Voröld - 06.05.1919, Page 3
'Winnipeg', 6. maí, 1919
VORÖLD.
Bis. a
Þjóðræknismálið
i.
Fundur íslendinga í Victoria, B. C. til að ræða um stofnun og’
hluttöku í þjóðræknisfélaginu.
í tilefni af framkomu hra. J: Á. J. Lindals, var fundur haldinn að
heimili hra. og hiisfrú C. Sívertz, 1278 Denman St. Vietoria, B. C.,
sunnudaginn þ. 23. marz, 1919. Var fundurinn sóttur af þessum
*fimm utanheimilis mönnum:—J. Á. J. Lindal, Kolbeini Thordarssyni,
Jóni Hall, Einari Brynjólfssyni og B. E. Kolbeins.
Samkvæmt tillögu J. Á. J. Lindals, studdri af K. Thordarssyni,
var Einar Brynjólfsson kjörin fundarstjóri, en Christján Sívertz.
ritari. .
J. Á. J. Lindal gjörði grein fyrir tilrauninni, að koma þessum
fundi á, og lagði fram ávarp þrjátíumanna nefndarinnar, sem birt
hefir verið í íslenzku blöðunum. Ritari las ávarpið.
pá gjörði J. A. J. Lindal svo látandi tillögu:
“þrátt fyrir það þó segja megi, að það sé á elleftu stundu, að
fara nú að mynda alLsherjar þjóðríeknisfélag meðal vor Islendinga í
Vesturheimi, og
þrátt fyrir æsingar þær, sem nýlega hafa látið á sér bera hér í
landi gagnvart hinum svo nefndu “útlendingum”
pá álítum vér, íslendingar í Victoria, B.C. mættir á fundi til þess
að ræða þjóðræknismálið, mjög æskilegt að slíkt félag sé stofnað, og
lofum vér að st.yðja það í framtíðinni, eftir föngum.”
Uppástungumaður, Lindal, flutti langt og snjalt erindi, bæði um
upptök og augnamið málsins, og afskifti sín af hugmyndinni; hann las
einnig nokkur ljóðmæli, sem hann kvað fyrir nokkurum árum síðan,
snertandi málefnið.
Kolbeimi Thordarson sagði nokkur orð. Hann sagðist vera með
allsherjar þjóðernisfélagi Islendinga, þar eð hann væri fæddur ís-
lendingur, en að hann byggist ekki við að hafa neinn pei’sónulegan
ábata af þessu félagi. Né heldur sagðist hann sjá hvemig félaginu
yrði mögulegt að ná tilgangi sínum. Hann til dæmis, sæi ekki hvern-
ig börnum íslenzkra foreldra hér í landi yrði kend íslenzk tunga.
Jón Hall sagðist vera málinu hlyntur. Hann hafi gefið ?25.00
til Jóns Bjarnasonar skólans, sem væri hinn áþreifanlegasti vísir fyrir
efningu þessarar hugmyndar.
Fundarstjóri flutti góða ræðu, sem studdi málið sterldega. -Hann
sagðist naumast hafa getað trúað sínum eigin augum, þegar hann
hefði fyrst lesið um fyrirtækið. þetta hefði verið ósk sín og þrá í
mörg ár. Fjarlægð vor hér frá miðstöð íslenzkrar menningar í Vest-
ur1 eimi, væri itilsvirði, og ætti alls ekki að hafa'nein áhrif á hluttöku
voi a í málinu.
K. Thordasrson sagði að ungir íslendingar í Seattle skildu ekki
íslenzka tungu, tækju ekki þátt í íslenzkum félagsskap, í þeirri borg.
Hann kvað guðsþjónustur séra Jónasar A. Sigurðssonar sóttar ein-
göngu af gömlifm eða fullorðnu fólki.
J. Á. J. Líndal svaraði þeim ummælum fundarstjóra að það gjörði
ekki mikið til hvaða félag hefði alla umsjá yfir Jóns Bjarnasonar
skólanum, sem aðal stofnun Islendinga í Vesturheimi. Ræðumaður
sagðist vera á gagnstæðri skoðun. Frjálsleg umsjá og stjórn yfir
stofnunum, væri nauðsynlegt til þesS að almenn afnot þeirra geti orð-
ið, sem mest og bezt.
pá bætti J. Á J. Lindal eftirfarandi málsgrein við hina ofan
nefndu tillögu sína:
“Aðal-markmið félagsins sé að viðhalda þjóðerni voru, tungu og
bókmentum, og yfir höfuð að tala, öllu því, sem gott er og götngt í
fari þjóðar vorrar. pað hafi, ennfremur, algjörlega undir sinni stjórn
allar opinberar Vestur-íslenzkar stofnanir.”
Bjarni E. Ivolbeins talaði næst. Hann lýsti yfir því, að persónu-
leg reynsla sín viðvíkjandi Jóns Bjarnarsonar skólanum, væri sú, að
hann væri lítilfjörleg og veik stofnun, hvað kenslu í íslenzkri tungu
snerti. Hann sagðist vera hlyntuí tillögunni um myndun félagsin.'1,
en hann sagðist ráðleggja fólki, sem annars langaði til að afla böm-
um sínum þekkingar í íslenzku, að senda þau heim til íslands, ef efni
leyfðu. Hann sagðist vera persónulega kunnugur mörgum þeirra,
sem standa helzt fyrir málinu meðal Islendinga í Winnipeg. par
væri margt seyrt; flokkadráttur og tvöfeldni gengi þar Ijósum logum.
Hann gjörði það að tillögu, að höfundum ávarpsins sé tilkynt, að
þessi fundur sé samþykkur því, að félagið sé stofnað.
Ritarinn studdi tillöguna, og sagði urn leið nokkur orð, viðvíkj-
a.ndi málinu.
Nokkurar frekari umræður fóru frain. Loks var uppástunga
Kolbeins samþykt (með þremur atkvæðum).
Fundi slitið.
Christian Sivertz, ritari fundarins
II.
pennan oíanskfáða fundargjörning hefir fundarritarinn, hra. C.
Sivertz, góðfúslega látið mér í té. Hann hafði ekki tíma til að
hreinrita hann og umbæta, og er hann því, eðlilega ekki eins fullkom-
inn og hann hefði annars verið.
xMeð því að eg býst við að sumum, sem lesa fundargjörninginn
með athygli, kunni að þykja það dálítið kynlegt, að uppástunga mín
skyldi ekki einu sinni vera studd, en tillaga hra. B. E. Kolbeins, sem
eftir fundargjörningnum að dæma, virðist ganga alveg í sömu átt,
(eins langt og hún.nær), en kom þó síðar fram á fundinum, skyldi
vera samþykt, þá vil eg leyfa mér að geta þess hér, málinu til skýr-
ingar, a'ð Kolbeins lét þá ráðleggingu fylg.ja tillögu sinni, þó fundar-
gjörningurinn geti ekki um það, að heppilegast væri fyrir fundar-
menn, þó þeirxteldu sig félagstofnun hlynta, að sinna málinu ekki
frekar að svo stöddu. parna skyldi algjörle.ga með tillögum okkar
Kolbeins. Og þetta—þó ótrúlegt sé— mun hafa marið þessa “tví-
skinnungs uppástungu” hans—eins og eg leyfði mér að nefna liana
þá strax—í gegnum fundinn.
' III.
pað eru vitanlega margir og miklir örðugleikar á því, fyrir ís-
lendinga hér í landi, einkum þar sem þeir eru bæði fair og dreifðir, að
kenna börnum sínum íslenzka tungu, o.s.frv. jafnvel þo það væri á-
litið æskilegt. En “mikið má ef vel vill,” segir maltækið, og svo er
með þetta. Og mcr finst, og hefir alla tíð fundist, að vér, g’ömlu ís-
lendingarnir, ættum allir, að minsta kosti, að geta verið samdóma um
það, aS það væri bæði gagn og gaman að því, ef börn vor kynnu hið
gamla og góða móðurmál vort; að það væri ekki að eins mjög æski-
legt, heldur blátt áfram sjálfsagt, að vér reyndum méð öllu heiðai’-
legu móti, að halda hér við þjóðerni voru, tungu og bókmentum, eins
lengi og mögulegt væri; að það gjörði oss alls ekki að verri, heldur
að betri borgnrum landsins, að það ætti áð gilda hið sama um þetta og
lífið sjálft, sem allir heilvita menn reyna að halda í, vernda og varð-
veita eftir föngum, eins lengi og þeim er mögulegt, þó þeir viti með
vissu, að þeir hljóti að deyja á endanum.
Og þetta finst mér að Yestur-lslendingar hefðu alment átt að sjá
og' skilja fyrir löngu síðan, og svo, til að gjöra þetta erfiða, en ljúfa
starf, auðveldara og árangurs meira, að mynda allsherjar þjóðrækn-
isfélag, til að vinna með alúð Oig einbeitni að þessu.
