Vestri - 08.02.1904, Qupperneq 1
M
III. árg.
Frjettirírá útSöndu n.
— 3>0« —
KarpiLa liahöín, 11. jaiiúar.
Rússlandi og Japan hefir eigr'enn þá
lent saman, en ófriðarhorfurnar gerast
sífellt ískyggiiegri og tala þeirra manna
fer óðum vaxandi, er ætla, að eigi verði
hjá ófriði koinizt. Samt eru fregnirnar
um þetta eis i scm áreiðanlegastar og
það sem frjetdst í dag getur t. d. verið
borið til baka á morgun. Allar fregnir
frá Japan benda þó á, að ófriður standi
fyrir dyrum; aptur á móti gefur stjórnin
{ pjetursborg beztu friðarvonir. Þessi
aðferð Rússa er og vel skiljanleg, þar
sem þeir vilja sýnast frið hyggjandi og
sáttfúsir og láta líta svo út sem Japans-
menn sjeu óróaseggirnir, en Japansmenn
draga aptur á móti minni dul á óánægju
sína yhr aðförum Rússa. Rússar hafa
og tekið þá aðferð að draga öll svör
sín til Japansmanna á langinn og teygja
tímann sem lengst með stjórnkænsku-
flækjum. Ef sú aðferð Japansmönnum
hin hættulegasta því að á meðan búa
Rússar út her sinn og flota sem bezt.
Með degi hverjum eykst því her þeirra
og floti þar austur fra og því lengur sem
líðtir, því ægilegri verða þeir viðureign-
ar. Það má því neerri geta, að Japans-
menn taka illa vífilengjum þeirra, enda
eru margir í Japan sem eru nálega óðir
og uppvægir af þvf, að Rússum hefir
eigi verið sagt stríð á hendur. Aptur
á móti er hinni ungu (c: sem stórveldi)
og hraustu Jítpans þjóð vorkunn, þótt
hún vildi komast hjá ófriði við heimsins
voldugustu þjóð, er hefir á að skipa mörg-
um miljónum hermanna í ófriði. Auðvit-
að getn Rússar ekki neytt nema nokkr-
UlTI hluta alls þess fjölda austur í Asíu.
f ferskipastóll Rússa er ekki meiri en
Japansmanna en hins vegar vantar Rússa
skipakvíar, þar sen1 gera megi að her-
skipum. £r þejm þa(5 ómetanlegt tjón
í ófriði. Aptur á móti hafa Japansmenn
allt sem til þess lýtur í bezta lagi. Margt
(og ei.ikum hið síðast nefnda) þykir benda
a, , að Japansmenn Sjeu betur settir en
Rússar, ef til ófriðar kemur, að minnsta
kosti fyrst um sinn, en þótt Japansmönn.
um yrði sigurs auðið á sjó, myndi þeim
þó torvelt að yfirbuga Rússa 4 iandi,
því að svo vel hafa Rússar búizt um þar
austur frá. Samt er b-'.gt að vita, hve
miklu hreysti og ættjarðarást Japans-
manna fær áorkað mót þrautseygju og
heraga Rússa.
Seinni fregnir bera með sjer, að
Japansmenn muni eigi fyrst um sinn hefja
ófrið við Rússa, heldur halda til Koreu
ÍSAFIRÐI, 8. FEBRÚAR 1004.
með her manns og nádandinu á sitt valdJ
Vilja þeir síðan bíða átekt og sjá, hvaðf
Rússar ætlast fyrir. Munu Rússar þá
varla ráða á Japansmenn, heldur láta sjer
nægja með Mandchuriet og það því trerrF
ur sem þeir geta átt von á að fá Englá
móti sjer og ef til vill Kínverja lika. —
Rússar eru Englum mesti þröskuldur í
Asiu og all geigvænlegir; er því eðlilegt
að Englar ljetu ekki það tækifæri ónot-
að, er gefast kynni, til þess að hepta
framgang Rússa og brjóta á bak nptur
veldi þeirra í Asíu, því að komi sú tíð,
að Rússum takist að flætna þá þaðan
burt, hafa Englar misst máttarstoð veldis
síns. Hið heimsfræga enska blað >Tim:s«
tekur þó ekki dýpra í árina en svo, að
Englar muni ekki leyfa Rússum að gera
útaf við Japansmenn. Frakkar eru banda-
menn Rússa og myndu líklega veita þeitn
ef Englar skerast í leikinn. Samt eru
þescar þjóðir allt of vinveittar hver ann-
ari, til þess að hugsast geti, að þær láti
koma til opins fjandskapar milli sín.
JBalkanskagi. Þar er nú tarið að
kyrrast. Soldán karlinn verður að ganga
að kostum stórveldanna, þótt leitt þyki.
Uppreistarmenn eru og alls eigi ánægð-
ir með úrslit þessi, sem von er, því að
enn eru þeir eigi lausir undan járn klóm
Tyrkja. Menn eru því hræddir um, að
þeir mnni hefja uppreisn að nýju með
vorinu og muni sú miklu stærri og stór-
kostlegri. Sagt er og að Bulgaríamuni
þegar vorar, hefja herfána sinn mót Tyrkj-
rnn, ef Rússar fái nóg að vinna austur
í Asíu við Japansmenn.
England. Látinn er hinn nafnfrægi
enski heimspekingur Herbert Spencer.
Hafa fáir staðið honum framar að skarp-
skyggni og hugsnilli. Hann mótar að
miklu leyti nýtt tímabil í sögu heimspek-
innar og síðan Stuart Mill dó (1873), hefir
hann verið talinn lang frægastur sinna
samtíðarmanna.
Mullah hinn örvita, er átt hefir tals-
verðitr erjur við Breta í Somalilandi;
hefir beðið talsverðan ósigur fyrir þeim
og misst yfir 1000 manns. Mun hann
eigi til lengdar fá varizt fyrir Bretum.
Danmörk. Kcnungur vor fór nokkru
fyrir hátíðarnar til Þýzkalands i kynnis-
för til dóttur sinnar, Þyri, sem er gipt
hertoganum af Kumbralandi. Hefir hann
dvalið síðan hjá dóttur sinní í Gmunden
°g eigi treyst sjer til heimferðar sakir
lasleika.
Kaupmaniiahöt'n, 18. janúar,
Rússar slaka til. Eptir allra nýjustu
Nr. 14
fregnum hafa Rússar gert Japansmönn-
um talsverða tilslökun, að því er snertir
Koreu, og heyrst hafa jafnvel raddir um
að ekkert muni af ófriði verða. Samt
er svo að sjá, að Japansmenn sjeu mjög
óánæ~ðir með tilboð Rússa og þyki þau
lítt fullnægjandi. Þó heldur stjórn Jap-
ansmanna áfram að seutja við Rússa. —
Ofriður verður því líklega ekki í bráð,
því að Rússar taka fegins hendi öllum
samninga tilraunum, með því að þeir
þykjast vanbúnir þegar í stað að mæta
Japansmönnum.
-----—---------
Reymleikar.
—>0«—
Margir ætla að þeir tímar sjeu nú
um garð gengnir, er draugar vaða uppi
um hábjartan dag og gera usla af sjer
— jafnvel á prestssetrum. En annað mun
þeim sýnast, er þeir lesa sögu þessa, sem
tekin er eptir nýjustu dönskum blöðum.
Fyrir skömmu urðu prestaskipti í
einni sókn á Sjálar.di. Nýja prestinum
var tekinn vari fyrir því af sumurn mönn-
um að setjast að á prestssetrinu, því að
þar væri næsta reymt. Hann hentigam-
an að slíkum ræðum og fór sem hann
ætlaði sjer.
En ekki hafði prestur dvalið lengi
að brauðinu áður en hann fjekk að sanna,
að þar var ekki allt með feldu. Einn
dag, er hann sat á skrifstotu sinni, heyrði
hann allt í einu eitthvert skrjáf að baki
sjer, eins og þegar skrjáfar í silki. Hon-
um verður litið við og sjer hann þá, hvar
kona stendur í dyrunum, á bláum silki-
kjól og með svartan hatt á höfði. Aud-
litið var náfölt og bar því meira á því,
sem hatturinn var dekkri. Konan starir
á prest um stund, en þá lyptir hún upp
hökunni, og má nærri geta hvernig hoti-
um brá við, er hann sá gapa opið sár
þvert yfir hálsinn. I sötnu svipan hvarf
konan.
Prestur ásetti sjer nú að láta ekki
konu sína vita neitt af neinu, til þess að
gera hana ekki hrædda. En í einhverri
Ieið; iu fór hann að teikna mynd af draugn-
um á pappírsmiða og varð miðinn eptir
á borðinu. Morguninn eptir fann prests-
kon ,n hann er hún var að taka til og
segir hún þá við mann sinn: »Nú, þú
h fir þá verið að teikna mynd af kon-
u.tni sem jeg sá fara inn til þin í gær.c
Prestur vildi eyða þessu, en hún full-
yrti að húnhafi sjcð þennan kvennmann
er myndin sje af, fara inn á skrifstofuna
og hljóti hann því að hafa sjeð hana
líka. Varð þá prestur að segja allt sem
fyrir bar á skrifstofunni.