Vestri


Vestri - 17.09.1904, Side 1

Vestri - 17.09.1904, Side 1
f IIX„ árg. ÍSAFIRÐI, 17. SEPTEMBER 1904. Nf. 46. Tryggið lif yöar í « S T A R 44 Yaknið landar! Aldrei hefir þjóð vorri verið meiri þörf á að vera vel vakandi tii að gæta rjettar síns, en einmitt nú. Nú má heita að vjer höfum fengið fullt frelsi og sjeum að öllu sjálfstæð þjóð, þótt vjer að nafn- inu tii teljumst til annars ríkis. — Vjer höfum fengið fullt vald til að framkvæma ö'l þau mál, er snerta eingöngu vort land, bæði að því er viðkemur fjárhag þess og stjórn. Og vjer höfum fengið eun meira: Vjer höfum fengið íslend- ing fyrir œðsta yfirmann, búsetian á Islandi. Meir en tóíf aldir eru liðnar síðan vjer nutum siíks rjettar og heiðurs. — Allar þær aldir höfum vjer orðið að lúta boði og- banni útlendra yfirmanna, er hvorki skildu tungu vora nje þekktu hagi vora, að nokkru ráði. Fins og að lík- indum lætur, varð stjórn þeirra því opt meir til bölvunar en blessunar landi voru, — sem saga vor ber um ljósastan vottinn. — Nú má með sanni segja, að þjóðar- innar æðsti yfirmaður sje hennar eigið afkvæmi og sama sem koniingur hennar. — Hann er alinn upp við sömu kjör af hendi fóstru vorra allra, sem aðrir þegnar þjóðfjelagsins. Hann veit því hvað við á af eigin reynslu, en þarf ekki þar um annarn sögusögn. — Maöurinn, sem sæti þetta skipar, verður auðvitað hvorki ávallt sá sami, pje sömu hæfileikum gæddur, en hitt verður óbreytilegt: Að hann vinnur þjóð sinm því að eins gagn, að sam- verkamenn hans — það er þingmenn þjóðarinnar sjeu honum samtaka í því. Vaknið því landar! og vítið harð- lega þá leiðtoga lýðsins, sem prjedika þá kenningu fyrir yður, að yður beri umfram allt, aðsenda aiidstœðinga sljórn arinnar á þing. Slíkir leiðtogar eru hin verstu villuljós og sann-nefnt illgresi i akri þjóðfjelagsins, — sem hverjum góð- urn dreng er skylt að útrýma, áður en það festir rætur, — ef mögulegt er. — SlÍKÍr leiðtogar hafa venjulega það eitt augnamið, að blinda þjóðirini sýn og stag- ast á því vakandi og sofandi, — að þeir einir sjeu þjóðinni trúir, enda þótt á bak við liggi sú eina ástríða og von, að verða sjálfir erfingjar þeirrar stjórnar, er þeir með rógi og prettum hafa hrundið af stóli. Vaknið landar! og lýsið því yfir einum rómi: Að þjer viljið að þing og sljóm vinni saman að því, að ossverði sem mest og lengst not af hinni nýfengnu stjórnarbót, en þeir sjeu gerðtr útlœgir um endilangt Island, sem ala ófrið og illindi í landinu! Rjettur þjóðarinnar er, að þing 04 stjórn fái að vinna saman í friði að heiil og hagsæld þjóðf jelagsins, og til þess að gæta þess rjettar, verðum vjer að vera — vel vakandi. ---;-k>o5í^«oo----- Frjettir frá útiöndum. Kaupinannehöf'n 25. Agúst. AtíStræiíi ófFÍðuFÍnn. Mikíar óíarir Rússa á sjö. IÞess hefir áður verið getið hjer í blaðinu, að fiota Rússa í Port Arthur tókst að komast þaðan úí þ. io. ágúst og eru nú komnar nánari fregnir um. hvernig för þeirri lyktaði. Flotinn, sem var 6 vígskip, 4 beitiskip og um 10 tundurbátar, iagði þegar til orustu við Japana og lyktaði hún þannig, að Jap- anar biðu hærra hlut; af flota Rúss.i urðu 5 vígskip, 1 beitiskip og nokkrir tundurbátar að hörfa til baka inn á höfn ina í Port Arthur. Rússar misstu eigi neitt skip í sjóorustunni, en Japanar tvístr- uðu flota þeirra víðsvegar og flýðu rússn esku herskipin inn á ýmsar hafnir. — Vígskipið Cesarevilsh, sem er eitt með hinum beztu skipum Rússa (um 13000 