Voröld - 25.06.1918, Page 4
Bls. 4
VORÖLD.
Winnipeg, 25. júní, 1918.
kemur út á hverjum þriðjudegi.
Útgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd.
Voröld og Sólöld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum
og á Islandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín.
Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocafe
Bldg. (gengið inn frá Langside Street)
Talsími Garry 42 52,
- ..........................................................-...- ■
Islenzkt þjóðerni.
Að því er þjóðerni vort snertir og viðhald íslenzkrar tungn
höfnm vér legið 1 dvala og aðgjörðaleysi að miklu leyti í nokkur
ár.
peir sem andstæðir eru viðhaldi tungu vorrar og vilja hverfa
með öllu, hafa unnið í hægð en með áhrifum og hinir hafa horft
á það mótmælalítið og baráttulaust að smá murkað væri lífið úr
þjóðerni voru og tungan skorin úr munni þess. Raddirnar sem
gjöreyða vilja verða fleiri og áhrifameiri eftir því sem árin líða, og
sá tími er í náhd að hinir fáu sönnu íslendingar standi saknandi
við gröf þjóðemis vors og tungu, sé ekkert aðhafst.
Einstöku rödd hefir heyrst sem hrópaði frá eyðimörk þjóð-
ernisdauðans og krafðist þess að eitthvað væri gert til líknar.
þessar raddir hafa flestar og oftast mætt daufum eyrum og
lítt hergmálað nema á stöku stað.
Vegna þess hve kaldir og kærulausir margir vorir leiðandi
manna hafa verið í þessu efni hefir sumum talsmönnum málsins
sárnað svo og gramist í geði að þeir hafa farið út í öfgar í hina
áttina og svo að segja vanrækt þá skyldu að læra til hlítar
enska tungu, sem þó vitanlega er, og ávalt hlýtur að vera það
málið sem hér er vopn vort og lífsmeðal í líkamlegum skilningi.
það er eðlilegt að eins andrík þjóð og Islendingar; eins mikil
bókmentaþjóð og hugsjóna eða hugdraumaþjóð þurfi til þess
langan tíma að sætta sig við og semja sig að þeim megin mæli-
kvarða lífs og líðunar sem hér gildir. Sá mælikvarði er sálar-
laus peningagræðgi; miskunar lítíl verzlunar barátta.
En þótt þessu sé þannig varið; þótt þeim sé vorkun sem
sortnar fyrir augum anda og sálar þegar þeir koma hingað frá
“Bragalindum og ljóðatúni,” frá “sögustóli og sagna altari,” þá
verður þess að gæta að ekki séu hér lagðar árar í bát bannig að
einungis sé hugsað um vort kæra feðramál þótt fagurt sé.
Vér verðum að vera skiftir í þessu á þann hátt að jafnframt
því sem vér leggjum alla nægilega og sanngjarna rækt við móður-
mál vort látum vér það aldrei spyrjast að vér ekki lærum sem
fyrst og sem bezt að beita því vopni sem hér er öllum lífsnauösyn
—ensku tungunni. I þeim skilningi ber að gjalda keisaranum
hvað keisarans er og guði hvað guðs er.
Guði vors lands—íslands—ber oss að gjalda skatt vorrar
djúpu virðingar og trygðar. Sá guð talar tungu feðra vorra og
honum eigum vér að geta flutt bænir og þakkargjörðir á því máli—
það er sá skattur sem vér skuldum honum.
En keisaranum (til þess að halda áfram biblíumálinu), guði
þess lands er vér höfum flutt til og helgað starf vort og líf og
framtíð barna vorra, honum eigum vér þann skatt að greiða að
svíkjast hvergi undan merkjum en vera trúir og dugandi “mála-
menn,” eins og Stephan G. Stephanson kemst að orði.
petta gengur mörgum. illa að skilja; sumir skilja það ekki að
vér getum haldið við tungu vorri ef vér leggjum fulla rækt við
enska málið; þeim finst það vera að sletta skarni í andlit móður
sinnar að semja sig að siðum þessa lands og þessarar þjóðar; þeir
vilja af engu vita nema íslenku og íslendingum. þessir meyn eru
auðvitað tiltölulega fáir, en þeir eru, því miður til. Hinir eru
miklu fleiri sem álíta það eins mikið brot á skyldum vorum við
þetta land að tala íslenzkt mál, eins og þegar kvæntur maður lítur
aðra konu en sína ástarauga. þeir vilja kasta íslenzka málinu
alveg eins og vér köstum íslenzka búningnum.
