Voröld


Voröld - 26.11.1918, Blaðsíða 1

Voröld - 26.11.1918, Blaðsíða 1
VOLTAIC ELECTRIC INSOLES pægilegir og heilnæmir, varna kulda og kvefi; lækna gigtarþrautir, halda fótunum mátulega heitum, bæ'öi sumar og vetur og örfa blóðrásina. Allir ættu að hafa þá. Verð fyrir beztu tegund 50 cent parið Skýrið frá því hvaða stærð þér þurfið. PEOPLE’S SPECIALTIES CO., LTD. P.O. Box 1836 Dept. 23 Winnipeg HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til íslenzku h*y- kaupmannanna, og fáið hæðsta ■ ver3„ einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lán- aðir á “kör“ send beint til okkar. Vér ábyrgjumst að gera yður &■ nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerce Talsími G. 2209. Nætur talsími S. 3247 Winnipeg, - Man. 1. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOUA, 26. NÓVEMBER, 1918. NÚMER 42. Faðir Vesfcur-Caísaáa. Sjötíu og sjö ára ungur. Sir Wilfricl Laurier, vitrasli, sanivizkusaniásíi og**' þjófihólllasti stjórnarformaður sem Canada hefir átt er nú 77 ára ongur. Var afmæli hans haídið hátíðlegt í London, í Ontario, í vikunni sem le’:ð, og bárust hcnum heillaskeyti úr öllum áttnm.. Svo segja þeir sem hann heimsóttu við það tækifæri að alclrei hafi eldur sístarfandi sálar logað heitar né skærar en einmitt nú þar sem um Sir Wilfrid sé að ræða; aldrei hafa þeir séð andlega yngri mann á þróska árum; hann hafi aldrei verið jafn ungur og einmitt nú. Sir Wilfrid Laurier, leiðtogi frjálslynda flokksins er að leggja undirstöðumar að nýju tímabili í sögu Canada; hann er að undirbúa alsherjar þing fyrir þjóðina til þess að beztu menn hennar-—allir frjálslyndir menn—geti þar ráðið ráðum sínum og fundið vegi til þess að reisa þjóðina við úr því kaldakoli sem óstjórn síðastliðinna'7 ára hefir komið henni í. Á því þingi kemur margt til greina ; þá mega þeir sitja heima með blygðun og kinnroða sem svikust undan merkjum frjálslyndu stefnunnar 1917 og svívirtu hinn ágætasta mann seom þessi þjóð hefir átt; kölluðu þann landráðamann sem mest allra hefir unnið þjóð. sinní og landi, þá mega þeir berja sér á brjóst og segja eins og Júðas; “Eg hefi svikið saklausan mann!” Óskir allra sannra þjóðvina eru þær að hinn æruverði ölduugur— faðir Vestur Canáda—megi lifa nógu lengi til þess að stey]ia núver- andi óstjórn af stóli og leiða innbyrðis frið yfir þessa þjó8 í ptað þeirrar suhdrungar og þess haturs sem óhjákvæmilegá fylgir gjör- ræðisverkum harðstjóranna. Sir Wilfrid Laurer vei'ður að.Hkindum orðinn forsætisráðherra Canada innan hálfs árs. ALMENNAR FRÉTTIR. Sir Robert Borden hefir boðið John W. Dafoe, ritstjóra Free Press blaðsins að vera viðstaddur á friðarfundinum. pað borgar sig að vera með samsteypu stjórninni. í öllum stríðslöndunum neáia Can- ada er búið að leyfa málfrelsi og rit- frelsi. Hvernig stendur á því að það má rita og ræð'a ur.1 bresti allra stjórna nema Canadastjórnarinnar. Aðeins einn frjórði partur af Eski- móum í Nome, Alaska er lifandi. Hafa allir hinir dáið úr Spönsku veikinni. Lækkað hefir verið kaup við suma af hermönnunum hér í Canada. Hefir það valdið óánægju mikilli. Voru þeir búnir að skrifa sig fyrir $3,000 sigur- iáni sem þeir hættu við. Charles, ríkiserfinglnn af Rúmaníu gifti sig nýlega stúiku af ótygnum ætt- un». Er hún dóttir auðugs hveitikaup- manns og talin með fegurstu konum í Suður Rússlandi. Var prinzinn settur í varðhald í sjötfu og fimm daga fyrir slíkt brot. En hann segist heldur viJja