Elding


Elding - 15.09.1901, Page 2

Elding - 15.09.1901, Page 2
162 ELDING. ið af lakara taginu, þ. e. óreglu- menn og slæpingar og hefur svo að jafnaði einnig orðið lítið úr ]>eim í „praktiskum“ lífsstöðum. Vér teljum meiri von til ]>ess, að ef ef'nilegir og alvarlegir menta- menn, oftar en hingað til hefur átt sér stað, tækjust á hendur „praktisk“ störf að afloknu námi, þá mundi þess ekki langt að híða, að ávextir námsins kæmu fram í atvinnumálum vorum,iðnaði, verzl- un og húnaði. Þeir menn, sem ráðstöfuðu lífi sínu þannig, mundu vafalaust með tímanum geta sýnt foreldrum sínum engu lakari kvitt- anir fyrir námsstyrknum, en embætt- ismennirnir með sín veitingarbréf. Nýjar bókmentir. Bókmentafélagsrit í ár. Tímarit hins íslenzka Búkamen tafélags. XXII. árg. -— Islenzkt fornhréfasafn VI,2. — Skírnir. — Landfræðis- saga Islands eftir dr. Þorv. Thor- oddsen III,2. Það er venjulega hér á tslandi talinn aðalviðburður ársins í bók- naentalegu tilliti, þegar bókmenta- félagið sendir út rit sín. Að vísu má óhætt segja það, að fæst af því, sem þetta félag gefur út, komi eig- inlega fiatt uppá mann eða geri neitt sórlegt skurk í okkar audlega lífi, en mikinn og margbreytilegan firóðleik’hefir það venjulega að geyma. Sumum af þessum ritum er þannig háttað, að lítil ástæða er til að minnast á þau í stuttri blaðagrein, eins og t. d. Eornbréfasafnið. Eng- um, sem vit hefir á, getur blandast hugur um, að hér er um stórmerki- legt rit að ræða fyrir sögu lands- ins, en lítt er það við alþýðu hæfi. Skírtdr færir þjóðinni eins og vant er stutt og greinilegt yfirlit yfir helztu viðburði ársins bæði á ís- landi og erlendis. Er það yfirlit vel sainið, og vildum vér þó sér- staklega benda mönnum á inngang- inn til útlendu fréttanna, — „átta- vísun“ —, eftir Jón Ólafsson. Þar er í stuttu máli talinn árangur og afrek 19. aldarinnar og skemtilega sagt frá. I Tímaritinu eru í ár eins og að undanförnu ýmsar ritgerðir og um ýms efni. Einhver eftirtektarverðasta ritgerðin er sjálfsagt ritgerð Einars Hjörleifssonar um alþýðumentun hér á landi. Var það erindi uppruna- lega flutt í Kennarafélaginu í Reykja- vík og vakti þá þegar illan kurr hjá sumum. Þótti þeim höf. gera alt of mikið úr mentunarskortinum, en merkilegt var það, að enginn skyldi verða til að andmæla því á fundin- um, og var þó til ætlast, að umræð- ur yrðu um það. Vér fáum ekki betur séð, en að höf. hafi mikið til sins máls, og erurn vér honum yfirleitt samdóma í skoðunum hans á þessu velferðarmáli þjóðarinnar og teljum bendingar hans í lok greinarinnar mjög skynsamlegar. Hitt kann vel að vera satt, sem nokkrir hafahald- ið fram, að eitthvað kunni að vera oíhermt í fyrirlestrinum og að hann máske þyki helzt til hvass á sínum stöðum. Þetta hyggjum vér að höf. hafi gert með vilja, því Islendingum er svo háttað, að það er varla unt að fá þá til að ræða mál nema með því að drepa eitthvað tilfinnanlega við þeim hendi áður. — - Þá er í Tímaritinu all ítarleg ritgerð: Hvern- ig gamla testamentið er til orðið, eftir Jón Helgason prastaskólakenn- ara. Um þessa ritgerð er líkt að segja og ritgerð Einars Hjörleifsson- ar, að hún hefir vakið illan kurr hjá sumum. Það mun ekki