Þjóðstefna


Þjóðstefna - 31.08.1916, Blaðsíða 2

Þjóðstefna - 31.08.1916, Blaðsíða 2
réttarástandinu, verður að álíta að umbætur á því verði ekki af dýru verði keyptar. Nefndin virðist vera sammála um að umbætur á réttarfarinu séu æskilegar, en telur minni hlutinn vafasamt hvort breyting sú, sem meiri hlutinn leggur til sé hyggileg eða tímabær. þótt hann teiji breytingu þá, sem meiri hlutinn leggur til að gerð verði, hafa ýmsa kosti og að tillög- ur hans bendi í rétta átt, þá sé bæði óvíst um, hvernig hún reyn- ist, en viðurhlutamikið að ráðast í hana ef eigi má reiða sig á, að hún verði til bóta, og sér og ýmsa annmarka á því fyrirkomu- lagi. Telur hann réttargæslu og réttarvernd munu verða ófull- komnari en nú og vafasamt hvort hæfir menn fáist til umboðsstarf- anna m. fl. Meiri hlutinn leggur aftur til, að störfum þeim, sem sýslumenn nú hafa með höndum verði þrí- skift og þeim skift í: I. Dómsmál. II. Umboðsmál og III. Tollmál. Sem IV. flokk telur svo nefnd- in yfirráð og umsjón með ómynd- ugra fé og virðist leggja til að sérstakur maður verði skipaður til þess, hvort sem aðrar tillögur hennar verða teknar til greina eða ekki. I. Dómsmálunum vill nefndin koma þannig fyrir að landinu sé skift í 6 lögdæmi með jafnmörg- um dómurum, er hún vill nefna lögmenn. Eiga þeir að „gegna öllum dómarastörfum, hver í sínu umdæmi*. Telur nefndin svo upp þau mál, er þeir skuli fara með, en nefnir jafnfram ýms mál, sem ótvírætt heyra undir dómsvaldið en hún ætlast til að lögð séu undir II. flokk, m. ö. o. nefndin blandar að nýju því, sem hún þykist vera að aðgreina. Hún vill leggja undir umboðs- valdið, sýslumenn, sem hún kall- ar, lögregumál að því leyti að þeir rannsaki þau, taki vitna- skýrslur, þó án eiðfestingar og jafnvel ljúki þeim með því að taka við sektum. Ennfremur getur lögmaður falið sýslumönn- um uppskiftar- og virðingargjörð- ir í þrotabúum og öðrum og skifti a óbrotnum búum; ef ágreiningur rís um þetta skal sýslumaður bóka en lögmaður úrskurða. Sýslumenn skulu og fram- kvæma almennar fógetagjörðir, fjárnám eftir dómi (og þá líklega einnig sáttum fyrir sáttanefnd og rétti), lögtak og fjárnám án und- anfarins dóms eða sáttar. í þess- um málum hefur hann einnig úrskurðarvald en áfrýja skal til lögmanns. það virðist auðsætt, að hér er um stóra afturför að ræða. Mál þessi og meðferð þeirra eru svo vandasöm að nauðsyn virðist að lögfróðir menn séu yfir þau settir. Að vísu ætlast nefndin til að sýslu- mennirnir nýju Bþefi ofan í“ lög- fræði þar sem hún vill láta stofna fyrir þá námskeið við lögfræðis- deild háskólans er standi nokkra mánuði, en bæði er á það að líta, að laun þau, sem nefndin ætlar sýslumönnum eru svo lág í samanburði við störf þau, er Jjeim er ætlað að hafa á hendi, að mjög hæpið er að nokkur sæki það námskeið embættisins vegna og virðist kviði minni- hlutans fyrir því, að eigi fáist hæfir menn í þessar stöður á fullum rökum byggður; og svo er hitt að þótt menn sæktu nám- skeið þetta, mundi „lögfræði“ flestra þeirra verða harla létt á metunum. það er kunnara en frá þurfi að segja að menn, sem stundað hafa lögfræðisnám 4—10 ár eru engir lögfræðingar og er þá helst til mikil bjartsýni nefnd- arinnar að ætla mönnum, sem enga undirbúningsmenntun hafa fengið að verða lögfræðingar á 3—4 mánuðum. það virðist jafnvei hættulegt að fela ólögfróðum mönnum störf þau, sem nefndin samkvæmt framanrituðu ætlast til að sýslu- menn séu settir yfir. Rannsókn sakamála, einkum ef um stór- vægilegri lagabrot er að ræða er svo