Vestri


Vestri - 25.07.1904, Page 2

Vestri - 25.07.1904, Page 2
50 ESTRI. 38. BL. >Öllum er það kunnugt, af orðum og gjörðum yðar Hátignar, að yðar Há- tign starfar ötult að því, að viðhalda friðnum. Þar, sem jeg einnig heh varið til hins sama öllum mínum kröptum, bið jeg Guð að leggja liðsinni sitt starfi voru svo því verði framgengtU Meðal ýmsra velvalinna orða í ræðu Játvarðar var þetta: >Yðar Hátignar göfugu ummæli um mitt óþreytandi starf til að viðhalda friðn- um hrifu mig mjög og sú fullvissa að yðar Hátign ynni að sama takmarki: Óska jeg af alhug að fánar okkar fái um ókomnar aldir að vera samhliða, sem í dag, til að viðhalda friði og farsæld, ekki einungis okkar ríkja, heldur einnig allra þjóðak Ef hjer hefir hugur fylgt máli, ætti ekki að þurfa að óttast alheims stríð fyrst um sinn. Hinn nýi landsijóri á Finnlanci. Rússakeisari hefir nú skipað prinz IvamObolensky, sem eptirmann Bobrí- koffs. Hann er fæddur 1845 og hefir unnið sjer það helzt til frægðar, að vera talinn einhver hinn grimmasti yfirmaour í öllu Rússlandi og er þá mikið sagt. — I Agúst 1902 var gerð tilraun til að myrða ^ hann vegna grimmdarverka hans, en hann slapp með litla skeinu. — Þess er getið, að í skipunarbrjefi hans sje hon- um lagt það ríkast á hjarta, að áminna Finna um að minnast þess, að þeir heyri tij Rússum og framtíðar-velferð þeirra sje undir því komin, að þeir sjeu þess minnugir. Framanritaðar fregnir bárust hingað með botnvörpungnum >The Duke of ) Wellington,< frá Grimsby, er kom hjer inn rjett sem snöggvast 18. þ. m., til að laga eitthvað, er bilað var í vjelinni. — Hafði hann ensk blöð til 6. þ. m. Skipstjóri hjet Árni Árnason, ís- lendingur, ættaður af Suðurnesjum. — Búinn að vera í Englandi um 5 ár. Tal- ar þó móðurmál sitt enn alveg óbjagað og er slíkt sjaldgæft um sjómenn, sem eingöngu umgangast útlendinga. Hann varð fyrst skipstjóri í vor og var nú að fara heim með þriðju hleðsluna. Taldi sig myndi hafa um pund sterling (um 18 kr.) á dag að meðaltali, úr þes ari ferð. — Slíkt má kalla fljóttekinn auð. Skyld- um vjer Islendingar sjálfir, þá aldrei verða þeir menn, að ausa úr auðlindum hafs- ins kringum land vort, líkt og útlendir yfirgangsseggir gera nú? Mislingar. Eptir D. Sch. Thorsteinsson, hjeraðslæknir. Mislingarnir hafa hjer í sýslu valdið þeim eldi, sem vansjeð er hvar eða hvenær verður slökktur. Þeir hafa verið aðalumtalsefnið hjer í sýslu — og máske víðar— nú um síð- astl. 6 vikna tíma, og margt veiið um þá skrafað - misjafnlega rjett hermt sumt — eins og gengur, og ætla jeg mjer ekki að fara að eltast við það mál- skraf allt í þetta sinn. — í blöðunum ha.fa líka komið um þá ýmsar greinar, t. d. Isafold, En þótt það kunni ef til vill að þykja borið í bakkafullan lækinn að minnast á þá frekar, ætla jeg þó að 1 ita um þá greinarkorn. Mislingar koma eins og kunnugt er frá útlöndum, farmgjaldslaust og toll- gjaldslaust, — og ekki eru þeir pantaðir, — en þeir koma samt. Þeir hafa kom- ið hingað til lands fleirum sinnum á þess- ari öld, en aldrei breiðst út um allt land nema árin 1846 og 1882.— í hin skiptin hafa þeir orðið stöðvaðir eptir að þeir hafa — optast nær að minnsta kosti — gert meiri og minni usla og óskunda — valdið manndauða og fjártjóni. 1 ár hafa mislingar komið upp í Norður-ísafjarðarsýslu á tveim stöðum: á Hesteyri og á Langeyri. Frá hitium síðarneínda stað hafa þeir borist út um sýsluna og máske lengra — og skal jeg síðar skýra frá atvikum sem þar að lig'gja. En jeg hafði hugsað mjer að gera nokkrar athugasemdir um sóttvarnir gegn mislingum >frá almennu sjónarmiði«, og ætla jeg þá fyrst að minnast á misling- ana á Hesteyri. Þeir bárust þangað í vor með Norðmönnum, er þar hafa hval- stöð. Jón hjeraðslæknir Þorvaldsson sótt- kvíaði hvalastöðina þegar í stað er hann varð var við veikina, og barst hún ekki út þar í kring. Frá þessu hefir áður verið skýrt í blöðunum og er rjetl hermt, það sem það nœr. En fleiri manna verður að geta til sögunnar. Með Norðmönnum þcssum hafði komið upp íslendingur einn, B ... að nafni. Hann rjeðist sem