Voröld - 22.03.1921, Side 1

Voröld - 22.03.1921, Side 1
IV. ÁRGANGUR WIjNNIPEG, MANITOBA 22. MARZ, 1921. BLAÐ BÆNDA OG VERKAMANNA Nr. 4. Jámbrautum stjórnarinnar ei sagt ítð verði á komandi ári að leggja um 140 miljónir dala til þess að þær beri sig. petta mun flest- um þykja mikið. En Crerar foringi bændaflokksins á sambandsþinginu, biður menn að muna það, að það fé sem um er beðið fari ekki úr hönd * um þjóðarinnar, heldur þvert á móti til þess að auka þjóðeignina. Ef brautirnar hefðu verið í höndum einstakra manna, segir hann að um miktu meira hefði ef til vill verið beðið. Og hann er með þvi að þjóðin kaupi jámbrautir C. P. R. félagsins. Segir að svo mikill óþarfa kostnaður sé lagður á íbúa landsins með rekstri þeirra eins og hann sé nú, og að hver hagsýn stjóm geti fært kostnaðin niður I það óendanlega, en til þess þyrftu aHar járnbrautir landsins að vera i taennar höndum. Hann bendir á, að þær hefðu ekkl verið 2. og 3. lagðar hver fram með annari á löngum svæðum ef þær ’hefðu ver- ið þjóðareign, og á margt fleira sem beri vott um kæruleysislega eyðslu. Að stjómin geti ekki látið þær borga sig, telur hann enga sönnun á móti þjóðeign, þvi Ottawa stjórnin sé nú einusinni orðin þekt að því, að leggja sig ekki í lima fyrir' þá stefnu, og eftir sé að ransaka með- ferð hennar á málum stjómar- brautana. Eins og getið var um 1 slðasta blaði lagði her Prakka og Breta af ■tað til pýzkalands. Spáðu margir að annað stríð væri nú að dynja á milli þjóðverja og þeirra. Enn sem komið er. er það þó ekki sjáanlegt því pýzkaland tekur hvergi á móti. Hvort sambandsþjóðimar taka hlut af pýzkalandi upp í þessar stríðs skaðabætur, sem það hefir á móti að borga, er ekkert enn sagt um, en getið er þess til, að það muni út- koman verða á þessu. Pó gengið •é Út frá þvl að stríðsskaðabætum- ar séu réttmætar, er ekki hægt að neita hinu, að sambandsþjóðimar hafi ekki farið gætilega að með því að senda her þannig út af örkinni. Einsog öllum er ljóst, er harðsnúinn samelgnarmanna ‘Communista ílokkur á þýzkalandi, sem líkleg- ur værl tll að koma af stað innan- lands uppreist þar, steypa stjóm- inni þýzku frá völdum,, og efna til samtaka við sameignasinna f Aust- urrlkl, Itallu, Frakklandi og víðar til þess að koma á fót I þessum löndum stjórnskipun sVipaðri og þeirri sem er á Rússlandl; mundu þelr verða studdir af Rússum tíl þessa. Og þar sem á Bretlandi sjálfu er mikið af vinnulausum lýð, •em ekki myndi verða forðað frá áhrifum af þessu, er ómögulegt að segja annaðen að sambandsþjóð- imar með þessari herför sinni hafi ekki farið gætilega I sakirnar. í einstökum brezkum bandarískum og canadiskum blöðum er mjög skýrt bent á .þetta. Og að þau hafi eitthvað fyrir sér, sézt ef til vill hvergi grednilegar en á því, að Bandaríkjaherinn, sem á þýzka- landi var, hefir Dsnatrí verið kall- aður heim til þess að Bandaríkin vasru ekki flækt inn í annað stríð yfir I Evrópu. pau hafa eflaust litið svo á, að sú gætl afleiðingin orðið ef skaðabótamálið yrði ekki skoðað með stillingu og hæfilegri lempni. En vonandi er samt, þar sem þjóðverjar hafa ekki risið upp á móti þessu áhlaupi, að það detti niður aftur. Theodore, sonur Roosvelts for- seta hefir verið skipaður aðstoð- arritari I sjóher Bandaríkjanna; en það er sama staðan og faðir hans hafði einusinni, og þar sem hann ávann eér fyrst frægð. Inni I Kirjálabotni er víggirt borg er ‘Krónstaður’ heitir; hún er eigi allangt frá Pétursborg. par hefir nýlega komið fram uppreistar flokkur, sem blöðin hér hafa á hver- jum degi, I 2. vikur lýst svo öfl- Ugum, að hann mundi innan skams geta komið af stað stjómarbyltingu á Rússlandi. Svo bættu þau við það, að eins væri' ástandið að verða í Moskva. Alt bæri með sér, að stjórnin væri að kveðja. Pyrir þessari uppreist var Alaxander Kemensky talinn. En eins og kunn- ugt er, hefir hann verið á þingum og undii handarjaðri sam- bandssþjóðanna vestlægu, síðan að hann fór ófarimar fyrir Lenin og Trotsky. Enda þykir nú sann- frétt, að þessi