Hefðu þeir t.d. myndað slíkt félag 1885, í staðinn fyrir hið þröng-
sýna og sundurdreifandi kirkjufélag, eða jafnframt því, þá hefði, að
líkindum, hinn þjóðcrnislegi himinn vor oftast verið heiður og fagur,
en ekki skýjaður og skuggalegur, eins og hann hefir lengst af verið,
og er enn, jafn vel þó nxx sé loksins ögn að rofa til. Já, hefðu menn
byrjað á þessu göfuga, nauðsynja verki með sólaruppkomu hins
Vestui’-íslenzka landnáms, í staðinn fyrir að byrja á því nú þegar degi
er mjög tekið að halla, þá hefði gagnið og gleðin af því orðið margfalt
meiri, en nú mun raun á verða, jafnvel þó alt gengi vel.
En hvað sem þessu líður, þá er betra að byrja nú á verkinu, þó
seint sé, en láta það með öllu ógjört, og þess vegna er eg nú, sem
fyrri, eindregið með stofnun og starfi Yestur-lslenzka þjóðræknisfél-
agsins, og óska því til allra beilla og hamingju í framtíðinni.
IV.
Að eg hlutaðist til um fundarhald það, sem getið er um hér að
cfan, stafaði aðallega af því, að eg hafði meðtekið ávarp þrjátíu-
manna nefndarinnar og bréf frá ritara minnisvarða nefndarinnar, en
nóttakendur þeirra skjala, voru eins og kunnugt er, beðnir að
genzlast eftir vilja, eða áliti, samlanda sinna í sínu bygðarlagi, að
því er innihald skjalanna snerti, á þann hátt að boða til almenns
fundar. Eg reyndi því strax að koma á fundi, þó það tækist eigi
fyr en þetta (þ. 23. f. m.) Eg gat og um það í fundarboðinu, að
ræða ætti bæði þessi mál—þjóðernis og minnisvarða-málið—á fund-
inum. pað var því ekki mér að kenna, þó fundurinn væri ekki betur
sóttur, en hann var, néiieldur þó ekkert væri þar minst á minnisvarða-
málið; það var aðeins tímaleysi að kenna.
Eg tek þetta hér fram, svo hlutaðeigendur, sem eg hefi engu
svarað, viti hvernig í öllu liggur.
V.
pegar eg nú er að hugsa um hvaða undirtektir þetta þjóðræknis-
mál fékk á fundinum, þá getur mér ekki annað en dottið í hug hversu
ólíkum viðtökum það liefði átt að mæta hefði það t.d. verið borið hér
upp á fundi í félaginu “Islendingur”* fyrir nokkurum árum síðan,
þegar hér voru, meðal annars, Sigurður Mýrdal og Jónína kona hans,
Mattías Friðriksson, Arngrímur Johnson, Jón B. Johnson (bróðir
hans) Jón Ilrafndal Johnson og Ólína Guðbrandsdóttir (þrjú hin síð-
asttöldu eru nú látin)—sem öll voru mjög þjóðrækin. pá hefði mál-
ið, vafalaust, fengið byr undir báða vængi.
Fögrum, ljúfum, frónskum röddum
fækkar æ í þessum bæ;
yfir þeim vér oft oss glöddum
áður hér við Kyrrasæ.
VI.
Fús var eg til þessarar fundarboðunar, sérstaklega- vegna þess, að
viðhald þjóðernis vors, tungu og bókmenta, sem og stofnun allsherja'r
þjóðræknisfélags meðal Yestur-íslendinga, hefir ávalt, síðan eg flutti
vestur um haf, verið mér talsvert áhuga mál, þó eg, á hinn bóginn,
hafi lítið getað gjört í þeim efnum, fremur en öðrum.
Til þess nú bæði að styðja og skýra þessa umsögn mína, og eins
til þess að verða að dálitlu leyti við tilmælum ritara hins nýmyndaða
“Islendingafélags” — sem átt hefði að-heitá: “pjóðræknisfélag ís-
lendinga í Vesturheimi”—Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, sem birtist í
“Voröld” þ. 1. þ. m., að fá vitnesku um “þær stefnur, hugmyndir og
tilraunir, sem fram hafa komið meðal Vestur-íslendinga í því skyni
að stofua félag með þessum tilgangi” þá læt eg fylgja þessum línum
dáKtinn kafla úr grein, sem eg reit í “Heimskringlu” fyrir fjórum
árum síðan, pg einnig nokkur gömul erindi eftir mig, snertandi þjóð-
ræknismálið, sem eg las upp á funclinum.
