Þjóðstefna


Þjóðstefna - 22.03.1917, Síða 2

Þjóðstefna - 22.03.1917, Síða 2
þJÓÐSTEPNA svona stutt heimfararleyfi til þess að taka þátt í gleði Wínarborgar, enda þótt hið opinbera tileini sé jafn sorglegt og jarðarför keis- arans. þegar líkfylgdin leggur inn á Nener Morkt, standa hinir svip- * hörðu undirliðsforingjar eins og járngrindur innan um þjóðhöfð- ingjana og hin fáu hundruð manna, sem sérstaklega hefir verið boðið, og sem því er raðað við inngang hins síðasta hvílustaðar Franz Jósephs. Steinandlit undirliðs- foringjanna breyta ekki úiliti við hið íburðarmikla skraut, sem ber fyrir augu þeirra. það er eins og tilfinningar þeirra komist fyrst í hreyfingu, þegar Karl Keisari og keisarinnan Zita koma fram á eftir kistu keisarans með hinn litla, fjögra ára gamla ríkiserfingja á milli sín. Karl keisari, sem er að útliti eins og djarflegur og hugrakkur liðsforingi og í gráum foringja- búningi, horfist festulega í augu við hina hraustu undirliðsforingja sína um ielð og hann fer hægt fram hjá þeim. En keisarainnan titrar af tilfinningu eða ef til vill — hver veit — er hún gagntek- in af endurminningum um raunir þær, sem voru merkisteinarnir á hinni löngu lífsleið nýlátna keis- arans, og af áhyggjum yflr fram- tíð manns síns, hennar sjálfrar og litla drengsins hennar. Drengurinn gengur aftur á móti glaður og áhyggjulaus milli for- eldranna, svo sem væri hann á sunnudagsgöngu. Hann er í fín- gerðum hvítum silkiklæðum, í hvítum skinnstígvélum og með svartan linda um sig miðjan. Hann hefur húfuna í hendinni eins og faðir hans, og hinir ljósu lokkar hans leika frjálslega fyrir vindinum. Hann litast um í all- ar áttir, án þess að hann virðist hafa minnstu hugmynd um hátíð- leik þeirrar stundar, sem nú er að líða, og hann lítur upp til föður síns og fylgir augum hans til hinna sviphörðu undirliðsfor- ingja. því næst hneigir hann sig ósjálfrátt fyrir þeim og heldur á- fram að hneygja sig þangað til hann er kominn fram hjá þeim síðasta í röðinni. þessi glókollur vinnur algerð- an sigur á risunum úr Vallakíinu og hinum útvöldu þrekmennum höfuðhersins. Koma hans hafði ekki verið tilkynnt opinberlega, og hann heyrir ekki eiginlega hátíðinni til. það er blátt áfram ástúð föðursins, sem hefur leitt litla drenginn sinn með sér á þessu hátíðlega augnabliki. Og áhrifin eru óviðráðanleg. þau tár, sem áhorfendurnir ekki gátu fellt yfir hinum nýlátna keisara, þau streyma nú í lækjum við það að sjá hinn sakleysislega litla dreng mitt innan um öll þessi stórmenni og hina stórkostlegu viðhöfn. Æðisgenginni samúðar- öldu slær í fangið á keisarafjöl- skyldunni. Og það er ekkert annað en alvara þessarar stundar, sem kæfir fagnaðaróp borgaranna og hermannanna. Konurnar brosa gegnum tárin við litla rík- iserfingjanum, og geta ekki látið hjá líða að gefa merki með knippl- ingavasaklútunum sínum. Og það fer titringur um munnvikin á hinum hraustu hermönnum af tilfinningum fyrir keisaranum og föðurlandinu og fyrir hinum litla ríkiserfingja! það er í fyrsta sinn, sem hinn litli ríkiserfingi hefur komið fram fyrir þjóðina. En frá þessari stund, er hann ástsælasta persón- an í Austurríki. Hinn nýdáni keisari er gleymdur um leið og kista hans hvcrfur inn í hið reykelsisfyllta ljóshaf Kapuciner- kirkjunnar, meðan lífvarðarridd- ararnir þeyta hersönginn á