Elding - 01.01.1901, Blaðsíða 2
2
ELDINGr.
mannréttindi. Undir þessu glæsilega
merki hóf það tilveru sína. 10. öld-
in klykkir út með því að varpa fyr-
ir borð hinum gömlu, dauðadæmdu
skoðunuin og hreiða faðminn móti
nýrri kenningu, göfgari og húleitari
en alt, sem áður var kunnugt. En
það gekk ekki alveg brotalaust af.
Þegar hinni gömlu og nýju kenn-
ingu, goðatrúnni og kristninni, laust
saman, var sem alt ætlaði um koll
að keyra. En þegar mesta harkið
var af staðið, áttuðu menn sig fljótt.
Þeir áttu um þetta tvent .að velja,
og tóku þann kostinn, er þeir sáu
hetri, og þeir gjörðu það eins og
þeir gjörðu alt: djarflega og einarð-
lega. 10. öldin fal í skauti sínu
goðin, sem voru flæmd úr landi, og
hofin, sem láu í rústum, og þegar
11. öldin gekk i garð, hóf hinn ungi
kristni söfnuður hendur sínar mót
sólu, og heilsaði vonglaður hinni
komandi öld; og hann hafði ástæðu
til þess. A 11. öldinni stóð hið ís-
lenzka þjóðfélag með hæstum hlóma.
Hún er þess glæsilegasta og þrótt-
mesta tímabil, tímabihð sem ól göf-
ugri og þrekmeiri kynslóð, en nokk-
urt annað fyrr eða síðar, — tima-
bil hinna sterku og djúpu tilfinninga.
Þegar halla tekur af 11. öldinni,
fara þessi fögru lífsmerki einnig
þverrandi og halda því áfram, þang-
að til þjóðin um miðja 13. öld er
búin að fylla mæli synda sinna með
niðingsverkum, trygðrofum, siðspill-
ingu og flokkadráttum, og endar með
því að ofurselja sjálfa sig og frelsi
sitt útlendu stjórnarvaldi. Það ein-
asta sem bendir á, að þjóðin var þó
ekki alveg búin að missa sjálfsmeð-
vitundina og tilfinninguna fyrir því,
sem fagurt er og göfugt, er það, að
hún lét sér umhugað um að geyma
hjá sér í sögum og ljóðum endur-
minninguna um sína fornu frægð og
manndáð. Annars er eins og dimmi
af nótt, og líf hinnar íslenzku þjóð-
ar á 14. og 15. öld minnir ósjálf-
rátt á Israelslýð, er hann ráfaði um
eyðimörkina. Enginn gróðursæll
blettur brosir við augum, engin sval-
andi lind. Kristnin og kirkjuvaldið,
sem áður á styrjaldartímunum oft og
tíðum gekk fram í þjónustu kærleik-
ans og mannúðarinnar, miðlaði mál-
um og afstýrði vígaferlum, er nú
sjálft orðið að fjandsamlegu kúgun-
arvaldi, óbærilegra en nokkurt ann-
að harðstjórnarvald, því það lætur
sér ekki nægja að refsa mönnum
fyrir orð og gjörðir, heldur hneppir
það einnig hugsanir manna og til-
finningar í fjötra.
Með 16. öldinni er eins og nýtt
fjör færist aftur um hinastirðnuðu limi
þjóðfólagsins, eins og hylli undir
dagsbrún í myrkrinu. Hér lendir
aftur saman tveim andvígum skoð-
unum, páfavillu og Lútherstrú, og
herbresturinn verður engu minni en
fyrr á söguöldinni. Hin nýja kenning
sigraði eftir snarpa rimmu. Skurð-
goðin hnigu í valinn og menn lærðu
að tilbiðja guð sinn í anda og sann-
leika. En hér hné einnig í val-
inn ein af hinum stórbrotnustu
og mikilfenglegustu persónum þessa
lands, Jón Arason, sem ósjálf-
rátt beinir huga vorum að hin-
um þróttmiklu hetjum sögualdarinn-
ar. Barátta hans og hlutskifti var
sárt og raunalegt, ekki svo mjög
vegna þess, að hann barðist og féll
fyrir skoðun, sem af forsjóninni var
dauðadæmd, heldur vegna þess, að
í persónu hans reisir þjóðin í síð-
asta skifti um langan aldur rönd
við útlendum yfirgangi. Það var
sjálfstæðistilfinning hinnar íslenzku.
þjóðar, sem var leidd á höggstokk-
inn með Jóni Arasyni.
