Voröld - 25.11.1919, Page 1

Voröld - 25.11.1919, Page 1
% HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til fsleníka hey- kaupmannanna, og fáið hæðsta rerð, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar 14*- aðir á "kör“ send beint til okkar. Vér ábyrgjumst að gera yður 4- nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerce Talsírr.i G. 2209. Nsetur talstmi 8. 8147 Winnipeg, - Man. II. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 25. nóvember, 1919 NR. 34. J. J. SAMSON BER FRAM MUTU MU Segir að Segal hafi boðið sér peninga og stöðu ef hann hœtti við kosningarnar. Friedman og Segaí nefna í þessu sambandi Sir Hugh John Macdonaid, Robt. Rogers og Dan Maclean. HVER SENDI FREIDMAN TIL SAMSONAR? HVER LAGÐI TIL PENINGANA SEM SEGAL BAUÐ? HVER ÁBYRGIST pESS- UM MÖNNUM AÐ MACLEAN* ROGERS OG SIR HUGH J. MAC- DONAD HEFÐI VALD TIL pESS AÐ ÁBYRGJAST STÖÐU í LÖG- REGLULIÐINU? HVERNIG STENDUR Á pVÍ AÐ pEIR MENN SEM STÆRÐU SIG AF pVí AÐ pEIR HÉLDU UPPI LÖGUM OG REGLU FALLA SVONA LÁGT AÐ FREMJA GLÆPI TIL pESS AÐ HALDA VÖLDUM í BÆJARSTJÓRNINNI. NATH. SEGAL BAUÐ SIG FRAM FYRIR BÆJARRÁÐSMANN í FIMTU KJÖRDEILD FYRIR pÚSUND MANNA NEFNDINA, SEM KÖLLUÐ ER. DÓMARINN ÚRSKURÐAÐI AÐ HANN ÆTTI EKKI ATKVÆÐISRÉTT pAR. NÚ KEMUR HANN FRAM SEM FULLTRÚI EINHVERRA OG SEGIST HAFA PENINGA TIL pESS AÐ KAUPA VERKAMANNAFULLTRÚANN f pRIÐJU KJÖDElLD HVAR FEKK HANN PENINGANA? HVERJUM ER pAÐ í HAG AÐ KOMA VERKAMANNAFULLTRÚUM FYRIR KATARNEF? “Herra forseti og samverkainenn! Eg hefi stutta sögu að segja yður, og sýnir hún hverju verkam'annafulltrúaefnin eiga að mæta við þess'ar kösningar áuk þess sem þér sjáið i bloðunum daglega. Eg á heinfa að 273 Simcoe stræti í Winnipeg. Klukkan 3 e. h. á laugardaginn, var drepið á dyr að framan; eg fór til dyra og var þar kominn maður sem eg þekti ekki. Hann hóf máls á þessa leið: “Ert þú Samson?” “Já svaraði eg. “pað er maður í bifreiðinni sem vill tala við þig” sagði hann. Eg sá bifreið hér um bil fram undan briðja húsi frá mínu. Eg fór út á stéttina og kom þá maður tafar- saust úr bifreiðinni og gekk til mín. pað var maður sem eg þekti mjög vel og hafði unuið með í lögregluliði borgarinnar; hann heitir Preidman. Bann rétti mér hendina og sagði “Komdu sæll J. J.. ‘Komdu sæll svaraði eg. “Hvernig gengur það?” spurði ^reidman. “Ágætlega” svaraði eg. “Eg vildi að þú vildir fara í kápu og láta á þig hattinn og koma með mér”. “Hvert ætlaður?” spurði eg. “Eg er baraa að aka úti mér til skemtunar” svaraði ahnn: “Hversu lengi sh erðum við?” spurði eg. “Hér um bil tvær klukkustundir” svaraði bann. ‘Tvær klukkustundir; livert eigum við þá að fara?” “0. þú hefir tíma til að koma. Komdu bara.” Eg fór inn fékk mér treyju og húfu, fór út aftur og- upp í bifreiðina með honum ; við ókum af stað eftir Simeoe stræti norður á St. Matthews. paðan suður aftur á næsta stræti að mig minnir, “Hvert ertu að íara t’ ’ spurði eg þegar við snerum suður. “0, við förum eitthvað út í buskan” svaraði banri, eitthvað eftir St. Bonefac e vegmum. ‘Ti! hvers ætlarðu eftir St. Boneface vegmum?” (hlátur) spurði eg. “pú ert þó ekki hræddur við mig Jón, eg ætla ekki