Elding - 24.03.1901, Blaðsíða 2
54
ELDING.
inguna, — þetta var kjarninn í
stefnu Grundtvígs og þetta er
kjarninn í starfi alþýðuháskólanna.
Grundtvíg gaf út fjölda rita
um þetta mál og lýsti nánar fyr-
irkomulaginu, sem hann vildi hafa
á þessum skólum. í stuttu máli
skyldi fræðslunni háttað á þessa
leið. Hann vildi fyrst og fremst
láta fræða æskulýðinn um þjóð
sína og œttjörð, skoðað frá lífsins
en ekki lærdómsins sjónarmiði,
fræða hann um lífsskilyrði og lífs-
kjör þjóðarinnar, svo hann gæti
eftir skólavistina gengið að lífs-
starfi sínu með meiri áhuga og
fjöri en áður, með glöggara auga
fyrir og skýrari skilningi á mannlífs-
ins og þjóðlífsins breytilegu kjör-
um, og með næmari og sterkari
tilfinningu fyrir þjóðfélagsböndun-
um. Bðliseinkenni hverrar þjóð-
ar fyrir sig koma einna skýrast
og glöggast fram í tungu hcnnar,
eins og hún lifir á vörum þjóðar-
innar, og sé hún lítilsvirt og
hennar rétti traðkað, þá er þjóð-
lífinu alvarleg hætta búin. Pess-
vegna á að leggja mikla áherzlu
á möiJurmálirJ. Samhliða móður-
málinu á að leggja mikla rækt
við sögu þjóðarinnar, og það á
þann hátt, að láta nemendurna
verða fyrir áhrifum hinnar munn-
legu frásagnar, að vekja sálir
þeirra tii eftirtektar og skilnings
fyrir kraft hins lifanda orðs. Eink-
um á frásögnin að snúast að
hinum stórfeldu hugsjónum
forfeðranna, sem koma fram í
hinum fornu ljóðum og goðsögnum,
og kröfum þeim, sem þær binda
í sér. Einnig ber að leiða athygli
nemendanna að skáldskap þjóðar-
innar með upplestri, því í honum
á þjóðin einhv§rn sinn dýrasta
fjársjóð og áhrifamesta uppeldis-
meðal. Af sögu hinna síðari alda
eru það einkum byltingatíinabilin,
sundrungar- og endurfæðingartíma-
bilin, sem eru bezt fallin til skýr-
ingar og skilnings á mannlcyns-
sögunni. Aftan við þessa sögu-
fræðslu skal svo hnýtt yfirlitiyfir
nútíðarlíf þjóðarinnar, svo nom-
endnrnir fái sem glöggasta hug-
mynd um þjóð sína. Hann gerir
einnig ráð fyrir, að það mundi
mikið auka þekkingu lærisvein-
anna á starfskjörum þjóðarinnar,
ef fyrirmyndarbú og iðnaðarstofn-
anir stæðu í sambandi við skól-
ann o. s. frv. Þess skal getið,
að Grundtvíg hefur hér fyrir aug-
um æskulýðinn eftir að hann er
kominn á bezta þroskaaldurinn.
Hvað eftir annað vék Grundt-
víg að þessari hugmynd sinni og
vildi láta reisa allsherjar lýðhá-
skóla i Saurum (Sorö) á ríkisins
kostnað. Honum tókst loks að
fá konunginn, Kristján 8., á sína
skoðun, og gaf hann út tilskipun
um siíka skólastofnun 1847. Því
miður andaðist Kristján 8. áður
en nokkur framkvæmd yrði á
þessu, og féllu þar með afskifti
stjórnarinnar af málinu niður.
Margir hinna fremstu og merk-
ustu manna í Danmörku voru
mótenúnir Grundtvíg i skoðunum
hans og gerðu sitt til að sporna
við því að rnálið næði fram að
ganga, en það fékk samt fram-
gang á endanum, þrátt fyrir alla
mótspyrnu. (Frh)
Utan úr lieimi.