Báðir þessir öfga flokkar misskilja málið herfilega; þeir
skilja það ekki að fyrst og fremst er það ómögulegt að afklæðast
einu móðurmáli og þjóðareðli og íklæðast öðru svo að segja á
svipstundu, og þeir skilja það heldur ekki að bæði heill einstakl-
ingsins og heildarinnar krefst þess að þjóðin öll hafi sameiginlegt
mál og sameiginlega sál að svo miklu leyti sem við verður komið.
þeir sem meðalveginn vilja fara og læra sem bezt enskuna og
nota hana alstaðar þar sem hennar er virkilega þörf, en viðhalda
samt móðurmáli voru, eru taldir hvorki heilir né hálfir, hvorki
hráir né soðnir. Vér höfum heyrt þá stefnu nefnda “leðurblöku
stef nuna. ’ ’
þetta er illa farið; illa farið að vér skulum skiftast þannig í
tvo eða þ’já andstæða flokka um vort helgasla sameignarmál.
Vér lýsum því yf-ir óhikað og b) ygðunarlaust að vér erum
miðlunarmaður í þessu máli. Vér viijuoi halda við íslenzkri
tungu af fremsta megni, en játum það hreinskilnislega að vér
finnum á því marga erfiðlleika. Vér teljum það skyldu vor allra
að leggja til þann skerf er vér .getum hver fyrir sig er tefja megi
fyrir dauða þjóðernis vors og tungu. Vér segjum tefja fyrír;
vér efumst ekki um það að með tíð og tíma hverfi íslenzkt þjóð-
emi hér með öllu og íslenzkt orð heyrist hér ekki talað. En
hversu lengi vér getum tafið fyrir því er undir dugnaði vorum, á-
huga og samvinnu komið.
þegar vér hlustum á börn vor tala getur oss ekki blandast
hugur um það að 3—4 kynslóð hér frá á ekki mikið vald á máll
Snorra Sturlusonar.
En þótt einhver sé v«ikur—ef nokkur von er lífslengingar
tíl ávinnings, þá er sjálfsagt að leita lækninga. Lækningin hér
er tilraun til samvinnu og nú sjást þess anerki að verið er að reyna
að safna oss saman á þjóðemislegum grundveili.
Aðallega hefir Goodtemplarafélagið hafist þar handa í þetta
skifti. A. P. Jóhannsson bar þar upp tillögu sem samþykt var í
báðum stúkunum eftir einhuga tillögu frá sameiginlegri nefnd.
Voru það áskoranir til íslenzku kirkjudeildanna þriggja. þessi eru
aðalatriði áskoraninnar: Að félögin kjósi öll, hvort um sig, í
samvinnu við Goodtemplara einn mann eða fleiri, er myndi sam-
eiginlega nefnd til þess að finna framkvæmanlegar leiðir tungu
vorri til viðhalds. Að stofnaður sé íslenzkur unglingaskóli hér í
bænum; að komið sé á umferðakeenslu í íslenzku með launuðum
hæfum mönnum; að stofnað sé lestrarfélag er eigi aðsetur í lest-
rarsal með sem flestum íslenzkum bókum, blöðum og tímaritum.
Að íslenzku blöðin og tímaritin séu eggjuð til stöðugrar baráttu
fyrir tungu vorri. þet.ta eru aðal atriðin. þessi áskorun var
send til allra kirkjudeildanna og lá fyrir kirkjuþinginu.
þótt þjóðernismálið hafi átt formælendur fá í seinni tíð
hefir altaf verið einhver meðvitund um það að oss bæri skylda
till þess að sporna við broddunum. Flestir hafa, með sjálfum sér
að minsta kosti fundið til þess að vér legðumst í útlendings gröf
sem smán hlyti að hvíla yfir um aldur og æfi, ef vér gerðum ekkert
til þess að leita tungu vorri Og þjóðerni lækninga áður en það
væri um seinan.
Flestir munu þeir vera sem í hjarta sínu finna til þess að vér
hljótum með tíð og tíma að hverfa hér vestra og renna saman við
önnur þjóðbrot fyrir fult og alt í hinni miklu steypu. En samt
sem áður munu flestir telja það mögulegt að tefja fyrir þeirri
stund, og það finst mörgum vera skylda vor; út á það hlýtur
barátta vor að ganga héðan af í þessu máli. Undir dugnaði
vorum í því að tefja fyrir hvarfi ísíenzkrar tungu og slenzks
þjóðernis er það komið hversu lengi og hversu vel það má varð-
veitast vor á meðal.
