Vestri


Vestri - 09.07.1904, Qupperneq 1

Vestri - 09.07.1904, Qupperneq 1
III. árg. ÍSAFIRÐI, 9. JÚLÍ 1904. Úr. 36. Heilir og sælir, heiðruðu íbúar ísafjarðarl Þar eð jeg hefi fengið skipunar- brjef til að gegna Ijósmóðurstörfum hjer í kaupstaðnum, þá lœl jeg yður hjer með vita, að jeg mun gegna þeim svo vel, sem mjer er frekast unnt og óska og vona að geta áunnið mjer traust yðar og hylli. Mig verður að hitta, fyrst um sinn, í húsi húsfreyju Guðriínar Jóns- dóttur frá Arnardal. Virðingarfyllst. ísafjörður, 7. júlí l'.)04. Lögiu um túngirðingar. Eptir Þórhall Bjarnarson. (Framh.) Aðallega hefir í þessu máli brostið skilning á því að hjer er um gersamlega nýja vörzlu að ræða, sem hefir svo ákaf- lega mikla yfirburði fram yfir allargirð- ingar sem vjer til þessa höfum haft af að segja. Nú er fyrst fengin girðing, sem ver öllum skepnum, jafnt vetur sem sumar. Þeir eru teljandi grjótgarðarnir í landinu, sem halda sauðfje. Hjer í Reykjavík fara kindurnar yfir hæstu garða, sjeu þeir eigi sljetthöggnir eða sementeraðir; mjer sagt, að fje hjer sje alveg sjerstakt með það, en skyldi nátt- úran ekki vera allsstaðar sama., þegar sauðkindin venst grjótgörðunum ? Það eru helzt einhlöðnu garðarnir, sem upp er tylt, er fæla kindina. Vjer erum að gera oss vonir um að aukist plægt land, hugsum á fræsáið gras og rófna-akra; vjer þurfum að fá sláttuvjelar í fólks- eklunni og þær reka eptir sáðlandinu. En hvað verður úr þessu þar sem sauðfje veður yfir? Og þó nú þessu sje sleppt — enn eru slíkar vonir af mörgum tald- ir draumórar, ef eigi villukenning —— þá eru dæmin deginum ljósari, hvað algerð vörn fyrir skepnum hefir að þýða fyrir túnin. Og þá allur vinnusparnaðurinn að vera laus við vörzluna? Margir fara um Þingvöll, og sjá skóggræðslureitina á völlunum fram með Almannagjá. Þar hefir friðunin algerða hleypt upp góðu grasi úr grundinni, sem aldrei sást nema nakin og ber, og Þingvalla-prestur á þar nú slægnablett. En það er varanleiki grjótgarðanna I Jeg þykist nú hafa reynslu á við flesta bændur í hleðslu grjótgarða, hefi unnið mjög mikið að því, hefi gott grjót, haft vana. verkamenn, og látið vanda til verks- ins, að minnsta kosti öll hin síðari árin. Og reynsla mín hefir verið hryggilega dýr. Garðarnir standa afar-illa, og víða fara þó frostin ver með þáenhjer. Þeg- ar r^ynt er að hafa grjótgarðana svo háa að einhver vörn sje í þeim fyrir sauðfje, þá eru þeir strax á nösunum, þó að vel sje grafið undan og mulið undir og það all-djúpt. Og að hlaða upp fallna garða hefir mjer reynst fulldýrt, þó að efnið sje á staðnum. Fjárheldur grjót- garður verður svo afar-dýr — og óvíðast er nú efnið í hann — að ársvextirnir af kostnaðinum ná 1/t—*/8 af öllum kostnaði við gaddavírsgirðingu. Hitt veit jeg að lágir grjótgarðar, sem eru heldir flestum stórgripum, endast allvel, ef vel er frá þeim gengið í fyrstu og landslagið spillir þeim ekki, og á þeirri reynslu byggja menn, er þeir lofa um of varanleik grjót- garðanna, en eilífir verða þeir ekki. Hann var hagur bæði á steina og stuðla Ey- firðingurinn, sem hlóð túngarðinn fyrir föður minn, og kvað svo um að loknu smíði: Þessi garður grjóts á mel til grunna eigi hrynur fyr en Ragnarökkurs jel rammlegt yfir dynur. En fráleitt hefir hann verið sannspár. Þetta er bara til samanburðar á var- anleik grjótgarða og gaddavírs. Lang- samlega ofsagt um það, hvað vírinn end ist illa; galvaníserað járn hefir enzt hjer meira en mannsaldur. Eigi vörzlugagnið af vírnum og