Voröld - 16.03.1920, Blaðsíða 2

Voröld - 16.03.1920, Blaðsíða 2
Bla. 2 VOBÖLD. Wirmipeg 16. marz, 1920 kemur út á hverjum þriöjudegi og töstudegi. Otgefendur og elgendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld kostar $3.00 um árið í Canada, Bnadaríkjunnm og á Islandi. (Borgist fyrirfram ) Ritstjóri:—Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður:—J. J. Samson Skrifstofa: 637 Sargent Avenue Talsími Garry 4252 “Þú skalt ekki mann vega” Litt sinn, á fyrri tiðum, reynd'i kirkjan sem kallaði sig kristna, að kalda ögn uppi þessu boðorði, og iþeirri kenningu hans, sem hún kendi sig við með því móti að gera gólf sín að .griðastað þeirra sem áttn íf sitt að leysa. Hún freistaði þess jafnvel, að þenja. friðar- vœngina þrjátíu fet út fyrir veggi sína. Ef til vill var þetta ekki alveg nýung, jafnvel þá, né bilið mjög breitt milli kirkjuginðanna og belgi sumra heiðnu hofanna. 1 afstöðnu stríði, léðu kirkjurnar sig víða sem liðsafnaðar- annexíur berbuðanna. Sumnm klerkum Iþeirra komu, einbvers- staðar aið, “biblíutextar” bardagaeggjaðir, sem þeir voru hvattir til aiS staðfesta af “stólnum”. í riitningum Gyðinga er þar líka nm auðugan ,garð að gresja í þá áttina. Sízt, fyrir að synja nema að svo megi villa ujn samhengi í einbverjum orðum Krists sjálfs, að það útlit verði á þeim, að ihann liafi einnig hallast að berskyldnnum. Framsyni hans hefir líka fundið það á sér, svo sem í dæmisögunni um leiguhirðirinn og úlfinn, að kenningum sínum gætu vierið fyrir- búin ýms undanbmgð. Og satt að segja: kenningin um “afarmennið” sem hefir það fyrir forsendu: “Aldrei í heimsitíð hefir verið nema einn maður kristinn. Og hann var krossfestur! ”er þó mun drengi- legri, -en sú, sem grímuklæðir vígtennnr og vargsklær méð- kristin- dómi sínum. Sennilega urðu þó andstæðurnar í kirkjufriðnum forðum stórum stærsri en stefna Krists, þá sem nú. Páfagaukar veraldlegra valda, innan kirkjunnar, boðuðu blóð-böð og krossferðir, en víðtækast hefir það eflaust orðið, í einni og sömu hrotu, á þessari Sturlunga- öld stórveldannu. 1 stöku stalð- skeltu þó prestar, núna líka, kifkju- hurðinni svo í lás, að úlfurinn komst ekki inn að altarinu. Jafnvel þeir kirkjufeður áttu þó allmikið á hættu. það gat verið litið á þá Jíkt o.g landráðamenn, jafnvel af ýmsum innan -þeirra eigin hjarða, og ófriðurinn iþannig brotið upp hurðina. Frá okknr, friðarvinum, eiga þ-eir prestar, sem þetta gefðu, fremur skilið hlýhug en hnútur. Afstaðá þeirra örðug; kirkjngriðin, sem þeir vörðn, smá og ein- stæð, en að líkindum þó, þau einu undanfæri sem frighelg reyndust. Engin vöm var í heimahúsum manna, ef að svarf. “LÖG SEM HAFA TOG. ” Fyrir æðimöiigum árum klofnaði öldungakirkja Skatlendinga í tvær ögn millimunandi áttir, rammarígs og rýmri kirkjuflokk. það var raunar fádæmalaust, fyrir si-g, ekki nema eins og annars- staðar gengur til . Hitt varð frægra; af þessu leiddi langar la-gadeil- ur. Sá hluti öldunganna, sem fastast þóttisit halda um fomar játn- ingar, krafðist