Voröld - 05.03.1920, Qupperneq 2

Voröld - 05.03.1920, Qupperneq 2
Bls. 2 VORÖLD. Winnipcg' 5. marzt 1920. kemur út á hverjum þriðjudegi og föstudegi. Ctgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Vorold kostar $3.00 >um árið í Canada, Bnadaríkjunum og á íslandi. (Borgist fyrirfram-) Ritstjóri:—Dr. Sig. Júl. Jóhannesson RáSsmaSÚr:—J. J. Samson Skrifstofa: 637 Sargent Avenue Talsími Garry 4252 Hver er óvinur Canada? Lögberg og Iíeimskringla eru sjálfum sér samkvæm í rógburðar- árásum sínum á ritstjöra Voraldar. pau hafa hvað eftir annað reynt að telja fólki trú um að vér hötuðum Canada; þetta eru auðvitað samantekin ráð Heródesar og í’ílatusar í því skyni að reyna að tortryggja sinn sameiginlega óvin. Vér trúum því ekki að það geti verið af heimsku, ef það væri þannig að þessir leppar Gunnlaugur og Jón héldu að stjórn og land væri það sama, þá væri það af heiinsku og því fyrirgefanlegt eins og hver önnur óvið.ráðanleg veiki; en vér höldum því fra-m, að það sé fremur ilfgirni og rógur sem til grundvallar liggur, vegna þess að háðar afurhaldsklíkurnar eru hræddar við Vorökþ og áhrif hennar; hræddar við að hún opni einhversstaðar glugga og hleypi inn ljósi og lífslofti, en það hvorttveggja er banvænt gömlu uglunni. Rit- st.jóri Voraldar er líklega eini íslenzki ritstjórinn hér vestra^pú sem hefir sýnt það í verki að hann ann Canada og vill hag þess- TJonum er það áhugamál að Canada verði frjálst land þar sem allir kraftar njóti sín; þar . sem sé fullkomið málfrelsi, fullkomið ricfrelsi, full- komið fundarfrelsi, fullkomin borgararéttindj.^ Hinir ritstjórami vilja banna alt þetta; með öðrum orðum, þeir vilja leggja þau höft á börn landsins sem gerir þau að þrællum og landið þess vegna að þrælanýlendu. Sá er versti óvinur land^jns sem vinnur að því að sú stefna ríki hér, og í því eru þau sek Lögberg og Heimskringla. Vér setjum hér nokkrar vísur sem vér höfum gert um Canada, til þess að sýna stefnu vora igagnvart fósturlandi voru: Vér sjáum þú átt æsku og auð * og ó.ta.1 fleiri ikosti; en þú ert samt af sumu snauð, þér sól ei stöðúgt brosti Og oflof þér er eikkert lið; í þú ert að h’álfu vegin, ef alt sr sýnt á “hægri” hlið ' en hulið “vinstra” megin. pví óskum vér að ve.rða tré í vermireitum þínum, , er framtíð þinni þroskun sé / með þrótt í stofni sínum. Og því skal hverja rækta rós er ,rætur festi hjá þér, og því skal reynþ a.ð lífga Ijós er lýsi og vermi frá þér- f / / Og því skal aldrei þyrnum hlíft í þínum frjóa velli, og því skal engu Ijóni líft er lömb þín sakiaus felli. % petta sögðum vér fyrir mörgum árum og hugur vor er eins enn í þessu efni- Vér viðurkennum það enn, að Canada á æsku og ,auð og ótal fleiri kosti; ivér sjáum það líka enn að Cana'da er af sumu snauð, og þar á ineðal skortir hana góða stjóm og frjálslynda menn, ærleg blöð og óleigð eg ménn sem standi við sannfæringu I sína og verzli ekki með samvizku sína. Vér sjáum það enn, að hér er þörf á aðfinningum og teijum það helga skyldu hvers ærlegs borgara að benda á gallana og sýna ráð við þeim. Vér triium því enn, að oflof sé skaðlegt landi voru, og sá svíklst um greiðslu fósturlaunanna sem ekki geri sitt til þess áð bæta og betra, lagfæra og leiðrétta það sem aflaga fer. Vér trúum því enn, að hér sé ýmislegt að sem þurfi að laga: Vér strengjum þess enn heit sem áður, að gera vort bezta til þess að “rækta ró^rnar” sem rætur hafa fest hér í Canada, og vér lo'furn því enn að reyna að lífga 1 jós sem lýst geti og vermt út frá voru kæra fósturlandi. En vér strengjum þess enn heit ekki síður, að gera vort ítrasta t.il þess að engum þyrnum verði hlíft í hinum frjóa velli þessa lands, o,g að engu ljóni skuli líft sem felli hin saklausú lörnb landsins. Rósirnar sem hér festa rætur eru hugsjónir frelsis og mannréttinda, vér vilj- um reyna a.