Fœreyskar Þjóðsöffrr
MAÐURINN SEM VARÐ EFTIR í SUÐUREYJU.
VI.
pað var um haust nálægt Mikkaelsmessu að Hvaleyjarbúar fóru
út í Suðurey hina minni að sækja sauðfé. pegar þeir ætluðu heim
aftur söknuðu þeir eins mannsins. peir biðu alllengi, en hann kom
ekki. Héldu þeir því að hann hefði hrapað niður úr björgum og
biðið bana. Áliðið var dags og sjór ókyrðist; þorðu þeir ekki að bíða
lengur og fóru heimleiðis. Hvassviðri hélzt lengi og stórsjór gaf því
ekki út í eyna til þess að leita mannsins.
pegar maðurinn varð þess var að félagar hans voru farnir, leitaði
Iiann sér náttstaðar um kveldið í helli nokkrum; þar var gott skjól
íyrir stormi og regni og voru menn vanir að sofa þar þegar þeir voru
við fuglatekju.
pegar hann vaknar næsta morgun sér hann borð alsett vistum;
var það heitur matur og vel tilbúinn. Hann snæddi með góðri lyst og
þessu fór fram um nokkra daga; var þar matur á hverjum morgni
svo mikill að til dagsins nægði.
Aðallega var það bæði selket og fuglaket, en sauðaket stöku
sinnum. pegar veður var gott reikaði hann um eyjuna, en enginn
kom þangað. pannig liðu tímar fram undir jól. Einhverju sinni
þegar maðurinn lá í hellinum og harmaði það að hann hefði ruglast í
tímatalinu og vissi ekki hvenær jól kæmu heyrði hann rödd er sagði
hástöfum:' , ,, - <:
“Nóttin ein og dagarnir tveir til jóla.”
Á jólamorguninn var á borðinu hjá honum matreiddur heill sel-
skrokkur. Veturinn leið og fram á vor. Eina nótt dreymdi hann
að næsta dag mundi hann losna úr eyjunni og ætti hann að gæta þess
nákvæmlega að segja engum lifandi manni frá því á hverju hann
hefði lifað, því ef hann segði frá því þá dæi hann innan árs.
Næsta dag kom bátur í nánd við eyjuna; kallaði þá maðurinn til
bátverja og þeir komu honum til bjargar. Voru það sömu mennirn-
ir sem hann hafði orðið eftir af, en ekki þektu þeir hann, því hann
var svo feitur og sællegur. I heilt ár eyddi hann tímanum eins og í
draumi og mælti sjaldan orð frá munni. pó var hann hraustur að
öllu leyti. Kona hans gekk á hann og bað hann að segja sér hvað til
kæmi að hann væri svo þögull og á hverju hann hefði lifað á eyjunni.
Lét liann um síðir tilleiðast og sagði henni frá veru sinni á eyjunni og
því sem þar hafði á dagana drifið. En ekki var árið liðið áður en
tiann tók sótt er leiddi hann til bana.
Vorold og Sóiöld
Hérmeð birtist listi af útsölumönnum “Voraldar” í ýmsum bygö-
um Islendinga, og eru áskrifendur blaðanna “Sólöld” og “Voröld *
vinsamlega beðnir að snúa sér til þeirra.
Gestur Oddlcifsson .............. Arborg, Man.
A. C. Orr,................... Amaranth, Man.
B. Methusalems.....................Ashern, Man.
Hrólfur Sigurðsson...................Arnes, Man. i
Agúst Sædal.......................Baldur, Man.
G. 0. Einarson.......................Bifrost, Man.
Sigurjón Bergvinsson............... Brown, Man.
Jón Loptson.................... Beckville, Man.
S. G. Johnson.................Cypress River, Man.
Gunnar Gunnarsson.................... Caliento, Man. *
B. C. Ilafstein................ Clarkleigh, Man.
B. Jónsson................— Cold Springs, Man.
Einar Jónsson........................Cayer, Man. '
J. K. Jónasson.................. Dog Creek, Man.
O. Thorlacius...................Dolly Bay, Man.
Ilinrik Johnson...............-......- Ebor, Man. j
Oddur H. Oddson ..._..............Fairford, Man.
Tryggvi Ingjaldson................ Framnes, Man.
Timoteus Böðvarson..................Geysir, Man.
Sveinn Björnsson.....................Gimli, Man.