vandasöm, að eigi er ástæðulaust að óttast að leitt geti til að glæpir dyljist, ef ólögfróðir menn fara með þau í byrjun. þeim getur farist svo óhöndu- legaað duglegurrannsóknardómari sem fengi málið til meðferðar gæti eigi úr því bætt. Og hinar aðr- ar gjörðir, skiftagjörðir og fógeta- gjörðir mundu svo að segja aldrei verða útkljáðar af sýslumönnum svo í lagi fari. Almenningur vissi hve skamt vald sýslumanns næði í þeim málum og mundu því marg- ir verða ósparir á mótmæli jafn- vel þótt lítil eða engin ástæða væri. Eftir þeim undirbúningi sem nefndin ætlast til að sýslu- menn fái — og einsog bent er á, er mjög vafasamt að menn með þeim undirbúningi auk held- ur meiri fáist í embættin — er alls eigi af þeim heimtandi að þeir séu færir um að dæma þær málsástæðu, sem fram kunna að koma við fógetagjörðir og verði því að fella úrskurði þeirra úr gildi. Og þar sem þeir væru starfsmenn þjóðarinnar, bæri landsjóður ábyrgð á skaðabótum, sem gjörðir þeirra kynnu að gefa tilefni til. Laun lögmanna vill nefndin gera 4000 kr., auk þessa 1300 kr. í skrifstofufé og 2000 kr. til ferða- kostnaðar. Ætlast nefndin til að lögmenn fari 2 yfirreiðar um um- dæmi sitt á ári, í júní—júlí og september—okótber. þess utan fari þeir aukaferðir svo oft sem þörf krefur. Aðalferðirnar gerir nefndin að taki 30 daga hvor og aukaferðir samtals 27 daga. það liggur í augum uppi að bæði kostnaðar- og tímaáætlun nefnd- arinnar er og verður að vera af handahófi og má segja því eitt til bóta og annað til ámælis. það má ætla að ríflega sé lagt í áætl- unina um tímann, sem áætlaður er til aðalferðanna 'og er kostn- aður við þær víst sæmilega hátt settur, en þá kemur skekkja á kostnaðinn við aukaferðirnar. það virðist auðsætt að þær yrðu mest- ar frá október til júní, en talið er hálfu dýrara að ferðast á vetr- ardag en að sumarlagi og nær því kostnaðaráætlun nefndarinnar við aukaferðirnar engri átt, ef hin áætlunin er sanngjörn. þetta er að vísu lítilvægt atriði en hitt skiftir meiru að fyrirkomulagið sjálft virðist alveg óbrúkandi. Nefndin segir í áliti sínu, að lögmenn muni eigi fá meira að gera en þeir komist yfir, og styð- ur þá ályktun sína við skýrslur um, hve mörg mál hafi verið til meðferðar í hverri sýslu á árunum 1904—1913, en segist eigi hafa átt kost á skýrslum frá siðari tíma. það verður að telja heig- ulshátt, að nefndin ekki einnig hefur aflað sér skýrsla um dóms- mál árin 1914—15. Flestir ef eigi allir sýslumenn hafa síma og þurfti nefndin því eigi annað en síma til þeirra og biðja þá um grein fyrir því, hve mörg mál þeir hefðu haft til meðferðar þessi 2 ár, en á því var mest að byggja, því að það mun óhætt að telja, að dómsmálunum hafi fjölgað að mun tvö síðustu árin. þótt það væri rétt, sem nefnd- in segir, að lögmenn í sjálfu sér gætu komist yfir störf þau, sem þeim er ætlað að inna af hendi, þá hefur það í raun og veru litla þýðingu. það skiftir meiru, sem minni hlutinn bendir á, að rétt- argæslan í opinberum málum og réttarvernd í einkamálum, hlýt- ur að verða miklu ófullkomnari og verður því að telja fyrirkomu- lagið beina afturför. það hefur lengi verið kvartað um hve tor- velt væri að ná rétti sínum sök- um illrar aðstöðu að fá dómar- ann til að taka mál fyrir o. s. frv. og margur hefur látið rétt sinn og orðið að lúta yfirgangi þeirra, sem óhlutvandastir hafa verið vegna þess, hve erfitt hefur ver- ið um vik í því efni. það mun oft hafa kveðið við hjá sýslu- mönnum, að þeir gætu eigi tekið málin fyrir svo fljótt sem skyldi „sökum embættisanna" og