Voröld - 25.06.1918, Qupperneq 3
'Wínnipeg, 25. júní, 1918.
VORÖLD
Bls. 3
f
32x4 FISK qpf T-* T-n
Non - Skid l|KLb
BREEN MOTOR CO., LTD.
704 Broadway Sími Sherbr. 657
KENNARA VANTAR
fyrir Lowland skóla, No. 1684,
frá 20. ágúst til 20. desember,
1918, umsækjendnr verða að hafa
annars eða þrið.ja stigs kennara
leyfi og tiltaka kaup sem óskað er
eftir.
B. Olafson, Sec.-Trea.
21— Vidir P.O., Man.
HÚS TIL SÖLU
Á Kildonan Avenue rétt lijá
Scotia Str. er til sölu, 9 herbergja
hús, 2% lyft Harðviðargólf stein-
grunnur,full stærð, 80 tunna
vatnsgeymir, hitunarvél og raf-
magnshlóðir, stór matarskápur,
innvíraðar svalir 30 fet, nálgt
ánni, skóla og fegursta skemti-
garði borgarinnar; 100 fet lóð
með fallegum trjám, góðum garði;
íúfreiðaskáli; fjós og hænsahús.
Verð $7,ó00; skuld á eigninni
$2,500. Skilmálar: $500^ út í
liönd og sanngjarn tími á það
sem eftir er. petta hús er vel
bygt og hlýtt. Komið getur til
mála að taka eign upp í nokkum
hluta af fyrstu borgun, eða skuld-
laust land sem væri í góðu lagi;
með skepnum eða án þeirra, í
skiftum fyrir eignina.
HTJÖH RENNIE
902 Confederation Life Building
Winnipeg.
FYR OG NU
(J. F. ÍSDAL pÝDDI).
FRAMHALD
“Já, og það mjög svo hjartanlegur barn-
dómsvinur,” svaraði Gústav Stein, nokkuð
hvasslega, sem að María hafði aldrei heyrt
fyr, og einnig undraði hún sig á þeim stirð-
leik sem hann heilsaði þessum unga sjómanni
með.
Að svo mæltu stakk María upp á því að
Aage skyldi fara inn og heilsa móður sinni,
sem mundi verða himin glöð að sjá hann.
Ilún varð þai'f líka, en það vildi ekki
ganga sem æskilegast með samræðar, enda
þótt þau hefðu ekki sést í hálft ár. Aage svar-
aði býsna stutt öllum spurningum viðvíkjandi
sjóferðum sínum og spurði ekki mikið; en
horfði með sínum dökku augum býsna stöðugt
og fast á Maríu, sem í mesta máta var henni
til ama.
þegar liðinn var um einn klukkutími án
þess að Gústav Stein gæfi sig fram, fór Aage,
en þegar þau komu að garðshliðinu sagði
hann: “María, þú getur þó vona eg ,með
glöðu geði, fylgt mér dálítið á veg eins og í
gamla daga. ”
“þá vorum við börn,” svaraði María, “og
tími okkar ekki svo takmarkaður. Nú verð
eg víst að fara inn og lijálpa móður minni.”
“Ó,” svaraði móðir hennar, “í einn hálf-
an tíma get ég sjálfsagt verið án þín; farðu
með Johnsen spöl korn.”
María hlýddi, en þó nauðug, jafnvel þó
hún sjálf vissi ekki hversvegna, og ekki held-
ur hversvegna það var svo örðugt að fá um-
talsefni.
HEYRID GÖDU FRÉTTIRNAR.
Eng-inn heymarlaus
}>arí að örvænta hver-
su margt sem þú hefir
reynt og hversu marg-
ra sem þú hefir leitað
árangurslaust, þá er
enginn ástæða fyrir
þig til írvæntingar.
The Megga-Ear-Phone
hefir oft gert krafta-
verk þegar þeir hafa
átt í hlut sem heym-
arlausir voru og allir MEGA-EAR-
töltiu ólæknandi. PHONC
Hvernig sem heyrnarleysi þitt er;
á hvaða alöri sem þú ert og hversu
oft sem lækning hefir mistekíst á þér,
þá rerður hann þér aS liði. Sendu taf-
arlaust eftir bæklingi með nayndam.