iþess, að sér yfð-u dæmdar allar kirkjueignimar, eins (ig- að þær stóðu þá, sjóðir hennar ag skólar, sínum gömlu jáfningum hefði það alt verið ánafnað í fyrstu. Yngri stefnunni ætluðu þeir, að hnekkja í útlegð af eignum ki-rkna sinna og áhöldum, og unnu mál sitt sitt fyrir dómstólunum. J'etta snerist þeim samt svo til mótgangs, að áhangeiidum þeirra fækkaði stöðu-gt,. en hinum fjölgaði. Sagt hefir v-erið, að svo hafi verið komið að §íðustu, að margar miljónir í ýmsum eignum hafi inir gömlu guðsmenn hait handa milli, en ekki hafi þeir p-restlingar verið fleiri en postnlatalan, sem nema vildu fræð-i þeirra í skólunum. Loks tók brezka þingið sig til og réði málinu til lykta, skifti eignunum milli fl-okkanna, ekki eftir játningaritunum, lreldur samkvæmt heilbrigðri skynsemi. J>að sá, sem var, að fjár- sjóður var í jörð grafinn og hvorki guði né mönnum til -ga.gns, sem ‘svo andleg álög fylgdu, að flestir gengu frá. Síðan hefir víst játn- iiLga íheldnin innan ýmsra kirkjufélaga hér í álfu, haft augu á þess- ari sko-zku réttvísi, og hœtt því inn í lög sín, að ef að itrúárágrein- ingur yrði innan félagsskáparins, héldi sá hlutinn öllum eignum, sem trúarjátningum þeim þættist. saniþykkur, sem í byrjun voru tiltekn- ar — sjálfsagt, þó enginn í söfnuðinum féllisit lengur á þær nem-a hringjarinn! Missoury Synodan, amrna íslenzka kirkjufélagsinS vestan hafs, og Norska Synodan, settu þetta í sín safnaðarlög, og drógu að því dæmi skozku öldungakirkjunnar. það hefi e,g eftir góðurn og velkunn. ugum vini þeirra og mínum, sem nú er látinn, eitt sinn er við áttum nmtal nm þeitta, endur fyrir löngu. ”OG SAMT RREYFIST HÚN! ” Fyrir hérumbil hálíum mannsaldri nú, náði Bandaríkja-bláð- í nýnæmi, það var hugvekja um víðsýni í trúmálum, eftir einn orðlagð- asta prestinn sem þá ,var uppi, í ein,ni fjölmennustu borg ríkjanna( Efnið var á þá leið: Svo öldum hefir skift, hafa hugsandi menn -og góðir spurt, sjálfa sig og kirkjuna “Quod est Christus?” eð,a, hver haldið þér að Kristur sé? Hún hefir löngum svarað þeim með ókvæð. þisorðum og oflbeldi, ef svarið varð annað en hún hélt fram sjálf, án beiss að aúðnast að þa-gga iþessa spurningu niður, því -aldrei hefir /verið almennara en einmitt, nú verið reynt til að ráða hana, fremur eftir samvizku sinni en svari feðranna, jafnvel 1 flokk prestanna sjálfra. Niðurstöður fornra jálninga skáru aldrei úr því. það er fullreynt,. Vitund trúhneygðra manna lætur heldnr ekki hér stáðar numið. Að verður spuft: “Quod est Deus?” eða, hver mun guð vera? og kristiu kir.kja ætti nú að hafa hlotið það reynslu-vit, að taka því vel en ilskast ekki. ” J)essa,ri ráðleggingu ameríska prestsins hefir þokað í áttina, síðan hann gaf hana. Sú fylking hefir farið vaxandi innan kirkjunnar sjálfrar, sem að einhverju leyti á hana felst. J'eim röddum hefir fjölgað þar, sem þykir að það muni fært,, að sitja í sama gnðshúsi, þó allir -þar ,geti ekki hugsað sér harm á einn og sama hátt. þær raddir grunar, að sá sem sagði: “Ekki munu allir þeir sem til mín kalla herra! herr,a innganga í guðsríki,” myndi enn í dag telja sér þá nærstæðari, sem eiga eitthvað af því ríki innra hjá sér, en hina sem það skortir meira, þó þeir þýðist að þrenningarlær- dóminum. pær raddir leggja meiri áherzlu á fyrstu einkunarorðin sem sagan getuy um, að sett hafi verið yfir það sem kallað er kristin dómur: “Friður á jörðu og m-önnum góður vilji,” en hótunina í: “Hver sem trúir og verður skírðnr, sá mun hólpinn verða. En hver sem ekki trúir sá mun fordæmast, ” og þær gera það án til-lits til, hvort verið geti, að hótuninni kunni að ha.fa verið bætt við síðar, og af öðrum en þeim sem mælti upphafsorðin. }>ær raddir hvísla frá þeim skilninigi á m.annlegum mætti, að það sem helzt hjálpi, sé ein- staklingsviljinn, að vera öllu góðu ti! gagns og gleði, sem unt verður efna og lífs, af því að hugar-hæfileikar takmarka trúna, og tilfæri verkin svo ekki verður við ráðið. J>ær maddir telja si.g nærri tilleiðan- legar til að hýsa hjá sér hvern þann sem slíkur vilji er veittur, án þess að set.ja honum játningastólinn'fyrir kirkjudyrnar. Einhvers- staðar á þessari leið, er þær allar, sameiningar viðleitnin siðabótar- kirknanna, nýja guðfræðin og “Unitara-”kirkjudeildin, alt uppað þessum yngsta vísi til verkamannakirkju. }>að er -eins og heiminn sé farið að hálf-gruna þáð, að þeir geti stundum átt. mest af mann- dómi Krists, sem minst fjasa uin guðdóm hans. Allar framsóknar- hreyfingar eiga iJla vist í fyrstu, hjá þeim húsbændnm, lögum og landsvenju, og hættir líka við að fylgja því fordæmi sjálfar, þegar þær hafa hreiðrað sig niður að fullu. J)eirra sinnar siitja livern stóra- dóm >og eig,a bæði afturhald o,g snapvísina fy.rir áhangendur. Að vísu er kirkjuvaldið “tannbrotið Ijón” víðast hvar, nú á dögum, en á þó enn sinn hauk í horni í fornum lagaformum, og á þeim veltur oft eins mikið eins og réttlæti. Ein lítil yfirsjón í upphafi, eða undir- húning að lagadeilu, getur ónýtt igóðan málstað, fyrir þá sök ölum við svona manga lögfræðinga, og þessvegna gilda þan lög enn, að svo geti mál gengið, að þau bygðu öllum söfnuðinum útúr .gu'ðshúsinu nema hringjaranum, hefði hann einn kjark til að kannast við, áð 1rúa í ölJu sínu hjarta, því einu sem játning sú segði, sem í upphafi var ákveðin. Eftir sömu réttvísi, æ.lli kaþólsk kirkja enn, allar fornar eignir sínar í lö-ndum mótmælenda, því fáir hafa fleiri játningár til hliðar lagt, en siðabótarmennirnir. “MEÐ óþRJÓTANDI ÁRVEKNI EINNI SAMAN, VERÐUR FRELSIÐ KAUPI KEYPT.” Eins langt og eg man til mín hór í álfu, kominn fast að fimtugu vestan hafs, þá hefir tollmálið verið uppi á teningnum í öllum þing- kosninga þrætum, sem að kvað, og með þeim áran.gri, að enn má segja, «.