Voröld - 05.11.1918, Blaðsíða 6
Bls. f>
VOSÖLÐ
Winnipeg, 5. nóvember, 1918.
LOCKSLE Y-HOLL
Eftir Alfred Tennyson.
Förunautar, aleinn eigxa
árla morgnns vil eg hér, —
farið þið, en þeytið homið
þegar fer að standa’ á mér!
pekki’ eg mig á þessum slóðum,
þekki’ í runnum ljóðin öll, —
daufu bjarmabliki’ um lyhgmó
bregður yfir Locksley-höll. —
Locksley-höll, er yfir auðn
og eyðisanda gnæfir prúð,
þar sem hafsins brimfjöll brotna,
belja’ og drynja’ í jörmun-flúð.
Oft á kvöldin út við gluggann
opinn þarria svefns ég beið,
óríon sá um himin halda
hægt og stilt á vesturleið.
Oft á kvöldin sá ég sindra
sjöstimið við mjúkleit ský, —
eins og leiftur flugna fjölda
flæktan silfur möskvum í.
Gekk eg hér um græðis-sanda,
gripu fleyga æsku-sál
fomra tíma vísdómsverkin
vísindanna huldu-mál.
Hvíldu’ að baki aldir alda, —
eins og frjósamt land um haust.
Unga tímans hug minn hafði
heillað allan spádómsraust.
Rýndi’ ek hvast í framtíð fjarri,
fór svo langt sem hugur bar,
sá þau kynja kraftaverk,
er kynslóð nýrri birtast þar.
Sérhvert vorið söngfugl glaður
sumarskarti búast fer,
sérhvert vorið fjaður-faldinn
fegri vepjan káta ber.
Sérhvert vor um bláma-blæinn
blikhýr skiftir dúfan smá,
sérhvert vorið ástin unga
æskumanni vekur þrá.-------
— pá var hún ung, en þó á svipinn
þreytuleg og föl á kinn.
Og hún starði, starði hljóð
og stilt á allan feril minn.
Og ég sagði: “Amy frænka,
allan hug þinn seg þú mér!
Trú mér, frænka, — einni, einni
ástin mín er helguð þér!”
Litum brá hún, lék um vanga
ljómi — sem þar glóði rós,
eins og rósa bjarma-brigðum
bregði’ á hvítföl norðurljós.
Við hún leit, — sem undiröldur
andvörp stormgeyst hófu brjóst,
dagrenningu’ úr djúpi sálar
dökkbrún augu sýndu ljóst.
Kvað hún: “Hug minn hef ég dulið,
hrædd við kend í brjósti mér.
Elskar þú mig?” — öndu varp hún —
‘ ‘ unnaö hef ég lengi þér! ”
Astin stundaglasið greip '
og greitt og hratt því sneri við,
gullin sandkom runuu, runnu,
rann og leið hver stundar-bið-
Ástin hjartans hörpu þreif
og hratt og títt af mætti sló, —
allra sálar stiltra strengja
sterkur hljómur skalf og — dó. —
Oft um morgna hérna’ á heiðum
heyrðum við í runnum söng,
tíðar, hraðar hjartað sló
' við hvískur vorsins dægrin löng.
Oft á kvöldin hér við hafið
horfðum við á glæstan knör.
Sálir beggja urðu ein,
er ástar-kossinn lék á vör.----
— Slitin, slitin, Amy, Amy,
öll að fullu trygða bönd! —
Leiða, auða eyði-heiði,
ömurlega, bera strönd! —
Svikulari’ en söngvar lýsa,
svikulari’ en hugsast má
kjarklaus stóðst ei heift og hótun,
hörku föður brúðan smá!
Er þér rétt að áma góðs
sem — úr því'kynst þú hafðir mér,
kaust að láta lægri kendir,
lægri sál fá vald á þér?
pú munt sökkva dag frá degi
dýpra’ á borð við leirhauk þann,
fegurð andans sljófgast, slokkna, —
slíku enginn vama kann:
Konu sál af manni mótast,
maður þinn ber hrotta-snið:
eðlisþjmgd hans þjösna-sálar
þig mun draga nið’r á við.
Með þig fara mun hann, þegar
mesta nýja-brumið dvín
fyrstu ástar, eitthvað skár
en ofurlíkt og dýrin sín.
Sko, hvað augun eru sljó! — *
Nei, ekki’ er þar að saka vín!
Komdu til hans, klappaðu’ honum
kystu’ hann, — það er skylda þín!
•
Máske hefur herrann þreytt sig, —
heilann ofreynt vizku-strit?