Umbotssalar f Canada:
ALVIN SALES CO., DEPT. 24
P. O. B»x S6, Winnipeg, Man.
Ver6 í Canada $12.50; péstgjairi berg-
að af os«.
BÚJÖRD TIL SÖLU
Einn landsfjórðungur til sölu
nálægt Lundar í Manitoba. Land-
ið er inngirt. Uppsprettulind ná-
lægt einu horninu. Yerð $2,400.
Landið er S. W. qr. 10, 20, 4 W.
prineipal meridian.
Héraðið umhverfis Lundar er
ágætt gripaland, og einnig til yrk-
ingar. Gott vatn. Landið yfir
höfuð slétt með miklu af góðum
oldiviðarskógi (poplar).
Skilmálar: $500 út í hönd.
Sanngjarn tími á það sem eftir
stendur.
Snúið yður til auglýsendans að
902 Confederation Life Building,
Winnipeg.
‘P0WDRPAINT’
Nýtt mál til notkunar inni og
úti fyrir minna en hálfvirði af
olíumáli, og endist helmingi lengur.
Auðvelt að bianda það með vatni.
það gjörir harða húð líka sementi.
Sérstaklega hentugt til þess að
mála með húsveggji að innan, því
auðvelt er að þvo þá á eftir. Skrif-
ið eftir lita prufum og verði. Skrif-
ið einnig ef þér þurfið við sement,
j plastur eða línsterkju. Einnig
: vagnhlöss af salti.
j McCollum Lbr. & Supply Co.
MERCHANTS BANK, WINNIPEG
V---------------------
I SKIFTUM
320 ekrur af landi; 70 ekrur
Tæktaðar; umgirt; fjörgra her-
bergja hús, $1,500 virði. Yerð
$20 ekran; 50 mílur frá Winni-
peg.
110 ekrur af landi; 50 ekrur
nektaðar , gott fjós; 15 mílur frá
Winnipcg; skuldlaust. Verð
$50 ekran.
Tek aðrar eignir í skiftum, ef
þær eru í Winnipeg. Hef einnig
^lmikið af bújörðum með allri
áhöfn, sem ég get látið í skiftum
tynr góðar eignir ef saman kem-
ur.
W. L. King
208 Mclntyre Block, Winnipeg
Alt í einu stanzaði Johnsen og sagði í svo
undarlega titrandi málróm: “María, hvað
er á milli þín og þessa ókunna málara? 1 guðs-
bænum svaraði mér hreinskilnislega. ”
það var eins og hjartað í Maríu stöðvað-
ist og alt blóðið færi fossandi fyrir eyrum
hennar. “Hvað er á milli okkar? Hvað
skyldi það svo sem vera? Auðvitað ekkert. ”
En röddin var hikandi, og augu hennar þorðu
ekki að mæta augum hans.
“Guð gefi, að ég megi trúa þér María, ”
svaraði hann lágt. “En hversvegna horfðir
þú svona á hann? Hversvegna líður móðir
þín þér að vera einni með svoddan Kaup-
mannahafnar spjátrungi, sem þið þekkið ekki
mikið til ?”
Meira gat Aage ekki sagt. María snéri
sér gegn honum með leiftrandi augum og
sagði ákefðarlega: “Hvernig þorir þú að
leggja dóm á nokkra manneskju sem þú hefir
naumast séð ? Hann spjátrungur1? Nei, þar
hefir þú hann algjörlega fyrir rangri sök.
Maður með svo frábærlega háleitum hugsun-
nm og mikilvægum áhuga á því sem er fágurt
og göfugt, mun ekki temja sér lítilsverðan
spjátrungshátt. Að þú getur talað svona,
sýnir aðeins, að þú kant ekki að meta há-
fleygar og göfugar lyndiseinkunnir. ”
Aage gékk um stund þegjandi; svo sagði
hann: “Eg bið fyrirgefningar, María, ef ég
hef sært þig. Eg hélt að okkar langi kunn-
ingsskapur mundi heimila mér, að tala svona,
og María, þú veizt ekki hversu mikið ég ann
þér, hversu mikið ég líð við að hugsa um, ef
þú kynnir að gefa einhverjum öðrum hjarta
þitt; Góða elsku, María, segðu mér þess-
vegna—. ’ ’
En María liafði þegar snúið við, og hélt
báðum höndum fyrir eyrum, og hljóp hart eins
og hind, eftir ofurlitlum götuslóða, sem lá
heim til hennar.