Á 17. öldina vildum vér helst ekki
þurta að minnast. Saga þess tíma-
bils er eintóm raunasaga. Hinar
síðustu leifar af kjark og þreki eru
undir lok liðnar. Það er eins og
þjóðin sé öllurn heillum horfin. Lik-
amleg neyð, meiri enn nokkru sinni
áður, drepur niður öllum áhuga og
framtakssemi, og hjátrúarmyrkur
hvílir eins og inartröð á sálunni.
Það er eins og enginn lífsneisti fel-
ist iengur með þjóðinni. En
aldrei er svo svart yfir sorgar ranni,
að ekki geti birt fyrir eilifa trú.
Neistinn var ekki alveg sloknaður.
Það lýsir skært af honum í kveð-
skap Hallgríms Péturssonar, og hann
kastar þvi sterkari birtu út frá sér,
sem myrkrið er svartara umhverfis.
18. öldin byrjar hálf dapurlega,
en það rætist vel úr henni. Þótt
kjör þjóðarinnar á 18. öldinni sóu
að mörgu leyti hálf ömurleg, og
enn sjái lítt birta af degi, er þó
eins og vorþeyrinn sé farinn að
gjöra vart við sig. Að minsta kosti
er framfaraviðleitnin vöknuð, og það
er fyrsta skilyrðið fyrir allri vel-
geDgni. Bæði í ytra iífi þjóðarinnar
og í sálarlífi hennar bregður fyrir
nýjum þrótt eftir langan dvala, og
þess sjást ótvíræð merki, að hér er
nýtt tímabil að ganga í garð, við-
reisn artímabilið.
Það er ekki langt liðið á 19. öld-
ina áður vorgróðurinn byrjar. Eram-
farahugurinn og mentaþráin dafna
bæði fljótt og vel. Bókmentafélagið
er sett á stofn til að hlynna að hin-
um ungu frjóvöngum vísinda- og
mentalífsins, skýla þeim og gæta
þeirra, svo þeir ekki kulni út. Skáld-
in, sem af guðs náð hafa við fæð-
inguna þegið að gjöf máttÍDn til að
stilla svo strengi sína, að þeir vekja
bergmál í hverju hjarta, kveða hugg-
un, dáð og djörfung inn í þjóðina,
svo hún rís til nýrrar iðju. Með
hinum nýju, endurfæddu bókmentum
vaknar þjóðin til meðvitundar um
gildi sitt og reisir þá kröfu, að mega
njóta sín óhindruð. Þessi krafa,.
frelsis-ogsjálfstæðiskrafan,festirdýpri
og dýpri rætur i hjarta hennar, vex
öllu öðru yfir höfuð og slær bjarma
sínum yfir tímabilið. Tilskipunin
um fult verzlunarfrelsi (1854) og
stjórnarskráin 1874 eru þeir ávextir,.
sem þjóðin hefur séð af baráttu
sinni, og vissan um það, að hún
vinnur ekki fyrir gíg, að viðleitni
hennar leiðir af sér einhvern árang-
ur, hvetur hana til frekari baráttu
og nýrra tilrauDa. Hún leitast við-
að koma skipulagi á verzlun sína,
samgöngur, atvinnuvegi og menta-
mál, og með hverju árinu er nýtt
spor stigið til meDniugar og fram-
fara. Yór kveðjum 19. öldina með
fullri reynslu fyrir því, að ótrauð og
ósórhlífin barátta fyrir góðum mál-
stað ber ávalt margfalda blessun og;
rífleg laun 'í skauti sínu.
Hin nýja öld rennur þá í dagr
og vér horfum fram á hana með'
tilfinningu, sem blandin er von og
ótta. Hvað geymir hún i skauti
sínu fyrir land vort og þjóð ? Þeg-
ar um slík tímamót er að ræða,
spyrjum vér ekki um sjálfa oss,
vora eigin litlu persónu, — hún
hverfur alveg, — heldur um þjóð-
vora. Og þegar vér rennura hugan-
um til hinna liðnu 10 alda, er eng-
in furða, þótt vér séum hljóðir og
hikandi að þvi er framtíðina snert-
ir. Óteljandi eru þær vonir, bjartar
og glæsilegar, sem hinar liðnu aldir
fiafa grafið i skauti sínu. Margar
brennandi bæ’nir hafa stigið upp frá
hrjósti þessarar þjóðar og horfið út
í geiminn án þess að þess yrði vart,
að nokkur heyrði þær. Mörg við-
leitnin og margar tilraunirnar hafa
dáið í fæðingunni, og margir kraft-