smálestir og hefir kostað 27 miljónir kr.), varð illa leikið í þessum viðskiptum og- komst við illan lcik inn á þýzku höfnina Tsintau í Kina; á Cesarevitsh biðu margir menn bana og þar á meðal foringinn, Witlhöft, hitti hann sprengikúla og fundu menn ekki annað eptir af honum, upjii á þilfarinu en annan fótinn; sjálft skipi.i er nú óhaffært, því að á því eru mörg göt, reykháfur og siglutrje skotinniður; voru tekin af þvi vopn og önnur hergögn og verður það á Tsintau höfn þangað tii ófriðurinn verður til lykta leiddur. Tii Tsintau komust einnig beitiskipið Novik og 3 tundurbátar og' voru þeir afvopnaðir. Novik slapp brott og komst til rússnesku eyjarinnar Shakalin, en eigi átti hann því lengi að fagna að vera kominn úr óvinahöndum, því 2 japönsk beitiskip hittu hann þar og skutu hann í kaf. Til Shanghai komst 1 beitiskip og 1 tundur- bátur, krefjast Japanar að Rússar láti afvopna þau og- verður það víst gert, því þeir segjast skjóta þau í kaf að öðrum kosti. Til Weihai wei komst einn tundur- bátur og- strandaði þar, en Rússar eyoi- lögðu hann sjalfir til þqss að Japanar tækju hann eigi. Til Saigon, sem er eign Frakka, komst heitiskipið Diana. A þessu má sjá, að sjóorustan við Port Arthur þ. 10. ágúst hefir orðið Rússum til mikils tjóns og má nálega telja Port Arthur flotann úr sögunni, þar eð nálega allur sá hluti hans, er eigi sneri aptur til Port Arthur hefir verið eyðilagður eða afvopnaður og getur því eigi tekið þátt í ófriðinum, en hins vegar er mjög sennilegt að þau skip sem nú eru í Port Arthur sleppi eigi úr greipum Japana, þar eð þeir ráða nú lögum og lojum á sjónum. Um sama leyti og sjóorustan var við Port Arthur, lagði Vladivostoch /lot- inn, (3 beitiskip, Gromoboj, Rossija og Rurik) á brott og hefir hann líklega ætlað að sameinast Port Arthur flotanum. En það fór á aðra leið, því að japanskur floti undir forustu Kamimura, hitti hann í Koreasundi og lagði þegar til orustu við hann, er lyktaði þannig að Japanar skutu Rurik í kaf, en Gromoboj og Rossija komust stórskemmd við illan leik inn til Vladivostoch. Þessi orusta er talin einhver hin snarpasta er háð hefir verið milli herskipa með hinu nýjasta lagi, og er sagt, að Gromoboj og Rossija hafi snúið við hvað eptir annað, eptir að þau höfðu lagt á flótta, til að bjarga Rurik, en þau urðu að lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu. Japanar björguðu öllum mönnunum (600) af Rurik, en Rússar misstu fjölda manns af Gromoboj og Rossija. A Japan hefir það vakið mikla gleði að Kamimura loks tókst að hefna sín á Vladivostoch fiotanum. Búist er við að höfuðorusta verði háð bráðlega milli Kuropatkin, (sem nú er með her sinn nálægt Liaojang) og Kuroki og' Öku, hershöfðingja Japana. Nýjustu fregnir segja orustuna jafnvel byrjaða og spá flestir Japönum sigurs á þessum fundi. Aætlað var að um 50000 manns væru fallnir, Annars er ekkert markvert. — Port Arthur ótekin enn þá, en það lá mjög nærri. Kuroki rjeði á Liaojang með 240000 Japana hinn 29. ágúst. Kuropatkin ver hana með 260000 Rússum. Þetta verður hin stórkostlegasta orusta, og getur var- að vikutíma eða meir. Tibetleiðangur Breta má nú heita til lykta leiddur. Bretar eru komoir alla leið til höfuðborgarinnar, Lhasa. Herlið sitt hafa þeir þó eigi kvatt heim enn þá, á það að líkindum að tryggja samninga þeirra við Tibetsmenn, sem eigi eru full- gerðir cnn þá.

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.