Voröld


Voröld - 14.01.1919, Blaðsíða 1

Voröld - 14.01.1919, Blaðsíða 1
HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til Islenzkn h#y- kaupmannanna, og fáið hæðsta yerð, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lán- aðir á “kör“ send beint til okkar. Vér ábyrgjumst að gera yður fl- nægða. THE NORTHERN HAYCO. 408 Chambers of Commerce Talsími G. 2209. Nætur talsími S. 3247 Winnipeg, - Man. 1. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 14. JANÚAR, 1919 Nr- 49. Wilson neitar að samþykkja að Bandamenn sendi hermenn til Rússlands. I I I I I 1 | i i ! ! Karl Herbert Petursson F. 1. júní, 1897—D. 6. nóv. 1918 Deytt fær ei dapur dauð þau blómin viðkvæni er vaxa í vermireit kærleiks. því á eg og geymi í mdælli minning brosin þín barnglöð, blíðuna hreinu, umhyggju og elsku auðsýnda margoft Helgar þau sorgin hjartkæri bróðir. Tuttugu og eins árs varst þú kallaður burt úr ástvina- hóp þínum, og vonirnar mörgu og fögru byrgðar um framtíð þína hér hrundu er okkiir síst varði. pegar æfikvöldið kemur þá er æskuárin aðeins eru liðin er eklti um mörg æfi- atriði að ræöa. En þó æfisaga þín birtist ekki á prenti er hún þó skráð í hjörtu okkar sem þektum þig bezt, og eigum svo dýrmætan fjársjóð unaðsríkra endurminninga frá hinum stutta samverutíma. Lífsferill þinn var bjartur og fagur. gleðisól lífs þíns var aldrei hulin af hinum diauau corgarskýum og aldrei varpaðir þú skugga á æfiferil neins annars pað rcyndist lilutskifti þitt að færa sólskin og gleði inn í líf allra þeirra sem þektu þig. Aldrei vissi og l il að þú liikaðir við að gera það sem samviska þín bauð bér að væri rétt, og ávalt varst þú.reiðubúinn að taka með róscæi hverju sem að höndum bar, enda trúðir þú fastlega á iiau 1.ei'sl i Guðs og að Jiann sendi hverjum einum það sem.honum væri fyrir beztu. Of skylt er mér málið tii að skr'.fa langa lofræðu um þig dáinn, og of dýrmætar dru margar þær endurminningar er eg geymi um þig til að kasta aúm fyrir almenning- Yil eg því aðeins minnast hér hiiuar síðustu myudar sem hugur minn á af þér. Eg minnist þess er þú með sál þína vuia af ií'sþrdci, gleði og trausti kvaddir heimili þitt síðast og baðst okkur, sem þar vorum, að vera óhrædd um þig því þér væri óhætt. —Og eg minnist er eg horfði á eftir bátnum sem bar þig frá landi, sólin, sem var að hniga í himni fegurstu kvöldroða dýrð, varpaði geislum sínum á spegiltært vatnið og á skipið þar sem þú stóðst brosandi á þilfari. þessa mynd mun hjarta mitt ávalt geyma, og þannig vil eg hugsa um þig, lagðan út. á haf eilífðarinnar, umvafinn af geislastafi þeirrar guðlegu náðar sem leiddi þig svo hreinan og saklausan gegn um lífið og dauðann. Við, ástvinir þínir allir, sem eftir stöndum á ströndinni störum örmagna á eftir þér. En þó tómleikinn sé nú mikill og söknuðurinii sár erum við þó sælli fyrir að hafa elskað þig og auðugri fyrir að eiga þig á ljóssins landi. Yið þökk- um fyrir hvert það augnabllc er olckur var leyft a vera með þér, þökkum fyrir gleðina, sólskinið og kærleikann sem þú færðir olckur. Og nú bíðum við og þráum eftir farinu sem flytur okkur heim til þín. Ingibjörg J. Pétursson pessi æfiminning kom noklcru síðar en til var ætlast og er afsökunar beðið á því. Eftirmæli í bundnu máli birtast seinna.