grjótinu að vera jafn-full- komið, verður vírinn miklu ódýrri girðing, jafnt í lengd sem í bráð, þótt hann enda entist langt um ver en við má búast. En með þessum samanburði vil jeg eigi spilla fyrir grjótgörðunum, þar sem vel hagar og vinnukraptur er nægur; stórmikið unn- ið að verjast stórgripunum. Grjótinu úr túni og túnaukum verður opt bezt komið fyrir í görðum. Nokkuð er gefandi fyrir skjólið, þó eigi nái það langt, og þá eigi síður fyrir þann þrifnaðarsvip á býlinu sem kemur við slíkan garð, vel hlaðinn. Gaddavírnum er aðallega ætlað: Að veita algerðu vörzluna fyrir sauðfje, þegar sáð- löndin koma, að vera þar einvörðu sem girðingarefni er ófáanlegt eða illfáanlegt, sem ekki er óvíða um allt túnið eða á pörtum, að koma til viðbótar við önnur giroingarefni, að gera samgirðingar hæg- ar fyrir þjett settum bæjarröðum, þar sem bithaginn liggur allur á einn veginn, að fiuka nytjarnar af og umráðin yfir allri útjörð og enda afrjettarlöndum sumstaðar, og sjerstaklega hefir vírinn þann kostinn, að þetta getur gerzt skjótt. Þeir sem ekki hafa komist til þess að girða túnin sín í þúsund ár með girðingarefninu sem fyrir var, hlaupa ekki núna til þess í fólksleysinu. Not gaddavírsins í sambandi við ann- að girðingarefni verða eflaust farsælust og almennust. Það er þá grjótið og torfið. Grjótgarður með 1 eða 2 strengj- um má vera svo lágur, að hann getur víðast staðið. Iíendi næst að stinga spýt- um í garðinn, en það mun reynast bráð- ónýtt, veröur aldrei strengt að gagni, tollir ekkert. Það verður að hafa járn greypt í steina, verður að ætla fyrir þeim steinum við hleðsluna. Verkið vanda- laust, áhaldið bara einn meitill og áslátt- ur ; bræddur brennisteinn utan um í hol- unni. Þó mun þetta ekki reynast vafn- ingalaust, og grjótið vísast all-víða ill- vinnandi. Jeg býst vart'við slíkum girð- ingum mjög almennt, þær verða of dýrar. Framtíðargirðingin hjer á landi er óefað torfgarður með 1— 3 gaddavírsstrengjum ofan á. Torfgarður sem fláir vel, grær upp og stendur þá von úr viti, ef botn- inn lætur eigi undan. Gaddavírinn ofan á ver garðinn öllu sparki og þarf að girða eða verja eigi síður að innan en utan. Væntanleg reglugerð, sem á að fylgja túngirðingalögunum, mun nú taka upp fyrirmæli um það að tryggilega verði um slíka girðingu búið. Svona girðing verður óviðjafnanlega ódýr. Sje garður- inn fullsiginn 40 þuml. frá þrepi og teina- lengdin 24 þuml. og bara einn strengur, þá er aðkeypta efnið 12—14 aurar á faðminn. Sje túnið eigi illa lagað, lykja 800 faðmar um 40 dagsláttur, og væru nú lögin notuð til kaupa á 1 streng ofan á torfgarð, er gjaldið 5—6 krónur á ári, Sjeu strengirnir 2 lætur nærri að girð- ingarefnið aðkeypta verði 20 - 22 aurar á faðm., þá yrði árgjaldið eptir etnið 8—9 krónur. Þegar strengirnir eru 2, er torfgarðshæðin trá þrepi ætluð 33 þuml. Enn er þriðja tilbreytnin að hata strengina þrjá. Garðhæðin er þá ætluð 24 þuml., aðkeypta efnið verður um 30 aur. á faðminn, og árgjaldið nálægt 12 kr. Teinninn undir 2 strengi er ætlaður 33 þurol., og undir 3 strengi 42 þuml. Teinarnir verða að standa lítið eitt þjett- ar Jægar strengurinn er ekki nema einn. Einum streng er ætlað að vera 6 þuml. iyrir ofan garð, 2 strengjum 5 og 13 þuml., og 3 strengjum 5, nog2iþuml. fyrir ofan garðinn. Sje nú bara um einn streng að ræða eða jafnvel tvo og ein- hver segir, að það taki því ekki að hafa hyisvafninga laganna fyrir slíkt smáræði,

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.