ð flest sitji þau við sama. “Rankó er eilíf eign,” lætur Rune- berg skáld stúlkuna kveða, um piltinn, sem henni leizt. vel á o,g vildi giftast. Eins nrega laudsmála-ílokkarmr hór segja um vcrzlunaa'- tollinn, betur hefir eklceit haldið þeim við í velitunni, ætíð mátti finna upp nýjan snúning á honum utanum -alkvæðin, án þ-ess tii mraia slaknaði á snörnnni. Einu sinni sótti maður um forsetastól Bandaríkj- anna undir því yfirskini, að leggjia, ekkert gjakl á varning sumra þjóð,a, en alt sem af tæki á v-örur annara. Andstæðingar hans bentu óðara á, að væri ótollúð verzlun svo hagstæð sem hann hélt fram, á st.Öku stöðum, ætti hún að vera etin ágætari við alla jafnt, og end- uðu á því, aö uppnefna tollmálastefnu hans og kölluðu hana “fleklc- óttn fríverzlunina.” Hann tapaði líka tigninni. En ættarmót flekkóttu fríverzlunarinnar er víðar viðloðandi, ef aðgætt er. Flest fólk er frjálslynt aðeins á köflum, sumt í trúar- hrögðum sínum aiðeins, en hitt virðist þeim ganga glapræði n-æst, ef einnver efast um hagfræðis trúarjálningar þær, sem mannfélagið hef- 'i' hangt við hingað til. Aðrir taka þver-öíugt í iþað. Frjálslyndj þeirra er “flekkótt”. þeir róa áf-ram með annari hendi, en halda hinni t andófi, og hafa ekki athugað það sem Erpur vissi, að “hönd styður fót.” þeir ha fa ,h-ausavíxl á jarðníki og himnaríki sínu. Úr hugs- anahöftunum' verða handarjárnin stiiðin, eins og þrælkunin leiÖir til þýlyndis. Flekklaust. frjálslyndi stendur hvarvetna á veröi, jafnvel tii greiða fyrir.gamla sem nýja guðfræði sem ginkefla á með ofbeldi. Slíkt leiðir afþví lunderni sem tekur sér nænri ef níðsit er á frjálsri hngsun eða hagsmunum nokkurs manns, fyrir .þá sök eina, að halda fram því sem réttlátara væri og finnur því til með honum. J>ví gremst þegar svo er breytt við aðra, sem það veitfyrir víst, að- sér myndi ranglátt þykja, þegar kæmi líkt niður á sér og sínum. Slíkt lund- emi fagnar því, að mannkynið hafi engan þann dag til ónýtis lifað, sem það “gengur til góðis götuna fram eftir veg, ” hvar í lieimi sem er og þó smátt sé í hroti. Lögmálið, sem úrskurðar aflóa trúarjátn- ingum kirkjueign, er alt einnar ættar sem hitt, sern fyrirbýður funda. liöld fólksins, og .jafnvel loka,r samkomusölum erfiðismanna, sem þeir þó sjálfir eiga, án þess þeir hafi annað til óbóta unniið- en það, að þau lagavöld sem uppi eru leggja þeim ekki mál í munn. Jteirra afdrifa er örskamt á milli, og frjálslynd framsýni myndi sjá það samiband í hendi sér, og teljaþað einn þátt í sjálfsvörn sinni, að leggja f-ramsókn “andlegu málann-a” líka þar liðsyi ði sitt, öldungis eins fyrir það, þó tvísýnt væri um sigur sæld í hráð. Sé það sat.t, sem sagt er: “að umhótavegurinn á úreltur lögum sé beinastur sá, að b-eita þeim,” sökum þess, að þá komi hað almerit upp ef þau eru ósanngjörn, þá getur svo farið, að tapað mál í dómi yrði sömu málavöxtum sigur- drýgindi síðar. pó svo ynnist ekki, mætti frjálsum félagsskap trú- hneygðra manna, vaxa svo vit af því, að krækja undan sjálfnm sér félagseign, með samþykki sínu á fangstaðar fyrirmælum, uppruna- lega í sínum eigin lögum að slíkt legðLst niður. )>að reyndist heldur engum kreddum varanleg vörn, þó reynt sé. Verður aðeins óspektar- efni. Slíkt slíflar aldrei sitraum