háseti á há- karlaskipið >Emma«, sem gengar hjeðan úr kaupstaðnum (frá Tang’s verzlun) og var lögskráður á það skip seint í apríl. Var þá ekki orðið vart við veikina á Hesteyri. — En íáum (3?) dögum eptir að hann var lögskráður á skipið sendi Jón hjeraðslæknir Þorvaldsson hingað hraðboða til sýslumarmsins útafmisling* um, sem þá höfðu komið upp úr kafinu þar á hvalastöðinni, og ritaði jaínframt stjórnarráðinu um málið, sóttkvíaði hvaia- stöðina, — gerði með öðrum orðum all- ar lögboðnar sóttvarnarráðstafanir. Og allir óvinir mislinganna klöppuðu lof í lófa og hjeldu að mislingadraugur- inn væri kveðinn niður til fulls og vel geymdur og tryggilega undir innsigli laganna. En nokkru síðar barst sú fregn hingað að hákarlaskipið Emma hefði hleypt við illan leik inn á Dýrafjörð, og lægju flestir skipverjar í mislingum. — Þetta reyndist því miður satt. Andrjes hjeraðslæknir Fjeldsted skoðaði skipverja, gaf þann úrskurð að þeir hefðu mislinga, sóttkvíaði skipið fyrst um sinn þar á höfn eins og lög skipa fyrir og sendi það síðan hingað til ísatjarðar. Hingað kom það á 2. hvítasunnudag-, lagðist fyrst á skipalagið, en var þegar í stað látið færa sig á afvikinn stað og sóttkvíað (sótt- varnarveifa, samgöngubann o. s. frv.) Voru skipverjar síðan sótthreinsaðir eptir hætilega langan tíma og fóru síðan á hákarlaveiðar aptur. En hvernig' höfðu þeir fengið mislingana? Af B ... þeim, sem fyrri er nefndur. Hvar hafði hann tekið veikina? A Hesteyri, eða á leiðinni hingað til lands. Hverjum verður nú gefin sök á þessu? Engum manni. Jón hjeraðslæknir Þorvaldsson er alsýlcn af því máli. Hann gerði fullkomlega skyldu sína sem embættismaður samkv. lögum 31. jan. 1896. — Er þá ekkert athuga- vert við þetta? Að því verður vikið síðar. 2. maí var um kvöldið læknirinn í Isafjarðarhjeraði (D. Sch. Th.) sóttur að Langeyri til ao skoða Norðmann, sem ! veikur var þar á hvalveiðastöðinni. Það sem að manninum gekk reyndust vera mislingar. Var formanni hvalstöðvarinn- ar þegar í stað tiikynnt þettu, hinn sjúki einangraður í herbergi, sjerstakur maður fenginn til að gæta hans, og hvalstöðin Langeyri lýst 1 sóttkví þá þeg-ar um kvöldið, Sóttvörn þessi var síðan samþykkt at lögreglustjóra, verðír skipaðir o. s. frv. og stjórnarráðinu tilkynnt þetta. Með brjefi dags. 11. maí var þessi sóttkvíun enn- jremur staðjest aj stjórnarráðinu. Nú leið og beið. Jeg var tvívegis á ferð í Alptafirðinum á tímabilinu frá 2. maí til 11. s. m., kom í bæði skiptin á Langeyri til að vita hvernig liði, og stóð þá allt við sama, engir fleiri veikir. Vörð- inn sá jeg að minnsta kosti í annað skipt- ið — Þ. 16. var jeg sóttur að Eyrardal, — næsta bæ við hvalstöðina. Þar var muður veikur, en mislinga gat jeg ekki sjeð á honurn, og frjetti ekkerl um út- breiðslu þeirra*. Síðustu vikuna af maí fóru að berast hingað til ísafjarðar ýms- ar ógreinilegar frjettir um kvefsóttí Alpta- firði, og voru annað veifið bornar til baka og gert lítið úr — læknir aldrei sóttur. Fyrstu dagana af júní fór kvisið að verða meira, og- var mjer loks sagt þ. 5. júní, að heyrst hefði að einhver, sem »kvefið« fjekk, hefði orðið rauður um kroppinn. — Allan síðarihluta maímán. og eins framan af júní hafði jeg haft svo miklar annir við sjúklinga hjer út frá — bæði útlenda og innlenda, að jeg hafði ékki komist til að fara inneptir til þess að leysa Langeyri úr sóttkvíun og ann- ast um framkvæmd á sótthreinsun eins og þó hafði staðið til að gert yrðieptir þ. 23. maí. Þ. 6. júní fór jeg loks inn * Eptir þv í sem siöar hoíir komiö i ljós, nj-;n þessi m.ður jió að ölium likindum hafa fergið mislingana, og mundi jeg hafa gei gið úr skugga um það e.f jeg heíði átt þar heima. — En enga minnstu fYðingu hefir þetta hvað sóttvörnii a snertir, því að þ 'tt Eyrardalur hefði verið sóttkviaður þ. 16. hefði það verið gagnslaust eptir því sem siðar heiir komið fram, því þá hefir sóukveikjan þegai vcrið komiu um allan fiörðinn og jeínvcl itm i Seyðisfjörð, og hver geiur ragt hvaö langt? — Höf. .V

x

Vestri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.