silfur- lúðra sína í langdregnum sorgar- tónum. En litli ríkiserfinginn lifir í allra hugsun. Ungu liðsforingjaefnin, sem standa næst kirkjunni, eru sjálfir enn þá börn. þeir hafa einmitt nýlokið námi sínu og hafa í námslokin hlotið þenna sér- staka heiður að fá að hafa þenna atburð með sér þegar þeir á morgun leggja af stað til vígstöðv- anna. Hjá þeim verður náttúran náminu ríkari, og þeir hneigja sig brosandi fyrir ríkiserfingjan- um, meðan hann verður að taka hátt litlu fótunum til þess að komast upp hinar gömlu, æru- verðu steintröppur Kapuciner- kirkjunnar. Daginn eftir er litli ríkiserfing- inn á hvers manns vörum, og litla myndin af honum í öllum bókaverzluna-gluggum. Konan, sem verzlar með pappírinn hneig- ir sig full af trúnaðartrausti og segir: „Hann verður góður!“ — Hann er alveg útseldur í dag,og menn hafa tugum saman pantað hann. Og þar að auki hefur hann sjálfur hneigt sig fyrir syni mínum!“ Frh. Síðustu fréttir. Stjórnírbylting í Rússlandi. Keis arinn tekinn til fanga. AUt á valdi byltingarmanna. Michael stórfursta veittur erfðaréttur til keisaratignar. Eftir því sem símskeyti hafa skýrt frá, hófst stjórnarbyltingin þannig, að keisarinn ætlaði að rjúfa þingið en það neitaði að hlýða. Kaus það svo nefnd manna, sem gekkst fyrir byltingunni. Setulið höfuð- borgarinnar, að tölu þrjátíuþúsund, gekk undireins í lið meö byltingar- mönnum, og aö þremur dögum Iiðuum, var höfuðborgin öll á valdi þeirra. Keisarinn afsalaðl sér völd- unum og varð fangi þingsins. Þá voru ennfremur allir ráþherrarnir settir í varðhald. Þingnefndin skipaði nýja bráða- birgðarstjórn, og Radzianko, sem hefur verið forseti þingsius að und- anförnu varð formaður hennar. Voru í hana valdir menn úr öllum flokkum, nema afturhaldsflokknum, sem stjórnin, sem nú er oltin úr sessi, hefur stuðst við. Sagt er, að í stjórninni séu bæði aöalsmenn og verka menn. Sagt var fyrst, að elsti sonur keisarans ætti að taka við völdunum, en úr því hefur þó ekki orðið, því að Michael stór- fursti, bróðír keisarans, hefur verið valinn ríkisstjóri til bráðabirgöa. Fyrstu fréttirnar sögðu, að barist væri á strætunum í Petrograd, og tveir af ráðherrunum hefðu verið drepnir. En í Moskva var sagt al- mennt verkfall. Örsök byltingar- innar var sögð matvælaskortur. f opinberum tilkynningum ensku stjórnarinnar, er sagt svo frá, að Rússakeisari hafi sent út opinbera tilkynningu og neiti að afsala sér ríkisstjórn í hendur sonar síns. í þeirri tilkynningu kvað vera komist þannig að orði: »Vegna þess að eg vil ekki skiljast við minn elsk- aða son, þá legg eg hérmeð fíkis- stjórnina í hendur bróður míns Michael stórfursta, til þess að hann ríki í fullu samræmi við þjóðar- viljann.« Tilkynning þessi var undirskrifuð 15. marz s. I. Michael stórfursti hefir gefið út opinbera tilkynningu og samþykkt að taka við rikisstjórn um hríð, þangáð til rússneska þjóðin hefur ákveðiö, hvaða stjórnarfyrirkomulag hún vill hafa. Hann vill taka að sér ríkisstjórn, ef þingiö beiðist þess. Eftir því sem tilkynningar ensku stjórnarinnar segja, er góð regla í Petrograd. og mun setulið borgarinnar stuðla að þvi. Aöalatriðin í tilkynningu þeirri, sem bráðabirgðastjórnin hefur gefið út eru þessi: að pólitískir fangar skuli öðlast frelsi, aö málfrelsi, prentfrelsi og athafnafrelsi skuli leyft, að komið