Vestri


Vestri - 04.07.1903, Page 1

Vestri - 04.07.1903, Page 1
 ÍSAFIRÐI, 4. JÚLÍ 1903. II. árg. GOÍSÍR MYNDIR! Gott verðl Undirskrifaður tekur ljósmyndir ept- ir öðrum myndum, minnkar og stækkar myndir eptir ósk hlutaðeigfanda fyrir ept- irfarandi verð: 6 »Carte de visile< myndir Kr. 3,00 12 — — — — Kr. 3,oo 6 »Cabinet< — — Kr. 6,00 12 — — — — Kr. 10,00 Myndirnar verða sendar hlutaðeig- anda að kostnaðarlausu hvert á land sem óskað er. Sá sem pantar myndir fyrir 25 krónur eða stendur fyrir svo hárri pöntun fær í kaupbætir eina stÖ3?a. mynd af sjer eða ástvinum sínum, sem venjulega kosta 5—6 krónur. Engin mynd verður afgreidd nema að pening- ar fylgi pöntuninni. Ljárskógum, 24. júní 1903. JÓN GUÐMUNDSSON, ljósmyndari. pr. Hjarðarholt. Ritfregn. —»o<--- Guðmundur Finnbogason: Lýðmexmtiin., hugleiðingar og tillögur. Kostnaðarmenn Kol- beinn Arnason og Asgeir Pjetursson. Bók þessi er 230 bls. og kostar inn- hept 2 kr. Hún er prentuð í prentsm. Odds Björnssonar á Akureyri, og er, eins og allt er þaðan kemur, mjög lagleg og snotur að ytra áliti. En eins og bókin er snotur útlits, þá er hinn »innri mað- ur< hennar, efnið, ekki síður íiðlaðandi og' meðferð þess hin bezta og skemti- legasta. Höfundurinn hefir eins og kunnugt er haft styrk frá síðasta þingi til þess að kynna sjer menntamál nágrannaþjóð- anna og gera tillögur um menntamál vor. Árangurinn af starfi sínu og tillög- ur sínar leggur höfundurinn nú fram fyr- ir þingið í sumar, en bók þessi er eins og höfundurinn kemst að orði í formál- anum rituð til þess »að þjóðin í heild sinni gæti sem fyrst kynnt sjer árang- urinn af starfi < hans og kveðið upp dóm sinn.< Bókinni er skipt niður í 15 kafla og er niðurröðun etnisins þannig: i. menntun, 2. móðurmálið, 3. saga, 4. landafræði, 5. reikningur, 6. teikning', 7. handavinna, 8. leikfimi og íþróttir 9. söng- ur, 10. kristindómsfræðsla, n.skólar, 12. bókasöfn, 13. stjórn og umsjón lýðskól- anna, 14. kennaraskóli, 15. niðurlag. Fyrsti kafli bókarinnar er nokkurs- konar inngangur að bókinni, og gerir höfundurinn þar skýra grein fyrir hvað menntun sje. 2—10 kafli er hugleiðing- ar höfundarins um hinar einstöku náms- greinar, sem þeir eru um, og hvernig eigi að kenna þær. Hugleiðingar þess- ar eru ljósar og skemmtilegar, og enda þótt margt af þeim sjeu »gamlir gestir< sem lesendurnir kannast við er framsetn- ingin svo lipur og skemmtileg að mönn- um verður efnið að nokkru leyti nýtt. Endurtekningar á sömu atriðum eru þó helzt til miklar, og stafar það eflaust af tímaleysi höfundarins. En málið er svo ljett og liðugt, og andinn svo síglaður og leikandi að lesandanum leiðist ekki þótt sama vísan sje opt kveðin. 11.—13. kaflinn eru jöfnum höndum hugleiðingar og tillögur um lýðskólana og fyrirkomulag þeirra. Það er mjög erfitt og umfangsmikið efni, sem eflaust hljóta að verða mjög skiptar skoðanir um og er ekki rúm til þess að fara út í það hjer. Aðal-tillögur sínar í mennta- málinu, leggur höfundurinn fyrir þingið í sumar. En tillögur þær sem höf. drep- ur á í bókinni eru að eins lauslegar. Auk þess sem bókin er mjög skemti- leg er hún og nauðsynleg bók fyrir alla. Rauði þráðurinn, sem gengur gegn um alla bókina, er það að sýna hve mennt- unin er afarnauðsynleg fyrir velmegun og velgegni þjóðarinnar. Hún