ð rækta þær, það er landinu fyrir beztu- Ljósið sem hér kviknar og héðan lýsir eru víðsýnar skoðanir og frjáls andi; það ljós viljum vér hj>álpa til að lífga og endurl-ífga í hvert sinn sem aftur. haldsdrauga.rnir að Lögbergi og Heimskringlu blása að því fúlum anda og banvænum. pymarnir í hinum frjóa velli Canada eru miðaldaskoðanirnar og afturhaldsandinn, óheilbrigð löggjöf, svik og fjárdráttur, dala- dýrkun og centasótt- pessa þyma viljum vér uppræta og þeim skal aldrei hlíft'af oss. Ljónið sem fellir hin saklausu lömb \:ors kæra fósturlands er harðstjórn og hnefarétíur, herskylda og hlekkir, leigublöð og tvífætt leigudýr í ritstjórastólum og öðrum sætum. pess- um ljónum akal ekki verða líft hér framvegis, Og þótt vér verðum komnir undir græna torfu þegar hið síðasta þessara l.jóna verður að velli lagt, þá kemur sá tími að það skeður, hversu fast sem þeir faðm- ast í samtökum á móti heill Canada ritstjórarnir að auðvaldsblöðun- um gömlu. ,Sá er óvinur Cáliada sem vill hefta frelsið í landinu og gera fólkið að þrælum, því land skipað frjálsu fólki nýtur virðingar, en land bygt af þrælum, er fyrirlitið. peir eru óvinir Canada sem hér vilja banna málfrelsi, ritfrelsi og borgararéttindi. Hafið þið tekið eftir því? Islendingar komu flestir að heiman félitlir og fákunnandi, en með sterkum vilja og ódrepandi kjarki- Fátækir flestir .vegna þess að á Islandi voru þá ekki þektir þeir vegir sem greiðastir hafa reynst til sjálfstæðrar stöðu, eða þær námur sem síðan hafa orðið arðmestar. Fákunnandi vegna þess að ættjörð vor var í þá daga fráskilin umheim- inum og óþekt- petta hefir h-vorttveggja lagajií> síðan. En þegar hiiiigað1 kom voru vonirnar stórar, hugsanimar háar, viljinn sterkur, áhuginit takmarkalaus og stafsþrekið eins. peir höfðu rifið sig upp með rótum úr jarðvegi sem þeir uxu upp í og órðið að slíta.þar margar líftaug^ir. petta var ekki sársaukalaust. En vonin um betri framtíð böm'um sínum var sú hvöt og sá aflgjafi sem dugði. 1 pegar hingað kom var tekið til óspiltra málann-a. Ekkert var til þess sparað að hafa sig áfram og ryðja sér brautir; ekki var legið á liði sínu; myrkranna á milli var unnið fyrir sultarkaup, réft aðeins nóg til lífsframdráttar, eða það varð að duga hvort sém það var nóg eða ekki- Og þeir unnu baki brotnu með sælli tilfinningu um það að þeir væru að byggja framtíðarvegi handa börnum sínum. Hvert verk sem þeir unnu, hver fórn sem þeir lögðu fram, hvert spor sem þeir gengu, hver þraut sem þeir sigruðu var steinn í veggnum í framtíðarbústað þeir.ra- Frumbyggjamir hugsuðu fæstir svo bjai’t að þeir mundu sjálfir njóta sælla daga, í þessu landi, nema að því leyti sem tilfinningin um það að leggja fram krafta sína fil góðra mála ska.par sælu. En þeir voru þess sannfærðir að börnum þeirra yrði borgið — og það var þeim fyrir öllu. En þeir voru einnig viss- ir eða sannfærðir um að þakkliætisblómið mundi vaxa í hjörtum bamanna að sama skapi sem þyrnarnir stungn foreldrana við vega- gerðina. Hvernig hefir sá draumur komið fram? Hvernig hafa þær vonir ræzt? spurði ihvort komið