Vestri - 20.04.1907, Page 2
100
V E S T R I
25. tbí.
ríkisheildarinnar, sera er Dönum
viðkvæmast, en að öðru leyti
eru góðar horfur á að þeir vilji
verða við kröfum vorum.
Pað er óefað mál að samningar
Yorir og samband við Dani í
framtíðinni er mjög undir, því
komið liv rn.g heimsóknintekst.
Getum vjer komið svo fram við
gesti þessa, að þeim virðist vjer
hafa rjett til krafa vorra, eiga
þær skilið og vera þeim að öllu
loyti vaxnir, og þeir um leið
sjá ekki neina hættu búna af
þeim, fyrir þjóðmetnað sinn eða
ríkisheild na, öflum vjer oss góðra
talsmanna og getum átt þess
von, að skoöun þeirra hafi mikið
að segja í Danmörku.
Ritfregn.
Tímarit fyrir kaupfjelög og
samvimiufjelög. Ritstj. Sig-
urður Jónsson 1. ár 1.
hefti 1907.
Það er engin ný bóla þótt
nýtt blað eða tímarit birtist á
sýningarsviði ísl. bókmennta, en
mörgum þeirra bregður að eins
fyrir sem snæljósi rjett í svip,
Einkum hefir því verið þannig
varið um öll blöð og tímarit, sem
að eins hafa gefið sig við sjer-
stökum málum, að fámennið, fá-
tæktin og áhugaleysið hefir orðið
þeim að aldurtila. í sumum hefir
að vísu verið lítill skaði, en öðrum
mikil eptirsjón.
Þetta nýja kaupfjelagsrit fer
þannig af stað, að vert er að
veita því eptiUekt og styðja svo
útbreiðslu þess aó það geti unnið
sitt gagn, og tryggt sjer lífs-
skilyrði. - Þótt kaupfjelagsskap-
urinn hefi gengið misjafnlega
hjer á landi, er það ekki af þv(
að hann sje ekki góður ef rjett
er á haldið. F.n tímarit þetta
hefir og víðtækara verksvið þar
sem það ætlar sjer að gerast
málgagn allra sambandsfjelaga
og er það verkefni bæði mikils-
vert og nauðsynlegt.
lnngangsorðin að þessu fyrsta
hefti eru rituð af Steingrími sýslum.
Jónssyni, sem er fórmaður Sam-
bandskaupfjelags Þingeyinga, eru
þau vel skrifuð og ítaileg, stefnu
ritsins lýsir hann meðal annars
á þessa leið: >Aðal markmið á
að vera að tengja saman hugi
og krapta alira þeirra íslendinga,
er vinna vilja að samvinnufjelags-
skap hjer á landi, allra þeirra,
er trúa því og treysta, að á þeim
grundvelli verði auðveldast og
öruggast reist hin glæsilega höll
efnalegra framfara og sjálfstæðis,
er vjer allir viljum reisa á voru
kæra föðurlandi.c
Allar aðrar iitgerðir eru eptir
ritstjórann Sigarð Jónsson bónda
á Yztafelli. Þar er skýrt frá
kaupfjolagsskap Þingeyinga og
ýmsar fleirifróðlegar skýrslurum
kaupfjelagsskap. Þar er og
mjög skarplega skrifuð grein um
>Eólksfjöigun í bæjum og sveit-
um< og c'nnur sem heitir >Sundr-
ungarandinn,< sem er sannarlega
þörf hugvekja.
Úr bænum og grenndinni,
Maimalát.
Gizur Þorvaldsson frá Selárdal í
Súgandafirði er nýlega látinn úr
lungnabólgu. Hann var 22 ára
aö aldri, mesti efnismaður.
Nýlátin er hjer á sjúkrahúsinu
konan Karítas Daðadóttir frá Skarði
í Skötufirði.
Kvcimfrelsishreyíiiig.