konuna en liásætið. í síðastliðin fimm ár hefir matur í Bandaríkjunum hækkað að meðal- töfu sjötíu og fimm prócent. Byrjað verður að uppleysa Cana- diska herinn svo fljótt sem unt er. Fyrst verða látnir lausir þeir aftur- komnir hermenn sem hægt er að missa og vanta lausn, giftir menn er vanta lausn, menn sem ekki hafa verið nógu hraustir til að fara á vígvöll,- en liáfa verið við ýms störf í Canada; menn, sem nauðsynlega þarf með við ein- hverja vissa atvinnugrein; allir þeir menn sem ekki þarf ípeð í hernum: allir þeir er unnu að járnbrautar störf um þegar þeir innrituðust í herinn, og eru enn í Canada verða ef þeir æskja þess látnir lausir tafarlaust. Sambandsþjóðirnar hafa lofast til að gjöra alt sem hægt er til að hjálpa nauðstöddu fólki í stríðslöndunum. Er matarskortur í mörgum stöðum mjög tilfinnanlegur. Rénun á gripa fram- leiðslu I Frakklandi 2,366,000; ítalíu 996,000; Danmörk, * 345,000; Svíþjóð 599,000; pýzkalandi 2,200,000. Rémtn í kimlarækt:—í Frakklandi, 2,258,000; ítalíu 138,000; Danmörk 47,- 000; Hollandi 200,000. Rénun í svfnarækt:—í Frakklandi, 2,815,000; ítalíu 354,000; Danmörku 1,873,000; Svíþjóð 352,000; Hollandi 162,000; pýzkalandi 19,306,000. Eftir þessum skýrslum að dæma verður nóg fyrir Canada bændur að gjöra fyrst um sinn. VODA MANNDAUDI k ÍSLANDI Jón Trausti látinn. 120 manns deyja í Reykjavík á fcíu dögum. Árni Eggertson sendi símskeyti til íslenzku blaðanna í gær þar sem frá því er skýrt að spanzka veikin hafi geysaö í Reykjavílc; 120 manns dón þar á 10 dögum; þar á rncðal þessir: Elín, kona Jóns Laxdals, tónskálds, og Herdís systir hennar (báðar dætur séra M. Jochumsson); kona Vigfúsar Einarssonar; Jón Kristjánsson, há- skólakennari, og kona hans (Jón var sonur Kristjáns ráðherra, en kona hans var dóttir Benedikts þórarbissonar, kaupmanns. Guð- mundur Magnússon skáld (betur þektur hér sem Jón Trausti); Páll Matthíasson og porsteinn Sveinsson, skipstjórar (hinn síðarneíndi fulltrúi Fiskifélags íslancls); Jón Sigurðsson, stórkaupmaður þor- valdur Valdimar Ottensen, kaupmaður; Jón Jónsson, kaupmaður frá Vaðnesi; Jóhannes Magnússorí, við Duus verzlun; konur þeirra Odds Hermannssohar, lögmanns; Páls Gíslasonar, frá Kaupangi, og Jón- atans þorsteinsson, stórkaupmanns. Slceytið segir að plágan sé I rénun. þess er einnig getið að von sé á Gullfoss 1. desember. Vorölcl er sérlega þakklát Árna Eggertssyni fyrir þá hugulsemí að senda þessar fréttir. Hingað til hafa eignir stjórnað fólki; eftir þetta á fólk að stjóma eignum; hafið þetta hug'fast og gneiðið atkvæði á föstudaginn með afnámi eignaskyldunnar. Konur í pýzlialandi sendu nýlega bænaskrá til helstu kvenna í Banda- ríkjunum þess efnis að þær fengju Wilson forsetá til að gjöra vopnahlés skilmálana vægari. Sögðu þær að fólk mundi deyja úr hungri ef Banda- menn tækju járnbrautarvagnana til sinna nota. Alitið að þetta sé aðeins klókinda-bragð frá hálfu hinna þýzku kvenna, Foresters félagið neitar að borga þúsund dollara lífsábyrgð eftir her- mann er féll í stríðinu. Segir það að hann hafi ekki verið að berjast fyrir Canada eða England, heldúr fyrir Belgíu. Friðarþingið verður sett í Versailles eða Paris seint í þessum mánuði. George Techinsky, austurískur mað- ur í Regina var sektaður $200 fyrir að hafa greiðasölu án leyfis og láta sikur standa á borðunum. Eru það lög að skamta verður allan sikur. íslendingar í 3. kjördeild greið- ið atkvæði með Shephard, hann er fólksins