er því hin bezta hvatning fyrir almenning í því efni, og gefur sömuleiðis foreldrum og heimilisfeðrum, hinar beztu bendingar um uppeldi og menntun barnanna og er þess sízt vanþörf því eins og háttar er heimilismenntunin sú undirstöðumenntun sem margir verða enn að byggja ofan á sjálfir. Höfundurinn á þakkir skilið fyrir að hafa lagt þennan árangur af starfi sínu upp í hendurnar á þjóðinni, og útgef- endurnir eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa ráðist í að gefa hana. út. Jeg vona og óska að þeir fái þá áhættu endurgoldna og ræð almenningi til að taka á móti henni tveim höndum, kaupa hana, lesa og hagnýtiu X. Veigalítið vottorð. í 21. tbl. Þjóðv. 15. maí þ. á. hefir ritstj. með venjulegri kurteisi heilsað upp á sýslum. H. Hafstein. Vjer hugð- um að hr. H. Hafstein myndi máske svara grein þessarri, en þar eð þc.ð hefir enn ekki orðið, viljum vjer að eins minn- ast á eitt atriði hennar. Hin önnur at- riði álítum vjer ekki svara verð. Sk. Th. hefir í nefndri grein vitnað Nr. 35. í vottorð tvegg ja manna, er hann kveðst hafa í höndum sem geti verið all ó- þægilegt fyrir sýslum. H. Hafstein. Það virðist því ekki úr vegi að skýra almenn- ingi frá hvernig vottorð þetta er tilkom- ið og hve mikill veigur er í því. Eptir að nefnt »Þjóðv.<-blað kom út hafa báðir þessir vottorðsgefendur gefið ný vottorð og skýrir annar þeirra frá því að Sk. Th. hafi sjálfur stílað eða látið stíla vottorðið og beðið sig að skrifa undir það, hafi hann að eins lesið upp fyrir sig nokkurn hluta þess, og jafn- framt segir vottorðsgefandinn að sjer hafi skilist á Sk. Th. að hann (vottorðs- gefandinn) gœti ekki fengið fyrirhafn- arlaust útborgaðann sildarhlut er hann átti inni, ef hann þverskallaðist við að skrifa undir vottorðið. Sömuleiðis getur hann og þess að orð þau sem »þjóðv.< hefir tilfært að standi í nefndu vottorði sjeu uppspuni og ósannindi og að hann ekki mundi hafa skrifað undir þau, ef hann hefði heyrt lesið upp allt vottorðið eða tekið eptir að þau stóðu þar. Hinn vottorðsgefandinn hefir vottað að Sk. Th. hafi beðið sig að skrifa und- ir vottorðið eptir að tyrri vottorðsgef- andinn hatði verið búinn að skrifa und- ir það. Hann þekkir að vísu að það er sama vottorðið og minnst er á í »þjóðviljanum< en segist hafa skrifað undir það í hugsunarleysi og fljótfærni af því hitt nafnið hafi verið komið áður, vitandi að vottorðið var ekki rjett, sjer- staklega tekur hann því fram að hann muni ekki eptir að hafa heyrt H. Haf- stein minnast einu orði á nokkra hefnd. Báðir vottorðsgefendurnir hafa tekið fram að Sk. Th. hafi misbrúkað vottorð þetta og notað það cðruvísi enn þeir nokkurn- tíma hafi leyft og báðir hafa þeir beðið sýslum. H. Hafstein fyrirgefningar á þessu glappaskoti sínu. Það sjest því á þessu hvað mikið er að byggja á vottorði því sem Sk. Th. hefir í höndum, eins og marga þegar mátti renna grun í, sem kunnir eru að- förum Sk. Th. frá fyrri tíma. Frjettir írá utlöndum. —»0« — (Eptir norskum blöðum frá tb.- • 17. júní.) Frá stjórnarbyltingunhi í Serbíu. Hinir kjörnu þjóðfulltrúar í Serbíu hafa kosið sjer til konungs Peter Kara- georgevies og hafa sent honum svo- hitandi hraðskeyti: »1 þessu augnabliki hafa hinir kjörnu

x

Vestri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.