Kvennfjeiagið „Ósk“ hjer í bæm
um boðaði kvennbjóð bæjarins á
umræðufund um kvennfrelsismálið
17. þ. m. Var þar lögð fram
áskorun til undirskrifta. Áskorun
þessi er frá kvennfjelaginu í Rvík
og fer fram á að skora á þingið
að veita konum jafnrjetti við karia.
Hefir hún verið send út um allt
land til undirskrifta.
Á fundinum mættu um 70kom
ur. Voru þar fyrst alliangar um-
ræður og að þeim loknum skrif'
uðu allar fundarkonur undir áskor-
unina.
Yeðrið
er nú aptur að hlýna. Fyrrihiuta
vikunnar kaldur andi á norðan
en síðari dagana miklu miidara
og þýðviðri á daginn, þó frost sje
að nóttunni.
Fiskafli
afarmisjafn enn þá. Einstöku
bátur hleður þegar á sjó er farið,
en hjá fjöldanum fremur iítill
fiskur.
filskip
hafa nú verið að leggja útundan-
farið.
Gcufusk. ,Á. Ásgeirsson4
kom hingað 18. þ. m. Sagði
engar markverðar útlendar frjettir.
Bæjarstjórnarfundur
15. þ. mán.:
1. Frumvarp til reglugjörðar
fyrir unglingaskólaísafjarðar, samið
af skóianefndinni, var samþykkt.
2. Oddviti lagði fram brjef frá
yfirkennara skólans, dr. Birni
Bjarnasyni, þar sem hann segir
embættinu lausu fra byrjun næsta
skólaárs.
3. Lagðar fram umsóknir um
styrk úr styrktarsjóði Hjálmars
heit. Jónssonar, frá þeim ekkjun’
- um Ingunni Jónsdóttur og Kristínu
Hákonardóttur og samþykkti bæjar>
stjórnin að veitaþessumumsóknum
meðmæli sín.
4. Lagt fram erindi frá 4 bæj-
arfulltrúum um, að bæjarstjórnin
sendi áskorun til vín3eljenda hjer
í bænum að hætta vínsölu. Tih
laga þess efnis var samþykktmeð
3 atkv. gegn 2.
5. Edinborgarverzlun seld lóðar
spilda í fjörunni fyrir neðan hús
Björns gullsmiðs Árnasonar 66^/a
-J-40Y2 álnir að stærð, fyrir 25
aura □ alin.
urslaust og ioks varð hann að
byrja með því að grafa 3 mörk í
6. Kosin stjórn fyrir lóðasjóð
Isafjarðarkaupstaðar: Bæjarfógeti,
Sig. Á. Kristjánsson og Magnús
Ólafsson.
Eptinnæli.
.24. janúar síðastl. andaðist að
Dynjanda í Grunnavíkurhreppi,
stúlkan Sigrún Jónsdóttir, á 27.
aldurs ári. Foreldrar hennar voru
Jón Eylífsson silfursmiður
Kristíu Benediktsdóttir, systir Bene'
dikts bónda og kaupmanns að
Dynjanda.
Sigrún salaða var mjög vönduð
bæði til orða og verka, stillt og
gætin, hún kom sj«r þar af leið.
andi vel við alla, sem hún kynntist.
Hún var dugleg og vel verki
farin, enda hafði mikla hæfiieika,
bæði til sálar og hkama. Er því
öllum, sem hnna þekktu, mikill
söknuður að honni. Hvíli hún í
friði! E.
------
Ýmislegt.
Nýr Sus s jk.irður. ÍLundúna-
borg er völ.n ið hréifing í þá átt
að Engleudicgar byggi nýjan
Suesskurð. Snglendingar eru
stór óanægfnr hve litiu þeirráði
með skurðum. Svo þykir um-
ferðagjaldið a.'.t of hátt, og skurð-
urinn ekki nógu djúpur fyrir hin
stærstu herskip Englendinga.
