Vestri - 23.01.1909, Qupperneq 2
46
VEStRl
Í2. tbl.
Hreinskilni.
í >E>jóðviljanum« 19. f. m., þar
sem ritstjórinn er að svara grein
ídanska blaðinu >Vort Land<,út af
ummælum um, að Skúli ætli sér
að verða eftirmaður H Hafsteins,
segir hann:
>Á hinn bóginn mun engum
dyljast, að einmitt það, að
höf. gerir ritsljóra „Þjóðv.“
í aðra röndina að svona mikl-
um manni í angum Dana,
getur orðið sjálfstœðismáli
þjóðarinnar að miklum hnekki
--------<*
Þetta kann satt að vera. —
En aðdáunarvert er það, að Skúli
skuli vera svo hreinskilinn, að
verða sjálfur fyrstur manna til
að benda á þetta.
Blöðin.
Jón Slefánsson hætti ritstjórn
Norðra nú um áramótin, og er
ekki annars getið, en að hann
ætli að leggja blaðamenskuna á
hylluna í bráð. Er að honum
allmikil eftirsjá, því hann var
hneigður fyrir þann starfa, og
lét hann honum vel. — Björn
Líndal cand. jur. tekur við rit-
stjórn blaðsins, og má bera gott
traust til hans, enda er hann áður
nokkuð kunnur í því starfi.
Blaðið Reykjavík skitti einnig
um ritstjóra. Magnús Blöndal
hætti ritstjórn þess og tók Jónas
Guðlaugsson skáld við at honum.
Hann er einn at þeim táu land-
varnarmönnum, sem ekki byrjuðu
á nýjum kröfum, þegar þeir sáu,
að frumvarp millilandanefndar-
innar fullnægði cllum hinum fyrri
krötum þeirra og allra íslendinga
yfir hötuð, og hefir því trá byrjun
verið frumvarpinu mjög fylgjandi.
Lögrétta stækkaðium áramótin
og er nú orðin álfka stór og
Ȓsafold<.
Úr bréfi úr Strandasýslu.
Árneshrepp, 80/i2 ’08.
------—• — Nokkru fyrir jól
vildi það slys til, að Janus sonur
Samsonar Jónssonar á Gíslabala
varð úti á Trékyllisheiði, og at-
vikaðist það á mjög sorglegan
hátt.
Janus hafði undanfarið verið í
Skeljavík í Steingrímsfirði, en nú
ætlaði Samson að taka hann til
sín og fór í þeim erindum til
Skeljavíkur.
Þann 16. þ. m.lagðisvoSamson
með drenginn, 12 ára gamlan, og
nestislaus, á Trékyllisheiði upp
frá Bólstað, á heimleið. Ætlaði
hann að fara lengri leiðina(ofan
í Reykjartjörð, en ekki ofan í
Kjós). Þegar þeir komu norðan
* Leturbreyting eftir „f’jóöv.11
til á heiðina hljóp verkur í dreng-
inn, svo þeir urðu að leggjast
fyrir, í norðanmold. Þar létu
þeir svo fyrir berast, þangað til
drengurinn var látinn. En þann
18. komst Samson við illan leik,
töluvert kalinn á höndum og
öðrum tæti, niður í Djúpuvík, og
þar fann Ágúst bóndi í Kjós
hann og hjálpaði honum heim til
sín, og þar liggur nú Samson,
því nær blindur. Lík drengsins
fanst, og kom þá í ljós, að Samson
hafði haldið til á bersvæði allan
þennan tíma. — — —
Tíðin góð og heilsutar yfirleitt
heldur gott, en mjög tilfinnanlegur
vöruskortur hjá öllum verzlunar
holunum hér.<
Úr ýmsum áttum.
Innbrotsþjófuaftur
var framinn á tveim stöðum í
Reykjavík rétt fyrir jólin.
Aðfaranótt 21. desember var
brotist inn um glugga hjá Jóni
Þórðarsyni úrsmið og stolið 180
kr. gullúri og 40 kr. silfurúri.
