Elding


Elding - 15.09.1901, Page 4

Elding - 15.09.1901, Page 4
164 ELDING. E INS og kunnugt er hafa Reykvíkingar alt til ]iessa tínia orðið að sæta þeim afarkostum af hendi hinna útlendu vátryggingarfélaga, að verða að borga 4—5°/00 á ári í vátrygging á innanhúss munum og það jafnvel þótt hús þau, er höfðu munina að geyma, væru vá- trygð fyrir meira en helmingi minna gjald, og vátryggingargjald á innanhúss munum utanlands væri eigi nema lítið brot af því, sem hér hefur verið heimtað; á þessum sýnilega ójöfnuði hefur hingað til eigi fengist nein veruleg leiðrétting, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, og hefur þannig Reykjavíkurbær goldið smám saman mjög mikið gjald til útlanda fram yfir það, sem sennilegt hefði verið að krefjast. Það gleður mig því að geta tilkynt háttv. bæjarbúum, að nú sýnist vera bót ráðin á þessu, því að tiið gamla brunabótafélag Union Assurance Society í London hefur nýlega skrifað aðaiumboðsmanni sínum á íslandi, kaupmanni Olafi Árnasyni á Stokkseyri, og leyft honum fyrst um sinn að taka innanhúss muni hér í Reykjavík 1 vá- trygging gegn 2 og 2'/.,°/oo> eftir því hvort húsin, sem munina hafa að geyma, eru járnvarin eða eigi. Væntanlega taka háttv. bæjarbúar þessu þýðingarmikla tilboði vel og sýna að þeir meti það, eins og vert er, með þvi að vátryggja hjá félaginu sem mest af munum sínum. Undirritaður tekur fyrst um sinn á móti og annast „Andragend- er“ til félagsins hvern virkan dag á heimili mínu kl. 3—4 e. m. Reykjavík 9. d. sept. 1901. Jón Jakobsson. Sfr mörg ár þjáðist ég af taugaveikl- un, höfuðsvima og hjartslætti, var ég orðinn svo veikur, að ég lá í rúminu samfleytt 22 vikur. Ég leitaði ýmsra ráða, sem komu mér að litlum notum. Ég reyndi Kina og Brama, sem ekkert bættu mig. Ég fékk mér því eftir læknis ráði nokkur glös af með kína og járni, sem kaupm. Björn Iristjánsson í Reykjavík selur og brúkaði þau í röð. Upp úr því fór mér dagbatnandi. Ég vil því ráða möunum til að nota þetta lyf sem þjást af líkri veiklun og þjáð hefur mig. Móakoti i Reykjavik 29 des. 1900. Jóhannes SigurÖsson. Ofna og elöavélar sciur KRISTJÁN ÞORGRÍMSSON, Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónsson, cand. ph.il. Fé’agsprentsmiöjan. 58 Baleston og afdrif hans. Hann hafði breytt svívirðilega við mig, og þó ég hefði af heilum hug fyrirgefið honum illræði hans, þegar ég var að busla í sjónum og að því kominn að drekkja mér, þá var alt öðru máli að gegua nú, þar sem ég stóð hér þurr og saddur og heill á húfi. En nú hafði ég allan hugann á því að finna skerið til þess að geta sannað sögu mína og tekið af öll tvímæli. Ég hafði því nákvæmar gætur á öllu og var öðru hvoru að hlaupa upp í siglutoppinn og skima í allar áttir með sjón- pípu — alt árangurslaust. En bíðum við, kom það ekki þarna ! Það var síst fyrir að synja! Undir rnorguninn komum við í ládeyðu og vind- urinn gekk til í norður með hægum kalda. Alt var í uppnámi á skipinu og allir stóðu á þönum ; jafnvel vélakyndararnir, kámugir í fram- an, stöldruðu við, er þeir komu frá starfi sínu, til að svipast um, og hvítmataði í augun á þeim. Norðmaðurinn synti hægt áfram, eins og jaínvel hann sjálfur væri smeykur um að hann hynni að b.itta eitthvað fyrir sér, sem honum litist ekki á. í dögun var enn ekkert að sjá; en um það bil sem roða tók á skýin fram undan okkur, hrópaði varðmaðurinn ofan úr strigahylkinu sínu: „Skip í framsýn!“ og stýrimaðurinn svaraði með því að taka undir. Hann beindi sjónpípunni í áttina og sagði: „Skipið er auðsjáanlega í 59 reiðuleysi og fremsta siglan brotin. Það sting- ur niður trýninu einsoggris!“ „Það er Úrama!u hrópaði ég fagnandi, þegar hann slepti orðinu. „Hún situr þarna á skerinu hans Balestons!“ „Svei mér ef ég held ekki að það 3é satt“, sagði skipstjórinn um leið og ég rétti honum kíkirinn. Þegar nær dró gengum við úr skugga um að hér var hið umrædda skip — enda leit það illa út. Eremsta siglan var brotin og hékk fast við brandinn á stönginni, en reiðinu hékk í slitrum við borðstokkinn. Skuturinn gnæfði hátt upp og stefnið vissi niður, eins og skipið ætlaði að fara að taka síðustu dýfuna niður í hyldýpið. Smáöldurnar léku upp að því kátar og brosandi í sólskininu, án þess að gefa minstu bendingu um vélagildruna neðansjávar, sem glefsaði eftir því með vigtönnunum. Við rendum fram með því og horfðum á ber- an skrokkinn með meðaumkun, sem var bland- in viðbjóði, og þeir voru fleiri en ég, sem taut- uðu í hljóði. Skipstjórinn horfði fast á það, um leið og haun lagði undir flatt og japlaði á grá- sprengdum kampinum. Loks bauð hann að skjóta út báti. „Það er bezt“, sagði hann, „að við lítum eft- ir hvað það er, sem heldur í hana. Bosun,

x

Elding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.