Stórkostleg' rafiuagnsstoð.
I Danmörkif ©r nú að sögn í
ráði, að koma upp einni afar-
stórri rafmagnsstöð á Sjálandi
sem hafi nægan rafmagnsskrapt
til vinnu og lýsingar á öllu Sjá-
landi.
Hjátrú er enn ekki svo lítiJ
meðal fjölda manna, og það jafn>
vel í hinum mœnntuðu löndum.
Þannig hafa dómstólarnir í Dres-
den haft til meðferðar mál, í vetur
sem sýnir hve hjátrúarfullt og
auðtrúa fólk er enn þann dag í
dag.
Erflðismaður einn, sem hjet Krie
schek ljet í.ljós að hadn vildi all't
til vinna og jafnvel gerafjelag við
Kölska tii að geta oiðið auðugur
maður. Fjelagi hans, sem hjet
Dreszler, sagði honum að hann
heíði ýms mök við Kölska og
skyldi tala máii hans við hann.
Við andatrúarsamkomu, sem
haldin var í húsi Dreszlers
nokkru siðar, sagði Kölski fyrir
munn „miðilsins* að hann skyidi
gefa Krieschok 3 miljónir marka,
ef hann einhverja næstu nótt græfl
3000 mörk á tilteknum stað úti i
skóginum.
Krieschek varð mjög glaður við
fregnina, keypti sjer tvö vaxkerti,
og til að vera alveg óhultur fyrir
Kölska, ljet hann vígja þau í ka-
þólskri kirkju. Hann reyndi svo
að hafa úti allar klær til að fá
3000 mörk. Sn það var árang-
stað 3000, sem litla afborgun.
Tveim dögum seinna fjekk hann
brjef frá Kölska, og sagði hann
honum þar að 3 mörk væri smán-
arboð. Svo fjekk hann hvert
kröfubrjefið á fætur öðru og voru
þau öll skrifuð með blóði. Krie'
schek gerði allt sem í hans valdi
stóð til að útvega peningana, og
gróf á sama stað smámsaman
50, 120 og 30 mörk, en Kölski
heimtaði allt af ineira og meira
og hótaði öllu illu ef hann fengi
ekki undir eins þessi 3000 mðrk.
Krieschek bar nú upp vandræði
sin við Dreszler og hann lofaði að
hiðja honum vægðar hjá Kölska.
Nokkru seiuna fjekk Krieschek
brjeí frá Köiska, og bað hann hann
að finna sig næstu nótt í kirkju.
garðinum. Um miðnætti lagði
hann svo af stað með vigðu kertin
í vasanum. í kirkjugarðinum hitti
hann háa og granna vofu í kvítum
hjúpi; hún ávarpaði bann með
dimmri rödcln : „Nú á jeg þig
með lífi og sál og þú ert hjer með
tekinn inn í „frímúrarafjelagið/
Á þessum stað sem jeg stend eru
grafin 3000 mörk og þau skulu
vera þín eign, ef þú getur þagað.a
Kölski nvarf svo, en Kiiesckek
flýtti sjer heim til að segja konu
sinni frjettirnar. En hún rann
þegar til nágrannakona sinna og
sagði þeim frá auðlegð þeirri, sem
hún ætti í vændum. Svo barst
sagan til lögreglunnar. Rannsókn
var hafin og Dieszler tekinfastur.
Hann meðgekk að hann hefði
skrifað brjefin og hirt peninga þá,
sem Krieschek grófíjörðu. Hann
var dæmdur í 6 mánaða fangels'
isvist og 3 ára ærumissi.
Fæst í elium verzlunum
sem hafa gott úrval af vorum,
Ljósrayndastofa
BmBjörns Páissonar u
er opin á hverjum virkum degi
jrá kl. 8— 7, og á helgum dög-
um Jrá kl. ll—2L/2.
Adra líma dags er engan þar
að hilta.