Vestri - 28.04.1904, Page 1
ÍSAFIRÐI, 28. APRÍL
III. árg.
Frjettirfrá útlöndum.
Kaupiuaanahöín, ‘J. april.
Danmörk. I gær var afmælisdagur
Kristjáns konungs IX. Voru hjer fánar
uppi og mikill hátíðabragur innan borg-
ar. Kristján konungur er nú 86 ára að
aldri og hinn elzti þjóðhöfðingi i Norð-
urálfu. Hefir hann verið Dönum hinn
ástsælasti konungur og- því eigi að furða
þótt þeir hafi hann í hávegum. Hjer
er margt stórmenni samankomið frá öðr-
um löndum til að fagna hinum aldraða
konungi. Játvarðui Englakonungur hefir
verið hjer síðan tyrir páska og í fyrra-
dag kom Vilhjálmur krónprinz Þjóðverja
með fríðu föruneyti. Er því mikið um
dýrðir í hirðsölum Danakonungs.
A vesturströnd Jótlands hafa ofviðri
gert talsverðan usla.
Serbía. Eins og kunnugt er, hafa
stórveldin ekki viljað viðurkenua Pjetur
Serbíukonung, meðan hann hefði að ráða-
neyti þá menn, er fellt höfðu Alexander
konung frá ríkjum. Hefir Pjetur kon-
ungur átt vandleikið, því að annars vegar
hafa morðingjar Alexanders vofað yfir
og hótað honum öllu illu, ef hann ljeti
eigi að viija þeirra, en hins vegar hafa
stórveldin, einkum Rússar, lagt ríkt á
við hann að reka menn þessa frá sjer.
Fyrst framan af var honum þetta ómögu-
legt. Morðingjar Alexanders þóttust
hafa drepið hann til að frelsa þjóðina
undan harðstjórn hans, hann hefði sjálíur
brotið lög og landsrjett og því fallið
óhelgur. Þjóðin tók því þessu morði
ekki illa í fyrstu, enn er hún sá, að helzti
tilgangur morðingjanna var að afia sjálf-
um sjer auðs og valda snerist henni hug-
ur og beztu menn þjóðarinnar urðu þeim
andvígir. Þá fyrst varð konungi hægra
fyrir að losast við þá. Hefir Pjetur kon-
ungur lýst því yfir við stórveldin, að hann
muni eigi lengur hafa þessa menn í þjón-
ustu sinni. Hafa stórveldin látið ánægju
sína. í ijósj yfir því og í viðurkenningar-
skyni sum þeirra þegar sent sendiherra
til Serbíu.
Balkanskagi. t>ar þafa ger.gið ógur-
legir jarðskjálptar og landsmenn beðið
hið mesta tjón af.
Samlyndið milli Bulgaríu og Tyrk-
lands virðist vera að skána og vonandi,
að takast megi að semja frið með hinum
mörgu þjóðflokkum á Balkanskaga, sem
óánægðir eru.
Spánn. Þar gengur margt á trje-
fótum. Stjórnin er mjög óvinsæl, því að
hún þykir draga taum klerka og vera
iQQ4-
helzt til apturhaldssöm. Hver höndin er
upp á móti annari og miklar róstur og
viðsjár með mönnum. Samt hefir þetta
nokkuð fagast upp á síðkastið. Alfonso
Spánarkonungur var á ferð í Barceiona
og ætluðu þá stjórnleysingjar (Anarkistar)
honum buna. Höfðu þeir lagt sprengi-
kúlu, þar sem leið hans lá um. Kúlan
sprakk fyr en varði og sakaði konung
eigi, Astandið á Spáni er verri en ann-
arsstaðar í Norðurálfu, að Balkanskaga
undanskildum, og eigi auðráðin bót á
því með öðru móti en að gerbreyta
stjórnarfari landsins.
Englar í Xibet. Þess var getið í
»Vestra< fyrir nokkru, að Englar hefðu
gert út her manns til Tibet. Tibets-
búar hafa sem margar aðrar ómenntaðar
þjóðir, mikla óbeit á samgöngum og við-
skiptum við uðrar þjóðir og vilja því
stemma stigu fyrir heimsókn þeirra. Hafa
þeir því víða setið fyrir Englum og átt
bardaga við þá. Iíafa Englar unnið
sigur og hvervetna stökkt þeim á flótta.
Fyrir skömmu rjeðu 2000 Tibetsbúar á
eina hersveit, fjell helmingur þeirra, en
hinir flýðu. Af Englum fjellu örfáir.