hefði formleg beiðni um endurupptöku málsins eða einungis persónulegt nöldur, og ef beiðni hefði komið, frá hve mörgum hún hefði verið; hann bað um tafarlaust svar við spurn- ingunum en fékk það ekki. Bar hann þá upp tillögu studda af Friðrik Sveinssyni um það, að málinu væri vísað frá (borðlagt). ,Sú tillaga var samþykt með 23 atkvæðum gegn 21 og máliiju þannig ráðið’ til lykta. pannig er sagan rétt sögð og getur engum blandast hugur um að úrslitin voru lögleg og rétt, sem les og skilur 5. grein IV. kafla félagslaganna á 6. bls.; hún er þannig: “Afl skal ráða úr- slitum með félagsmönnuir^ þar sem eigi er öðruvísi ákveðið með at- kvæðagreiðslu'” — pess má geta, að .ritari tók sjálfur engan þátt í umræðum um þetta mál, þrátt fyrir það mikla kapp sem á það var íagt- v Stórar hugmyndir. pjóðernisþingið e,r nýafstaðið og er gerðum þess lýst á öðrum stað í blaðinu. pað stóð yfir í fjóra daga, en þó hefði ekki veitt af miklu lengri tíma. Tvö málefni vissum vér um sem fram áttu að koma, en tími vanst ekki til. Eru þau bæði þess eðlis að þau hefðu. vakið langar umræður og afarskiftar skoðanir. ' Annað var það, hvort ekki væri til þess hugsandi a,ð þjóðræknisfélagið gengist fyrir sameining allra íslenzku kirknanna hér í landi- Sá sem það mál hugsaði sér að bera upp, ivar við því búinn að sýna fram á, að kirkju- málin vfor á meðal hafa valdið meiri sundrang og óvináttu en öll önnur mál til samans, og t-aldi hann því stærsta steininum rutt úr vegi til samkomulags og samvinnu, ef þetta -gæti tekis't. Hitt málið var það, hvort ekki væri tiltækilegt að sameina öll íslenzku blöðin í eitt stórt bhað, og skyldu allir ritstjórarnir þríi' stjórna þar hver sínum hluta allir alveg óháðir og sjálfráðir. petta raundi ekki síður hafa vakið allmiklar umræðijr og ekki síður skift skoðunum. Vér áttum tal við greindan rnann og athuigulan ekki alls fyrir löngu og benti liann oss á eina hlið þessa máls sem oss liafði eltki komið til hugar; hann sá sjón sem augu vor höfðu aldrei séð áður, en bann vildi ekki láta nafns síns getið; þessvegna leynum vér því. Sjónin sem þessi maður sá var á þessa leið: Foreldrarnir, gamla fólkið, sem unnið hefir baki brotnu fyrir því að koma bö.rpum sínum iil manns, væntu þess og áttu heimting á því, að það starf yrði endur- ghldið með góðu viðmóti og þakklfcti- pegar fótur foreldranna fór að stírðna, höndin að kreppast, kinnin að hrukkast, sjónin að deprast, hárið að hrímgast og þynnast og kraftarnir að þverra- En hvað .skeður, I stað þess að annast foreldra sína sem eru að verða bö,m í a.onað skift.i, og borga þannig umönnunina, vill það oftar til en vera skyldi, að börnin fyllast hroka o-g f jarlægjast föður og móður í and- legum skilningi, eftir því sem árin fjölga, jafnvel þótt þau dvelji líkamlegum vistum í foreldrahúsunum- Flest ungt fólk leitar sér atvinnu á skrifstofum eða, verksmiðj- um, þar isem það verður lítið hjól í stórri vél sem snýst eftir því sem sá vill vera láta er stofnuninni stjórnar. Kaupið er svo l’ágt^í mörg- um tilfellum ,að ungu fólki hrekkúr tæpast til þess -að lclæðast eins o,g tízkan krefur; því það er eitt af symlum þessa lands, að farið e,r eftir fötum frernur en mörgu öðru, og sá á sér engrar fínni vinnu von sem ekki klæðist pu,rpura og dýindis líni. Af þessu leiðir það, að ungt fðlk sem vinnpr f.yrir lát.t kaup og verður að kaupa fínan fatnað fyrir ókurverð, hlýtur að verða. áframhaldandi ómagar á liöndum foreldra