Aage horfði um stund á eftir henni, og
gékk svo með þungum skrefum og særðu
hjarta til bæjarins.
En á sama tíma ldjóp María, án þess að
stanza, þar til hún kom að ofurlitlum kjarr-
runna við hliðið á garðinum hennar; þar vildi
hún fela sig, og gráta sig út, áður en hún léti
nokkurn sjá sig’.-' En ó, hvað sér hún: á
torfbekk, sem hún hafði sjálf búið til um vor-
ið, situr há vera nokkur, í ljósleitum sumar-
klæðnaði, með stráhatt liggjandi við hliðina
á sér, svo að golan lék með hið langa, ofurlítið
hrokkna ljósa hár. Ilún vonar að geta laum-
ast ofurlítið til baka, án þess að veran tæki
eftir sér, en rétt í því víkur hann til höfðinu
ög er á sama augnabliki kominn að hlið henn-
ar.
það var rétt eins og hún ætti von á ein-
hverri hættu, því hún réttir hendurnar fram í
móti honum, rétt eins og hún ætlaði að hrinda
einhverju frá sér; en hann grýpur þær og
hnígur næstum niður fyrir henni, um leið og
hann segir alveg eins og Johnsen fyrir. lítilli
stundu síðan: “Fyrir guðs skuld, María, þú
elskar þó ekki þennan unga-sjómann?”
En varð þá svarið einnig hið sama? Nei,
það var diginlega ekkert svar, lieldur hristi
hún hið fagra höfuð, og horfði á hann ástúð-
lega með tárfullum augum. En Gústav
Stein hlýtur að hafa skilið það alt, því á næsta
augnabliki hélt hann hinni ungu stúlku fast
upp að sér, og straumur af brenn-heitum ást-
arorðum þrengdn sér inn í hin heilluðu eyru—
Auðvitað hafði hann um nokkurn tíma, fundið
það með sjálfum sér, að hann elskaði Maríu,
en hafði þó fastráðið það, að láta skynsemina
ráða og þagga niður ást sýna, þar til hann
yrði nokkuð eldri, og kringumstæður og fr*m-
tíðarhorfur, bygðar á traustari grundvelli;;
því enn þá var hann því miður býsna mikið
kominn upp á frændkonu sína, og vissi þar að
auki, að hún óskaði þess, að hann og Ilelen
dóttir hennar yrðu eitt. En nú kom afbryð-
issemin, eins og þungur straumnr, sem ruddi
öllum hinnm skynsömu ákvörðunum til hliðar,
og hann beið í skelfilegri geðshræringu eftir
því, að María kæmi til baka.—Hún hlustaði
með ósegjanlegri gleði á viðurkenningu haiis.
Einlæglega opnaði hún fyrir honum sitt unga
og saklausa hjarta og hlustaði hugfangin á
hans áköfu orð og loforð.
Ilversu lengi þau höfðu dvalið þannig,
sitjandi hvers í annars fangi þarna á litla torf-
bekknum, vissi hvorugt þeirra. En nú leit
María upp frá brjósti hans og' var kafrjóð í
framan, og sagði: “Ó, mamma, sem ekkert
veit enn þá um hamingju okkar! Yið skulum
strax fara inn og segja henni frá því—hún
niun verða svo glöð!”
En Gústav Stein sat enn þá kyr og togaði
hana niður á bekldnn aftur, og þegar hann sá
undrunarsvipinn á henni, sagði hann, og var
vandræðalegur: “‘Er það nú eiginlega nauð-
synlegt, elsku stúlkan mín, að við förum að
segja móður þinni það? Ég er því miður, ef
til vill ekki sjálfráður, og vildi helzt, áður
prófa frænku mína dálítið, áður en við kunn-
gjörum trúlofun okkar. Heldur þú það ekki
líka, að það muni vera enn þá unaðslegra,
þegar við ernm að eins tvö um þetta leyndar-
mál?”