svo fjarri sanni, að sumir meðal almenn- ings álíti séra Jón Helgason hálf- gerðan villutrúarpostula fyrir rit- gerðir hans um biblíurannsóknir nýrri tíma. Hvílík fjarstæða slíkt er, ætti ekki einu sinni að þurfa að taka fram. Það sem séra Jón Helgasou ber hér á borð fyrir al- menning, er ekki annað en það, sem kent hefir verið við alla háskóla um hinn mentaða heim nú um nokkur ár. Það er meira að segja ekki annað en það, sem hver skyn- ! samur maður, er les biblíuna með ' athygli, hlýtur að renna grun í, þótt sá grunur máské hjá flestum j sé nokkuð óljós. Það er líka alveg þýðingarlaust fyrir menn að vera að amast við þessum skoðunum, því i þær eru bygðar á svo föstum og augljósum rökum, að mannleg skyu- | semi má til að beygja sig fyrir þeim, hvort hún vill eða ekki Auk alls þessa má ennfremur taka það fram, að þessar skýringar hagga ekki minstu vitund grundvallaratrið- um trúar vorrar, og ættu menn því að geta sætt sig við þetta, án þess að finna sig knúða til að hefja blinda mótspyrnu gegn höfundinum. — Þessar tvær ritgerðir teljum vér merkastar í Tímaritinu. Um Landfræðissögu dr. Þorv. Thorpddsens er það að segja, að betri alþýðubók hefur varla verið rituð á íslenzka tnngu á síðari tím- um. Hún hefur inni að halda svo mikinn og margbreyttan fróðleik, að furðu sætir, og ofan á þetta er hún svo skemtilega og aðgengiiega skrif- uð, að alþýða manna getur varla kosið sér hana betri. Það má að vísu segja um þessa bók, að húu sé of fjölbreytileg, að þar ægi alt of mörgu saman, sem strangt tekið sé óviðkomandi aðalefninu og að höf. hafi ekki gætt þess að takmarka sig. En þessir gallar snerta aðal- lega vísindagildi bókarinnar, og rýra engan veginn gildi hennar sem al- þýðubók. Það getur líka í sjálfu sér verið vaíasamt, hvort þessi samn- ingaraðferð á ekki fullan rétt á sér, þar sem er að ræða um jafu óþekt svæði og sögu Islands á síðari öld- uin. Vér stöndum svo illa að vígi hvað heimildarritin snertir, að lítt mögulegt er að rita um stórt og víðtækt efni svo rækilega og svo vísindalega rökstutt, að ekki megi búast við, að þvi verði hrundið áður langt líði, enda þarf til þess mjög langan tíma. Hér hefur höf. fylgt þeirri reglu, að taka upp sem inest- an og margbreyttastan tróðleik og búa hann í aðgengilegan búning. Sumir kaflarnir eru mjög ítarlegir og sagðar æfisögur ýmsra manna, sem hafa komið mikið við sögu landsins, og er á því öllu mikið að græða. Það er því álit vort, að þótt vísindagildi þessarar bókar sé vafasamt, þá sé hún samt mjög gott og þarft verk fyrir sögu landsins, og ætlum vér að bæði hin ísleuzka þjóð og hinir íslenzku sagnaritarar muni fyrst um sinn leita þangað til að fá upplýsingar um sögu landsins á síðari öldum. tlr bænum er alt tíðindalaust um þessar mund- ir. Það er eins og nokkurs konar millíbils- og hvíldartími milli args- ins að sumrinu og argsins að haust- inu, þegar réttirnar og sláturtíðin koma til skjalanua og þilskipin hætta fyrir fult og alt. Nokkur þeirra hafa verið að koma inn þessa dagana, og hafa fiskað allvel, svo ársfiski- ríið er yfirleitt orðið mjög gott, að minsta kosti að tölunni til. Veðr-

x

Elding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.