Peningaskúffa hafði einnig verið
opnuð, en t henni var að eins
ein króna, og hafði þjófurinn
hirt það, þó lítið væri.
Næstu nótt á eftir var brotin
upp ytri hurð að bókasölubúð
ísatoldar, en innri hurðin opnuð
með lykli, og teknir þar tveir
peningakassar úr púlti, annar
með 148 kr., en hinn með 100
kr. Kassarnir höfðu verið opn-
aðir úti í anddyrinu og látnir
þar eftir, en peningar allir teknir
úr, nema einn amerískur seðill,
er var eftir. — Lykillinn að innri
hurð bókasölubúðarinnar hafði
týnst í vetur, og halda menn, að
þjófurinn hafi haft hann í hönd-
um.
Ilotnvörpuskip strandaðl
^eint í f. m. austanvert við Krísu-
víkurbjarg. 4 menn dóu af kulda
og vosbúð, en 10 björguðust við
illan leik. Skipið var enskt.
Einbættaveitingar.
Þessir héraðlæknar hafa fengið
konungleg veitingabréf fyrir em-
bættum sínum 27. október (þeir
voru áður ílægstalæknaflokkinum
samkvæmt gömla læknaskipun-
arlögunuin, en eru nú jafnir orðnir
hinum):
Andrés Féldsted fyrir Þingeyr-
arhéraði.
Georg Georgsson fyrir Lá-
skrúðsfjarðarhéraði.
Halldór Gunnlaugsson fyrir
Vestmannaeyjahéraði.
Halldór Steinsson fyrir Ólafs-
víkurhéraði.
Jón Þorvaldsson fyrir Hest-
eyrarhéraði.
Jónas Kristjánsson fyrir Fljóts
dalshéraði.
Oddur Jónsson fyrir Reykhóla-
héraði.
Ólafur Finsen fyrir Skipaskaga-
héraði.
Ólafur Thorlacius fyrir Beru-
fjarðarhéraði.
Magnús Jóhannsson fyrit Hofs-
óshéraði.
Magnús Sæbjörnsson fyrir Flat-
eyjarhéraði.
Skúli Árnason fyrir Grímsnes-
héraði.
Stefán Gíslason fyrir Mýrdals-
héraði.
Þorbjörn Þórðarson fyrir Bíldu-
dalshéraði.
Þórður Pálsson fyrir Borgar-
neshéraði.
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýsla er veitt settum sýslumanni
þar, Guðmundi Eggerz.
Uiu Staðarhólsþing
í Dalaprófastsdæmi sækja þessir:
cand. theol. Brynjólfur Magnús
son, síra Gísli Kjartanson á Stað
í Grunnavík, síra Sveinn Guð-
mundsson í Skarðsstöð og Jón
N. Jóhannesson í Öræfum.
4 cyíirzkir glíuiuiucnn
fóru til útlanda nýlega til að sýna
glímuíþróttir sínar — Þeirvoru:
Jóhannes Jósefsson verzlunarm.,
Jón H. Lyngdal skósmiður, Jón
Pálsson skósmiður og Kristján
Þorgilsson trésmiður. —Jóhannes
var ráðinn fyrirfram sem glímu-
kennari f Englandi, og með því
að glíman vakti í sumar allmikla
eftirtekt í Englandi, er líklegt, að
auðsótt verði fyrir hina að fá þar
atvinnu.
Bátur fórst
af Akranesi á leið frá Reykjavík
20. þ. m. Á honum voru fimm
menn: Bóndinn í Móum (Árni?),
hreppsstjórinn, einn karlmaður til
og tvær stúlkur. Allir druknuðu.
(Símfrétt.)