Láttu hversdags-hjal þitt sefa’ hann,
—hjal, sem í er lítið vit!
pað mun einmitt honum hæfa:
heimskum fellur þvaðrið bezt. —
— Að ég tók þig ekki’ af lífi
eftir því ég sé nú mest!!
Bæði væram betur farin,
blygðast hvergi þyrftum við,
hvort í annars örmum hljóð
ef undir' mold við hefðum frið.
Bölvuð sért þú arga örbirgð,
æsku gegn þú drýgir synd!
Bölvuð lýðsins lygamergð,
er lamar okkur sannleiks-blind!
Bölvuð vitlaus venja hver,
er villir eðlis sjálfstjóm frá!!
Bölvað sé það gull, er gyllir
gáfusljóva aulans brá! —
Von — já, það er von mér sámi:
verið mér ef hefðir trú,
það veit guð, að önnur engin
elskuð myndi heitt sem þú! !
Er ég vitlaus: að ég skuli
ala’ á því er kvelur geð?
pað ég ríf úr þessu brjósti,
þó að hjartað fari með!
— Aldrei tekst það, æ, því miður,
enda þótt eg lifði’ á jörð
jafnmörg ár sem aldin hrafn,
er á sér laup við hamra-skörð,
Hvar er svölun? — Get ég gleymt
og geymt í minning eftir vild?
Elskað þá, er þekkti’ eg forðum
þá, sem var svo góð og mild?
Man ég eina’, er ung er dáin,
yndisfas er prýddi mest.
Sama var að sjá og elska
svanna þann, er man ég bezt.
Get ég henni’ úr hug mér rýmt,
en hennar elskað kærleiks-sál?
Ást er ást um aldir alda! —
Uppgerð hennar var og tál.
Huggun? — Djöflum hláturs-efni! !
Hitt er satt, er skáldið kvað:
pað er allra sorga sorg
að sakna góðs og muna það!
— Sljófga minnið, svo að sorgin
' , sú þér ekki verði’ um megn,
pegar ríkir heldimt húm
og hátt á þaki bylur regn!
Veiðar dreymir hann — sem hunda, —
hljóð þú snýr þér veggjar til,
þar sem næturlampansljós
sér leikur feigt við skugga-spil.
pá mun hönd þér birtast, benda’ á
bóndann, sem þér dormar hjá.
ekkjukoddann konu giftrar, s
kvalatárin þér af brá! !
pú munt heyra: “Aldrei! — aldrei!” '
árin liðin hvísla að þér; —
gleymdra söngva óm að eyrum
eins og þunga hringing ber.
___ •
Hreld þú munt á harm þinn stara,
hlýtt — sem forðum — auga sjá.
Snú þér, snú þér, bylt þér, bylt þér,
blund á hvarm að reyna ’ að fá!
Nei, þitt eðli sorg mun sefa,
sálu vekja bams þíns raust:
pað er hjartahreinna’ en þú
og harm þinn stillir vafalaust-
Hlátri þess ég þoka fyrir:
þessi keppínautur minn,
sogar mig úr móðurbrjósti,
mildar leyndan söknuð þinn.
— J*á, en einnig ómaklega
ást til föður síns það ber:
bamið á að hálfu hann,
og honum líkist jafnt og þér !
ó, ég sé þig sitja’ í elli
sálarblindan einstrenging,
glepja dóttur sálar sýn
með siðspekinnar hárembing;
/
Hættur stafa’ af hjartans kendum
hverri fríðri, ungri mey.
Móðir þín — hún veit það vel--------”
—í viðbjóð á þér sjálfri dey' !
Lif það af í lukku! !!— sökk þér
lægra, dýpra, — sama’ er ^ér
— Önn ég kýs mér, ofurliði
ella hugraun sár mig ber.
Hvers á ég þá til að taka,
tímum slíkum borin á?
Allra dyra gull-slár geyma,
gullið eitt er þoka má.
Alt er fult af umsækjendum,
ösin þekur sölutorg.
Hvað get ég, sem ekkert annað
á, en gremju’ og hjarta-sorg?
Fús ég hefði’ í fjanda londnm
feigur troðið heljarslóð,
þar sem kringum dróttir dynja
dimm í skotreyk þrumuhljóð.
En — með glamri gullsins bætt
er glapráð hvert og móðgun brátt:
pjóðir gera annað eigi’
en urra hver í sinni gátt! —
Blaði sný ég við: ég veit
mér verða sköpin ella köld.
Drep þú mig úr dróma þessum,
dásamlega móðir, öld! !
Gef mér aftur eldmóð þann,
er ungum mér í brjósti svall,
framtíð mína’ er heyrði’ eg hrópa,
hvellur rómu lúður gall.
