Akureyrarpósturinn - 05.08.1886, Blaðsíða 3

Akureyrarpósturinn - 05.08.1886, Blaðsíða 3
27 Englendinga veika hlið og pví hafa þeir fengið þau andsvör þá þeir hafa viljað finna að órjettlæti á iiðrum stöðura. „Já cn hvernig farið þið sjálfir með írland“. Og það hlaut að falla Gladstone þungt að heyra því lfk svör. það er trúlegt að hann enn fyrri hafi fundið þetta, og feginn viljað geta gjört eitthvað í þessu máli. En hygg- inn stjórnari verður að forðast að taka annað fyrir en það sem hann hefir von um að muni geta fengið framgang, og það þarf þjóðarfylgi og Ijósa skoðun og fasta til að koraa urabótum og breytingum fram. 1858 hefir Gladstone haldið að eitthvað væri hægt að gjöra. Polraerston sem hafði haft þjóðhylli og mikil ráð var dauður, leiðarsteinn hans í hverju máli hafði verið ekki svo mjög hvort það f sjálfu sjer var rjett eða órjett heldur sá hvort það sem farið var fram á eða miðað var til væri verulega engelskt. Borgarastriði Norðurameríku var um síðar lokið, og Gladstone hafði heppnast að fá ófriðarmál sem England var komið í við Norðurríkin lagt í gjörð, og nú þótti honum tími til komin að reyna að koma fram umbótum á kirkjumáli Ira og hlutast til um að alþýða gæti lo^ast við að greiða háar tíundir til kirkju þeirrar er að- eins lítill minni hluti henaar tilheyrði, þeim skildi aptur í staðinn varið til almennings þarfa. þess utan vildi hann hjálpa við hinum fitæku irsku leiguliðum, sem urðu að greiða o£ háar landskuldir og voru rekn- ir á braut ef þeir ekki gátu borgað þær- Ennfreraur vildi hann endur bæta skóla- tnál þeirm Fáum árum síðar varð hann ráðaneyt- isforseti, 1869, og svo má segja að fimm næstu árin, megi telja gullöld frelsismanna 4 Englandi, Á þeim árum kom ein sið- bótin eptir aðra, sem hinir vitrustu Eng- lendingar gátu glatt sig yfir. Sem við var að búast mætti Gladstone opt mótspyrnum. |>egar hann vildi afnema þá reglu að for- ingjaembættin væru seld ríkismannasonum, varð hanti þess vís að yfirhúsið raundi ekki samþykkja það. Einhver annar mundi ef til vill hafa neitt það tíl samþykkis með því að fjölga lávörðnnum, en heldur en það sje gjört láta lávarðarnir venjulega undan, en Gladstone neytti annara bragða, hann ljet gera rannsóknir og kom það þá upp að einkaleyfið til að kaupa þessi embætti aldrei hafði verið samþykkt af enska þing- iuu, heldur hafði verið veitt af stjórninni, en það sem stjórnin ein hafði veitt, það’gat hún ein aptur tekið og það var gert Glad- stone hafði augun alstaðar — hann endur- bætti kirkju- og skólamálin og tók að sjer að tryggja eignarrjett giptra kvenna. Eu það er ávalt eins og bylgjugangur í enska þjóð- viljanum. J>egar hann um nokkurn tíma hefir verið ákafur með breytingunum kem- ur sá tími að hann eins og þreytist. Allar endurbætur ganga líka út yfir einn eða annan, þegar á að hjálpa þeim fátæku kemur það optast að einhverju leyti í bága við hagsmuni þeirra ríku. Ástundum eru breytingarnar ef til vill settar í gegn of fljótt, nokkrir verða við það ragir og stansa, og framsóknarflokkurinn missir þannig nokkuð af stoðum sínum, og við næstu kosningar getur svo farið að hann verði í minni hluta, það er því um að gera að nota bylgjuna meðan hún er uppi. Glad- stone notaði tímann vel og fjekk miklu á- orkað, en þó ekki eins miklu og hann vildi. flann varð að víkja fyrir Disraely, sem var ráðaneytisforseti þá Rússar og Tyrkir áttu í ófriði. Oss ber ekki að fara i styrjöld fyr- ir Tyrkjann, sagði Gladstone heldur taka málstað Búlgara og annara kristinna þjóð- flokka 4 Balkanskaga. Disraely var á annari skoðun og sat í keppninni. Á Ber- línarfundinum rjeði hann miklu og fjekk þar Eypen handa Bretum. |>egar hanu

x

Akureyrarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyrarpósturinn
https://timarit.is/publication/227

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.