—Ritstj- f ! | § i ! I FriðarþingiS byrjaði í gær og Wilson virðist ætla að halda fram kröfum sínum; vill ekki senda herlið til þess að berjast gegn þjóð sem hefir hrundað keisaranum af stóli og stofnað þjóðríki. ALMENNAR FRETTIR. G. B. Clarke, skrifari fátækraiaála | Free Press segir frá því á laugar- nefndarinnar lýsti því yfir á föstudag- daginn að bandamenn hafi tilkynt inn að margar kröfur höfðu bórist sér þjóðverjum að ef þeir réðust ekki á í hendur um það að bærinn léti jarð- Rússland og berðust með herliði móti setja fátækt fólk fyrir minnsta kostnað stjórninni þar þá færu þeir (banda- sem hægt. væri. Fjöldi fólks væri svo menn) með her á hendur þjóðverjum. fátækur að ekki gæti greitt $100 fyrir l,etta er ótrúlegt en “ekki ljúga blöðin’ útfarir, en útfararstjórar segðust ekki sa»ði karlinn. geta gert það fyrir minna. Brezka gufuskipið Northumbría 'strandaði á fiptudagin og allir menn á því fórust. Sjúkraskipið Araguaya kom til Hali- fax á föstudaginn með 700 særða her- menn frá Englandi. 102 þeirra eru geðveikir, 15 brjálaðir og 65 fóta- eða handalausir. $250,000 virði af sigurlánsbréfum hefir verið stolið úr banka í Chicago. Gull hefir fundist í stórum stíl, (eftir því sem sagt er) í héraði sein kent er við Knee Lake. pað er við görnlu brautina sem lá frá Winnipeg til Hudsonsflóans að svokallaðri York verksmiðju við suðurströnd flóans. Fimtán manns eru að vinna á land- inu og hafa þeir höggvið 135 teninga (cords) af eldiviði. Herbert C. Hoover, vistastjóri Band- arikjanna sem verið hefir að kynna sér |vistaforða í Evrópu, segir að þar séu 125,000,000 manna sem ekkert liggi fyr- ir nema hungurdauði, ef ekki sé hlaup- ið undir bagga. í pýzkalandi segir hann að séu nógar vistir og tolkinu líði þar vel, sé því engin þörf á hjálp þangað. Ottawa stjórnin lét slá $3,170.224 ár- ið semMeið og auk þess $245,000 fyrir Nýfundnaland. pær óheilla fréttij- flytja blöðin á l’östudaginn að ekki sé víst enn nema stríðið hefjist aftur; er sagt að þjóð- verjar hafi ekki aflient skotfæri sín og vopnum eins ört og til hafi verið ætl- ast og sé Canadískum hermönnum haldið eystra vegna þess að hálft um hálft sé búist við að stríðið hefjist aftur á vesturstöðvunum. Talið er að 2,000 auð hús séu nú sem stendur í Winnipeg. Frægur íslendingur Magnús Johnson I Hann var’sonur Jóns hreppstjóra Jónssonar á Narfeyri á Skógarströnd, Snæfellsnessýslu, er dó árið 1902, og seinni konu hans Málfríðar Jósepsdóttur, sem nú á heima í Stykk- ishólmi. Magnús kom til Canada árið 1906, þá um tvítugt, og vann um nokkurn tíma hér í Winnipeg við húsamálningu og fleira. Seinna stundaði hann ýmiskonar erfiðisvinnu til og frá í Yesturfylkjunum og í Minnesota og Norður Dakota. Tvö seinustu árin áður en hann gekk í herinn átti hann heima í Mouse River bygðiimi í Norður Dakota. Haustið 1916 fór hapn í þreskingu norður til Saskatchewan og inn- ritaðist þá í 214 herdeildina. Fór svo með henni til Eng- lands í apríl 1917 og var þar við æfingar um sumarið, en í september var hann sendur til Frakklands og var settur þar í 5. Battalion, 1, Division- Stuttum tíma eftir að hann var kominn í skotgrafimar, særðist hann, féklc hrot af sprengikúlu í höfuðið. En hann var orðinn jafngóður af þeim áverka seint í fehrúar síðastl. og fór þá aftur til herdeildar sinnar. Upp frá þeim tíma var liann, að heita mátti, stöðugt á vígstöðvunum þangað til hann dó. Hann fékk slcot í aðra öxlina 2. sept.' síðastl. og dó úr sárum þann 12. s.m. það hefir dregist svona lengi að geta um lát hans hér, af því að áreiðanleg frétt um það barst fyrst hingað í bréfi . frá móður lians í Stylckishólmi, en henni haíði verið tilkynt það í bréfi frá Bretastjórn í október í haust. Magnús sál. var glaðsinna og góður drengur í sér, og hefir víst ekki verið nógu einbeittur og eigingjarn til þess að geta komist eins vel áfram í þessu landi og sumir aðrir. Hann lifði hér við lífskjör fátælcs verkamanns, sem á hvergi heima. Og þó að hann væri ekki brezkur þegn, gekk hann sem sjálfboði í herinn og lagði hugrakkur