— pegar undir allar rendur
áfjáð von um framtíð gól,
eins og fyrst er ungur sveinninn
yfirgéfur föður-ból, —
Og á næturþeli grammar
þjóðveg dimman, — sér á ferð
yfir London hátt við himin
hverfan bjarma’ af Ijósa mergð.
Fljótar miklu’ en fætur toga
flýgur með hann löngun hans
undir bjarmans ægi-ljóma,
inn í þröng af fjölda manns:
Manna, bræðra minna, starfsins
manna,’ er jafnan erja’ og sá:
Unnið verk er aðeins trygging
uppskerunnar sem þeir fá.
pví ég rýndi’ í framtíð fjarri,
. fór svo langt sem hugur bar,
sá þau kynja kraftaverk,
er kynslóð nýrri birtast þar:
Sá í lofti fríða flota, —
farmi dýrum hlaðna skeið
ofan svífa’ úr aftanroða
undmm knúða, heim á leið.
Heyrði’ í lofti heróp gjalla, —
hmndi’ af skýjaleiðum blóð,
þar sem hátt í himinbláma
hildarþing með gnoðum stóð.
Heyrði sunnan-blæinn bera
blíðuhvísl um strönd og mar,
meðan hátt á hinrni gnustu
herjans-þjóða gunnfánar.
Unz ég heyrði hergný þagna,
hverfa leit ég fána-sveim,
alheimsþingið sett í sátt
og sambandsríki allan heim.
par scm meiri hlutans hyggni
hamlar óstjóm, setur grið,
alla vernda alheimslög,
er öllum heimi tryggja frið.
— Svona bjartsýnn, víðsýnn var ég
vonin mér unz hverful brást-
Sjón er sljóvguð, sál mín lömuð, —
svona’ er þessi blessuð ást!!
Nú finst mér hver regla rotin,
rifið alt úr skorðum hér.
Hægan, hægan, — þrep af þrepi,
þekking sanna áfram ber!
Hægt, sem ljón, er leitar bráðar,
læðist áfram hungruð þjóð,
svíkst að hinni’, er situr mett
og syfjuð bak við daufa glóð.
— Reyndar eflaust allir^ tímaf
eiga sama og hærra mið:
Allar sálir sólar megin
sækja fram og upp á við! —
Hvaö er eilíft æsku hjarta
\ alvemndar — þeim, sem ber
sorg í hug og ávöxt aldrei
æskufjörs og gleði sér? 1
Reynzlan fæst, en hyggnin haltrar,
henni dvelst —^ sem mér á strönd.
Einstaklingsins ekki gætir,
út er heildin voldug þönd.
Reynzlan fæst, en hyggnin haltrar,
henni byrðar seinka för:
döpur reynzla leggur loksins
lífið sjálft í doða-kör!---
— pey! -L Eg heyri homið þeytt:
mig heimtir glaða sveitin brott,
sú, er að heimsku-hörmum mínum
henda myndi gabb og spott.
Er það kyn þeir kými’ að mér,
að kveða sífeld angurmál?
Blygðast má ég meira’ en lítið
v mín að hafa elskað tál.
J \
Veikur er sá, er veiklun reiðist! —,
Vífa gleði, þeirra sorg:
blindings-æði eðlishvata
inni’ í þröngri heilaborg:
Konan — hún er karlmanns skugginn,
kenda munur okkur hjá
eins og munur mána’ og sólar
munurinn vatni’ og guðveig á
Héma jafnvel miklu meira
munar, þar sem hrörnar flest.
Unaðsvöggu æsku minnar:
Austurheim, ég þrái mest.
— par sem, illu heil’i, hné
í hildi tryldri faðir minn.
Aðsjáll frændi illu beitti
einstæðinginn, fóstra sinn. —
Öllum tízku fjötram fleygja
feginn vildi’ eg austur þar,
alla leið að ljóssins hliðum
líða’ um fríðar eyjarnar.
par eru stjömur stærri’ og skærri,
stafar á haf, er máni rís,
blómsturangan undir pálmum,
austræn, broshýr Paradís.
} Kaupför sjást þar erlend aldrei,
enginn vestrænn fáni’ að hún.
Yfir skóglönd fögur flýgur
~ fugl með söng af hamrabrún.