þeir eru til hér sem svo eru ríkir af eðli hundsins—það er að
segja þegar trygðin er frá því skilin—að þeir vil ja nú þegar afsala
sér öllu íslenzku í hendur þeim óskapnaði og þeim graut sem hér
er nú sem stendur. Yér vitum það að þessi vor canadiska þjóð
er í fæðingu; hún verður að fæðast á eðlilegan hátt; ef hún á að
verða farsæl framtíðar þjóð þá verður hún að tileinka sér hin ýmsu
þjóðarbrot smám saman en ekki aflifa þau í upphafi, í því augna-
miði að skeyta þau sem nýdeyddar greinar sem bráðhvaddar liafa
orðið, á hið mikla tré sem hér er að vaxa; verði sú aðferðin höfð
er voði vís; þá kemur dauði í hinar einstöku þjóðgreinar sem
sýkt getur og jafnvel eyðilagt þroska og heilbrigði hinnar kom-
andi canadisku þjóðar.
1 þess stað þarf að leyfa hverri einstakri grein að venjast
smátt og smátt á loftslagið, jarðveginn og þroskaskilyrðin sem
hér eru fyrir hendi, en leyfa þeim jafnframt að njóta þeirra lífs-
skylirða er þau áður hafa vanist þannig að þau séu ekki skilin við
þau á svipstundu og visni svo upp og deyi í því umkringgi sem
þeim eru eyðimörk.
Til er dæmisaga er frá því segir að maður hafi veitt fisk og
látið hann á þurt land, haft hann þar stundarkorn, látið hann í vatn
aftur og skift þannig um að hafa hann á landi og í vatni á víxl
stutta stund í senn. Segir sagan að fiskurinn hafi vanist á land-
veruna smám saman og hafi eftir langan tíma kunnað betur við
sig á landi en í vatni.
Hvort þetta sé satt eða ekki um það látum vér menn dæma
sjálfa. En hitt er víst að það er lærdómsrík dæmisaga. Uppeldi
og venja verður annað eðli hverrar lifandi veru, og til þess þarf
langan tíma að venja af því sem rótgróið er.
pannig er það með þjóðernaskiftin. Vér getum ekki
afklæðst vorum íslenzka manni þjóðernislega og færst í annan.
Slíkt verður að gerast hægt og bítandi ef mögulegt er, og sá sem
hugsar sér að flá sig þannig lifandi, að kasta öllu íslenzku þegar
í stað hann verður að viðundri—á hvergi heima. pessa verða
þeir að gæta sem prédika gjöreyðingarstefnuna. Hins vegar verða
hinir sem ákafastir eru með þjóðerni voru að forðast öfgar.
peir mega ekki láta sér farnast eins og gömlu konunni heima
þegar hún heyrði að skaraxarfaldurinn ætti að leggjast niður:
“pó ég lifði í 100 ár í viðbót við þessi 70,” sagði hún, “þá dytti
mér aldrei í hug að verða sá svikari við siðu forfeðra minna, og
ættmæðra að ég bæri annan hátíða höfuðbúning en gamla
skautið.”-
Vér megum ekki telja það svik við forfeður vora og ættmæð-
ur þótt vér smám saman semjum oss að siðum þeirrar þjóðar sem
vér höfum flutt til og lærum þá tungu sem fyrst, er hér hlýtur að
skipa öndvegi.
Eitt atriði verðum vér að minnast á og það er heygulskapur
sá sem nú upp á síðkastið hefir hér rekið upp trjónuna. Ein-
stakir menn vor á meðal eru svo miklir ættlerar hinna fornu
Norðmanna að þeir bókstaflega þora ekki að láta á því bera að
þeir séu íslendingar; þeir þora ekki að tala íslenzku nema í hljóði.
peir segja það jafnvel og fara svo langt að það séu hrein og bein
landráð að kannast við þjóðerni sitt við íslendingadagshald. peir
hafa fallið svo lágt þjóðernislega og karakterslega að segja að vér
yrðum að þvo hendur vorar; sjá oss borgið og gæta þess að vér
yrðum ekki grunaðir um fastheldni við vort kæra feðramál.
pessir afneitendur feðra sinna láta sér þau orð um munn fara að
vér þurfum að þvo af oss tungu og þjóðareinkenni. Allir sannir
Islendingar gætu hrækt í andlit slíkra manna.
Oss hefir komið til hugar eitt atriði sem til þess gæti orðið
að efla þjóðernistilfinning vora, fræðslu og þekkingu á tungu
vorri og ást til ættlandíí vors og þjóðar. Eins og kunnugt er eiga
Goodtemplarar veglegt hús hér í Winnipeg; þeir hafa nú þegar
lokið starfi sínu—því mikla og göfuga starfi Innan fárra ára
verður um ekkert áfengi að ræða hér né annarstaðar.