hafa þeir þó fengið greiddan ferða- kostnað; en eigi virðist ástæða til að ætla að lögmenn, sem sjálfir greiða ferðakostnað sinn — græða það sem afgangs kynni að verða af hinni lögákveðnu upphæð — verði léttari til aukaferða en hafa einatt „önnur embættisstörf" sem varna þeim fararinnar. það þarf ekki að draga í efa, að með vaxandi viðskiftum og fjölbreytni í þjóðfélaginu aukast dómsmálin að miklum mun, einka- mál, einkalögreglumál og eigin- leg lögreglumál. Sú stefna, sem' löggjafarvaldið virðist hafa hneigst að hin síðari árin, að lögfesta þau svokölluðu þvingunarlög, (bannlögin, forðagæslulögin o. fl.) hlýtur mjög að auka lögreglumál- in, ef þeim lögum á að fylgja fram, sem ætlast mun vera til þótt lítt hafi enn á því borið, og munu lögmenn því einatt hafa gilda ástæðu og þá eigi að nefna afsökun, þótt þeir létu einkamál dragast úr hófi fram. En fjöldi einkamála er þannig vaxinn að enga bið þola og má gera ráð fyrir að þeim fari sífjölgandi. Sannanir geta glatast, vitni dáið eða flutt burtu o. s. frv. og að- ilji þannig mist rétt sinn án þess nokkurum sé um að kenna nema fyrirkomulaginu. það má ætla, að áætlun nefnd- arinnar um að fjölda mála þeirra, sem lögmenn eiga að fara með mætti útkljá á aðalferðum þeirra sé alveg út í bláinn. það verð- ur eigi heimtað af varnaraðilja að hann hafi gögn sín og sannanir all- ar á takteinum í fyrsta réttarhaldi og yrði því að veita honum frest, sem eftir fyrirkomulagi nefndarinnar annað hvort gæti eigi verið skemri en hálft ár eða bakaði lögmanni aukaferð. Getur hann svo komið fram með gögn, sem sóknaraðilji yrði að afsanna og fá frest til og svo koll af kolli. Og þegar svo á er lítið, að fjöldi einkamála þolir eigi bið og að sama gildir miklu fremur um lögreglumál — einsog áður er bent á, virðist óhæft að fela þau ólögfróðum sýslumönnum — verður niðurstaðan sú, að lög- menn yrðu að vera sí og æ á ferð og flugi, ef þeir vildu rækja embætti sitt samvizkusamlega og þó alls ekki komast yfir störf þaú, sem þeir eiga að gegna. það er eitt, sem fundið hefur verið núverandi fyrirkomulagi til foráttu, hve seindrægur málarekst- ur væri og er mikið hæft í því. En eins og sýnt er fram á, mundi þó enn ver fara með því fyrir komulagi, sem nefndin stingur upp á. Málspartar geta nú miklu um ráðið, hve langur frestur er veittur, en mundu missa alltvald á því með hinni nýju skipun. Til þess að koma í framkvæmd fyrirkomulagi því, sem nefndin stingur upp á, er gerbreyting á reglum þeim, sem nú gilda um málareksturóhjákvæmileg. Máþað að vísu teljast sem einn af þeim fáu sólargeislum, sem brjótast gegnum þokuna, því að sú breyting er nauðsynleg. það liggur í augum uppi að 100—200 ára gamlar laga- setingar eigi geta fullnægt kröf- um nútímans, en höfuð lagaboð- in um þetta efni eru frá Norsku lögum fram til tilsk. frá 15. ágúst 1832. það virðist að meiri á- stæða hefði verið til að skipa nefnd til að sníða þessa grein lögjafarinnar eftir þörfum og kröf- um nútímans en að hleypa þessu ótímabæra bákni af stokkunum, einkum þegar á er litið, að með skynsamlegri löggjöf á því sviði má bæta flesta eða álla megingalla þá, sem nú eru á réttarfarinu. Frh. Lest vera Mur. Frh. ---- Hann gekk út til þess að geðs- hræring sín skyldi ekki vekja eftirtekt manna á bókasafninu, settist á bekk í garðinum og fór að vellta þessu vandamáli fyrir sér. Óhugsandi var að nokkur maður vissi hvar erfðaskráin feldist annar en hann sjálfur, svo þó að hann skrifaði nafnlaust bréf eða símaði lögfræðingnum eða lögregluþjónunum og