób- ak notað allmikið, en litil sem eng- in áhrif virtist það hafa.” AFLABRÖGD. petta ár var mesta góðæri fyrir þá, er sjóinn stunduðu; fór þá hvorttveggja saman, mikill afli og ódæma hátt verð á sjávarafurðum SÍIdarafli var mestur við Eyja- fjörð og Siglufjörð. 1 ágústmán- uði kom óminnilegt hafsíldar- hlaup inn í ísafjarðardjúp, og var hún veidd bæði í kastnætur inni á fjörðum og reknætur í Djúpinu. Botnvörpungum og móturbát- um fjölgaði nokkuð. Róðrarbátum hefir heldur fækk- að síðari árin, en þar sem þeir gengu til veiða hér syðra, öfluðu þeir vel. pað er sjaldgæft að róðrar séu stundaðir við Lar.d- eyjasand, en í þetta sinn varð þó talinn talsverður styrkur að því, hundrað í hlut af fiski á vetrar- vcrtíð. Yið Dyrhóla og í Reyt.- ishverfi var lítill afli; nokkru meiri var hann í Vík, einkuru í neL Fengu þeir, sem bezt fiskuðu, hátt á annað hundrað í hlut af fiski á vetrarvertíð. Á Hornafirði og næstu fjörð- um þar norður af aflaðist lítið, mest vegna gæftaleysis. VERZLUN. Allar afurðir lands ’ og sjávar voru í geipiverði. Kjötverðið var almennast 96 aura kg., hvít voru kr. 4.50, gærur 1 kr. til 1,20, smjör kr. 1,60 til 1,70. Væn- ir dilkar gerðu nálægt 20 kr. Sauðir frá Brú á Jökuldal lögðu sig á 50 kr. 1 Árnessýslu og Borg- arfirði var verð á ám um vorið 22 —25 kr.; í Dalasýslu 30—36 kr. Dæmi fundust til hærra vcrðs bæði í þessum sýslum og eins norður undan, í Húnavatns og Skagafjarðar sýsium. Kýr voru seldar á 150—200 kr. og jafnvel hærra hér í Reykjavík. Mark- aðsverð á hrossum 160—200 kr. Áburðarhross seldust manna á milli á 180—230 kr. Verð á þurkuðum saltfiski var' hér í Reykjavík: nr. 1 kr. 108— 123 og nr. 2 kr. 90—112 skip- pundið. Útlend vara öll var einnig í háu verði, en þó var munurinn meiri á innlendu vöruverði við það sem tíðkst hefir áður. Árið má heita veltiár hjá öllum framleiðendum, og er því hagur þeirra með bezta móti. Öðru máli er að gegna með alla þá, er lifa á vinnulaunum sínum, svo sem embættismenn og daglaunamenn; dýrtíðin kemur auðvitað þyngst niður á þeim. -—Einar Helgason. FJÁRMÁL. Bylt.ingar í alþjóðaviðskiftum Hinir miklu tímar, sem við lif- um á, hafa í för með sér byltingar í lífi þjóðanna, meiri og víðtæk- ari en sögur fara af. Fæðing nýja tímans gengur ekki þrauta- laust. Ný verkefni og nýjar lausnir koma fram án afláts á öllum sviðum í báráttu þeirri, sem háð er á bak við tjöldin. Óhætt mun vera að segja, að sem stendur vekja mesta athygli byltingarnar í viðskiftalífi þjóðanna út á við. Eg vil hér sýna hvernig þær eru i aðaldráttunum. Fyrst verð eg að skýra frá hvernig viðskiftin við útlönd fara fram og hverju lögmáli þau lúta. 1. pegar íbúar einhvers lands eiga viðskifti við útlenlinga, þá kemur að því, að þeir skulda hver- ir öðrum peninga, hvort heldur það er vegna vöruverzlunar, eða það eru vextir af lánum, tekjur af fé, sem menn eiga í öðrum lönd- um, greiðslur fyrir póstsendingar, símskeyti, umboðslaun, farmgjald, ferðakostnaður í öðrum löndum o. fl. pví nær hvort öðru sem löndin liggja, því meiri og fjöl- breyttari eru viðskiftin að jafn- aði. Sá hluti .viðskiftanna, sem á að gjaldast innan skamms tíma nefnist greiðsluviðskifti dandsin^ við útlÖJid. Kröfur þær, sein upp koma á báða bóga vegna þessara við- skifta, eru