að drepa þig”, sagði hann. “Nei, eg er ekki hræddur við þig” svaraði eg, “ekki við þig einan.” “ Jæja,” sagði hann” við skulum bara aka okkur til skemtunar.” Fatnaður og yfirhafnir pER SPARIÐ $10.00 Á FATNAÐINUM YÐAR OG YFIR HÖFNUNUM, MEÐ pVÍ AÐ KAUPA pAÐ í BÚÐINNI UPPI Á LOFTI, MEÐ VERÐINU SEM pAR ER. “En hvers vegna eftir St, 'Bonefáce veginum” spurði eg. “pað er nú svona; ja, eg ætla að fara út fyrir bæjartakmörk,” sagði hann. (hlátur). “Jæja,” svaraði eg. Við ókum í gegn um Norwood og upp að gistihúsi hinu megin við Rauðarána. par staðnæmdist Jiann; við fórum inn og hann bað um herbergi. Sá sem gistihúsinu i*éði, spurði hversu lengi hann ætl- aði að vera, og' hann svaraði “í t.vær klukkustundir.”“Vlð leigjum ekki herbergi í tvær klukkusturaiir”, svaraði maðurinn. “Jæja,” sagði hann, “Settu bava upp það sem það kostar um sólarhringinn. ” “Jæja, láttu mig liafa $2.00” sagði maðurinn. Hann borgaði tvo dal- ina, og' skrifaði nafn í gistihúsbókina. Síðan fórum við upp á loft og inn í herbergi. pegar við komum imi lokaði hann dyrunum. !hlát- ur). Hann fór úr yfirhöfninni og eg gerði það sama tafarlaust (hvell- ur hlátur), “Jæja, ertu tilbúinn að fljúgast á?” spurði hann. “Já” svaraði eg. “Við skulum setjast niður,” sagði hann. “Jón, við vorum háðir í lögregluliðinu” sagði hann. ‘ ‘dá, ’ ’ svaraði eg. “pú vissir það að eg' var alt af sanngjarn maður þegar eg var þar,” sagði hann. “ Já,”' svaraði eg. “Við vorum altaf vinir,” sagði hann. “Já,” svar- aði eg. “Eg virði þig mikils fyrir staðfestu þína og manndóm þinn,” sagði hann, og sömuleiðis vegna þess, að þú ert eldri maður en eg, og þú átt börn sem eru nálega eins stór og' eg. “Mér var annars sagt að fara varlega og tala með silfur tungu”. “Pinst þér ekki að þú sért að hlýða því ?” spurði eg (hlátur). “Eg er sendur hér frá þeim er völdin hafa, ” sagði hann “til þess að bjóða þér stöðu þína aftur við lögregluliðið, og þar með að þú fáir borgað fyrir allan tímann síðan þú A'arst rekinn í sumar. (Skellihlátur og lófaklapp) Eg á Mka að bjóða þéér þækkun bráð- lega, og að þú getir fengið stöðuna aftur fyrir bróður þinn. pað sem ])ú hefir borgað í sambandi við kosrii'ngamar, og þú þarft ekki að !eggja fram neinn sundurliðaðann réikning eða skýrslu hvar þú hef- ir notað hvcrn dollar.. pú getur bara tiltekið npphæðina. Eg veit að það er dálítið djarft að fara fram á þetta við þig, vegna staðfestu þinn ar og ráðvendni, en eg vildi að þú íhugaðir málið. pú hefir verið fátækur alla æfi og þú átt. átóra fjöískyldu, og þetta ér eiria tækifær- ið sein þú hefir haft, og ef tli vill eina tækifærið sem þú nokkurntíma getur haft, til þess að bæta dálítið kjör þín og komast yfir peninga. Pú þekkir verkamennina; þú veist að lögreglumannafélagið neitaði mér þegar eg var rekinn frá stöðu.mi; og hvað gerðu þeir’fyrir þig? peir gerðu ekkert fyrir þig. Eg er með málefnum verkamanna af öllu hjarta (skellihlátur^ en þeir neituðu mér og þeir gerðu ekkert fyrir þig.” “pað er býsna erfitt ívrir mig,” sagði eg, “aö svara þefsu á svipstundu. Hvernig ætti eg að afsaka þetta 'við verkamenn- ina.” “Ó, það er nú ekki mikill vaudi” svaraði