maður; Gray er verzlun- arman.na fulltrúi. prettán menn hafa verið teknir fastir í Bandaríkjunum fyrir svik. Hafa þeir stolið til sin þúsundum dollars er stjórnin hafði borgað fyrir borðvið er hún keypti, en sem aldrei var skil- að. óiaf Ascliberg fyrverandi forstjóri Nía Bankans í Stockhólmi, heitar að Bolsheviki stjórnin hafi fengið nokkra peninga frá pjóðverjum í gegn- uin þann banka. Segir hann að bæk- urnar séu til sýnis hvenær sem vera skal. Sigrún Johnson, kopa Tryggva Johnson, frá Henzel, N.D., andaðist þann 22. nóvember. Hún var 45 ára að aldri. Líkið var flutt tii Henzel, N.D., í gærmorgun þar sem út.förin fer fi-am. pann 24 þ.m. andaðist Svava Hend- erson, Tremont Apts., úr spönzku veikinni, dóttir hr. og húsfrú Jón Henderson, er um mörg ár bjuggu að 648 Maryland Str. Hún var mjög stilt og gætin stúlka og elskuð af öll- um sem þektu hana. Er hennar sárt saknað af eftirlifandi foreldrum og systir, Húsfrú McNeil, og bróðir, Ed- ward, sem nú er í Frakklandi. Hún verður jarðsungin kl. 2 í dag af séra Rögnv. Péturssyni. pann 22 nóvember andaðist úr spönzku veikinni prúða, kona Vil- hjálms Kristjánssonar, sem margir ís- lendingar kannast við. Bjuggu þau hjón lengi í Saslcatoon. Hann er son- ur Guðlaugs Kristjánssonar og konu hans er nú búa í Saskatoon, en áður bjuggu í Norður Dakota. Kristjáns- son liggur hættulega veikur á sjúkra- húsinu og elsti sonur þeirra hjóna. Engir fleiri herskyldaðir menn munu verða kailaðir út. Eignaskilyrði fyrir kjörgengi í ; Feikna eldgos á Islandi. bæjarstjórn er til þess sett aðj reyna að útiloka verkamenn úr j ----- bæjarráðinu; greiðið atkvæði með | afnámi þeirra ólaga á föstudag- j(atJa gýg gsku og rej|í ]2 kílomefcra í loft lipp. ! Enginn mannskaði. Maður að nafni William Pearsall var dæmdur sekur um manndráp í Tor- onto. Hafði hann verið á ferð í bif- reið og annar maður með honum. Fór bifreiðin um og dó Joseph Hughes, maðurinn er var með honum. Sagðist dómarinn vona að lifa þann dag sem engum drykkjumanni yrði leyft að stjórna bifreið. 1 Y nv York hefir öllum piltum frá 16 til 18 ára verið skipað að taka her- æfingar. Æfingar verða við alla skóla Hver sá piltur á þessum aldri sem ekki hlýðir, fær hvorki að stunda háxn eOa neina atvinnu. Stjórnin í Ottawa er að koma á fót stríðs frímerk)a sparisjóð fyrir fólkið. Fær fólkið þar geimslustað fyrir 50,- 000,000. Kostar hvert frímerki $4.00 og eftir fimm ár verða þau leyst út fyr- ir $5.00 Einnig verða minni frímerki seld. Má skifta sextán af þeim fyrir eitt $5.00 frímerki. GreiSið atkvæði með Robinson í 4. kjördeild; hann er fulltrúi verkamanna; Vopni hefir fylgt auðfélögum. Sunnudagskveldið, þann 24 nóvem- ber andaðist að suite 36 Thelm Man- sions, Húsfrú Hc]ga®blge:rsdóttir Odd- son, kona Leifs Oddsonar. Hún dó úr lungnabólgu sem var eftirstöðvar af spönzku veikinni. Hún lá rétta viku. Hún eftirskilur eiginmann og tvær dætur á unga alðri. Nánar síðar. Frá Kaupniannaliöfn hefir frést að símað hafi verið frá Reykja- vík til “Berlingske Tidende” að Katla eftir 60 ára hvíld hafi raska^ ró sinni með feikna gosi. Um kl. 1, laugardaginn 12. október, urðu menn varir jarðskjálfta og klukkutíma síðar byrjaði að g'jósa. Frá Reykjavík mátti sjá reyk og eld hátt í lofti. Hváðu ár stíflaðar hrauni og vatnið brennandi lieitt. Stór ísbjörg hafa losnað úr jcklunum og runnið til sjávar. Fólk er hrætt nm að hús og bygðir í Mýrdalsvik munu eyðileggj- ast. Samt er sagt að þegar síðast