vanalega ekki greiddar ■ með peningum, heldur með víxl. | um. Menn spara sem sé á þann i hátt kostnaðinn við að senda pen- j ingana til litlanda, og geta enn j fremur oft fengið gjaldfrest gegn því að senda víxil. parsem vixlar, sem eiga að greiðast í öðrum lönd- um en þeim, sem viðtakandi vix- ilsins á heima í, verða að vera áreiðanlegir og líkir hverir öðj’um, þá er hægt að nota þá sem gjald- míðil. Enskur kaupmaður, sem á inhi hjá amerískum kaupmanni, getur t. d. gefið út víxil á hann og jselt víxilinn í Englandi einhverj- um landa sínum, sem skuldar Am- eríkumanni, og getur kaupandinn síðan greitt skuldina, með því að i senda víxilinn til Ameríku til inn- | heimtu. Aftur á móti getur am- erískur skuldheimtumaður gefið út víxil á enskan skuldunaut og selt ameiúskum skuldunaut víxil- j inn. Eins getur skuldunautur gefið út víxil á sjálfan sig og sent i skuldheimtumanni sínum í öðru landi víxilinn, og hann getur svo goldigð öðrum sínar skuldir með víxlinum. Notkun víxilsins hefir komið þvi til leiðar, að tvær milli- landagreiðslur eru orðnar að tveimur innanlandsgreiðslum. Vanalega er ekki heppilegt fyr- ir kaupmenn, sem skulda í útlönd- jum, að þurfa að leita til annara kaupmanna, sem eiga inni í út- jlöndum, til að kaupa víxla, því að jerfitt mundi vera að fi'nna vixla, sem giltu jafnháa upphæð eins og kaupmaðurinn þyrfti með. Menn nota því oftast bankana sem milli- liði og kaupa víxla hjá þeim á móti kaupir bankinn víxla á út- j lendinga af þeim, sem eiga þá. i Meginþorri skulda þeirra, sem. ilandið á að greiða útlöndum inn- ! an skamms tíma, liggur því í bönk- j unum í víxlum, sein stundum eiga jað greiðast við sýningu, stundum eftir ákveðinn tima. a. Fyrst athuga eg víxla j greiðanlega við sýningu. Verð ; það, sem kaupandi víxils á útlönd ; verður að greiða, nefnist gang- jverð víxilsins. Ef skuldir land- aiyíia hvors til annars væru alt af i jafnháar, þ. e. a. s. jafnhá upphæð j | greiðanleg í sömu mynt á sama tíma, þá mundi tilboð og eftir- j spurn eftir víxlunum vera jafn- mikil í báðum löndunum, og verð- ið vrði þá altaf jafnhátt, gang-1 verð víxilsins væri ákvæðisverð, hlutfalli milli myntfóta landannaó Ákvæðisverð á einu pundi sterl- ing er t. d. á Norðurlönödum 18 kr. 16 aur. En nú eru skuldidn- ar vanalega misjafnlega miklar á ýmsum tímum, eftir því hvern- ig viðskiftin falla. pegar heima- landið á mikið inni hjá fitlöndum, eru miklar víxilupphæðir til sölu á markaðinum, en eftirspurnin eftir víxlum á útlönd lítil'; verðið á útlendum víxlum fellur. Ef heimalandið skuldar xitlöndum mikið, þá er mikil eftirspurn eftir víxlum á útlönd, en tilboðið lítið, verðið á þeim hækkar. Tilboð og eftirspurn ákveður því víxil- gangverðið, en vanalega dæma bankarnir um, hvernig víxilmark- aðurinn sé og hve hátt verðið eigi að vera. Orsökin til verðbreyt- inganna er fyrst og fremst skulda- viðskifti landsins við útlönd um skamman tíma, greiðsluviðskiftin, og víxilgangverðið er því eins konar veðurmælir, sem sýnir ástand þeirra. Að jafnaði er þó einungis ákveðið svifrúm fyrir verðbreyt- ingar á víxlum, sem eiga að greið- ast við sýningu. pegar víxil- gangverðið er orðið mjög hátt, þá svarar sem sé betur kostnaði að senda gull t-il útlanda heldur en að