Oss hefir komið til hugar sú uppástunga að þelr gefi hús sitt
til Vestur-íslendinga yfir höfuð með því skilyrði að stofnað verði
eitt allsherjar þjóðernisfélag í Vesturheimi með aðalstöð sína í
Winnipeg. Skyldi neðri salurinn til þess hafður að selja í honum
kaffi, ávexti, kalda og heita drykki og svo framvegis, við eins
lágu verði og unt væri. par sem allir íslendingar gætu átt at-
hvarf. pesskonar “klúbbar” eru til svo að segja meðal allra þjóða,
og reynast öflug tengitaug meðal samlanda, hvaðan sem eru. Hinn
salinn ætti að nota fyrir lestrarsal og bókasafn þar sem væru
flestar íslenzkar bækur og öll íslenzk blöð og tímarit. Auk þess
gætu þar farið fram fyrirlestrar og allskonar fræðsla er snerti
vora íslenzku þjóð, tungu, sögu, bókmentir og fleira.
Hugsið um þessa uppástungu.
ILLA FARID
Önnur grein er hér í blaðinu um tungu vora og þjóðerni. Var
hún skrifuð fyrir þremur dögum, en síðan hafa þau tíðiadi gérst
er fáir mundu hafa trúað.
Kirkjufélagið hefir safnað stórfé—tugum þúsunda dala á
meðal Islendinga hér vestra í því skyni að stofna íslenzkan skóla
og styðja að viðhaldi málsins. petta hafði verið lífstíðar draum-
ur séra Jóns Bjarnasonar; hann hafði barist fyrir því alla æfi, og
sá að síðustu skólann stofnaðan á deyjanda degi.
pótt margir væru honum andstæðir bæði í þessu máli og sum-
um öðrum þá er það víst að hann á heitan blett í hjörtum margra
í sambandi við baráttu hans fyrir skóla hugmyndinni. Og vísfc
er það að hann hefir lagst til hvíldar sælli og glaðari vegna þess
að málið var komið á þennan rekspö).
Nú höfðu heyrst raddir sem töldu nauðsyn á því að allir ís-
lendingar tæleju saman höndum tungu vorri til styrktar og ynnu
þannig í sömu átt og tilgangur skólans var. Séra Runólfur
Marteinsson, skólastjóri, og einn hinna ágætustu manna vór á
meðal hefir látið sér einkar ant um þetta.
Nefnd var kosin í Goodteemplara félaginu, eins og um er
getið á öðrum stað. Nefnd þessi eyddi til þess tveim dögum að
semja á\arp til kirkjudeildanna eins vinsamlegt og eins liðlegt og
hægt var um tilraunir til samvinnu tungu vorri til viðhalds. Var
sú tillaga samþykt af báðum stúkunum sem mynda eitt allra fjöl-
mennasta félag vor á meðal.
í næsta blaði verður ávarpið birt í heilu líki til þess að öllum
gefist kostur á að sjá það, ræða það og athuga.
Áður hafði verið farið fram á það, heima hjá Árna Eggerts-
syni, fyrir tveim árum að mynda allsherjar þjóðernisfélag í ölluru
Vesturheimi þar sem Islendingar byggja, en talið var heppilegra
að láta svo stórtæka stofnun bíða betri tíma; gera á meðan sitt
bezta í allri samvinnu til þess að halda við málinu.
pegar ávarpið kom fyrir kirkjuþing var borin upp og marin
í gegn tillaga sem tvent gerði í senn: fyrst að hindra málfrelsi.
og umræður um málið og í öðru lagi að kasta því út með fyrir-
litning. Tillöguna gerði Magnús Paulson.
Fram kom það í þetta skifti sem oftar, hvílíkan ágætismanu
Vestur-Islendingar eiga þar sem er séra Runólfur Marteinson,
skólastjóri. Hvernig hinar kirkjudeildirnar taka málinu er ekki
ljóst, en illa er það farið hversu miklum kulda andaði á íslenzka
tungu á þessu kirkjuþingi og oft hefir beizk iðrun fylgt slíkum
athöfnum.
Nýir tímar.
“Tímarnir breytast og mennirnir með,” segir máltækið. í
fyrri daga þurfti afturhald og harðstjórn gerði ekki annað en að
halda upp burtrekstrarvendinum ef ekki stóðu og sátu og höguðm
sér allir eftir föstum reglum fárra voldugra manna. Væri ein-
hver þá rekinn frá starfi eða stöðu fyrir frjálslyndi átti hann sér
ekki uppreistarvon og var kallaður æsingamaður—en það orð var
voðalegt fyr á tíð.