fyrir hugaða upp- reist sem ekki varð annað en Htils- háttar verkfall og stjórnin þurfti varla að koma til sögu með að bæla niður, hafi verið vakin upp af Kerensky og hans félögum frá Pól- landi og viðar, en ekki af rúsnesku þjóðinni, eins og blöðin héldu fram. Að heyra blöðin nú éta ofaní sig alt tilhæfulausa fjasið sem þau hafa flutt um þetta, trúum vér ekki öðm en einhverjum þyki broslegt. pess hefir verið getið I blöðunum áður, að pýzkalandskeisari væri að semja æfisögu sína. Pótt bókin sé ekki komin út, hefir nokkuð af efni hennar verið birt. 1 henni kvað til dæmis standa: “Að Keisarinn hafi 1905. reynt til að stofna þjóðasam- band (League of Nations) til að tryggja frið; að Rússar hafi viljað að málið um Serblu morðið væri lagt fyrir friðarþingið I Haag, til þess að geta því betur búið sig und- ir strlð;að enskir bankar hafi byrj- að stríðið 1914, með þvl að leggja fyrir hjá sér alt gull sem þeir náðu sex ménuðum áður en það hófst og mörg atvik önnur sem sannt eiga að hann hafi verið friðarpostulinn, en alla aðra hafi vantað strlð. Heimurinn er að vlsu gleyminn enda heldur keisarinn sæli það. Niðursuðuhús sem byrjaði 1 Banaríkjunum fyrir stuttum tima með $3,000,000 höfuðstól, hefir á- vaxtað hann svo að nú er hann 40, 000,000. Hlutirnir hafá vaxið um 1233 pr. c. eða sá sem lagði 100 dali í félagið til að koma því á fót á nú 1233. dali I þvl. Og auðvitað em þesar 37. miljónir sem félagið hefur grætt, hreinn ágóði að rentum og öllum kostnaði frádregnum. Eitt dæmi af mörgum, sem sannar að til þess að verða rikui sé engin önnur leið en að vinna eins og þræll og spara!. Bretar Hafa samþykt, að afnema verzlunarbannið við Rússa, og ætla nú að byrja viðskifti við þá, sem við hverja aðra vina þjóð sína. það er þö ekki að komast I ‘móð’ að vera bolsheviki?. Hertoginn og hertogaírúin af Dev- onsire, koma til Winnipeg 30. marz n. k. og standa við einn dag. Ein ástæðan fyrir fréttunum sem svo iðulega koma frá Rússlandi bæði um að Lenin sé myrtur eða liggi hættulega veikur, eða hafi flúið landið eða þá um uppþot og ærsli gegn Soviet-stjórainni, er nú uppgötvuð. Enhvers staðar nálægt vestur landamærum Rússlands, er leyni prentfélag, sem Póllendingar og Prakkar og aðrir óvinir Rússa eiga, sem hefir það fyrir höndum að prenta falska útgáfu af blaðinu ‘Pravada’ sem gefið er Út I Mos- kva og er málgagn Soviet-stjómar- innar. Préttir eftir þessu falska blaði em svo breiddar út af frétta- sambandinu. pað þarf einhvers við til þess að hatrið til Rússlands sofni ekki útaf. Eigi alls fyrir löngu kom það upp úr kafinu, að Wilson fyrv. forseti hafi skrifað fúsnesku þjóðinni bréf eða ávarp leynilega, og hvatt hana til að kasta af sér sovietstjórnar- okinu, en koma á hjá sér samskonar stjórn og er I Bandaríkjunum, Lof- ar hann að Bandaríkinn skuli skifta við Rússland og sjá því fyrir vörum ef það gangi að þessu. Hefir þetta eflaust átt að bæta upp fyrir afsláttin á hinum 14 boðorðum og koma Rússum I þjóðasambandið. En Rússastjóm vakti, og ávarpið hafði ekki mikið tækifæri til að gróðursetjast. Eitt með fleiru á stefnuskrá þjóð- asambandissins er vemdun eða eft- irlit með rétti verkamannafélaga, Sbr. 13. gr. laga þess. Um þær mundir er þing sambandssins stóð yfir siðastl. jan. í Genf, var verk- fallmikið og alvarlegt á Spáni.sem þingið var beðið að láta sig skifta og jafna sakir ef hægt væri. pingið neitaði að eiga nokkum hlut við það; ástæðan sögð fyrir því er sú að það vildi ekki styggja auðvaldið á Spáni. Á Englandi eru um 2 .miljónir manna atvinnulausir. Lögregla Norð-vestur landsins (R. C. M. P.) kvað hafa farið suður til borgar einnar INew York til að vera á móti verkamönnum I verk- fallt er þar hófst nýlega. pað eru engin smávægis trygðabönd, sem tengja auðvald og auðvaldsstjómir víðsvegar út um heim, saman. Á Frakklandi hefir vel verið gengið fram I þvl síðastliðna tvo eða þrjá mánuði að setja Jafnaðar- menn 1 fangelsi. Otto Ker og fleiri ágætis menn fólksins hafa verið hneftir I varðhald. Við hverja kosninguna sem fram hefir farið á þesum tíma hafa þó jafnaðar- menn unnið meiri og meiri sigra. Auðkýfingar og kaupsýslumenn I Montreal hafa reynt til með sam- tökum að koma I veg fyrir að bænda blaðið ‘Grain Growers Guide sem gefið er út I Winnipeg fengi nokkrar auglýsingar. Næsta lítil er náhrafns miskunin, segir máltækið. Um 7. marz var farið að plægja I grend við Radville, Sask., Á fundi sem bændur og verka- menn I Ontario héldu nýlega, komu þeir sér saman um það, að vinna I sameiningu við næstu sam- bandskosningar, þannig, að út- nefna báðir sama manninn, en ekki sinn flokkurinn hvorn; það ber ekki á öðm en að verkamaðurinn I borginni og verkamaðurinn úti á bújörðinni eigi þar sameiginleg mál að vinna að. Til sjóhersins veittu Bretar 10. miljónir sterling punda minna árið sem leið, en árið þar áður; þá nam veitingin 84. miljónum sterling punda. 1 Danmörku eru vörur nú fluttar inn 1 svo stómm stíl, að útflutta varan kemst I engan samjöfnuð við það. Afleiðingin er sú að vinnu- leysi er að verða mjög alvarlegt þar. 1 annað blað, þriðja árgangs blaðsins ‘Det Nye Nord, skrifar Sigfús Blöndal góða grein um Is- land, Islenzkar mentir á seinni ár- um og þýðingu þeirra fyrir önnur lönd —norðurlönd sérstaklega. Ibúarnir I Vilna I Litá-fylki (Lit- huania) á Vestur Rússlandi eiga innan skams að greiða atkvæði um það , hvort sú borg skuli lögð und- ir Pólland eða Litá-fylki. I sam- bandi við þá atkvæðagreiðslu, sendi þjóðasambandið her út af örkinni til að vera viðstaddan; voru það spánskir, brezkir, frakkneskir og belgiskir herflokkar. En Rússland bannaði her þessum landgöngu, og lagði svo fyrir að för hans yrði heft I Sviss, Austurríki, Rúmanlu og Cheko- Slovakíu; varð herinn þá heim að snúa við svo búið. Kváðu Rússar þjóðasambandið gera þetta af hlutdrægni, en ekki öðm. B I T A R. Sagt er að verið sé ag leggja nið- Unítarafélagið eftir 30 ára tilvem. Sir James Aikins er að reyna að bjarga Norrisklíkunni upp úr keld- unni; hann reyndi að draga Roblin Blað verkamanna og bænda ‘Th« Indipendent’ flytur skop- mynd I vikunni sem leið. pað sýn- ir tvo menn hraustlega og krafta- mikla. peir hálf liggja niður hvor við annars hlið, en að baki þeirra hvílir skrimsli I mannslíki og heldur sinni krumlunni um háls hvors mans svo liggur við sjálft að þeil kirkist af iheljartökum þessa mans- skrimslis, en það sészt þó að þeir hafi ákveðið að sameina hug sinn og krafta riðjast áfram og kasta skrimsiinu af bakj sér. Mennirnir tákna verkamannin og bóndan —verakamanninn I bænum og verk- amanninn I sveitinni. Skrimslið í mannsmynd táknar auðvald og stjómarvöld. Kenning myndar- innar er sú að þrælatök og niðings- verk —kverkatök auðvaldssins— verði um siðir til þes3 að sameina bændur og verkamenn. peir eiga hvorirtveggja sama óvin; áuðvaldið níðist jafnt á báðum; stjórnvöldin . hlífa hvomgum vegna þess að þau eru þjónn —þræll— auðvaldsins. Voröld flytur þessa mynd I dag og biður lesendur sina að veita hennt athygli og hugsa vel um þær kenn- ingar sem hún flytur. klíkuna saalu upp úr feninu 1915. ætli þessi tilraun fari ekki eins?. "Ef allir menn breyttu eins og þeim sjálfum fynst rétt, þá kæm- ust öll félagsskipun á ringulreið og öll stjórn væri ómöguleg” —Fre» Press 16. marz, 1921. Eftir þvi dæma byggist félagsskipun og stjóm á þvl að menn breyti rangt. “Flokkasklfting með meirihluta flokks stjóm og minni hluta flokks á móti hefir æfinlega verið og verð- ur ávalt eina heilbrigða og mögu- lega stjórnarfyrirkomulagið peiF sem ekki sjá þetta eru blindir,” Free Pres 1915. ‘‘Flokkaskifting með gamla fyrir- komulaginu hefir æfinlega veriij eitur I líkama þjóðanna; hver sem ekki skilur það, ber ekkert skyn ð opinber mál.’’ Free Press 1910. Sir James Aikins og Norris fóm með þingmennina út til Brandon til þess að reyná að fá hjá þeim stuð- ning fyrir stjórnina.—Hafa liglega búist við að hægra væri að telja þeim hughvarf ef þeir væm I nánd við stofnuna þar. iW

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.