Að kveldi þess 5. var 11 írlend-
ingum kastað á dyr i parlamentinu
með ofbeldi. Þeir kröfðust að halda
áfram umræðum um fjárveitingar
nokkrar, er samþykt hafði verið að
niður féllu. Einn þeirra hrópaði, er
hann var hafinn út af lögreglunni:
„Guð varðveiti írland!" Stóðu þá
hinir aðrir írskir þingmenn upp og
tóku undir með sömu orðum.
Yfir 14,000 manna er talið að f’rá
hafi fallið i Búastríðinu, dauðir eða
óvigir.
Botha, hershöfðingi Búa hefur, að
því er mælt er, fengið tilboð þessi,
ef þeir vilji gefast upp:
1) Uppgjöf saka fyrir alla Búa
(þar i undirskildir De Wet og Steijn
forseti).
2) Uppreistarmenn í Kapnýlend-
unni fá aðeins þá refsingu, að þeir
missa kosningarrétt.
3) Búum veitist lán til viðreisnar
búnaði sínum.
4) Stjórn (civil) verður sett á fót
undir forustu Milners. Fyrirliðar
Búa séu ráðgjafar.
Ráðaneytisforseti á Ítalíu, Zanar-
delli, hefur lesið upp tilkynningu um
stjórnarstefnu ráðaneytisins í báðum
deildum þingsins, og var gerður góð-
ur rómur að. Aðalatriðin eru þessi:
aÖ koma á umbótum á réttarfari, að
færa sem mest niður neyzlugjald á
korni og méli (um 47 mill. líra) og
í þess stað að koma á hækkandi
(progressiv) erfðaskatti, og viðhafa
sem mestan sparnað á efnum ríkis-
ins.
Crispi gamli fékk rétt fyrir skömmu
áheyrn hjá Margrétu drotningu. Með-
an á því stóð varð hann alt í einu
veikur (af slagi?) og féll til jarðar.
Von um bata.
Sundurlyndi meðal Breta og Rússa
í Tjentsien út úr lóð, tilheyrandi
járnbrautarfélaginu, sem Rússar gera
tilkall til. Verkstjórinn hefur boðið
að halda skuli áfram brautarlagning-
unni og verjast með vopnum, ef
með þurfi.
Rússar hafa neytt enska bankann
í Port Artkur til að hætta störfum
með því að veita rússnesk-kínverska
bankanum einkaleyfi.
Kenslumálaráðherra Rússa, er skot-
ið var á um daginn, er látinn af
sári því er hann fókk.
Dáinn 9. þ. m. .Fritz Zeuthen f.
læknir á Eskifirði.
Harrison, fyrverandi forseti Banda-
ríkjanna, er látinn.
Svartidauði geysar nú hvað mest
í Kap. Alls dauðir 37.
Rautt regn og gulur snjór. Á
Ítalíu sunnanverðri og á Sikiley var
himininn hinn 8. þ. m. sem blóði
stokkinn, og molluheitur vindur blés
af suðri (scirocco). Á Sikiley rigndi
og var líkast blóðlifrum. SkríllinD
hélt að heimsendir væri komiuu og
flýði í kirkjur með kveinstöfum og
bænuin. Nokkru síðar féli snjór
mjög gulleitur á Norðurþýzkalandi,
og ætluðu fróðir menn eld uppi á ís-
landi. Blóðregné hefur enn orðið
vart I Berlín og í Damnörku 4 Lá-
landi og Falstri.
íslendingurinn Olafur Dan Daníels-
son hefurlilotið gull-heiðurspening
háskólans í Kmh. að verðlaunum fyrir
stærð fræðisritgerð.
Or bænum og grendinni,
Varðskipið „Heimdal11 kom hing-
að á fimtudaginn. Hafði séð kynst-
ur af „Trawlurum1' á leið sinni fyrir
sunnan land, en því miður engan i
landhelgi. — En menn geta svona
rent grun i, hvernig sjórinn hefur
verið útlits fyrir innan „línuna“, þeg-