Vestri


Vestri - 27.02.1909, Blaðsíða 1

Vestri - 27.02.1909, Blaðsíða 1
0 VIII. árg. S t ú k a n NANNA nr. 52 heldur fundi á flmtudagskyölduin kl. 8V2. Stjórnarskárbreytingin. — o — Það getur varla deiluatriði orð- ið, að breytingar þær á stiórnnr skránni, sem stjórnin hefir lagt fyrir þingið, séu all þýðingarrnikl ar, og það er því ólíklegt, að nokkur flokkur setji sig upp á móti þeim. Einkum má ætla, að Landvarnarmenn rói nú öllum árum að því, að fá sem fyrst inn í stjórnarskrána, að ríkisráðsseta íslandsráðherra sé úr gildi numin og að fráfarandi íslandsráðherra skrifi undir skipunarbréf eftir- manns síns. Hin atriðin: afnám konungkjörinna þingmanna, að feonungur vinni eið að stjórnar- skránni, kosningarréttur kvenna o. fl., virðast og vera engu þýð- íugarminni, og eru komin fram eftir almennum óskum. En hvernig tekur þá þingið í þessa stjórnarskrárbreytingu? Það samþykkir hana vafalaust, munu menn segja, og það að líkindum í einu hljóði. Það er líklégt, að svo fari, en þó er það spá ýmsra, að hinn núverandi meirihluti muni sjá einn agnúa á þvi, að samþykkja þessa j breytingu, og að sá agnúi muni j vega meira en allir kostirnir. Og þessi agnúi, sem honum getur verið svo mikill þyrnir í augum, er sá, að þá verða að fara fram nýjar kosningar. En með þeim geta þeir tapað völdunum úr hendi sér, og það má ætla, eftir því kappi, sem þeir hafa lagt á, að ná í þau, að þeir fari ekki að tefla þeim í hættu óneyddir. En hér fer máske betur en ætla má, svo stjórnarskrárbreyt- ingin verður samþykt. Við sjáum nú til. L.átinn merkur íslendingur vestanhafs. —o— Hinn 23. jan. f. á dó íslenzk- ur merkismaður í Vesturheimi: Kristján V. Kjærnesteð, sonur Jóns heit. Kjærnesieðs. sem Jónas Hallgn'msson orti eftir failega kvæðið: >Fuudannaskært Utgefandi og ábyrgðarmaður:;|fKr. H. Jónsson. FEBRÚAR 1909. jj 17. tbl. í EDINBORG á ísafirði fæst ágætur reithertur saltfiskur, lítið eitt sólsoðinn, w með mjög vægu verði, fSAFJÖRÐUR, 27. Kaupirðu UNGA [SLAND? Utsölum. á Isaf.: Jónas Tómasson. í ljós burt leið< (>Á gömlu leiði <). Kristján heit. var fæddur á Krossanesi við Eyjatjörð, árið 1S26, ólst upp hjá afa sínum, Þorláki í Skriðu í Hörgárdal. Þar byrjaði hann búskap tvítugur að aldri. Síðast bjó hann, hér á landi, á Iiólum í Hjaltadal. Þaðan flutti hann svo, árið 1876, til Nýja-Islands í Manitoba; og bjó hann þar álandnámsjörð sinni, er hann nefndi Kjarna, þangað til hann flutti til sonar síns. Hjá honum dó hann svo þar vestan- hafs. Og var lík hans, samkvæmt ráðstöfun hans, grafið í reit rétt hjá Kjarna. Kristján var þríkvæntur; og lifa 4 börn hans í Ameríku. .1 >Lögbergi«, þar sem flutt er mynd af þessum merkismanni, stendur þetta meðal annars um hann: > . . . Kristján var frábærlega vel gefinn. Hann var mesti hag- leiksmaður. Lá alt í augum uppi, þó enginn hefði kent honum. En hann var meira. Hann var lista- maður og íþrótta langt á undan samtíð sinni. Tamdi sér sund og handahlaup á yngri árum, og ýmsa aðra líkamsfimleika. Hann var vísindamaður við jarðyrkju og fekst við ýmsar slíkar tilraunir, eins og forfeður hans í Skriðu, þar sem enn sjást menjar hinnar fyrstu trjáplöntunar á íslandi. Þekking Kristjáns og starfs- hæfileiki við almenn mál, var alveg að sama skapi. Hagleiksmaður mesti