Elding


Elding - 18.08.1901, Blaðsíða 2

Elding - 18.08.1901, Blaðsíða 2
146 ELDING-. ið tekjur sínar; að minsta kosti syngur venjulegast við sama sult- artóninn hjá þeim, sem við Is- lendingar erum orðnir svo vanir að heyra úr öllum áttum. — Pá er enn Bokasafn alþýðu, sem Odd- ur Björnsson í Kaupmannahöfn hefur gefið út. Það eru jfirleitt góð rit og kváðu seljast allvel, enda er fyrirtækið nýtt enn þá. Pó er um þau sem margt annað, að vér söknum þeirra of mjög hjá alþýðu manna. Án þess að spá neinum hrakspám um þetta fyrir tæki, sem vér álítum mjög lofs- vert, þá viljum vér samt geta þess, að það kæmi alis ekki flatt upp á oss, þó það færi að draga úr því þegar frá líður, því slík hafa verið örlög allflestra fyrir- tækja á þessu landi. Hvað á nú að gera hér á iandi til að bæta úr þessu? Mönnum kunna nú að detta ýms ný ráð í hug, en vér hyggjum að réttast sé að halda við þann grundvöll, sem þegar hefur verið lagður hér með Bókmentafélaginu og Þjóð- vinafélaginu. Látum oss líta til frændþjóða vorra, t. d. Dana. Þeir eiga félag sem heitir „Félag til útbreiðslu alþýðumentunar“ (Sel- skabet- til Folkeoplysningens Fremme). Félag þetta hefur starf- að um allmörg ár og heíur kom- ið mjög miklu góðu til leiðar. Það hefur gefið út fjölda af góðum og ódýrum ritum, bæði innl. og útl., sem einkum eru við alþýðuhæfi. Þessi rit dreifast út um landið gegn um alþýðuskólana, fyrirlestr- arfélögin og skólanefndirnar. Þau eru auglýst vel og rækilega og kostað kapps um að fá menn, sem eitthvað eiga undir sér, til að mæla fram með þeim við alþýð- una. Rit þessi eru sem gagt mjög ódýr, en samt eru þau seld við hálfvirði þegar margir fátækir al- þýðumenn taka sig saman um að kaupa mikið af þeim, og slíkt hið sama á sér stað þegar lærisvein- ar við alþýðuskólana kaupa þau svo nokkru munar; að minsta kosti er oss pergónulega kunnugt um að slíkt á sér stað við alþýðu- háskólana. Það segir sig sjáift að félagið er styrkt af ríkissjóði, en sá styrkur er þó ekki sérlega mikill. Ritin borga sig að mestu leyti, og jafnskjótt og eitthvað af ritunum er uppselt, er gend út ný útgáfa. Enginn hörgull er á að fá beztu krafta til að skrifa fyr- ir félagið, því það borgar í rit- laun 50—60 kr. fyrir örkinaílit!u broti. Féiagið gefur út fjölda rita á ári og starf þess er að allra dómi til mikillar blessunar fyrir land og lýð. Nú vildurn vér þá að lokum víkja að því. hvort ekki væri vinnandi vegur fyrir Þjóðviuafé- lagið að taka nýja rögg á sig og starfa rækilegar en hingað til í þessa stefnu. Upprunalega var það tilgangur þessa félags að vinna með öllu móti aðmenningu íslenzkrar alþýðu, og þeim til- gangi hefur það að vísu fylgt, en alt of slælega. Um fram alt þarf það að gera sér far uin að út- breiða rit sín meir en gert hefur verið hingað til og eru ýmsir veg- ir til þess, sem hér yrði of langt upp að telja. Hér liggur fyrir því verkefni, sem er þess vert að eitthvað sé lagt í sölurnar fyr- ir það, og vér erum ekki í minsta vafa um, að það með tímanum komi til að ávinna sér maklegt þakklæti hjá þjóðinni, sem um leið birtist á áþrifanlegan hátt í efnalegu velgengi félagsins og betri kjörum rithöfundanna. Slátrunarhús i Reykjavík. Það eru ekki ýkjamörg ár síðan almennt var farið að reisa