“Já, látum aðra ekkert vita um það, en
móður mína skulum við að eins ekki leyna
því, ” svaraði María. “Og þar að anki
verður það ómögulegt að dylja hana þess; hún
mnn strax geta séð að ég hefi orðið fyrir ein-
hverju láni. Hngsaðu um hversu innilegt
trúnaðarband er á milli okkar. Ég hefí hing-
að til ekki dulið nokkurn hlut fyrir minni
elskulegu móður; og nú—nei, látum hana
undir eins verða aðnjótandi þessarar gleðí.”
Og María vann sigur í þessu máli; en
gleðin varð ekki eins mikil og hún hafði hugs-
að. Madama Brand hafði, að vísu, heilmik-
ið álit á Gústav Stein, en samt miklu meira á
Aage Johnsen; að minsta kosti skiklist henni
að hann mundi vera miklu fremur tilhlýðilegri
lífsfélagi fyrir Maríu. Hún hafði þar að
auki heyrt heilmikið um stolt og drotnunar-
girni hertogafrúar Wellers, og sá því fyrir
fram, hvílíka sorg og læging hennár elskaða
dóttir yrði kannske að líða, sem kona Gústav
Steins.
Svo að það kom strax ský á ástarhimin
elskendanna, og einkum hvíldi það yfir ennis-
svip Gústav Steins, þegar Madama Brand
skorinort heimtaði, að ef trúlofunin mætti
ekki opinberlega kunngerast, yrði Gústav
Stein, sem fljótlegast að yfirgefa hús þeirra.
Hann væri orðinn nokkurnveginn fyllilelga
frískur, hélt hún; það hefði frá því fyrsta ekki
verið talað um nema tveggja mánaða veru, og
uú væru þeir brátt liðnir. ”
María skyldi ekkert í hörku móður sinnar.
Hún grét og bað. Gústav reyndi líka, með
sinni auðugu sannfæringargáfu, en það dngði
ekki. Móðirin varðist í það ýtrasta öllum
fortölum og hélt fast við ákvörðun sína. Nú
kom líka bréf frá hershöfðingjafrúnni, að
hún væri komin til baka úr heimsóknarferð
sinni til Svíj?jóðar og langaði mjög mikið til
að sjá frænda sinn. Spurði hvort liann væri
ekki orðinn svo frískur, að hann bráðlega
gæti komið til baka? Sagði ennfremur, að það
væri gott, ef hann gæti í eigin persónu, komið
fram viðvíkjandi vísindastyrk þeim sem hann
væri að hugsa um að sækja um; hún hefði
þegar nokkuð greitt götu hans, og bæði vegna
listar hans og vegna heilsu hans, mundi það
sjálfsagt vera æskilegt, ef hann gæti eytt vet-
rinum í suðurlöndum.
Átta dögum eftir hina sæluríku stund, á
grasbekknum við kjarr runninn, rann upp
dagur sorgarinnar í hinú litla húsi í brekk-
unni; elskendurnir urðu að skilja! Og þó
hann ynni þess dýran eið að hann skyldi bráð-
lega aftur koma til baka, og’ láta allan heim-
inn vita um lán sitt og hamingju, þá streymdu
þó tárin óstöðvandi niður um vanga Maríu,
og Gústav Stein fann líka saggaþoku í augum
sínum, þegar hann í síðasta sinni, snéri sér við,
og veifaði kveðju til hinnar unaðslegu veru,
sem liann varð að yfirgefa.
það haustaði snenima þetta ár. Hinir
köldu vindar og regn, rifu ekki einungis
laufin af trjánum, heldur afklæddu líka hið
gamla, hrörlega hús, svo að vindurinn og
regnið pískraði inn um rifurnar og sprung-
urnar. Hin brúnu augu horfðu nú líka oft
nákvæmlega eftir hinum hlauta vegi, sem lá til
bæjarins, einkum á þeim tíma þegar von var
á póstinum. Og hann frði Maríu líka mörg
ástúðleg hréf, sem lýstu leiðindum og söknuði.