hann. “Læknarnir eru með okkur, og það er ekki annað en.að skoða þig; tveir læknar gela gert það, og þeir finna. það út. að þú ert veikur af einhverju; þú þarft að fara til Roehester til nppskurðar.” (Hlátur). “pað dygði eklii,” svaraði eg, “pví þeir gætu fundið það út h vort eg værií Roehester eða ekki. ” “pú gætir þá farið til eiuhverr- ar baðstöðvar. pú gætir verið í burtu um mánaðartíma og allur kostn- aður skal verða borgaður. pú kæmir hingað aftur dauðveikur; þú hefðir ekkert á að lifa, hefðir eytt öllu þínu fé við kosningarnar og í ferðalagið. pú gengur um hæinn ófær til vinnu um tíma; jlíðan fær- irðu aftur ti! lögreglunnar og bæðir uni vinnu þína aftur; þú fengir hana og alt færi vel”. “Heyrðu Mabe!” sagði eg, því eg var vanur að kalla hann það. “Eg get ekki svarað þér í dag. ” “Mér var skipað,” sagði hann “að fá svar í dag.” “Eg get ekki svarað í dag (heyr! heyr!),eg'get ekki svarað' því fyr en á mánu- daginn. “Hvaða vitleysa” svaraði hann, “þú getur svarað mér á árdegis á morgun.” “Jæja, komdu ]>á heim til mín klukkan ellefu á morgun,” svaraði eg “þá skal eg tala við þig.” Hann ók með mig lieim aftur og svo féll talið niður. Hér um hil klukkustund síðar komj hann aftur í sömu bifreið og Segal bakari með homun; og þeir báðu mig að koma upp í bifreiðina. Eg gerði það og*sagði: “Akið upp á Sargent Ave. ”pegar þeir komu að knattleikhúsi bróður míns á milli Yictor og Toronto stræta, saðgi eg þeirn að nenia staðar. peir gerðu það og eg fór inn í knattleikastofuna og var þar um stund; eg kom út aftur og kallaði á Segal og Freidman út iir bifreiðinni og við gengum upp að horninu á Sargent og Toronto og eg sagði við Segal: ‘Eg býst við að þú sért kominn til þess að vita um það sem, Freidman talaði um við mig.” “Já,” svaraði liann. Síðan hélt hann langa ræðu; hann sagði mjér frá því hversu mikill vinur minn hann væri og ef eg hefði komið til sín í fyrra sumar, þá liefði hann getað útvegað mér stöðuna aftur. “Eg frétti það rétt af tilviljun,” sagði liann, “og ekki fyr en í gærdag að þú værir að sækja um hæjar- ráðsstöðu. Eg vissi það ekki áður. Eg hugsaði með mér að það væri skömm\>g svívirðing að þú værir tól í höndum verkamanna. ” ‘Eg er enginn krakki. ” svaraði eg, “og egiyeit hvenær eg er ról og hvenær ekki. pú ert einhvers tól einmitt nú. (íifeyr! heyr! og lófaklapp). Robinsons Clothes Shops, Ltd. f 264 Portage Av Jppi yfir 5—10—15 centa búðinni ........ rnmwm......— Greiðið atkvœði fyrir hádegi á föstudaginn Grunurum svik síðdegis Eg tók eftir því að Freidman hnipti í hann og hann sagði ekki meira um þetta. En hann hélt áfrarn að segja mér að hann væri vinur minn. pað væri af einskærri viriáttu að hann hefði farið nmj og sann- fært sig um að hænn gæti útvegað mér stöðuna aftur við lögregluna, og borgun fynr tímann sem tapaður væri o;g- alt það sem Freidman hafði sagt mér. “Hvað á alt þetta að þýða?” spurði eg, “Hvernig stendur á því að þér er svo ant um það núna, að korna mér að stöðunni aftur?” “pú hefir ekkert upp úr þessu,” sagði hann, “þú verðnr ekki kosinn og hefir ekkert nema tap, 'en núna get eg haft tækifæri að koma þér að stöðuririi