á smíðar, og útsjónarmaður í því verklega. Var glaður í lund, og átti viðkvæmt hjarta. Til hans leituðu margir til framkvæmda í verklegum efnum. Hann var hin mesta fyrirmynd í dugnaði og hjartagæzku. Eu örðugar kringumstæður lítsins þekti hann stundum sjálfur. Hann var lítill vexti, en kná- leguf, og glaðlegur á svip. Kristján heit. átti tvær æfisögur, nálega tvær; 50 ár var sú fyrri, á íslandi, en hin 32 ár, í Ameríku. Hann var bóndi sín 30 ár í hvoru landinu. Hann vann svikalaust frá morgni til kvölds, allan þenna langa æfidají. Mikið matti af honum læra, og tjöldamargir voru sælli af því, að hafa kynst honum. Bjart yrði yíxr hverri sveit, sem alskipuð væri mönnum eins og honum.< Vér getum þessa hér, af því að oss finst það sæmándi, að eitthvert blað á íslandi minnist á lát slíkra merkismanna, sem lengi hafa verið með nýtustu sonum fósturjarðarinnar, eins og Kristján heit. Kjærnesteð var, þó að þeir eigi gröf langt tjarri ættlandinu. — Bróðir Kristjáns heit. lifir nú hér á ísafirði, Friðfinnur að nafni, gamall karl, sem ísfirðingar margir kannast við, en ungur er hann i anda, dugnaðar- og hag- leiksmaður mesti, glaðlyndur og greindur í svörum; vel gefinn í alla staði, eins og hann á kyn til. L. Eftirlaun og ellistyrkur. —o— Frumvarpið urn afnám eftirlauna embættismanna er sjálfsagt öllum fjölda almennings kærkomið. En að þeirri breytingu er ekki svo auðhlaupið sem skyldi. Allir þeir menn, sem háfa veitingu fyrir embættum með eftirlaunarétti, þegar slík lög öðlast gildi, halda rétti sínum til eftiriauna óskerðum. Slik lög geta því ekki farið að njóta sín til fulls, fyr en eftir tugi ára, og eigi ekki að koma fram stórkostlegt mi^étti milli embættismanna, verður óhjá- kvæmilegt, að hækka launin í mörgum þeim embættum, sem veitt verða eftirlaunalaus. Jafn- framt virtist og nauðsynlegt, að gera embættismönnum að skyldu, að kaupa sér ellistyrk og vá- tryggja sig gegn slysum og sjúk- 081“ Munið eftir aðalfundi .Bökunfélags Isfirðinga' í húsi télagsins í kvöld kl. 8. Mætið stundvíslega. dómum, því annars mun varla hjá þvi fara, að tjárbænir gamalla eða ófærra embættismanna verði all tíðar. Afnám eftirlauna hefði því eng- an sparnað í för með sér, fyrst uni sinn, en væri þrátt fyrir það mjög heppilegt, bæði fyrir al- menning og embættismennina sjálfa. Allír dugandi menn starfa i þarfir þjóðfélagsins, og embætt- ismennirnir eru þar oft ekki þarfari starfsmenn, en aðrir. Það hafa því allir, í raun og veru, jafnan rétt til eftirlauna, og eigi að halda áfram að veita embættismönnum eftirlaun, væri ekki samræmi í öðru, en að veita jafnframt öllum eftirlaun. án tillits til stétta eða stöðu. En heppilegast er, að menn tryggi sem mest framtíð sína sjálfir, og ætti því að leggja á alla menn gjöld, til þess að safna sér ellistyrk og tryggja sig gegn slysum, og svo væri ekki nema sjálfsagt, að landssjóður legði fram töluvert fé í því skyni, til þess að byrjunin yrði því auðveldari. Það væri engu síður gott fyrir embættismennina sjálfa, en al- menning, að eftirlaunin væruat- numin, því ekkert hefir stuðlað eins mikið að því, að auka öíund og kala til embættismanna, og einmitt þessi forréttindi, sera svo margir hafa notið ómaklega.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.