Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1881, Blaðsíða 61
26i
um löndum, þá legðist allmikill kostnaður á fram yfir
það, sem Smith ráðgjörir, iooo pípur isþuml. langar,
1V2 þuml. víðar, sem duga i 208 faðma langt ræsi,
munu vera hér um bil 44 teningsfet, og vega hér um
2600 pund. Flutningurinn erlendis frá gæti verið mis-
munandi dýr, en ávalt mundi hann kosta mikið. Og
eigi svo að flytja pípurnar til muna, eptir að þær koma
á land, þá bætist enn fremur meira eða minna við.
Af því að svo lítið fer af pípum í hvern faðm að til-
tölu við það, sem fer af möl í malarræsin, eða hér
um bil 1 á móti 50 að þyngd, þá kostar viðlíka mik-
ið að flytja i*/4 mílu vegar allar þær pípur, sem þarf
í ræsin á tilteknum bletti, eins og kostar að flytja
mölina, sem þarf til hins sama, ioofaðma langan veg.
Eg vil nú ráðgjöra, að uppskipun á pípunum og flutn-
ingur út á landið, sem á að leggja þær í, verði óvíða
minni en svarar því, sem kosta mundi að flytja möl
þá, er þyrfti í sama blett, 100 faðma langan veg. —•
Taki maður nú dæmi af spildunni, sem 5. mynd á að
sýna, sem er 3% vallardagsláttur, og reikni hvað pípu-
ræsi mundi kosta í þennan blett, þá getur maður
fengið hugmynd um kostnaðinn, þó að reikningurinn
geti bæði hækkað og lækkað eptir kringumstæðum.
Opnu skurðirnir kringum svæði þetta eru 236 faðma;
viðtökuskurðurinn er 4 feta djúpur, og jaðarskurður að
ofan og austan 3 fet; meðaltal verður því ekki meira
en 3Y2 fet; botnbreidd 1 fet og breidd að ofan 8 fet.
Eptir töflunni er 1 dagsverk að grafa 4x/2 faðm af
slíkum skurði, og að grafa alla skurðina, væri eptir
þessu rúmlega 52 dagsverk. Við þetta má bæta ekki
minna en 26 dagsverkum fyrir að hlaða vörzlugarð
úr rofinu á bakkanum. f>essa skurði, og girðinguna
þarf nú að gjöra, hvernig sem lokræslunni er hagað,
og lokræsla með pípum kostar þá: