Elding


Elding - 20.10.1901, Blaðsíða 1

Elding - 20.10.1901, Blaðsíða 1
Blaðiö kemur öt & hverjum sunnud. Kost- ar imianl. 3 kr. (75 au. á. pflóið.), erlend. 4 kr. ELDING Pöntun á blaðinu er innanlands bundin við minst einn ársfj., er- lendis við Arg. Borgun fýrirfram utan Rvik. 1901. REYKJAVÍK. SUNNUDAGINN 20. OKTÓBER. 46 tbl. REYKJAVIK- .V,c'4 Sundrungin, Það er að vísu satt, að ]>að er margt, sem fundið er oss ís- lendingum til foráttu, en ef talað er i einlægni og alvöru, þá hljót- um vér að játa, að flestar af að- finningum þessum eru sannar og á rökum liyggðar. Vér hljótum að viðurkenna, að mörg þjóðar- mein eiga sér stað hjá oss ekki síður en lijá öðrum þjóðum. Eitt af vorum mestu og verstu þjóð- armeinum er sundrungin. Hún heíir fylgt oss eins og skuggifráupp- hafi vegavorra, allt frá þeim tíma, er vér gátiun kallast ]>jóð. Auð- vitað mætti segja, að þessi löstur hafi verið miklu minni og síður hafi á honum horið á fyrstu tveim- ur eða þremur öldunum í æfisögu íslands, en úr því og effir þann tíma hefir sundrung og sundur- lyndi verið fylgifiskur íslendinga. Sturlungaöldin hefir löngum ver- ið orðlögð sem ljósasta dæmið upp á óeindrægni og sundrung landsmanna, enda er það rétt og af því höfum vér niðjar þeirrar aldar manna orðið að súpa seyð- ið og sá bikar mun seint tæmdur. En vér þurfum eigi að fara svo langt aftur i tímann til þess að. finna þenna skaðlega þjóðarlöst, — hann er engu síður drottnandi hér á landi nú í upphafi 20. ald- ar, en um miðja 13. öld og oft- ar síðan. Þessi löstur ætlar ald- rei að yfirgefa oss. — En hvers- vegna megum vér aldrei verða lausir við svo örlögþrungin og skaðlegan skugga? Að vorri hyggju ber tvennt til þess. Fyrst og fremst ]>að, að þjóðinni verði það ljóst, live miklii illu sundurlynd- ið getur til leiðar komið og i annan stað það, að menn vita ekki, hve margri ohœfu og ó- bœtanlegu böli þessi löstur hefir váldið með oss sjálfum, — hinni íslenzku þjóð. Þetta hvorttveggja verður oss að skiljast almennt til þess að vér mættum húast við að hugsunarháttur manna i þessu efni lagaðist að einhverju leyti í framkvcemdinni. ‘Það er sorg- legt til þess að hugsa fyrir alla þá menn, er unna framför og þrifum ættjarðar sinnar, að á þjóðlíkamanum skuli vera lítt læknanlegt sár, sem hefst æ ver og ver við, er aldir renna og vænta má, að eitri heildina svo gersamlega, að það verði bana- mein þjóðar vorrar sem sérstakr- ar þjóðar og |>á um leið vors ís- lenzka einkennilega þjóðernis. — Ráðin við þessu meini eru því þau, sem áður voru nefnd, að öllum landslýð verði það ljóst hvílíkt lx">l hér er um að ræða og það af verra tagi. Ef það er <>11- um ljóst, þó er miklu fremur við góðu að búast. Gætið yður því Islendingar, að þér verðið ekki fórn sundrungarinnar oftar en um sinn. Munið eftir þessu rótgróna þjóðarmeini og reynið að hnekkja }>ví sem mest þér megið fram- vegis, svo að það verði ekki landi voru og lýð að fjörtjóni. Þessi litla og afskekkta þjóð ætti ekki að þurfa að láta bregða sér um það oftar, að hún hafi aldrei í heild sinni orðið á eitt sátt. Ver- ið því samhuga og fylgið þeirri hugsjón af öllum mætti, að láta eigi sundrungina, þessa hættu- legu ættarfylgju framar fá vald og tök á þjóðfélagi voru til úlf- úðar og óblessunar fyrir alda og óborna. Leiðarþing hélt þingmaður Reykvikinga, Tryggvi bankastjóri Gunnarsson, í Iðnaðar- mannahúsinu laugardagskvöldið 12. okt. Fundurinn hóíst til kl. 8l/t Fundarstjóri var Þórhallur lektor í Laufúsi, en ritari Sighvatur banka- bókari. Bankastjórinn hófuinræður. Minnt- ist hann á bankamálið og stjórnar- skrármálið. Rakti hann sögu þeirra á síðasta þingi og fór mörgum orð- um um, hvernig Hafnarstjórnarmenn hefðu notað sér hendingar meiri hluta þann, er þeir höfðu. Skýrði hann því næst frá utaníor sinni — og lét hið bezta yfir henni. Fékk hann því ákorkað í íor þess- ari, að landsbankanum var heitið 1 l/a miljón króna að láni gegn 4°/0 vöxt- um. Hálfri miljón var honum heit- ið úr banka í Kaupmannaböfu, en heilli miljón írá Englandi. Þessutan taldi bankastjóri líklegt, eftir undir- tektum stjórnarinnar að dæma, að landssjóður gæti fengið heila miljón að láni handa bankauum fyrir til- stilli ríkissjóðs, ef á þyrfti að halda. Hann hermdi og frá því, að hann hefði selt veðdeildarbréf (200 þús. krónur) fyrir 99°/0, Indriði ,,revisor“ hafði haldið því fram i „ísafold11 í vetur, að þau seldust ekki fyrir meira en 85°/0 i útlöndum, og hefir honum skotist þar illa. Bankastjór- inn gat þess og, að sumir fjármála- fræðingarnir á alþingi síðasta hefðu spáð því, að landsbankinn gæti ekki fengið lán í útlöndum, nema með okurkjörum. Þá er bankastjóri hafði lokið er- indi sínu, tók ritstjóri Ísafoldar til máls, og talaði fleirum sinnum og eru mjög skif'tar skoðanir um það hveruig honum hafi tekist að hrekja það, sem bankastjóri sagði. Indriði Einarsson flutti og erindi,

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.