aftur. Eg get látið þig fá það svart á hvítu ef þú kemur heim með mér, að þú fáir stöðuhækkun bráðlega, og að þú getir fengið stöðuna aftur, eftir mlánaðartíma og fulla borgun upp að þeirn trina. ” “Talaðu ekki eins og óviti, Segal,” sagði eg, “Hvað hefði það að þýða fyrir mig að fá nokkuð' svart á hvítu um þetta efni? því ef þú stæðir ekki við orð þín, þá yrði eg að sýna þetta svart á hvítu, og þú kæ«ii eg upp um sjálfan mig. ” “Jæja, eig skal fá menn til þess að lofa þér þessu, menn sem þú trúir.” “Hverjir eru þeir?” spurði eg. “Heldurðu ekki að þú tryðir Sir Hugh Maedonald?” “Eg tryði engum,” svaraði eg. “Heldurðu ekki að þú tryðir Robert Rogers?” sagði hann (óhemju-lófaklapp). “Ileldurðu ekki að þú tryðir Maclean, Dan Maclean?” “Eg þekki ekki þá menn,” svaraði eg; “eg hefi aðeins séð þá tilsýndar; eg liéfi aldrei á æfi minni talað orð við þá, og livað sem um það er, þá mundi eg engum trúa í þessu efni.” “Komdu heini til mín,” sag-ði hann, komdumieð mér í bifreiðinni; það er þægilegra að tala um þetta ifmi í hlýjunni; eg get borgað þér upphæðina núna strax, núna í kvöld heiina hjá mér; eg hefi tvo menn tilbúna að koma þangað og ta!a við þig og ábyrgjast þér full- liomlega að það er sannleikur sem eg segi þér.” “Herra Segal,” sagði eg, “Eg fer ekki heim með þér; við höfum talað hér alt sem við munduin tala þar; það yrði einungis til þess að endurtaka. það, ef eg færi heim ineð þér. Til þess að eg íhugi nokkuð af því sem þú hefir sagt, verður þú fyrst að fara til yfirmianns lög- reglunnar og láta liann koma til mín og hiðja mig fyrirgefningar fyrir það að hann rak mig í fyrra sumar, og láta hann lofa því sjálfan sem þú hefir talað um viðvíkjandi lögreglustöðunni.” “Við getum komið því til leiðar,” svaraði hann. (Hlátur) Við getum ákveðið tíma fyrir þig að fara og tala við hann.” “Hvers- vegna ætti eg að fara til hans og tala við hann?” svaraði eg. “Eg fer aldrei inn í þá hyggingu meðan eg lifi, nema því aðeins að eg verði fluttur þangað í járnum. Newton verður að koma til mín og biðja mig fyrirgefningar og lofa mér því sjálfur, sem hann hefir að hjóða. pá hefi eg hald á honum framvegis; þetta geturðu sagt lionum.” “Við getumMtið hann gera þetta,” svaraði hann. ‘Jæja, þá getur þú ltomið aftrir á ibánudaginn, ” sagði eg, “og talað við mig ef þú vilt. pað er að segja ef þú getur gert þetta.” “Jæja, vertu sæll á meðan,” svaraði hann Síðan fór hann inn í knattleikastofu bróður míns á Sargent, Ave, og Freidman með lionum, og eg fór á eftir. peir keyptu þar vindla. Eg kom inn og Segal sneri sér við og sagði: “Ilallo! Eg hefi ekki séð þig í lieilt ár, ” og hann tók í hendina á mér og Freidman líka, en Segal gaf mér vindil. Síðan kvöddu þeir og fóru, Hér er sagan á enda; þér hafið heyrt hana, en þetta sýnir yður eða gefur hugmynd um hverfu fulltrúaefni verkamánna eiga að mæta, auk allra árása og ósvífni sem blöðin flytja daglega. pökk fyrir áheyrnina.” (Margfalt lófaklapp). pessa ræðu flutti J. J. Samson á þriðjudaginn fyrir 7000 manns. Alllöng skrá yfir gefendur í jólasjóðinn verður að bíða nœsta biaðs

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.