Englar kenna Rússum um, að Tibets-
búar sjeu sjer svo andvígir. Selja Rúss-
ar þeim vopn að sögn og telja þá á að
verjast Englum. Englar eru mjög gram-
ir Rússum út af þessu og segja ferðina
eingöngu farna í þarfir verzlunar og vís-
inda; sumir ætla þó, að Englar vilji ná
fótfestu í Tibet meðan Rússar hafi nóg
að vinna við Japansmenn og neyti því
færis einmitt nú. Hafa Englar lengi verið
hræddir um að Rússar mundu ná fótfestu
í Tibet. Væri Rússum þá mun hægra
að leita á Indland og sækja Engla heim.
Þetta vita Englar fullvel og því mun
hugur þeirra standa til Tibet.
í Suður-Afriku, geysar drepsótt
mikil.
Frá Ófridnum.
Nú eru Rússar alveg burtu úr Koreu
og hafa þeir látið undan síga norður yfir
Jalufljót. Sumstaðar hefir smáflokkum
rússneskum og japönskum lent saman.
Hafa Japansmenn optast borið hærra hlut;
sarnt fer tvennum sögum um það. Nálægt
bænum Viju (Visju), sem er rjett við Jalu-
fljót varð lítilsháttar orusta. Náðu Jap-
ansmenn borginni ogmisstuRússarnokkra
menn áður en þeir hörfuðu undan. Á
þessum smá-viðureignum Rússa og Jap-
ansmanna er þó ekkert að byggja, því
að fregnirnar eru mjög óljósar og mis-
hermar. Auk þess hafa Rússar aldrei
ætlað sjer að leggja til stór-orustu við
Nr. 26.
Japansmenn í Koreu, heldur að eins að
hafa þar nokkuð lið til njósnar og eink-
um þótilað tefja framsókn Japansmanna.
Er því eigi að furða, þótf þeir hörfi und-
an inn í Mandchuriið, þar sem aðal-her
þeirra er og víggirðingar sterkar. Ann-
ars væri ekki ólíklegt, að Rússar tækju
upp þá hernaðar-aðferð við Japansmenn
sem þeir beittu gagnvart Napóleon mikla
og vel gafst; að koma sjer hjá orustu í
lengstu lög, hörfa undan og þreyta ó-
vini sína. sem mest áður en þeir legðu
til bardaga við þá. Það sem helzt væri
móti þessu er það, að þeir eiga traustar
víggirðingar við Jalufljót, sem þeir líklega
vilja ekki sleppa orustulaust. En það
munu Japansmenn sanna, að þótt þeim
kunni að takast að stökkva Rússum burt
frá vígstöðvum þeirra við Jalufljót, er
björninn óunninn enn. Það er að eins
nokkur hluti liðs Japansmanna í Koreu,
sem kominn er norður að Jalufljóti. Horf-
ast Japansmenn og Rússar þar í augu,
svo að segja, Japansmenn á syðri bakka
fljótsins en Rússar á þeim nyrðri. Fyrir
sunnan sig bæði í Norður og Mið-Koreu
hafa Japansmenn mikið lið og bíður her
þeirra við Jalufljót efalaust unz megin-
hluti þess nær að sameinast honum. En
hversu langan tima það tekur, er ómögu-
legt að segja tyrir fram, en auðvitað
leggja Japansmenn kapp á, að það verði
sem fyrst. Það flýtir og mjög fyrir, að
nú yeta þeir flutt liergögn sjóveg vorð-
ur að Jalu/tjóti og. upp-eptir ftjótinu,
en það hafa þeir ekki getað fyr þar eð
Rússar hafa verið í Norður-Korea og
haft Jaiufljótið á valdi )sínu. Er þetta
stórmikill hagur fyrir Japansmenn að
þurfa eigi að flytja allt sem til hernaðar
lýtur norður eptir Korea, sem er löng
leið og illfær. Þeir eru og önnum kafn-
ir í að gera virki í Norður-Koreu, sem
eiga að vera til varnar, ef þeir verða að
hörfa undan Rússum. Japansmenn eru
og langt komnir með að leggja járn-
braut mikla frá höfuðborginni Söul og
norður eptir Korea endilangri, en áður
var þar eigi nema niðurtroðnar götur,
líkt sem gerist á íslandi, og illa lagðir
vegir. Má nærri geta, að þetta ljettir
mjög fyrir samgöngum öllum og getur
haft mikla þýðingu í ófriði þeim sem nú
stendur yfir.
Milli Koreubúa og Japansmanna hefir
lengi verið grunnt á því góða. Japans-
menn hafa öldum saman ráðið yfir Korea
og leikið landsmenn hart. Er þeim því
gramt í geði við Japansmenn og sitja
jafnvel á svikráðum við þá. Upp á síð-
kastið hefir samlyndið þó farið batnandi