siifna að nokkru leyti. pað heldur til í heimahúsum, hefir þar fæði oig húsnæði, þjónustu og .alla aðhlynpingu, en borgar ekki með sér nema hálft við það sem það yrði að bor,ga annarsstaðar. O.g e-kki nóg með það; hugir þess léiðast smám saman að efristétta- farganinu og frá þess eigin stétt- Óskir þess og þrár’og allar tilraunir verða í þá átt að komast úr sté'tt foreldra sinna og upp í eða rétt- ara sagt niður í stétt, þeirra sern á því lifa að undiroka þá. Foreldr- arnir á grafarbarminum vinna, enn ibaki brotnu fyrir fullorðnum böraum sínum. á meðan verið er að gera þau (börnin) að umskifting- um á skrifstofum auðvalds og kúgunar- Fé það sem foreldrarair hafa aflað með súrurn. sveita, fer til þess að bæta börnunum upp það sem auðvaldið st.elur af vinnulaunum þeirna, og um leið er sköpuð fyrirlitning í hugum baraánna fyrir þeim sem þau eiga alt að þakba, en aðdáun fyrir kúgunarvöldunum. (Meira næst) Til Skýringar. Á öðrum stað í blaðinu er birt það sem gerðist á þjóðræknis- þinginu. Einungis eru það þó aðaldrættimir, en alla.r smærri lín- Urnar feldar úr myndinni, eins og venjulegt er- Sökum þess að vér höfum komist á snoðir um talsverðan misskilning á’einu atriðinu sem fram fór, leyfum vér oss að lýsa því hér svo greinilega að engum geti blandast hugur um, hvað satt sé. Vér eigum hér við ritara- kosninguna. Fyrst v.ar stungið upp á Sig- Júl. Jóhannessyni (það mun hafa gert, A. B. OLson) j; þá stakk Á. P. Jóhannsson upp á Ó. S. Thorgeirs- ^yni, en hann va.r ekki á fundi og gat því ekki verið í kjöri samkvæmt úrskurði forseta. pá stakk Á- P. Jóhannsson upp á Einari P. Jóns- syili, en Guðmundur Sigurjóii^sson stakk upp á Friðrik Sveinssyni og Friðrik Sveinsson stakk upp á Guðmundi Sigurjónssyni. Um þessa fjóra voru greidd atikvæði, er féllu þannig: Einar P. Jónsson 20, Sig. Júl. Jóhannesson 18, Friðrik Sveinsson 4 og Guðmundur Sigur- jónsson 1. Forseti lýsti Einar P. Jónsson'kosinn og var sv-’o haldið áfram með kosningu annara embættismanna- Nokkra síðar kom Ólafur Bjarnason inn (hafði gengið út meðan atkvæði ritara voru talin) og spurði hv-ernig atkvæði liefðu fallið; var honum sagt það og kvað liann þá enga.n kosinn samkvæmt lö-gum. Lögin ákvæðu að afl atkvæða skyldi ráða úrslitum í öllum málurn og þýddi það meira en helming allra greiddra atkvæða, en Einar P. Jónsson hefði ein- ungis hlotið 20 atkvæði af 43. >' Forseti kvað þessa skýringu rétta og vildi láta kjósa á ný, en Á. P. Jóhannsson mælti á móti. Forseti bað þá um álit þingsins. Arngrímur Johnson lagði til Oig séra Albert É- Kristjánsson studdi, að málið yrði tekið fyrir að nýju og kosið aftur á milli þeirra tveggja er flest höfðu latkvæðfi. petta var samþykt, með öllum atkvæðum nema fjórum. Að því búnu var gengið til atkvæða að nýju; hlaut þá Sig. Júl. Jóhannesson 21 atkvæði en Einar P. Jónsson 19 og lýáfti forseti hinn fyrtalda réttkjörinn. pegar þingið kom saman næsta, dag, gat forseti þess, að kvart- anir hefðu borist viðvíkjandi ri'tarakosningunni og kvað hann rétt- ast að það mál/yrði tekið fyrir um kveldið. Klukkan 11,10 um kveld- ið bar bann málið upp og kvaðst vera sakaður um Tagabrot og vildi láta kjósa á ný alla embættismennina- Guðmundur Sgurjónsson IJvort þessa.r tillögur hefðu fengið nokkuð verulegt fylgi, er erfitt að segja, en þeim sem þær hofðu í huga var full alvara með það að hreyfa þeim, ef tími hefði unnist tiT- SÁLAR- EITUR. Margar eru aðferðir auðvaldsins, hervaldsins