aldarandans. Harvard háskóla kvað í fyrstu hafa verið koiniið á fót, til uppeldis í einni utúr sig tekinni kirkjukenning. Oirald College átti að útihola allri guðfræði, nu er hún sögð þar innanborðs, en allar sérkirkna-kenningar útilokaðar Irá Harvard. * Alt þesshátitar reynist eins og eitt íslenzka skáldið kvað, sá sem löngum þykir hafa verið ljufastur og listhagastur hja siðastliðinni kynslóð, sem sé Steingrímur, og tek hann því til, að einhver var ný- lega “að ljúga því,” að íslenzk góðskáld hefðu aldrei “bolshevisma” kveðið. En svo ltvað Steingrúnur : AUa tíð það Ján var lént: Lyddur dóm er sátu, Hvorki 'höggvið, hengt. né brent, Hugsjónimar gátu. En á hinn hóginn fóru héndingar hans í kvæðinu: “ísþakta fjall með árdagsblys,” — sv-ona: “Harðstjóra kúgun, klerka lýgi / Með klækjum hleður myrkra-vígi.” Uppreistar-andinn er líklega, eins og veturinn lijá Bjama, “Jafn- gamall guði”. I hvaða gerfi sem haun gengur, er hann -góðs mak- 1-egur, hjá öllum sem framsókn unna og þá hugsjón hafa: “að kyn- slóðirnar bæði geti og eigi, að skila mannfélaginu af sér farsælla og frjálsara en þær tóku við því. ” Stephan G—. Bókmentir. “Ljóðaþættir” eftir þorsitein p. þorsteinsson, Winnipeg, prentað- (Niðurlag) ir hjá Heela Press, Ltd. “Sónhættir”. Svo hljóðar yfirskrift yfir síðasta 'óð aðal þátt þessarar Ljóðabóka-r. Kenuir þar margra grasa og ilmríkra, sem ekki er að furða, þar sem íslenzka stafrofið er öðru me-gin, en hugsjóna andi skáldsins og -speki hinu me-gin. þáttur úr slí-ku efni mun reyn- ast heibrigðri skynsemi matar-drjúgur; það er eins og Sónhættir þorsteins minni mann á alla skapaöa hluti, bæði á himni og jörðu, o,g undir jörðu. Má svo að oriði kveða, að tilveran sjálf verði að yfirnáttúrlegri og margbreyttri hreyfimynd. Sjáum við þar sjálfa oss bregða fyrir í lítt þekkjanlegu persónugerfi, og jafnvel stundum I óþekkjanlegum ópersónuleika. Dýpstu vonir mannssálai'innar felast í sjálfstæðu persónugerfi eilífðarinna-r. þeir sem vita hvað jþeir vilja, og vita að iþeir vilja vel, bæði sjálfum sér og öðmm, eru forsmekkur slíks persónuge-rfis, “að sjáað manns ei.gin auðna er annars farsæld,” það er æðsta takmark þessa líf-s. Mófhliðin þarf enga skýringar við. Ópersónuleikinn er fingurtraf allrar eyðileggi-ngar, ,alls ósjálfstæðis -og niðuriæginar. Vart er hægt að lesa Sónhætti þonsteins, svo að mnnni detti ekki í hug erindið eftir þ. E.: “Og ef þig langar leyndai'dóma lífsins að sjá, og biðjirðu um þess barnagull og byrjir á “áá”, o-g lest þar ekkert öfugt gegnum annai'a gler; þá vil eg feginn líka læra að lesa með þér. ’ ’ Erum við þá komin .að þeim veruleika se-m um er að ræ'ða — nefnilega að “Sónlrættir” reynist öllum óbornum “Barnagull” leyndardóma lífsins. J>að stafróf byrjar á “á”, sem áður er sagt; stafróf Sónhættanna hyrjar einnig á “á” — og verður nú lesarinn að muna eftir því, “að lesa ekkert öfugt gegnum anuara igler”, því ef Sónhættir eru lesnir og skildi-r r'étt, þá mætti s-vo fara að við yrðum hluth.afar í því sem