kaupa svo dýra víxla. Yerð á víxlum þar sem rétt aðeins munar kostnaði að senda gull til út- landa, nefnist efri gulldepill, og e* i hann að jafnaði um 18 kr. 24 aur. fyrir pund sterl- ing í Kaupmannahöfn. pessir 8 aurar auk ákvæðisverðs, svara því til kostnaðarins við að senda gull- búta til Englands og láta mynta þá þar í enska mynt. Aftur á móti getur víxilgangverðið orðið svo lágt,, að svari kostnaði fyrir eiganda víxilsins að senda hann til Englands til innheimtu og flytja gullið til heimalandsins, í staðinn fyrir að selja víxilinn svo lágu verði. pá er gangverð víxilsins komið að neðra gulldepli, sem er t. d. að jafnaði 18 kr. 07 aur. fyrir ] und sterling í Kaupmannahöfn. pessi 9 aura frá dráttur frá á- kvæðisverði svarar þá til kostnað- &r ■ s við að Ly:tiii gull frá t.ng- landi og láta mynra það í Dan- mörku. Vanalega sjá bankarhir um gullsendingar ef þá þarf að halda, en oftast hafa þeir, ef unt er, heldur önnur ráð, sem síðar verður getið um.—Víxlar, greið- anlegir við sýningu, skýra frá hvort greiðsluviðskifti landsins séu því í hag eða ekki. b.—Mikill hlut-i af vixlum þeim sem notaðir eru í greiðslum til út- landa eru þó ekki greiðanlegir við sýningu, heldur eftir einhvern tíma. pegar ákveða á verð þeiiva þá verður að taka tillit til vaxt- anna í því landi, þar sem vixillinn á að greiðast. Menn geta sem sé ekki selt þá þar þegar í stað, nema að frá víxilverðinu verði dregnir vextir til gjalddaga víxilsins, for- vextir, og ef þeir eru háir í land- inu, þá er affallið á víxlunum mik- ið, gangverðið lækkar á löngum víxlum. Einnig er hér tekið meira tillit til en á stuttúm víxl- um, hvort nöfnin á víxlunum eru áreiðanleg og hvort landið, þar sem víxillinn á að greiðast, hafi gott lánstraust. Gangverð á löng- um víxlum fellur þó ekki að jafn- aði niður fyrir gangverð á stutt- um víxlum að frádregnum for- vöxtuin. pegar víxilgangverðið á útlönd hækkar, þá er það til hagnaðar fyrir þá, sem flyt-ja út vörur; þeir fá hærra verð fyrir víxla þá, sem þeir fá frá út-lendum kaupendum. pegar víxilgangverðið lækkar, þá er það hagnaður fyrir þá, sem kaupa vörur frá útlöndum; þeir fá ódýrari víxla til að greiða skuld- ina með. Víxilgangverðið gefur bendingu um að auka útflutning eða innflutning þangað til jafn- vægi kemst á. Einnlg stefnir að því, að vöruvérð lækki í heima- landinu, ef mikið hefir verið flutt inn, og hækki ef innflutningur hefir verið lítill, og er hér einnig bénding um að breyta stefnu greiðsluviðskiftanna. 2.—Víxilgangverðið fer samt ekki eingöngu eftir greiðsluvið- skiftunum, heldur einni^ eftir því hvort lánsmiðill landsins hefir lækkað í verði í samanburði við gull, en gildi peninganna í út- löndum sé jafnt sem fyr, eða ekki. Verð á öllu í landinu (verðlagið, Prisniveauet) er sem sé komið undir því, hve mikið er í landinu af gulli, seðlum og öðrum láns- miðli. Ef nú er gefið út of mikið af seðlum eða veitt of mikið láns- traust, þá eykst kaupmagnið án þess að vöruinagnið í landinu hafi aukist, verð á vörum hækkar og peningarnir falla í verði. Ef §>en- ingarnii] hafa ekki fallið í vcrði í útlöndum, þá innleysa menn seðla heimalandsins og fá gull fyrir, sem þeir svo senda til útlanda þar sem það er meira virði. Heima- landið tæmist því af