slátrunar- hús í bæjum erlendis, en þeim stofn- unum hefur gengið eins og öllum góðum og þörfum fyrirtækjum á að ganga. Eftir að hyrjunin var gerð og menn sáu, hversu nauðsynlegar þvílíkar stofnanir eru, risu þær upp hver af annari, enda er nú svo kom- ið, að allflestir stæiri bæjir og fjöldi smábæja í hinum mentuðu löndum hafa hver sitt slátrunarhús, sumir fleiri en eitt. Reykjavík er nú orð- in svo stór, að slátrunarhús á að geta borið sig hjer, enda er þörfin brýn, og það því fremur, sem hjer mun árlega talsvert fleiru slátrað og kjötverzlun meiri en í viðlíka stórum bæjum erlendis, þar sem slátrunar- hús þó eru talin ómissandi. Yonandi er, að mörg ár líði nú ekki af þessari öld áður en slátrun- arhús verði reist hjer í höfuðstaðn- um, því að bæði er það, að menn eru alment farnir að finna til þarf- arinnar og svo hefur nú alþingi lát- ið sig málið skipta, þar sem neðri deild þess hefur samþykkt 2000 kr. fjárveiting til undirbúnings slátrun- arhúss og til kjötsölutilrauna erlend- is. Eiga þeir þingmenn, sem stutfc hafa að fjárveiting þessari, heiður skilinn, enda á hún að geta orðið' bæði landinu í heild sinni og þá. einkum bænum að góðu gagni1. Það eru nú ef til vill margir sem trúa því, að slátrunarhús sje með- öllu óþarft hjer og að allt geti geng- ið með gamla laginu og gangi vel,. en þeim hinum sömu mundi fljótt fækka, ef þeir íhuguðu alvarlega ástandið eins og það er og skildu hverjar afleiðingar það hefur og get- ur haft. Hirðuleysi og sóðaskapur með matvæli, og þá einkum kjöt og; slátur, er nú á svo háu stígi hjer hjá oss, að furðu gegnir að ekki verður optar sýnilegt mein að, eo raun er á orðin. Hreinlæti kostar ávalt talsverða peninga, en sóðaskap- ur miklu meira fje og, það sem verst er, líf og heilsu bæjarbúa sjálfra- Yfirleitt er sóðaskapur mestur i bæjum; ekki af því að fólk þar sje- sóðafengnara en fólk til sveita, heldur af því að „safnast þegar saman kemur“, og ef vel á að vera verða bæja-menn því að gjöra til- tölulega meira til þess að halda. uppi hreinlætinu, en fólk til sveita. Sem stendur er enginn sá staður hjer í bænum, þar sem slátrað err að góður geti kallazt, enda er það algengast að blóðvöllur sje valinn að húsabaki innan um kamra og annan óþverra. í skúmaskotum þessum er opt á dag drepnir margir tugir og hundruð fjár og safnast þar þá fyrir undrin öll af saur og blóði; meðan jarðvegurinn tekur við, sýgur hann óþverrann í sig, hitt fær að liggja. þar sem það er. Myndast á þenna hátt opt stórar uppistöður, sem menm og skepnur vaða í dag eptir dag, því að ekki er að tala um fráræsl- una; þó kemur það stundum fyrir þar sem svo hagar til, að vellingur þessi brýtur sór veg og flóir út á gangstétt eða götu, bæjarmönnum til lítillar gleði og því minni sóma. í almennings álitum er sjálft slátr- unarstarfið i mikilli niðurlægingu, jafnvel talið til óþverraverka, enda hefur það til skams tíma aðallega vorið í höndum þeirra manna, sem einkum gegna hinum óþverralegustu störfum í bænum, svo sem hreinsa kamra o. þvíl. Þótt nú þessir menn væru að náttúrufari hinir 1) Efri deild hefur felt þessa fjárveit- ingu burt i nefndaráiiti sinu, en von- andi verður hún tekin upp aftur áður en lýkur.

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.