Vestri


Vestri - 31.12.1902, Qupperneq 2

Vestri - 31.12.1902, Qupperneq 2
VESTRI. 8. B L. 30 og voru þar öllum timum þegar þeir gátu. Nú er þetta orðið mikið breytt. Sjávarútvegurinn er nú rekinn talsvert öðruvísi en áður, gefur meira af sjer og sjómannalífið er orðið mikið betra en það var, hýbýli manna við sjó hafa batn- að að miklum mun og eru nú öllu betri en víðast í sveitum og sama má segja um allan viðurgjörning, og litnaðarhætti yfir höfuð, það hefir reynst miklu auð- veldara að koma sjávarútveginum upp heldur en landbúnaðinum. Og nú gefur hann miklu betri atvinnu og meiri ágóða heldur en landbúnaðurinn, og eptir því sækja menn. Allir ungir menn til sveita fara að sjó eða læra handverk, og verð- ur því ekki eptir nema bændur, börn og gamalmenni og kvennfólk; og stúlk- umar tylgja auðvitað með straumnum, sem vonlegt er. Það er ekki glæsilegt fyrir þær að vera í sveit þegar allir ungir menn hverfa þaðan jafnóðum og þeir komast upp. Þetta hlýtur að ganga svona til meðan landbúnað- urinn ekki getur orðið svo arðvæn- legur, að hann gefi þær tekjur er nægi rekendum hans til viðurhalds, samkvæmt kröfum tímans. Búnaðarhættirnir þurfa að breytast. Einn af menntamönnum landsins, Björn Jensson adjúnk, hefir bent á, að jarðabætur þær er hingað til hafa verið unnar borguðu sig alls ekki og sama sagði O. L. Bæröe, norskur consulent, sem ferðaðist hjer um land í sumar. Hann sagði að hjer væru eiginlega engar jarða- bætur unnar, túnasljetturnar væru víðast hvar unnar á þann hátt að þær borguðu sig ekki þar sem svo lítil áherzla væri lögð á að bæta jarðveginn svo hann yrði frjósamari, sem væri þó aðalskil- yrðið. (Framh.) Frjettir úr ýmsum áttum. —0— Hvalaveiðabann. Allsterk hreyfing hefir verið i haust á Austur- og Norðurlandi í þá átt, að undirbúa hvalaveiðabann hjer við land. Fundur var haldinn á Eskifirði 21. sept. síðastl. og voru þar samþykktar fundar- ályktanir í þá átt, að með því að það væri álit fundarins, að hvalaveiðar væru mjög skaðlegar fyrir síld- og fiskveiðar við Austurland vildi hann skora á al- menning að stuðla til að hvalaveiðar verði bannaður á þann hátt að hvalur- inn verði triðaður trá 1. apríl til 30. okt. ár hvert, þannig að á því tímabili megi hvalaveiðamenn engan hval flytja hjer á land. Fundurinn áleit að bezt væri að Austfirðingar og Norðlendingar tækju höndum saman í þessu máli. Skapti ritstjóri Jósepsson fór því næst norður á Akureyri í f. m. til að koma á sam- vinnu í þessa átt. Eptir að tveir um- ræðufundir höfðu verið haldnir þar og nefnd sett í málið voru á síðari fundinum samþykktar eptirfarandi tillögur; Aðaltillaga; >Fundurinn skorar á alþingi að sam- þykkja lög, er algerlega banni hvalveiða- mönnum að flytja hvali hingað til lands eða í landhelgi.« Jafnframt var samþykkt þessi varatillaga: >Fundurinn skorar á alþingi, að leggja 500 kr. gjald á hvern hval, er hvalaveiða- menn flytja til lands.< Báðar tillögurnar voru samþykktar með svo að segja öllum atkvæðum. Ennfremur skoraði fundurinn á önn- ur kjördæmi að taka málið til íhugurar fyrir næsta þing. Aukaþingskostnaður, í sumar var um 23,500 kr. Af því var þingmannakostnaðurinn rúm 14 þúsund, prentunarkostnaður því nær 5 þús., skrif- stofukostnaður tæp 2,500, endurskoðun 1,150 og ýmislegt 8—900. kr. 3 trúmálafundi hata prestar í Húnavatnssýslu haldið með sóknarmönnum í haust: að Þing- eyrura, Holtastöðum og Melstað. Leik- menn hafa tekið talsverðan þátt í um- ræðunum á fundunum og hafa fundirnir þótt ganga mjög vel. Prestarnir kvað vera sammála um að sjálfsagt sje að halda fundum þessum áfram. Það sýnd- ist ekki úr vegi að tilraun væri gerð í þessa átt í fleiri hjeruðum. Nýjan spílala eru Frakkar að reisa á Eskifirði og eiga þar þó annan spitala áður. Spítalinn