þ. E. lcallar “stafrof leyndardóma lífsins”. [legar það er orðið, þá lesum við hvor.t með öðru, og þá verða allir glaðir. j Nú set eg hér nokkra stafi úr þessu stafrófi, til skýringar fyrir þá sem elcki eru þegar búnir að lesa “Sónhætti” með athy-gli: I. ÁFRAM. Ef veiztu hvað þú vilt -— -ef ant þú heitt því verki’ er krefst þín hugsjón, stattu þá se-m hjargið fast, er brýtu-r straum sér á og buga lát ei tilraun þína neitt. — Ef lífi þínu’ er til þess einhvers eytt, sem örfar, glæðir ljó-sið samtíð hj-á, ’þótt lausa aura’ og lönd þú hafir fá, er lífegj-ald þitt í félagssjóðinn greitt. því skaltu’ ei hræðast heimskra manna sköll, né hér-aðsglópsin-s illmálgt kals og spott. þær dægurflugur suða sig í hel. En stefndu beint á hngans hæstu fjöll, þótt hálfnist ei sú leið, húu ber þess vott, ef áfram hélstu, að þú vildir vel. IV. DULDRAUMJAR. Hún gaf sig þer með allri sinni ást og all-ri von og trú. En mannleg sál, — þótt sameign vérði’ um sérhvert einkamál — á -sérrétt þann, er hyggju margoft brást. — Hún gaf þér alt? Nei, aldrei öfl þau nást, sem inst og dýpsit í vitund tendra bál. því vc-rður stundum reyndin reynslu tál og rökin hulin skyggja’ á þau sem sjást. — Mún gaf þér alt sitt þekta — óþekt ei, það euiginn getur. Lífið fram það her sem árnar gullsand. Neminn í hann nær. — þú stóðst þar næst, en verður fjá-rsins f jær ef fansitu’ ei meira’ en gjöf sem veittist þér. þá gctur ást þér orðið brottsiglt fley. VÍII. HJAÐNINGA-VÍG. það þekkjast engin örlög grimmri þeim, sem árdag' hvern úr friðarblundi sveik livern höggvinn dreng í hildar-bana-leik til heljar nýrrar, kvelds í skuggageim. Og iþó í dag, á Hildur mestan heim og- heimtar hvern, seni veldur fífukveik með Héðni eða H-ögna’, að fara’ á kreilc að höggva ver og föður mundum tveim. — Nú sikyldud-rápið leit-ar 1-ags við maim og- lyddunafnið prýðir friðarskaut. — í djúpri þögn má ho-i'fa á djúpleik þann: að hugargöfgi’ er sitefnt á dauðans braut, og iþjóð, sem unun öldum saman fann í ást og friði, Kain-s hlóðsekt hlaut.. X. INSTA RÖDDIN. Iíún lieyrðist stundum alt of, alt of seint á æfi manns. Sem farfugl hausti á lokst hey-ra léti hljóð sín vcik og sm-á, sem hæstu söngvar feúgu skýlt og lcynit alt vor og sumar. — Eyra ætíð beint þær efstu raddir berast — haldi ná á alhug vorum — æfi vorrar þrá, svorinstu rödd vér fáum sjaldau greint: Vora’ eiigin sál, vorn 'liljómhlæ himni frá, sem liávær glaumur jarðar kvað í dá, Vort alt sem var og' er og verður rcynt,. Og fyr má landið langra vskugga sjá, en lífsins insta rödd o-ss vakni lijá, ef lífið fyrir múnn og maga’, er itreint. XI. JAFNRÉTTI. Hún vakti heiminn kenningin um Krist.— Hinn innra frið, þótt ytra fjötrum læst, ÍLver aðlþrenigd mannssál hlaut. það veldi glæst var bróðureLskan. Bamúð fremst og fy-rst. Hinn minsti hlaut >sem mesti, sömu vist. Og þótt sá draumur hafi eigi heimi ræzt á hundrað nítján árum —orðið stærst á eilífð sjálfa’ að framtíð, inst og yst.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.