Vestri


Vestri - 23.09.1905, Blaðsíða 1

Vestri - 23.09.1905, Blaðsíða 1
8 IV. árg. Bruðlunarsemi og hagsýni. Eitt af þvi sem stjórn vorri hefir verið fundið til ásökunar af and- vígisfiokkinum, er það, að hún væri bruðlunarsöm. E>að er að vísu hægra um að tala en í að komast, að fara með annara fje, svo vel líki, enda er óvístað andstæðingar stjórnarinn- ar hefðu verið hagsýnni. t>að virðistmiklu fremur ástæða til að ætla allt annað. Aætlun þeirra um kostnaðinn við lagningu ritsímans virðistbera vott um nauðalitla hagsýni. Það má nú máske segja, að rjett væri að láta þær áætlanir eiga sig, þar til raun gefur vitni um, hvor rjettari verður, en á nokkur atriði má þó benda nú þegar. Þrátt fyrir það, þótt að báðir nefndarmenn minni hlutans væru kaupmenn miðuðu þeir flutnings- gjald á staurunum upp til íslands við ílutningsgjald á húsgögnum (Meublefragt), og hefðu auð vitað hiklaust samið um svo hátt flutn- ingsgjald ef þeir hefðu átt að sjá um flutninginn, þótt stjórnin hafi komist að miklu betri kjörum. í áætlun þeirra um ferðakostn- að norskra verkamanna upp til landsins ganga þeir út írá venju- legu verði á milliferðaskipum, þegar ekkert er samið sjerstak- lega, þótt þeim hefði mátt vera kunnugt um, að um það má komast að miklu ódýrari samningum. — Það var landssjóður sem átti í hlut, svo þeim fannst ekki ástæða til að spara. Til að flytja staurana þang-að sem þeir eiga að setjast niður, dettur þessum hagsýnu kaup - mönnum ekki í hug, að hægt sje að tala um minna en io kr. á staurinn, en telja líklegt að það verði mikið meira. Ef þeir hefðu átt að semja um flutning á staur- unum hefði þeim ekki dottið í hug að reyna að fá lægra tilboð en 10 krónur fyrir staurinn, og hefðu þózt góðir ef þeir hefðu fengið svo góð kjör. Enda þótt stjórnin hafi þegar getað samið um a/8 minna verð fyrir flutning á allmiklu af leiðinni. Fleira skal ekki til týnt hjer, en síðar kann að verða tækifæri til þess. Þetta er að eins lítið sýnishorn af því, hvernig hag- sýnustu kaupmenn stjórnarand- stæðinga, eða Valtýinga, mundu halda utr n að landsins fje ef þeir ættu með það að fara! Það er skaði að sukir menn TR Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. ÍSAFJÖRÐUR, 23. SEPTEMBER 1905 Nr. 47. skuli ekki tá að sýna betur hag- sýni síne með fje landsins. Því þá mundu valtýsku blöðin ekki hafa nátt um bruðlunarsemina. En þeir voru lfka vel valdir þessir tveir menn minni hlutans í ritsímanefndinni, alþekktir kaup- menn og kaupfjelagsstjórar sem hafa marg sýnt það, að þeil' kunna að fara nieð annara fje! ------------------- Einokunin. F.in grýlan, sem mjög er notuð til að gera menn hrædda við rit- símasamninginn, er tuttugu ára einkarjetturinn sem »Stóra nor- ræna ritsímafjelaginus er veittur tilsímskeytasendinga milli Islands og útlanda. Þess er sfður getið, að Marconi- fjelagið vildi einnig fá einkaleyfi um visst árabil og það enda þótt því væri borgaður allur stofn- kostnaður í einu. Það virðist heldur enginn geta ætiast til þess, að fjelag fari að leggja mjög mikið í kostnað við annað eins fyrirtæki og þetta án þess að tryggja sjer að það geti rekið fyrirtækið um nokkur ár. En er nú hugsanlegt að einka- leyfi þetta geti orðið oss að baga? Það mun tíminn leiða í ljós, en mjög ólíklegt er slikt. Engum mun detta í hug, að hraðskeytasambandið verði svo ódýrt eða arðsamt á þessum 20 árum, að landið fari að brjótast í að koma á öðru slíku sambandi til að hafa hagnað af því. Hitt er og líka lítt hugsanlegt, að landið geti á neinn hátt haft hag af, þótt það gæti veitt öðrum leyfi til hraðskeytasambands milli íslands og útlanda á þéssum tíma. Island hefir árum saman boðið fram stórfje til að koma á hrað- skeytasambandi, án þess nokkur hafi viljað sinna þvf, þótt einka- leyfistilboð hafi verið í boði. Það er þvf ótrúlegt að neinn verði til að vilja koma upp hraðskeyta- sambandi styrklaust á næstu 20 árum og því síður borga fyrir það. Og verulega einokun þurfa menn ekki að óttast, þar sem ritsímafjelaginu er sett ákveðið takmark hvað það megi fara hæst með verð á skeytum. Það er líka varasamt fyrir val- týsku blöðin að vera að minnast mikið á einokun. Það gæti kannske orðið tiL þess að ýmsir færu að ryfju það upp, að ' ið var einu sinni til flokkur mai.