gulli, bank- arnir hætta að geta leyst inn seðl- ana og nú bjóða menn meira verð fyrir gull en seðla. pegar gullið er horfið út úr landinu, eru engin takmörk fyrir gangverðsbreyting- um á útlendum víxlum, gulldepl- arnir eru horfnir. pegar orsökin til lágs víxilgangverðs á heima- landið er sú, að það skuldar út- löndum, þá græða útlendingar á víxilgangverðinu í viðskiftum vegna þess að kaupmagn peninga heimalandsins er óskert. En þeg- ar verðfall peninganna í heima- landinu er orsökin, þá græða hvorki útlendingar né tapa á lágu víxilverði vegna þess, að þó að þeir fái meiri upphæð í peningum heimalandsins fyrir vörur sínar, þá eru peningar þess því minna virði. Aftur á móti geta auðvitað þeir, sem eru hepnir, grætt á breyting- unum á Víxilgangverðinu, jafnt þegar um er að kenna verðfalli peninganna, eins og þegar orsokin er óhagstæð greiðsluviðskifti landsins. Ef maður semur t.d. um kaup á togara í pýzkalandi fyrir 250,000 mörk þegar markið er 85 aura virði, þá svarar það til 212,- 500 króna. Ef markið er nú fall- ið á gjalddaga niður í 75 aura, þá á maðurinn ekki að greiða meira en 187,500 krónur, þ.e.a.s. hann hefir grætt 25,000 krónur á verð- faliinu. En ef markið hefði stig- ið í verði, þá hefði maðurinn aftur á móti tapað. Viðskiftin eru því orðin miklu áhættumeiri vegna breytinganna í víxlagangverðinu. Lönd, sem eru á þeirri hálu braut, að hafa gefið út of mikið af seðl- um eða veitt of mikið lánstraust, skulda vanalega öðrum löndum mikið fé, og þar sem ekkert land getur skuldað öðrum löndum miklar fúlgar til lengdar, þá kem- sem hægt er að nota, ef landið á ur fyr eða síðar að því eina ráði. ekki að verða gjaldþrota, t. d. á þann hátt, að lögákveða minna verð í peningum en fyr, að auka útflutning og minka neyzluna í landinu, hve erfitt sem það kann að verða. Einnig getur hent, að bæði láns- miðill og gull falli í verði í sam- anburði við vörur, ef framleiðsl- an í heiminum hefir minkað að mun. pað hefir því aðeins áhrif á víxilgangverðið, að framleiðslu- tapið lendi misjafnlega þungt á löndunum. 3.—Ýms ráð eru til að hafa á- hrif á greiðsluviðskiftin og víxl- gangverðið, og má sérstaklega néfna breytingu á vöxtunum í landinu, sérstaklega forvöxtunum víxlapólitík og . lán í útlöndum. Bankarnir, sem eru drotnar at- vinnulífsins, eiga að gera þessar ráðst.afanir. pví betur stæðir sem bankarnir eru, þess meiri áhrif geta þeir haft á greiðsluviðskiftin og þar með á alt atvinnulíf þjóð- arinnar. Einkum verður þetta h/utverk seðlabanka landsins, og því öflugri sem hann er, þess meiri áhrif getur hann haft í þessu. efni. Ef forvextirnir eru hækkaðir, Verður arðvænlegra fyrir útlend- inga að kaupa langa víxla á land- ið, því að þeir falla fyrst í verði og gefa þessvegna hærri vexti ef menn eiga þá þangað til gjalddagi er kominn. Eftirspurnin eftir löngum víxlum á heimalandið eykst og þeir hækka í verði. Vegna x forvaxtahækkunarinnar verða peningar dýrari í heima- landinu og menn minka innflutn- ing frá útlöndum. Víxlir á útlönd falla því í verði vegna mlnnl eítir- spurnar. Ef forvextirnir era lækkaðir, mundi það hafa gagn- stæð áhrif, lækka víxilgangverðið á heimalandið, hækka víxilgang- verð á útlönd. Bankarnir eiga vanalega inni í hlaupareikningi hjá útlenduTn