út í hættuna, því að hann áleit að málstaðurinn sem barist var fyrir, væri vel þess verður að leggja lífið í sölurnar fyrir hann, og hefir með því gefið gott dæmi öðrum, sem “áttu þó nokkuð að verja-” G. J. J. Jóhannes Jósefsson liefir getið sér og íslenzku þjóðinni stór- kostlegan heiður. Nafn hans er öllum oss kunnugt, en margir eru þeir sem ekki hafa séð hann augliti til auglitis. þessi maður liefir um nokkur undanfarin ár ferðast um og sýnt hinar fögru fornu íslenzku glímur og verið klappað lof í lófa hvar sem hann hefir farið. íslenzka glíman er alveg einstök, hvergi til nema meðal vor og hefir Jóhannes vakið eftirtekt annara þjóða á þessari einkaíþrótt ís- lenzlcu þjóðarinnar. Svo segist mönnum frá að hvar sem hann liafi verið auglýstur hafa jafnan verið húsfyllir, enda sést það á því hversu mikið til hans þykir koma og lista hans að hann er látinn lcoma fram seinast gar vel er til vandað—en allir vita það að hezta og tilkomumesta skemtunin er höfð til þess að enda samkomuna. Jóhannes Jósefsson verður á Orpheum leikhúsinu þessa viku eins og auglýst er í Voröld og er líklegt að Islendingar sýni honum og þjóðaríþrótt vorri þann sóma að fylla húsið. Minna má það ekki vera en þeir sem auglýsa land vort og þjóð til heiðurs séu viðurkendir með nærveru vorri. 41,000 hafa þegar dáið úr spönsku veikjnni í Egyptalandi eftir fréttum frá Cairo 4. janúar. Skrítið hátíðahald átti sér stað í Neepawa Man. á jóladaginn. par giftu sig hjón í annað skifti sem höfðu skilið fyrir 52 árum, gifst f millitíð sitt I hvoru lagi og bæði mist maka sinn. Maðurinn heitir Charles Wilson Betch- ell frá East Jordan í Michigan en kon- an heitír Maria Gottwalls frá Green- boro í Md. pau giftust árið 1866 í Hanover, Ont. eignuðust eina dóttur, en foreldrar konunnar voru óánægð með ráðahaginn og voru að pangað til að pau fengu hana til að skilja við hann. Bæði giftust aftur sitt I hvoru lagi; hann átti engin börn en hún fjög- ur með seinni manninum. Svo dó kona hans og maður hennar, en pá var dóttir peirra gift kona í Neepawa, Man. og heitir maður hennar W. . Shearer. Hún hafði aldrei gleymt föður sínum og pegar hann var orðinn ekkjumaður fékk hún pví til leiðar komið að for- eldrar hennar giftust aftur.Fór sú ein- kennilega athöfn fram að heimili henn- ar í Neepawa á jóladaginn. Eigendur sigurlánsbréfanna í Banda- rikjunum hafa selt afarmikið af peim með gríðar miklum afslætti, er sagt að friðurinn, spanska sýkin og fleira séu ástæðumar fyrir pví. Eins og pruma út úr heíðskíru lofti kom sú frétt í vikunni sem leið að bandamenn hefðu sett bann á flutning vista frá Canada og Bandaríkjunum. Nú er ástæðan talin sú að okurverð sé sett á vörurnar t.d. er verð á svínakjöts tunnu i Chicago $46 og eru pað $10 sem félögin setja upp verð á hverri tunnu. Að sama skapi er okurverð á ýmsum öðrum vörum. Er petta svo mikil hneysa fyrir Vesturheim að eng- in bót verður mæld. Fimm konur hafa verið teknar fast- ar hér sem sagt er að séu i pjófa- félagi. Höfðu pær á fimm dögum stol- ið um $2,500.00 virði af loðfötunr, gull- munum og fleiru. ERFÐARSKRA ROOSEVELTS Flestir auðmenn ánafna part af eign- um sinum einhverji mannúðar- eða mentafyrirtæki. Theodore Roosevelt er par undantekning; hann lætur eftir sig hálfa miljón dala ($500,000) og auk pess $80,000 er hann hafði erft eftir föður sinn. Erfðaskrá lét hann eftir sig og ánafnaði allan auðinn sínu eigin heimilisfólki, (konu sinni og bömum) Sýnist sumum að pau hefðu komist af með minna og eins fallegt hefði verið að verja nokkrum hluta pessara miklu ‘eigna til einhvers góðs fyrirtækis.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.