(FRAMHALD)
VERID SPARSAMIR.
Einkaleyfi í Canada, Bandaríkj-
ifm og Stórbretlandi.
Hermenn vorir og bandamanna
herinn þurfa á öllu því leðurlíki
að halda sem hægt er að fá;
haldið saman öllu leðurlíki og
aflið peninga sjálfum yður til
handa..Látið búa til hjólhringa
sem bæði eru öruggir fyrir sandi
vatni og sprynga ekki, úr tveim-
ur þeirra hjólhringja sem þér
hafið lagt niður.
HID NÝJA HJÓLHRINGA
VERK GAY’S
Vér saumum ekki hjólhringana, í þeim eru engin spor sem raknað
geti; vér setjum þá ekki saman með nöglum sem valdi ryfum er
sandur og vatn komist inn um. STYKKJAPLÖTUR GAY'S (sem
sýndar eru í myndinni) eru örugglega settar í áframhaldandi hring;
þær verja algerlega skemdun sem orsakast af steinum, djúpum skorn-
ingum eða krókum. Enginn hætta er á skemdun innri slöngunni vegna
þess að hún hitni á sumrinu; með því að hringarnir eru svo þéttir að
enginn núningur á sér stað. Allar upplýsingar í té látnar ef óskað er.
The Manitoba Gay Double
Tread Tire Co., Ltd.
134/2 HIGGINS AVENUE TALSTMI MAIN 2225
WINNIPEG, MAN.
T
TIRE SPECIALS !
Berið eftirfarandi verð saman við vanalegt |
verð.
Allar gj.rðir seldar með því skylirði að |
kaupandi megi skoða þær. Séu þr ekki |
eins og sagt hefir verið þá getið þér sent I
þær aftur á vom kostnað.
FORD AND CHEVROLET SIZES.
0x3% Sléttar ............... $15.50
30x3% Non-skid (bárótt) .........16.95
30x3V2 Með keðju bárum ..........17.95
2xx4
32x4
32x4
32x4
34x4
34x4
34x4
34x4
34x4
ALVEG SÉRSTAKT.
Með keðjubárum ________________________
Báróttar ______________________________
Goodrich Sáfety ........................... 30.50
“Traction Tread” ......................... 35.80
$29.50
„ 30.00
Sléttar, tilbúnar í Canada ...
Goodrich Safety ______________
Báróttar (Canada) ____________
Báróttar, með rauðri briggju
Q. D. Goodrich Cord ............
.29.00
34.85
39.50
39.75
54.00
34x4% S.S. Silvertown Cord __________________________$63.50 !
I
35x4% S.S. Fisk Non-skid .........
35x4J4 Q.D. Goodrich, sléttar ....
35x4^2 S.S. Nobhy og Allweather
35x41/2 S.S. Sléttar .............
37x5 S.S. Fisk sléttar
$48.75
.. 45.00
.. 53.60
.. 39.60
.. 54.75
f Breen MotorCo.Ltd. AwTN,fERoOADM^AY j
Upplýsingar fást á Bank of Toronto hjá Duns og Bradstreets.
TILKYNNING
I Dr. BASIL S. 0’GRADY
TANNLÆKNIR
hefir opnað nýja lækningastofu að
i
í
\ 405 1-2 Selkirk Avenue !
Í (Næstu dyr við Union bankann).
Dr. Basil S. O’Grady hefir öll nýustn og fullkoninustu f
2 tæki aðlútandi tannlækningum.
SERSTÖK KOSTABOD í EINN MÁNUD.
Hver sem kemur með þessa auglýsingu fær Einn Dollars
afslátt á hverju fimm dollara verki. 20 pró cent afsjáttur er
mikill sparnaður fyrir alla sem þurfa að láta gera við tennur
sínar.
Reynið mig áður en þið farið eitthvað annað og sparið 1
yður penxnga. |
GOTT VERK ÁBYRGST.
Viðtalstími frá 9 f.h. til 8.30 e.h.
0'«i»'<>'«B»(>'^V'<>'«H»-<>'^»-(>'W»()‘aa»(>-^M-0'a»0'«H».o-M».o-«MJi