bönkum, og þegar þeir selja vixla á útlönd, gefa þeir vanalega út víxil á þessa inneign. Ef þeir kaupa víxla, sem greiðast eiga í útlöndum, Iát,a þeir vanalegs. greiða víxilupphæðina inn til við- skiftabanka síns í út.löndum. peg- ar skuldir til út.landa eru miklar, eru því þessar inneignir miklar. Ef á þarf að halda, geta bankarnir þá fengið um hríð að gefa út vixla. á útlendu bankana, þó að þeir eigi þar ekki inneignir. Á þenna hátt geta' bankarnir komið á jafnvægl um hríð milli tilboðs og eftirspurn- ar eftir víxlum á útlönd. Einnig er hægt að lækka víxfl- gangverð á útlönd um hríð með því að fá lán í útlöndum. pá evkst víxilfúlgan á útlönd. Ef víxilgangverð á útlönd er hátt til lengdar, er eina ráðið vi$ því, að auka útflutning og minka neyzluna í landinu. 4,—Víxilmarkaðurinn er orðius alþjóðlegur vegna símanna og gufuskipaferðanna. Ef eitthvert land skuldar öðru landi fé, en k inni í þriðja landinu, þá eru skuld- irnar á milli landanna jafnaðar þannig, að landið greiðir skuld- heimtulandinu skuldina með vixl- urn á skuldnautslandið (arbitr- age). England hefir verið drotn- andi á víxla- eða peningamarkað- inum. Sökum þess að England hefir verzlað við öll lönd, hefir það haft skuldaviðskifti við öIS lönd og víxlaviðskifti. Víxiar þessir eru viðurkendir af enskurn bönkum og verzlunarhúsum, sem þekt eru um allan heim og þykja. því mjög öruggir. Englending&r hafa ætíð heimtað, að viðskifta- menn þeirra gæfu út víxla á pund sterling greiðanleg í EnglandL England hefir þess vegna orðið að peningamiðstöð og skuldajöfn- unarstað heimsins og sterlingsvíx- illinn að alheimsgjaldmiðli. Á síðustu árunum fyrir ófriðinn fórm þó bæði markvíxillinn og frankat- víxillinn að koma fram i peninga- viðskiftum heimsins í Suðuramer- íku- og Litlu-Asíu, og var það ehm af liðunum í samkepni pýzkaláiids og Frakklands við England rni heimsverzlunina. Eftir að hafa skýrt frá venju- legum gangi heimsviðskiftanna mun eg skýra frá áhrifum þeim, sem ófriðurinn hefir haft á þessw sviði. (Framhald) HEYRID GÓDU FRÉTTIRNAR. Enginn heyrnarlaus þarf að örvænta hver- su margt sem J>ú hefir reynt og hversu marg- ra sem þú hefir leitað árangurslaust. þá er enginn ástæða fyrir þig til írvæntingar. The Megga-Ear-Phono hefir oft gert krafta- verk þegar þeir hafa átt í hlut sem heyrn- arlausir voru og allir töldu ólæknandi. Hvernig sem heyrnarleysi þitt en á hvaða aldri sem þú ert og hvers* oft sem lækning hefir mistekist á þér, þá verður hanh þér að liði. Sendu tai- arlaust eftir bæklingi með myndiun. Umboðssalar í Canada: ALVIN SALES CO., DEPT. 24 P. O. Box 5S, Winnipeg, Man. Verð í Canada $12,50; póstgjald fcorg- að af oss. MEGA-F' PHONi: i . i KYRD. ó hví er alt svo kyrt í kvöld, Ei kvakar fugl á gTein. Og enginn vittdblær vendir sér, A vegi um loftin hrein. Og þögul nótt Svo þýðrótt, Nú þaggar hljóma dags. Nú bærist ekkert eikar lauf Og ekkert vorsins blóm. Og enginn flýgur fuglinn smár Með fjaðraþytsins óm. Nú dvínar ljós Og drúpir rós, Og daggar hrynja tár. En þessi húmi klædda kyrð Hún kveður huliðs mál. Er andar Ijúft í hjarta og hug, Og heillar þreytta sál. Og gegnum rögn / Og grafar þögn pað gefur kraft og líf. Bergthór Emil Johnson

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.