og harðstjórnar- innar. Eitt snjallasta ráðið til þess áð eitra hugi unglinganna er það, að koma inn hjá þeim hernaðaranda, l^Magadýrlrun og auð- sveipni við herreglur. petta næst á mangan hátt, en ein er sú stofn- un sem mest þarf að forðast í því efni; það er sá félagsskapur sem kallast ‘‘skáta ’’-hreyfingin (Boy Scouts)- pessi félagsskapur er afar útbreiddur og mikið fé og mikill tími er það sem til þess er fórnað að útbreiða kenninguna. Voröld lítur svo á, að þessi hreyf- ing sé stórhættuleg fyrir unglinga. par er kendur og innrættur hernaðarandi; 'þar er lagður grundvöllur að hernaði og stríði á sama hátt og í sunnudagaskólum er lagður grundvöllurinn undir kirkju- lífið. Eftir því sem vér vitum bezt eru þessir unglingaskólar nokkurs- konar undii-búningsherskólar,- Foreldrar ættu að gæta þess vand- lega að balda bömum sínum frá því, ef þeim er það áhugamál að vernda sálir þeirra frá hernað'ar. og stríðseitrinu. Mennirnir ihafa fundið Upp margt sem er ljótt, en ekkert eins djöfuTlegt og stríðin, þar sem heilir hópar manna láta siga ,sér saman til þess að myrða hverir aðra með' skotum og sprengingum og byssustingjum og alls- konar skrælingja aðfeiðum. Að þetta skuli geta átt sér stað meðal svokallaðra' kistinn#. þjóða, það er óskiljanlegt; það er skylda hvers blaðs sem ærlegt viil vera að berjast gegn þeim ósóma- Og Voröld skorar í nafni mannúðar og menningar á alla foreldra að vernda börn sírí frá sálareitrinu sem þeim er gefið inn í þessu et'ni/ hvort sem það er í skólum, kirkjum eða skátafélögum. pau félög eru frá vora sjónarmiði öll þa|k hættulegasta mein sem þetta Tand þjáist af nú á tímum, sérstaklega vegna þess að þa.ð er eins og sykruð eitur- tafla sem bragðast vel en eitrar hinn innra mann. aStjórn fólksins!!,, Einu sinni var keisari í Rómahorg — oss minnir að hann héti Calicula — hann óskaði þess feð öll höfuð Rómverja væru á einum hálsi til þess að hann gœE höggvið þau af í einu höggi- Og þessi keisari þóttst vera vnur fólksins, vemdari þess og ivelunnari. Oss dettur þessi saga í hug í hvert skifti sem vér lesum lekandann í Lögbergi um tjóm fólksins — Norrisstjórnina. pá stjórn sem lof- aði beinni löggjöf, lýsti því yfir að hún hefði fult vald tl þess og höfðaði svo mál á móti sjálfri sér til þess að þurfa ekki að standa við 1/ford sín; þá stjórn sem gekk í félag við þrællynda menn sem cjgæfa landsins hafði safnað saman ,austur í Ottawa þjóðinni til tjóns — gekk í félag við þá til þess að svifta borgarana í Canada þeim réttindum sem þeir gátu ekki verið sviftir nema með gjörræði. 1 þeim skilningi hjálpaði Norrisstjómin til þess að koma 23p2% af öllum höfðum í lancfinu á einn háls og höggva þa,u af í einu höggi. Og svo kallar Lögberg Norrisstjórnina stjóm fólksins- Naprara háð er ekki hægt að hugsa sér; en Benedikt Gröndal sagði að sumir menn >væru svo .afskiftir andlegri sjón, að þeir tækju jafrt vel ekki eftir því þó eitthvað hlægilegt og fyndið álpaðist út úr þeim. Allir hljóta að hlægjaíað því, þegar Borden ungarnir í hreiðrinu á Kennedystræti eru nefndir stjórn fólksins. pví fleiri greinar sem Lögberg flytur með þeirri yfirskrift, því betra — “Háðíð nógu napurt, og nógu biturt er bezta vopnið,” sagði Gestur Pálsson- y A.E. GILLINGS Skósmiður ALT VE&K FLJÓTT OG VEL AF HXHDI LHT8T. SENDUM OO 8ÆKJUM HEIM TIL VIÐ8KIFTAVDKA 660 Notre Dame Ave. rétl fyrlr mUn SkerbrooA 8tr. /

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.