^.a á Islandi, á þmgi Islend- inga og nokkur hluti af íslenzku blöðunum, sem vildi veitá út- lendlim auðkýfingum einkaleyfi til allrar peningaverzlunar í land- inu í 90 ár, og leggja niður peningastofnun landsins til þess að einokunin væri fullkomin. Slíkt einkaleyfi, peningaeinok- un, í 90 ár, átti þá að sumra dómi að veru lífsskilyrði fyrir þjóðina, grundvöllur allra fram- fara, óskeikult meðal við Amer- íkusótt o. s. frv. En nú á einka- leyfi í 20 ár,’ tii fyrirtækis sem ekki er hægt að koma á með öðru móti, og sem ekki er hugs- anlegt að geti myndast nein sam- keppni með fyrst um sinn, að vera alveg óþolandi. Tvennir eru tímarnir! En það voru heldur ekki ísa- foldarliðar, eða Valtýingar, sem skrifuðu undir samningana við ritsímaf jelagið. Þar í liggur allur munurinn! Hefði svo verið, mundi þeim ekki hafa of boðið þótt einkaleyfis árin hefðu verið margfölduð með 5. Um það fæst enginn. Jeg hafði lesið nefndarálitið í hraðskeytamálinu með gaum- gæfni og sjeð þar að ritsíma- sambandið kostar okkur líklega um 77,500 kr. að meðaltali áári í tuttugu ár, já kannske nokkuð meira, mjer gat kannske dottið í hug að það yrði allt upp í 100,000 kr. Mjer fannst það nokkuð hátt og fór að hugsa út í hvort »ísa- fold« og samflokksblöð hennar hefðu ekki rjett að mæla að þetta yrði til að setja okkur á höfuðið. Vjer erum fámennir, ekkinema 80 þús. og þolum ekki mikið. En mjer gat heldur ekki dulist það að ritsímamálið er nauð- sylijamál fyrir oss ef vjer að eins getum klofið það. Þegar jeg hafði brotið heilann um þetta fcr jeg að líta ílands- hagsskýrslurnar fyrir 1903. Mjer datt í hug að gæta að hvað við eyddum miklu í óþarfa. Jeg fletti upp ábl. 267. Þarna kom það. Áfengi fyrir 479,014 kr. eitt einasta ár! Tóbak og vindlar fyrir 440,200 kr. og kafti kafíibætir og sykur fyrir 1260- 262 kr. Um það fæst enginn! Konurnar segja nú reyndar að kaffi og sykur sje nauðsynjavara og mjer .dettur ekki í hug að andmæla því, en held þó að það mætti komast af með dálítið minna af því, jeg ætla samt að sleppa því en taka aðeins vín- föngin og tóbakið, því það kemur öllum saman um að sje óþarfi. Það eru þó 919,214 kr. á þessu eina ári. Og þessu höfum við ráð á, einar 80 þús. hræður. Ef við spöruðum við okkur Vio partinn af þessu reiknaðist tnjer það fyllilega nóg til að standast allan kostnaðinn við símalagninguna. Jeg var lengi að átta mig á hvort þetta gæti verið rjett reiknað. En það er áreiðanlegt Vio af því sem vjer eyðum í tóbak og brcnnivín er fullkomlega nóg til að standast allan þann »gýfur- lega kostnað.c Og undan þessu eigum við að flýja til Ameríku. Þetta hefir >ísafold< ekkert minnst á, hún, sjálft bindindis- blaðið, gleymir því, að vjer verjum meiru enn fimmfallt hærri upphæð árlega til áfengis-kaupa, en ritsíminn kostar. Álítur hún áfengis nautnina fimm sinnum nytsamari heilla- vænlegri og arðsamari fyrir land og lýð, en ritsímann. Eða heldur hún að áfengis- kaupin og allt sem af þeim leiðir komi ljettara á mann, en það sem borgað er til ritsímans? Jeg læt hana um að svara því, en það segi jeg satt, að nú fer jeg fyrst að sjá að margirmunu síður horfa í að kasta út krón- unni í óþarfa fyrir sjálfa sig en að verja einum eyri lil al- mennings heilla. Það er ílla farið ef að blöðin og leiðtogar lýðsins hyllast til að ala þann hugsunar hátt. Kr. Ósjálfræði. Það var sagt um Fjalla-Ey- vind og enda fleiri þjófa aðþeir mættu aldrei óstelandi vera, og og var slíkt kennt göldrum og gerningum, og þannig er það með marga fleiri lesti að þeir eru orðnir svo rótgrónir hjá mönnum, að þeir vinna þá opt eins og í ósjálfræði. Þjófurinn sem hefir vanið sig á að stela getur ekki á sjer setið annað en iðka þann löst, og stelur opt án þess að hafa not þess er hann stelur. Ilihryssingurinn getur ekki á sjer setið, aunað en eiga i ill-

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.