sé á þingræði, sem bygg- ist á almennu kosningafrelsi og að í stað hins gamla lögregluliðs, komi borgaralið með ábyrgð gagnvart þinginu. Nikulási stórfursta hefur verið falin yfirstjórn alls Rússahers. Hann hefur samþykkt stjórnarbreytinguna fyrir hönd alls landhersins, en Cyril stórfursti fyrir hönd flotans. Keren- sky dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir, að hinir eldri yfitráðherrar og ráöherrar, verði að bera lagaá- byrgð á þeim afbrotum, sem þeir hafi framið gagnvart þjóðinni, en hin nýja stjórn muni ekki dæma neina þeirra rannsóknarlaust. Fram að þessum tíma, hafa engir verið teknir af lífi rannsóknarlaust, og allir þeir, sem handteknír hafa verið, sitja aðeins í gæzluvarðhaldi. Síðari fregnir herma, að þingið hafi neytt Nikulás keisara til að afsala sér völdum, og að Micael stórfursta sé veittur erfðaréttur til keisaradóms í Rússlandi. Nýja stjórnin æili að koma á almennum kosningarrétti og fleiri frjálslyndum umbótum, Og að fyrsti liðurinn í stefnuskrá hennar sé, að barist skuli til sigurs. Þetta eru stórtíð- indi sem hér er sagt frá. En hver áhrif stjórnarbylting þessi kann að hafa á óíriðinn og úrslit hans, er ekki unt að segja. Sagt er að orustur séu háðar á vesturvígstöðvunum og Englend- ingar og Frakkar sæki fram bjá Somme. Stjórnarskifti eru að verða í Frakklandi, og eftir því sem Vísi segist frá í dag, hefir Briand, for- sætisráðherra Frakka, sagt af sér. Þar er einnig sagt frá því að land- stjórinn í Finnlandi hafi verið fang- elsaður, og stendur það vitanlega í sambandi við stjórnarbyltinguna í Rússlandi. Bernstorff greifi, sem áður var sendiherra Þjóðverja í Washington, er nýkominn heim. Kínastjórn hefir sagt stjórnmála- sambandi slitið við Þýzkaland og jafnframt lagt haid á þýzk skip, er þar liggja í höfnum. Cora, sem er kolaskip Kveld- úlfs, er nú affermt og leggur á stað til útlanda innan skamms. — Fer norður um land. Activ og Are eru komnir út. Are fór með fisk og lýsi, en Activ með fisk. Expetit hefir verið skotið í kaf á leið til Húll með síld. Eegnkápur fyrir karla og konur Sturla Jónsson Guitar til sölu í Vonarstræti 2. Abyrgðarmaður: Páll Jónsson, yFirdómslögm. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 8 * eftir skipunum óvinveittra dyravarða, sem gyðíngarnír sjálfir urðu að borga fyrir harðstjóravaldið, sem þeir höfðu yfir þeim. • Húsið var blátt áfram og viðhafnarlaust, en málað með nokkuð sterkum litum, og það var bæði sölubúð, umsýsluhýbýli, skrifstofa, gripasafn og íbúðarhús. Hér höfðu forfeður Klosstocks stofnað hina litlu eign, sem hinn núlifandi ættingi þeírra hafði aukið og margfaldað. það var á ferðalagi í skattlandinu Vilnavitch, sem Klosstock hafði fengið hinn unga ágæta meistara til þess að taka við æðstaprestsembættinu í Czarbvna, sem þá var iaust. En hinn ríki gyðingur hafði ekki undireins gefið honum dóttur sína, sem hann þó hefði getað gert, en því hafði hann lofað honum, að ef Onnu geðjaðist Ið honum, þá skyldi trúlofun þeirra verða gerð opinber svo fljótt sem unt væri. Anna hafði þegar fengið miklu betra uppeldi heldur en Gyðingar, úr þeim flokki, sem faðir hennar var í, voru vanir að veita dætrum sínum. Hún gat talað þýzku, kunni tals- vert í frakkneskri tungu, mátti heita lærð í biblíuleg- um fræðum og var náttúruð fyrir söng eins og