Undir rósum runnar svigna,
roða’ á þroskað aldin slær,
Edens sólskins-eyjar faðmar
ástúðlega dimmblár sær- —
Mér finst eitthvað ofurlítið
yndislegra þar en hér —
þar sem eimskip, eimreið, ganðreið
andans vit úr skorðum ber!
par skal ást mín frjáls og fleyg
að fullu mega njóta sín:
einkadóttir dala’ og skóga
dökk mér elur bömin mín. —
Mjúk og fim og sterk og stælt
er stökkva hátt og þreyta sund,
uppi hlaupa hind á f jalli,
henda spjótum léttri mund
Undir Bifröst óskastundir
eiga’ og skilja fugla mál,
rýna skraddur engar í,
er auöu blinda’ og sljóvga sál. —
Flón! — pær sömu firrar aftur,
fjarstætt sönnu óráðshjal!
Kristna veit ég vel að fremri
, villimönnum telja skal.i
Hvað? — Á ég að glata gæðum
göfgi’ og snilli fíflum hjá,
eins og skepna lifa’ og láta,
lækka’ og glata ándans þrá?
Myndi’ eg njóta lofts og ljóss
með leiðri, viltri skógar-drós,
— ég, sem á að erfa ríkið, (
allra tíma vizku ljós?
Ég, sem kysi hálfu heldur
hel á sérhvem jarðar son,
en að færi’ um fold sem mána
forðum daga’ í Ajalon! !
— Áfram, áfram! — ófyrirsynju
ekki’ í fjarska loga blys! !
Látum veröld vanaferil
voldug þramma áleiðis
Fram, um skuggadali djúpa!!
dagmr er nýr á lofti hár
Fimmtíu ár hér eru betri,
en í Kina þúsund ár! !
Móðir öld, mín eina móðir,
enn sem fyr mín stoð og skjól
slöngva leiftram, brjót þú björgin,
bylgjur kljúf þú, veg þú sól! !
ó, ég finn að forspár rætast,
framtíð endur lyftir hug, —
aftur finn ég eldmóð vekja
andans máttUgt hugarflug. —
Fari það sem fara vill, — .
ég fer, og kveð þið Locskley-höll.
Fyrir mér nú máttu hröma,
mörk þín fölna’ og dýrðin öll! !
Syrtir yfir heiði’ og holti,
hríðarbakki veldur geig,
ofsaregn með stormi stríðum
stefnir hingað þrumu fleyg.
Locksley-höll má eyöast öll
af eldi, tryldum veðra seið.
Jálmar rok í jötunmóði, —
ég er farinn mína leið!
1 GUÐM. GUÐMUNDSSON
þýddi.
I' i »
LOCKSLEY HÖLL.
(Locksley Hall).
Kvæði Tennysons, það sem prentað er hér að framan,
er ein af yndislegustu perlunum í ljóðagerð heimsins.
Viljum vér eigi láta hjá líða að benda mönnum á það, svo
að síður komi fyrir að það skjótist hjá þéim. Telur Eim-
reiðin það happ mikið, að hafa getað birt þetta gullfagra
og mikilfenglega kvæði, meistaralega þýtt af ljóðhagasta
skáldinu okkar íslendinga. Er undur, hve vel þýðandan.
um hefir tekist að ná anda og blæbrigðum frufnkvæðisins.
Er það þó ekkert áhlaupaverk, enda mun það hafa kostað
meira en litla fyrirhöfn. En nú eigum vér liíca yfirburða
þýðingu af einu af fegurstu og mestu kvæðum heimsins.
Og launin fyrir skáldið? Já, við þekkjum nú skáldalaunin
íslenzku og vitum, að bau eru hvorki smá né eftirtalin.
Locskley höll ér árfærð 1853 í ljóðasafni Tennysons.
því er eg hefi við höndina. Er óþarft að fara um það
mörgum orðum, þar sem sjón er sögu ríkari. En það,
sem ef til vill er aðdáanlegast við kvæðið eru hin sííeldu
blæbrigði, svo að aldrei er unt að þreytast við lesturinn.
Flestar tilfinningar mannlegs hjarta brjótast þar fram.
ástin, sorgin, heiftin, háðið, íhugun og lmyndunarafl, end-
urminningar og framtíðardiaumar, en alt er þó ofið inn i
sömu umgerðina, svo að hvergi skeikar frá heildinni. Og
svo listfengin, orðvalið og orðaleikirnir.
En kvæðið verður að lesa oft pað er unun að því
við fyrsta lestur, en þá fer það fyrst að ná manni á vald
sitt, er maður fer að læra það. Trúum vér því vart að
margir geti svo farið að lesa kvæði þetta, að þeir hætti
fyrr en þeir fara ósjálfratt að syngja hendingar þess I huga
ser. Mun það eiga eftir að veita fjölda manns margar in-
dælar nautnastundir, í hinum íslenzka búningi sínum.
(Eimreiðin). m. J.
/