rúmar 16—20 sjúklinga og hata íslend- ingar aðgang að honum jafnt og útlend- ingar. Kappskák. Tafltjelag íslendinga í Kaupmanna- höfn þreytti skáktafl 1. þ. m. við >Han- delstoreningen af 5. Juni’s Skakklub< og vann sigur. Tefldu 8 at hvorum; unnu íslendingar 5 töfl, töpuðu 2, en 1 varð jafntefli. Þessir tefldu af hálfu Islendinga: Asgeir Torfason, Eðvald Möller, Einar Jónasson, Jón ísleifsson, Karl Einarsson, Lárus Fjeldsteð, Pjetur Bogason og Þorkell Þorkellsson. Síðar í vetur ætla fjelög þessi að reyna aptur með sjer. Úr bænum og grenndinni. — o— Bæj ar stj órnar kosning á að fara fram hjer í bænum 5. janúar næstkomandi. Þeir sem frá fara í þetta skipti eru: 1) Arni kaupm. Sveinsson, sem nú hefir verið í bæjarstjórn tvö kjör- tímabil (12 ár). Hann hefir ávallt komið fram sem ötull framfaramaður og starf- að mjög mikið í þarfir bæjarins, en starfstími hans er nú orðinn svo langur að ástæða virðist til að gefa honum hvíld um sinn; 2) Björn Arnason lög- regluþjón sem hefir verið 1 kjörtímabil, (6 ár,) sömuleiðis mjög nýtur framfaramað- ur þott hann hafi starfað minna en hinn; 3) Bjarni Kristjánsson skipstjóri, hefir verið að eins eitt ár; var kosinn með eins atkvæðis mun í fyrra og átti hlutverk hans að vera að hafa hemil á þeim kringl- óttu eða að sjá um að framfarirnar yrðu ekki um of. Jatnvel þótt bæjaistjórnin hafi verið tús til framkvæmda og fram- farafyrirtækja munu flestir þeirrar skoð- unar að óþarfi sje að >stjóra< aptur af henni, og er því líklegt að bæjarbúar losi Bjarna við þetta erviða og óviðkunn- anlega hlutskipti aptur. Kosningaundirbúningur er þegar byrjaður fyrir nokkru, enda stendur mjög vel á að >agitera< í jólafríinu, og hafa menn ekki virzt setja það fyrir sig þótt kalt hafi verið og stormasamt. Það er vonandi að menn hafi það hugfast við kosningarnar, að nýjir kraptar — með nýjum hugmyndum og hugsjónum, sem treysta má að hafi samhuga vilja á því að efla og prýða bæinn — eru jafnnauð- synlegir í bæjarstjórnina, sem nýtt að- rennsli í vatnsbólin. Þótt vandfyllt sje í skarð þeirra Ama og Björns á bærinn marga efnilega borgara, sem vænta má að gagn myndi að verða ef þeir færu að starfa og fengju kost á að reyna sig. Þorláksmessa. A Þorláksmessukvöld var haldinn almennur borgarafundur lijer í bænum og mættu þar flestir borgarar bæjarins og meirihluti bæjarstjórnarinnar og odd- viti hennar. A fundi þessum voru rædd og skýrð ýms áhugamál bæjarins. Þótti fundurinn bæði skemmtilegur og uppbyggilegur. Mundi fcærinn og bæj- arlífið hata mjög gott af að slíkir tundir væru optar haldnir en hingað til hefir tíðkast. Gufusk. >Pervie< kum tiingað i gseidag, það íi sækja lysi á hvalstöðvaruar i Seyðisfirði og Átptafirði. Skipið kom með póst frá útlöndum og Reykjavík og þar á meðal pakkapóstinn úr »L;»ura«, sem adur vaið eptir um daglnn af landpóstinum. Það ei- þó lán i óláni að geta fengið »jólapóstinn« ðður en, jólin eru úti og má kalla skip þ ett mikla happaseiidingu. Ný trúlofuð eru hjer i bænum: Ágúst Guðmundsson skipasm. og ungfiú Ingigeröur Sigurðar- dóttir. Tíðarfar hefir verið lremur slæmt nú um hátíðarn- ar. Noi öang»röur Dieð frosti og fannkomu Gæftir tii fiskiróðra stopular undanfarið og reitingsafli þegar á sjó hefir gefið. Önundaiiirði, 20. des. 1902. Herra ritstjóri I Þú óskar eptir frjettum úr Önundarfirði, eu hjeðan er iítið að frjetta nema heill manna, höld fjár og velllðan flestra. Við erum nú hjer í óða-önn að rífa upp og lesa blöðin sem komu með síðasta pósti. En hvað sjáum við ? »Friður á jörðu«. Sóibjartur friðarbogi yfir öllum okkar pólitiska biaðahimni! Já í krose: frá norðii til suðurs og austri til vesturs. En sú guðs gjöf! Nú riga allir að njóta

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.