J. J. Anderson....._..............Glenboro, Man.
Kr. Pétursson '......................Hayland, Man.
Guðmundur Olson .....................Hecla, Man.
M. M. Magnusson................... Hnausa, Man. \
A. J. Skagfeld...... .................Hove, Man.
Armann Jónasson...............Howardville, Man.
Björn Hjörleifsson ........... ...... Húsavík, Man. é
Kristján Jónsson................. Isafold, Man.
C. F. Lindal................... Langruth, Man.
Sveinn Johnson .................. Lundar, Man. V
Jón Sigurðsson....................Mary IIill, Man.
Sveinn Björnsson...................Neepawa, Man.
Jóhann Jónatansson............................Nes, Man.
V. J. Guttormsson............... Oak Point, Man.
Guðbrandur Jörundsson.................Otto, Man,
7 #•
Guðm. Thordarson.....................,. Piney, Man.
S. V. Holm......................Poplar Park, Man. ^
Ingimundur Erlendsson ......... Reykjavík, Man.
Gísli Einarsson__________________._. Riverton, Man.
Clemens Jónason ..... ..... ........ Selkirk, Man.
' '-j._
Framar Eyford............................Siglunes, Mau. i
Björn Th. Jónason...............Silver Bay, Man.
Ásmundur Johnson.........................Sinclair, Man. \
Jón Stefánsson..................Steep Rock, Man.
G. Jörundsson .................. Stony Hill, Man.
Halldór Egilson.................Swan River, Man.
Gisli Johnson ................The Narrows, Man.
Björn I. Sigvaldason.................Vidir, Man.
Sigurður Sölvason......................Westbourne, Man.
Finnbogi Thorgilsson.....................Westfold, Man.
Jóhann A. Jóhannesson...............Wild Oak, Man. j
Björn Hjörleifsson.......... Winnipeg Beach, Man.
Finnbogi Hjalmarson ........ Wtnnipegosis, Man,
Christnn J. Abrahamsson....................Antler, Sask.
II. 0. Loptson.........................Bredenbury, Sask.
S. Loptson............. Churchbridge, Sask.
Jón Jónsson, frá Mýri_____________— Dafce, Sask.
Ungfrú prúða Jaekson.................Elfros, Sask.
Jón Einarson....................Foam Lake, Sask.
Valdimar Gíslason................. Gerald, Sask.
Ungfrú Margrét Stefánsson ......... Ilolar, Sask.
Jón Jónsson frá Mýri — — — — Kandahar, Sask.
T. F. Bjömsson............ .....Kristnes, Sask.
J. Olafson...................... Leslie, Sask.
Ólafur Andréésson............._...Lögberg, Sask.
M. Ingimarsson _.... .......... Merod, Sask.
Snorri Kristjánsson.................Mozart, Sask.
Snorri Jónsson................ Tantallon, Sask.
Asgeir I. Blöndalil..'........... Wynyard, Sask.
Arni Backman...................... .._ Yarbo, Sask.
S. S. Reykjalín, Ste. 1 Carson Blk., Calgary, Alta.
Th. Hjálmarsson, Room 3, Tremont, Edmonton, Alta
Jónas J. Hunford ....... ....... Markerville, Alta.
Mrs. S. Grímsson, R. R. 1.....— Ked Deer, Álta.
Kristján Kristjánsson ..........Alta Vista, B. C.
Frú J. Gíslason ...__. .... — Bella Bella, B. C.
Wm. Anderson, 1456 Argyle Place, Vancouver, B. C.
J. Ásg. J. Lindal, 3412 “S” St----.Victoria, B. C.
G. É. Olgeirsson, R. 3 ........Edinburg, N. D.
Gamaliel Thorleifsson .............. Gardar, N. D.
H. II. Reykjalín.................Mountain N. D.
Victor Sturlaugsson..................Svold, N. D.
J. P. ísdal_______________________Blaine, Wash
Ingvar Goodman_____________Point Roberts, Wash.
Th. Anderson_______________So. Bellingham, Wash.
John Berg, 1544 W. 52 St...... -..S^attle, Wash.
Sigurbjörn Jóhannesson,-------— Sayerville, N. J.
Ungfrú Helga Johnson, Tarrytown on Hudson, N.Y.
Steingr. Arason, 550 Park Ave---New York, N. Y.
J. A. Johnson, 32 Ord St.-----San Francisco, Cal.
Eiríkur J. Vigfússon, 2729 W. Washington Blk.
Chicago, 111.