Stúlka varð úti
á Laugabóli í Laugadal í ögur-
hreppi um helgina sem leið
(sunnudaginn?) Hún hét Jakob-
ína Jónsdótlir. Hún hafði tarið
með mjólkina úr tjósinu örstutta
leið, 40—50 faðma, og mest
með veggjum að fara. Bóndinn,
sem var með henni í fjósinu,
varð eltir til að hlúa að því, en
þegar hann kom heim var stúlkan
ókomin. Var þegar farið að leita
heonar, en hún fanst ekki fyr
en daginn eftir, og var þá látin.
f
iDgimar Sigurðsson
búfræðiskandídat.
„Dáinn, horfinn — harmafregn“.
Þosbí orð duttu mér í hug, þegar ég
frétti, að búfræðiskandídat Ingimar Sig-
urðsBon frá Drafiastöðum væri dáinn;
hefði orðið úti á Hjaltadalsheiði, á leið
til Hóla í Hjaltadal, þann 8. desember
þ. á.
Ingimar sál. var hæfileikamaður og
hinn berti drengur, sem vildi hvervetna
Tilkynning.
í’eir, sem kynnu aft ætla sér
að fá Ixcil tannsett, ættu aft
láta mig vita þaft seui fyrst,
meft því vcrutími minn hér
fer aft styttast. Ðeima æfin-
lcga kl. 11 f. 111. og kl.' 4 e.
m.
Steinbach Stefánsson.
lát.a gott af sér leiða, og hafði brenn-
andi áhuga á öllum framfara-og félags-
málum. Enda hafði hann gert það að
aðal-lífsstarfi sínu: að efla og glæða al-
mennan áhuga hér norðanlands, til fram-
fara búnaði og allri sannri menning.
Hann var kennari við Hólaskóla vet-
urinn 1906—’07, og kom þar fram, eins
og annarstaðar, sem göfugmenni. Var
hann elskaður og virtur að maklegleik-
um af iærisveinum sínum, ogmunu þeir
ætíð geyma minningu hans í þakklátri
og bliðri endurminningu.
Landbúnaðurinn á hér á bak að sjá
einhverjum hinum nýtasta og bezta
manni, sem ætíð bar heill og velferð
hans fyrir brjósti, og hafði einlægan og
heitan hug á framförum hans.
Er því stórt skarð fallið í hóp ungra
manna, þeirra, er styðja og efla af alhug
og ítrustu kröftum hverskonar framfarir
í búnaði lands vors.
Það skarð verður eigi auðfylt.
Blessuð sé hans minning.
Svarfaðardal, *>/12 '08.
A. B.
Ritfregn.
Búnaðarrit. Útgefandi:
„Búnaðjrfélag íslands11. 22.
ár. 1.—4. hefti. 1908.
Það er mjög nytsöm og eiguleg
bók, sérstaklega fyrir bændur og
búalýð, eins og vant er.
Búnaðarmálunum hér á landi
er iylgt með meiri áh"ga, íram-
faraviðleitni og umhyggju, en
nokkurri annari atvinnugrein.
Stafar þetta að vísu nokkuð af
því, hve bændastéttin er fjölmenn,
en þó ntest af því, að búnaður er
miklu síður en hin aðal-atvinnu-
grein landsmanna, sjávarútvegur-
inn, hafður í hjáverkum, svoþeir,
sem hann reka, eru þar með
heilum hug.
Búnaðarritið frá byrjun er
orðið mjög fjölbreytt og upp-
byggilegt verk, og þessi árgangur
leggur sinn fulla skerf, enda er
það bændura alveg óraissandi
bók.
Fyrsta ritgerðin er um naut-
griparækt og nautgripafélög eftir
Guðjón Guðmundsson; er hún
bæði almennar bendingar um
málið og skýrsla um það, hversu
því þá var komið hér á landi.
Er ritgerðjsú einkar fróðleg og
rituð at miklum áhuga og um-
hyggju tyiir málinu. Bezta kýrin
í nautgripafélögunum 1905—06
gat 275 kr. ársarð. fin meðal
ársarður af öllum kúm í naut-
gripafélögunum verður 83—90
kr. á hverja kú.
Koefod-Hansen skrifar grein