Ef einhver var rekinn frá blaði fyrir einarðlega stefnu eða
fyrir það að vera ekki til kaups og sölu, þá voru dagar hans
taldir í þeim verkahring. Væri einhver rekinn úr kirkjufélagi
fyrir frjálsa og mannúðarlega skoðun þá var hann brennimerktur
sem villitrúarmaður, og átti hvergi liöfði sínu að að halla.
Nú er þessi öld liðin og önnur runniii upp. Nú er énghin
upp á slíkt kominn að vera bundinn á tjóðurklafa. Séu menn
reknir frá blað stöðu fyrir staðfestu stofna þeir bara annað blað;
séu þeir reknir frá söfnuði fyrir frjálslyndi stofna þeir annan
söfnuð eða jafnvel annað kirkjufélag.
Einn enski presturinn hér í bænum sem Ivens heitir, þótti
brjóta köllun sína með því að prédika annað eða öðruvísi en hinir,
og hann var rekinn frá söfnuði sínum. En hann lét sér ekki
bylt* við verða; hann stofnaði tafarlaust nýja kirkju, þar sem
engin sé trúarjárning, heldur sé öllum opin. ILann vill geta sagfc
með sanni: “ í húsi mínu rúmast allir, allir. ’ ’
pessi maður er Islendingum kunnur síðan hann var ritstjórí
blaðsins “Labor News.” Dylst það víst engum hvílíkum hæfi-
leikum sá er gæddur sem það blað skrifaði—blað sem á fjórum
dögum sneri hugsunarhætti bæjarbúa á rétta leið;; það blað sem
lagði grundvöllinn undir framtíðai’frelsi verkamanna. petta
blað—sem upphaflega var prentað hjá Hecla Press, heldur nú
áfram og kemur út vikulega undir stjórn þessa mikla hæfileika
manns, séra Ivens.
pótt Hecla Press hefði ekkert annað erindi átt í heiminn en
að verða. til þess að prenta það blað, þegar það—eftir dómi
Heimskringlu—hefði hvergi fengið inni annarstaðar—þá var hlut-
verk prentsmiðjunnar mikið.
Hnefarétturinn er að veikjast; hrokavaldið er að hrynja;
höndin ritar jafnt og stöðugt á vegginn; fólkið er að vakna ,og
innan skamms verður dagur um alt loft.
Á HUNDAVADI.
Að hlaupa á hundavaði er það kallað þegar einhver stekkur upp
á nef sér án þess að geta fært sönnun fyrir staðhæfingum sínum.
Heimskringlumaðurinn hefir illa hlaupið á hundavaði síðast. Hann
vill enn telja fólki trú um að Copps kærurnar liafi ekki verið á
miklum rökum bygðar eða sérlega alvarlegar. Lesendur Heims-
kringlu muna það ef til vill hvað sagt var þar um Thos. H. Johnson
þegar hann bar fram kærur sínar í þinginu gegn Roblinstjórninni
sælu. pað var svo sem ekki mikið satt í þeim kærum. pað var
svo sem engin þörf að skipa rannsóknarnefnd í þær, og sízt af öllu
að' haga þeirri nefnd eftir tillögum Johnsons. Auðvitað var það
Roblin sjálfur og hans samvizkuhreinu sveinar sem því átti að ráða
livemig þeirri rannsókn skyldi hagað.
Allir vita það nú á hvílíku hundavaði blaðið fór í þeim málum.
En nú er byrjunin sú sama viðvíkjandi þessum kærum. pað var
svo sem engin ástæða til þess að skipa rannsóknarnefnd á þeim
grundvelli sem Copp benti á. Auðvitað var það Borden og sveinar
hans seni því áttu að ráða hverskonar rannsókn skipuð yrði, ef þeir
á annað borð yrðu svo náðugir að leyfa nokkra rannsókn—sem þeir
upphaflega neituðu að gjöra og skráð er svart á hvítu í þingtíðind-
unum.
Vér hélclum fyrst að'vesalings ritstjórinn hefði elíki þingtíðind-
ín, vér héldum að hann læsi bara Telegram, en svo er það komið upp
að síðan Telegram brann hefir hann eitthvað farið að hnísast í
þingtíðindin heldur en að hafa ekkert, en lesið þau hefir hann ekki.
Samkvæmt hans eigin bendingu leyfum vér oss að birta kafla