Elding - 03.02.1901, Page 4
24
ELDING.
amáiápmy
— þar á meðal hin ágæta KINOSOL-SÁPA og 10 aura stykkin drjúgu
og góðu, sem flestir þekkja, auk raargra annara tegunda —
cru beztar og ðdýrastar hjá
S-
íimscn.
með „LAUE.A" hef ég fengið :
Loðnar húfur,
Skæðaskinn,
Ullarkamba,
Högl,
Saumur,
Giuggagler,
Blásteinn —- Heilulitur — Sódi og fleira.
Kaffi,
Exportkaffi,
Rúgmjöl,
Rúgur,
Bankabygg,
Grjón.
§J. gimscn.
9
hjá
0.
eru ágætir.
B-L-Ý
fæst hjá
Zimscn.
ÁGÆTAR
danskar kartöflur
mjög óa^rar
hjá
0. Himsen.
-M-
Hvernig stendur á því
að allir biðja um
Aldamóta-Whisky?
Svar í nœsta blaði.
Fyrirlestur
í dag kl. 6V2 síödegis i Goodten.plarahúsinu.
Frí aðgangur. D. Östlund.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jón Jónsson, cand. phil.
Félagsprentsmiðjan.
6
inni eða héraðinu Steineck, heldur málaliðsmaður
sunnan að og einn af þeim, sem kærðu sig
kollóttan hvorum flokknum þeir veittu og voru
' fúsir til að snúast í lið með þeim, sem bauð
þeim einum dalnum meira um mánuðinn.
Morguninn eftir sá von Osterode sér færi á
að tala við frænku sína, og gerði sér far- um að
veiða upp úr henni með klækjum alt er hún
vissi viðvikjandi vatnslindunum leyndu, sem öll
heill kastalans var undir komin. Hún lét hon-
um í hjartans einfeldni í té allar upplýsingar
og datt síst í hug að tortryggja hann, þar sem
hann bæði var frændi |hennar og einn afvarnar-
mönnum kastalans, og þegar hann skildi við
hana, var hann orðinn svo sannfróður um málið
að hann þóttist geta gengið beina leið að hin-
' um leyndu uppsprettum.
Nóttina eftir, þegar menn voru leystir af verði
í kastalanum kl. 4 um morguninn, var Pétur
Uhlmann horfinn af varðstöðinni. í hans stað
fundu þeir kaðal með hnútum á, er hékk fram
af múrveggnum þar sem skugga bar á af turni,
er stóð þar rétt hjá, og þegar búið var að kalla
setuliðið til vopna, urðu menn þess varir að
Wilhelm von Osterode sömuleiðis var horfinn.
Menn leituðu að honum dyrum og dyngjum í
bænum og kastalanum, en þegar ekki hafðist
upp á honum, fyltist hjarta Berthu greifafrúar
7
af dauðans ótta og blygðun, og hún fór til manns
síns og sagði:
„Rúdolf, ég er hrædd um að það sé úti um
okkur. Óþokkinn hann frændi minn veit um
vatnslindirnar og nú fer hann og selur okkur
öll í hendur villutrúarmönnunum. Hann sat hjá
mér í gær og var lengi að tala um þær við inig
og ég var sá fáráðlingur að ég lét uppi við
hann alt sem ég vissi“.
„Og daginn áður biðlaði hann enn þá einu
sinni til Hildu, hefur hún sagt mér, og hún gaf
honum hreint og beint afsvar11, sagði greifinn
dapur og þungbúinn. „Dað er bágt að vita
hvað menn kunna að taka sér fyrir hendur
þegar ástin er annars vegar, eða hvað hún
kann að leiða af sér, þegar hún er snúin upp í
örvæntingu. Dar á ofan var hann búinn að
skifta um trú oftar en einu sinni, og sá sem
gerist trúníðingur, getur einnig orðið níðingur í
fleiru. Hve miklu betur mundi ekki öllum ófriði
reiða af, ef hægt væri að sjá svo um, að ástin
kæmi þar hvergi nærri! Gráttu nú ekki, hjart-
að mitt, ég ætla að fara og láta byrgja kastal-
ann að vatni meðan tími er til, og það er eng-
inn vafi á þvi, að okkur tekst að fá nóg til að
lifa við þangað til biskupinn kemur“.
*
* *
Eftir að Wilhelm von Osterode og strokufé-