segði þeim hvar leita skildi, þá mundi þá undir eins renna grun í hvað- an skeytið kæmi og draga í efa að Jonni Berent væri dauður. þetta gat því ekki komið til skoðunar. Hann fór þá að hugsa um, hvort hann mundi ekki geta skotið þessu að einhverjum, sem hefði aðgang að herbergi sínu einsog t. d. þjóni sínum eða her- bergisþernu og fyndu þau svo erfðaskrána einsog af tilviljun, en ekki leizt honum þetta til- tækilegt heldur með því að alla mundi gruna hvaðan sú tilsögn væri sprottin. Sá hann nú, að hann var kominn hér í hreinustu ógöngur, því að hann gat ekkert aðhafst í þessu án þess að hafa einhvern í vitorði með sér, en það mundi aftur leiða til þess, að leyndarmálið hans kæmist upp. Allt í einu minntist hann at- hugasemdar einnar, sem hann hafði lesið í blaðinu. Var hún á þá leið, að ýmsir andatrúarmiðl- ar og Drauma-Jóar hefðu boðist til þess að komast fyrir hvar erfðaskráin væri niðurkomin og afréð Jonni því að leita aðstoð- ar einhvers þessara manna. Ætl- aði hann að segja hinum skygna manni, að hann hefði verið her- bergisþjónn hjá Berent og vissi hvar hann hefði falið erfðaskrá sína, en hann heiði orðið að fara úr vistinni af ástæðu, sem neyddu sig til að fara huldu höfði og mundi hann láta skilja á sér, að hann væri smeikur við lögregl- una. þetta gæti þó verið útskýr- ing þess hvers vegna hann þyrði ekki sjálfur að koma fram í dags- ins ljós heldur leitaði aðstoðar hins skygna. Ef hinn skygni féllist nú á þessa ráðagerð, þá ætlaði hann að segja honum hvar leita skyldi að erfðaskránni og gæti hinn skygni svo látist hafa séð hana í draumi og sagt lög- fræðingnum hvar hún væri niður kominn og um leið unnið tvent í einu, bæði það að fá fundar- launin og útvega sjálfur sér hin ágætustu meðmæli. Ekki þurfti Jonni þá heldur að kvíða því, að leyndarmál sitt kæmist upp. Var nú ekki annar vandinn en að hafa uppi á einhverjum þess- ara manna, sem ekki væri alltof samvizkusamur og þóttist hann viss um að það mundi ekki valda miklum erfiðleikum. Hann sneri aftur til bókasafns- ins og fór að líta í blöðin á ný. Fann hann þá brátt auglýsingu frá einum þessara skygnu manna, sem honum þótti líklegt að vera mundi af því sauðahúsi, sem hon- um Iék hugur á. það var indverskur prins og bauðst hann til að segja fyrir for- lög manna og finna týnda mtini fyrir einnar gíneu þóknun. Jonni fór á fund hans og átti hann heima í þakherbergi í gömlu húsi í einhverjum kyrlátasta hluta borg- arinnar. Var þar hjá honum ung- ur kvennmaður ljóshærður, sem var að láta nafnspjöld prinsins innan í umslög og skrifa utan á og tók hún við gíneunnu hjá Jonna og leiddi hann fyrir prinsinn. Bakherbergið var dimmt og glugga- laust og klætt veggtjöldum, en í þeim glitruðu litlir speglar hing- að og þangað. Aðeins einn hengi- lampi hékk þarna inni og lagði frá honum alla þá birtu, sem her- bergið fékk. Prinsinn var ungur maður hár vexti, hörundsdökkur og skeggið kolsvart. Hann bar þjóðbúning sinn og að auki margbrotið háls- men, alsett dýrum ogsjaldgæfum steinum. Hann sat í einskonar hásæti, er var borið upp af gylt- um fílum og hélt á kristalskúlu í lófa sér. Á höfðinu bar hann vefjarhött afarmikinn, sem huldi nær allt höfuðið og hékk í hon- um ein perla. Jonni bar upp erindi sitt for- málalaust. „Eg get ekki sjálfur komið fram á sjónarsviðið", mælti hann eins og til þess að skýra málið, „því eftir að eg misti stöðu mína sem herbergisþjónn herra Berents. þá var saknað ýmsa skrautgripa. En

x

Þjóðstefna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.