þjóð- flokki hennar var meðskapað. Rödd hennar, sem gígu- tónarnir fylgdu, hljómaði jafnan á hátíðisdögum Gyð- inganna. Að velgerðasemi hennar kvað svo mikið, að jafnvel hinir bezt kristnu menn, mundu hafa dáðst að henni. Marcus Losinski, sem átti að vera prestur og kennari Gyðinganna í Czarovna, virtist henni sem sendiboði ljóssins úr öðrum heimi. Hann vissi meira en við hefði mátt búast eftir aldri hans. Hann hafði 9 ferðasí um alla austurálfu, og meira að segja dvalið í Jerúsalem, Hann gat lýst fyrir henni furðuverkum hinna stóru höfuðborga. Hann hafði jafnvel Verið sendiherra bæði í Paris og London, og þó var hann aðeins tíu eða fimmtán árum eldri en hún. Engin drottning gat Verið elskuð eða virt meira en Losinski elskaði og virti Önnu, drottningu gyðinga- hverfisins. „Hjá kristnum mönnum er það talin synd,“ sagði hann einn dag við hana, Bað elska nokkra konu meira en þann mann, sem þeir hafa gert að guði sínum. Eg er glaður yfir því að vera Gyðingur, Anna, ef ekki vegna annars, þá vegna þess, að engin guðs eða manna lög leggja nein höft á ást mína til þín.“ sHeldurðu ekki,“ svaraði hún, „að það sé eins létt að fylgja guðs lögum eins og það er erfitt að fylgja lögum mannanna." „Jú, Anna, það held eg áreiðanlega. Trúin er hvorki fólgin í lögum eða lærdómi, heldur aðeins í hreinu og heilögu líferni.“ „Og þó, elskan mín,“ sagði Anna, „er eg stund- um hrædd um, að þú getir ekki þrifist hér í Czarovna og farir að þrá víðáttumeira starfsvæði." „Nei, Anna, mér er nóg að vera þar sem þú ert, hvernig svo sem verkahring mínum er háttað. En eg er opt að hugsa um, hvort ekki væri hyggilegra að yfirgefa þetta efans og angistarinnarland, og fara langt burtu, þar sem þjóð vor ekki er stöðugt innan tak- marka harðstjórnarinnar og kúgunarinnar heldur örugg fyrir ofsóknum og svívirðingum.“ 10 „Æ, þú öfundar Andrea Ferrari,“ hrópaði Anna, „þú vildir gjarnan eins og hann ferðast út í heiminn, sjá allskonar þjóðir og dást að furðuverkum fram- andi landa.“ „Nei, eg hefi þegar séð svo mikið af hinum víð- áttumikla heimi, Anna. Eina óskin min er, að framtíð þín geti orðið eins hamingjusöm, eins og líf þitt hingað til hefir verið, að hvorki þú eða faðir þinn þurfi nokkru sinni að verða fórn fyrir eina eður aðra skyndilega breytingu á stefnu stjórnarinnar. Að því er mig sjálfan snertir, þá er líf mitt einkis virði fyrir mig, ef það ekki getur verið þér til góðs. Píslarvætti fyrir þínar sakir mundi vera hamingja fyrir mig.“ „þú ert sorgbitinn?“ sagði Anna fljótlega. „Tal- aðu ekki um píslarvætti, það kemur hjarta mínu til að hætta að slá. Hvaða píslarvætti skyldir þú geta orðið að þola fyrir mínar sakir?“ „þó það kæmi fyrir, þá gerði það ekkert til,“ svaraði Losinski. „En hvernig stendur á því, að við erum farin að tala um þessi sorglegu efni? Fyrir- gefðu mér, Anna. Ferra kemur víst bráðum hingað. Eg hitti hann fyrir stundu síðan hjá rakaranum. Hann býr sig vandlega, þegar hann ætlar að heimsækja drottningu gyðingahverfisins.“ „Hann er velkominn“, sagði Anna. „dúfan, sem snýr aftur til arkarinnar með fréttir frá umheimínum. Engin ferðasaga er jafnskemtileg sem ferðamennirnir sjálfir.* „Fyrir þessi ummæli", sagði rödd í dyrunum, „flyt eg yður hjartanlegt þakklæti, og eg er, ef yður

x

Þjóðstefna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.