frétti hafi skaðin ekki verið mjög tilfinnanlegur og engin mannalát. Og álítið er að bærin Vík, sena ekki er langt frá Kötlu muni sleppa án mikilla skemda. En austan vindurinn ber ösku og ryk yfir bæinn svo að dimt er yfir sem á dimm- asta desember degi. Og í Rangarvallasýslu er svo dimt að ljós vora kveikt um hábjartan daginn. Hinar ógurlegu drnnur og liávaði að gosinti loknu, er haldið að bencli til þess að fleiri gos munu fylgja. Alla nóttina mátti sjá eldinn og voru þúsundir manna úti til að horfa á þetta stórfengilega og óumræðilega náttúrufyrirbrigði. Reynt hefir verið að ná til Vík, en það liefir eL.ki tekist vegua hraunflóðsins fyrir vestan bæinn, og síma sambönd eru að mestn leyti eyðilögð vegna rafmagnstraúmanna sem af gosinu stafa. það er ekki hægt að sjá bæinn, seni er hulin dimmum skýjum ösku og gufu. Sagt er að þetta gos sé hið mikilfenglegasta síðan 1783.—Eftir því sem sögur fara af hefir Katla gosið 12—13 sinnum, fyrst um alda- mótin 900. Á 13. og 14du. öldinni fórust margir bæir og láglendið sem áður var bygt lagðist í eyði. þetta er að mestu leyti tekið úr Norska blaðinu “Norröna.” En engar fréttir hafa borist hingað beina leið frá íslandi, því bágt að segja hvort of mikill trúnaður skuli gefin fréttinni. Símað hefir verið heim, en árangui’slaust. Stríðskostnaður til seinasta maí s.l. er talinn að vera eitt hundrað og sjötiu og fimm biljónir. Wilson, forseti hefir ákveðið að sitja á friðarþinginu. Leggur hann af stað næsta mánuð. Rheims, stærsti bær Frakka, er eyði- lagst hefir í stríðinu hafði um 120,000 íbúa. í miðjum bænum og nálægt hinni frægu dómkirkju sjást aðeins leifar af veggjum. Kirkjan sjálf er svo skemd að líklega verður aldrei mögulegt að gera við hana, Yeggirn- ir standa ennþá, en stórar glufur eftir sprenkikúlurnar sjást í þeim. Turn- arnir virðast í fjarlægð vera óskemdir en þegar nær er komið sjást glögg merki sprengikúlnanna, brotnar súlur, og stór stykki af hálflosnuðu grjóti. St. Remi, elsta kirkjan í Rheims var brend. Er ekkert eftir af henni nema brendir, svartir veggirnir og grafir St. Remi konunganna Carloman’ Louis IV. og Lothaire og drottninganna Feder- onne og Gegerge. 100,000 ítalskir fangar hafa verið látnir lausir. Danir hafa lofað að láta þjóðveíja fá á hverjum mánuði 75,000 ton af feit- meti, 150,000 ton af kjöti og 230,000 ton af hveiti. Alheims vínhanns þing var haldið í Columbus í Bandaríkjunum í vikunni sem leið. Oi< ! Tungutak Sagt við Jacobínu SigTirbjömsdóttir í Seattle í í ! í I i í i í i i i I i peim er ei næmt sem búa að fugla-bjargi Að bregða upp hlust þó svans rödd líði hjá! Með eyrun full og fest á múgsins gargi peim finst það dýrst, að langt það muni ná Og þæfa gegnum þokur út um sjá---------- En þín er kyngi, að koma stefi í róm þann Sem kvalar ekki af hendingunum ljómann. Og við, sem höfum átt við það að una, Að eiga völ, en reynast skiftán trauð, Og fnndist synd, “að sarga á hárgreiðuna’ ’ Er sína hörpu tungan okkar bauð, —pó treystumst við, og þyrftum beina og brauð— Við unnum þér, að hepnast hreim’ að fylla Meir’ hefta tung*u og ljóða-gefna illa. Um innreirð hennar ómabönd þú losar Svo ýl og brestir varla merkist þar. pér tekst að hengja hörpu Eólosar Á hlyninn digra, er flestu rættur var En lauf og kvist af limi sínu skar, O g láta blæ í birkihlíða runnum Og báru og fossa syngja ljóðins munnum. 10-11-18 Stephan G. Stephansson.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.